5.2.2007 | 20:18
Breiðavík, Byrgið og heyrnarlausir
Uppljóstranir undanfarinna vikna um misnotkun á börnum og fullorðnum á ýmsum stofnunum á Íslandi í gegnum tíðina eru sláandi. Nú síðast gaf að líta átakanleg viðtöl í Kastljósi í kvöld við fólk sem dvaldist í Breiðuvík á árum áður og var misnotað þar. Þetta fólk var að lýsa helvíti á jörð.
Breiðavík bætist ofan á aðra vitnisburði um misnotkun. Það er engu líkara en einhvers konar sálfræðilegur leyndarhjúpur, ofinn af kerfisbundinni stofnanaþögn, hafi legið yfir þessum hörmungum um langt árabil.
Fyrir ári opnaði Thelma Ásdísardóttir augu okkar með átakanlegri bók um kynferðislega misnotkun sem gekk lengi án þess að nokkur fengi það stöðvað. Núna ári síðar höfum við heyrt um misnotkun á heyrnarlausum börnum sem viðhöfðust á skólastofnunum þeirra um árabil. Því næst heyrðum við um Byrgið og núna Breiðuvík.
Hvað skal segja? Hvað er hér á ferðinni? Írar hafa til dæmis þurft að gera upp hryllilega sögu ýmissra stofnanna og skóla fyrir börn, þar sem misnotkun átti sér stað lengi. Þetta má sjá í mynd eins og Magdalene systurnar.
Mér sýnist að við Íslendingar eigum okkur svona myrka sögu líka, um hryllilegar og stofnanabundnar hörmungar og níðingsverk á saklausi fólki sem mátti sín lítils og hefur borið ör þess ætíð síðan. Eins og við sáum í Kastljósi kvöldsins.
Verkefni okkar er að horfast í augu við þessa sorgarsögu, og draga ekkert undan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
5.2.2007 | 11:52
Heimildaþáttagerð með Hannesi. 10 grunnreglur.
Ég þarf hins vegar ekki að mæta. Ég þykist nefnilega þegar vita hverjar eru 10 grunnreglur Hannesar við gerð heimildarmynda. Þær eru þessar:
1. Davíð Oddsson var mesti stjórnmálamaður 20.aldarinnar.
2. Hannes Hafstein var næstbestur og var líka skáld eins og Davíð.
3. Kalda stríðið er búið og Bandaríkjamenn og Davíð Oddsson unnu.
3. Ólafur Ragnar er kommúnisti sem hefðu betur átt að sleppa því að segja að Davíð hefði skítlegt eðli.
4. Jón Ólafsson og Baugur eru glæpamenn. Davíð er góður og reyndi að stöðva þá. Við tónlistarval skal gæta þess að spila alltaf mafíutónlist (Godfather etc) þegar myndir af Jóni og Baugi birtast, en hetjulega eða fagra tónlist (Chariots of Fire) þegar Davíð birtist.
5. Davíð lækkaði verðbólguna þegar hann tók við, með Þjóðarsáttinni, þótt hann tæki reyndar ekki við fyrr en ári eftir að henni var komið á. (Afturvirk stjórnmál).
6. Davíð er hægri maður og góður. Vinstri menn eru vondir, trúlausir, hækka alltaf skatta, afnema eignarétt og borða börn.
7. Stefán Ólafsson og Svanur Kristjánsson hafa alltaf rangt fyrir sér. Davíð hefur alltaf rétt fyrir sér. (Spila skal viðeigandi tónlist samkvæmt þessu, sbr. lið 4. Til dæmis tékkneska leirkallalagið undir Stefáni og Svani, en Óð til gleðinnar undir Davíð).
8. Davíð kom á viðskiptafrelsi. Innganga í EES kom því máli ekki við. Að hún skuli hafa borið upp á sama tíma er óheppileg tilviljun, sem hefur villandi áhrif á umræðuna (leggja ber á þetta sérstaka áherslu).
9. Tilraunir vinstri manna í gegnum tíðina, til þess að fella ríkisstjórnir Davíðs og Sjálfstæðisflokksins ber að kalla valdarán (Þetta kallar einnig á viðeigandi tónlist, t.d. lag Svarthöfða úr Star Wars).
10. Ingibjörg Sólrún er bæði kona og frekja. Líklega mannæta líka. Slátrar hönum heima hjá sér og drekkur úr þeim blóðið. (Tónlist: The Exorcist).
Farið verður sérstaklega í svokallaða smjörklípuaðferð við gerð heimildarmynda og uppruni hennar rakinn.
Þátttakendur skulu vera hægri menn, helst með góðan aðgang að Ríkissjónvarpinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
4.2.2007 | 15:40
Samfylkingin í þremur efstu sætunum
Tillögur Samfylkingarinnar um það hvernig best er að efla nýsköpun, frumkvöðla- og þróunarstarfsemi á Íslandi röðuðu sér í þrjú efstu sætin á Sprotaþingi í Laugardalshöll á föstudaginn. Það má vera stoltur af því. Samfylkingin er nýsköpunarflokkur og hefur alltaf verið.
Hér var flokkurinn að uppskera eftir gríðarlega vinnu í þessum málaflokki. Um 200 fulltrúar frá Samtökum iðnaðarins, samtökum sprotafyrirtækja, fólk í frumkvöðlastarfi og fólk í stjórnmálaflokkum sátu þingið. Allir stjórnarmálaflokkar lögðu fram tillögur, en engar þeirra komust með tærnar þar sem tillögur Samfylkingarinnar höfðu hælana, eftir að fundargestir höfðu greitt atkvæði um það hverjar þeirra væru bestar og líklegastar til árangurs.
Þau Ágúst Ólafur Ágústsson, Katrín Júlíusdóttir og Dofri Hermannsson lögðu til stóreflingu rannsókna- og tækniþróunarsjóðs, hugmynd um endurgreiðslu á rannsóknar- og þróunarkostnaði sprotafyrirtækja og að næsti áratugur yrði hátækniáratugur, tileinkaður nýsköpun og þróun. Þessar tillögur með nánari útfærslum, röðuðu sér í þrjú efstu sætin.
Og hverju stungu hinir upp á? Jú, Jón Bjarnason, til dæmis, úr VG lagði þónokkuð uppúr eflingu strandsiglinga, sem þótti koma spánskt fyrir sjónir í þessu samhengi. Kannski er þetta munurinn á Samfylkingu og öðrum flokkum þegar kemur að nýsköpun og frumkvöðlastarfi?
Við tölum um háhraðatengingar. Hinir tala um strandsiglingar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.2.2007 | 13:29
VG lét náttúruna ekki njóta vafans
Nú hefur því verið lýst yfir í hádegisfréttum RÚV, af sjálfum lögmanni Umhverfisstofnunar, að bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafi ekki sett byggingu tengibrautar í gegnum Álafosskvos í umhverfismat, þótt henni hafi verið það skylt.
Bærinn hafi þar með brotið lög.
Hér fellur gamli skólastjórinn, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, á bæjarstjóraprófinu. Og það sem verra er: Hér falla Vinstri grænir á umhverfisverndarprófinu. Er það ekki lykilatriði í stefnu umhverfisverndarsinna að náttúran eigi alltaf að njóta vafans?
Lítum á: Í ágúst lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn fram tillögu um það að tengibrautin yrði lögð í umhverfismat. Sú tillaga var felld af meirihlutanum, bæði fulltrúum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks.
Í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar sagði af þessu tilefni: Það er áfellisdómur yfir núverandi meirihluta sjálfstæðismanna og Vinstri- grænna í umhverfismálum að hafa ekki vilja til að rannsaka til hlítar þau umhverfisáhrif sem umrædd framkvæmd hefur.
Í október gerðu fulltrúar Samfylkingarinnar aðra tilraun til þess að fá upp á borðið öll þau víðtæku áhrif sem þessi braut hefur á náttúru, ferðamannaiðnað og söguminjar í Mosfellsbæ. Þá var lagt til í atvinnu- og ferðamálanefnd bæjarins að óháðum aðilum yrði falið að gera mat á þessum áhrifum, einkum og sér í lagi hvað varðar Álafosskvos.
Þetta náði ekki í gegn, frekar en hitt.
Ég ítreka: Sjöllunum er trúandi til alls. Ummæli Ragnheiðar Ríkharðsdóttur á forsíðu Blaðsins í gær og annars staðar sýna svart og hvítu hversu forhert hún er í málinu. En Vinstri grænir eru annar kapituli. Ég sé einfaldlega ekki betur en að umhverfisverndarstefna þeirra hafi fokið út í buskann í þessu máli. Hvers vegna samþykktu þeir ekki að brautin færi í umhverfismat? Þeir greiddu beinlínis atkvæði gegn því. Ætla þeir núna að rökræða við lögmann Umhverfisstofnunar?
Ætla þeir að taka undir með verktakanum, þegar hann segir að brautin liggi ekki í gegnum Álafosskvos, heldur framhjá henni?
Hún er 14 metra frá.
VG hefur ekki látið náttúruna njóta vafans. Þá afstöðu sína hafa þeir undirstrikað með skurðgröfum. Í trjálundinum við Álafosskvos er nú hola því til áherslu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
31.1.2007 | 19:23
Ætlar VG að valta yfir Sigurrós?
Um daginn fór ég ásamt Ske í stúdíó upp í Álafosskvos til þess að taka upp lag. Stúdíóið heitir Sundlaugin og er í eigu Sigurrósar, eins og margir vita. Í einni pásunni stóðum við úti á hlaði í kyrrðinni þarna í kvosinni, þar sem lækurinn rennur í gegnum húsið, og Biggi upptökumaður benti upp í brekkuna ca 20 metrum frá.
Þarna á að koma vegur, sagði hann. Ég verð að játa að mig rak í rogastans. Vegur? Þarna? Hvað átti maðurinn við?
Jú, vegur.
Við skulum hafa þetta alveg á hreinu: Ætlunin er að leggja veg, heila umferðaræð, beint í gegnum miðja Álafosskvos, beint í gegnum friðsælt og fallegt útivistarsvæði, og beinlínis beint við stúdíó Sigurrósar og önnur mannvirki -- flest sögufræg -- sem þarna eru.
Ekki verður betur séð en stúdíóið -- sem er einstakt og ákaflega vel tækjum búið -- verði óstarfhæft. Enginn tekur upp lag -- í mesta lagi techno -- með heila umferðaræð hinum megin við vegginn.
Ég hélt satt að segja að menn myndu sjá að sér. Þessi framkvæm er fáránleg. Ástæðan fyrir því að ég hélt að menn myndu sjá að sér er ekki síst sú, að Vinstri Grænir eru í bæjarstjórn í Mosfellsbæ.
Þá fjúka nú umhverfisáherslur fyrir lítið ef minja- og náttúruperlum Mosfellsbæjar skal fórnað í þágu vegagerðar eins og ekkert sé. Ég læt vera að Sjallarnir standi fyrir því, enda við öllu slíku að búast úr þeirri átt, en Vinstri Grænir?
Auk þess átti ég allra síst von á því að röð atburða myndi leiða til þess að Vinstri grænir myndu í bókstaflegri merkingu valta yfir Sigurrós, hljómsveitina sem hefur lengi verið einn helsti boðberi náttúrudýrkunar og grænna gilda á heimsvísu.
Þeir hafa stundum verið kallaðir álfar í heimspressunni. Það hefur aldrei gefist vel í vegagerð að grafa vegi yfir álfasteina og álfakirkjur.
Hugur minn er allur með mótmælendum. Að sjálfsögðu á að stöðva svona lagað. Það er mín skoðun. Ég leyfi mér í öllu falli að stinga upp á því að Mosfellingar setji svo umdeilt mál í atkvæðagreiðslu, líkt og gert er í Hafnarfirði með stækkun Straumsvíkur. Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa.
Ég vona að VG sjái að sér og tali um fyrir Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Framganga VG í málinu hingað til hefur hins vegar ekki gefið miklar vonir um það. Hér reynir á hvort þeir eru í raun umhverfisverndarsinnar inn við beinið, þegar þeir stjórna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
31.1.2007 | 16:46
Öll ríkisstjórnin vissi um óreiðu Byrgisins árið 2002
Það er alveg stórmerkilegt sem Jóhanna Sigurðardóttir segir á heimasíðu sinni um að ríkisstjórnin öll -- allir ráðherrarnir -- hafi vitað um fjármálaóreiðu Byrgisins í smáatriðum þegar árið 2002. Ríkisstjórnin fékk minnisblað inn á ríkisstjórnarfund þar sem öllu var lýst. Ekkert var hins vegar aðhafst. Fjárveiting var aukin.
Ég geri ráð fyrir að Birkir Jón formaður fjárlaganefndar muni segja þetta innlegg Jóhönnu vera á "lágu plani", á sama hátt og hann sagði kröfu Ingibjargar Sólrúnar um að ríkisvaldið axli ábyrgð í þessu máli, vera á "lágu plani".
Ágætis grein um þetta eftir Jón Kaldal í Fréttablaðinu í dag.
31.1.2007 | 16:39
Enn streymir fé í sauðfé
Þegar sauðfjársamningurinn var kynntur á dögunum töluðu bæði sauðfjármála- og lanbúnaðarráðherra um ríflega 16 milljarða króna samning. Þegar liðir samningsins eru reiknaðir saman kemur hins vegar í ljós að samningurinn hljóðar upp á 19,6 milljarða.
Hér munar 3 milljörðum.
Þessi framsetning, að hafa töluna þremur milljörðum lægri, vekur auðvitað spurningar. Þótti lægri upphæð hugsanlega meira sexí út frá almannatengslasjónarmiðum? Þorði sauðfjármálaráðherra ekki að segja réttu töluna?
Nú veit ég ekki. Í öllu falli er nauðsynlegt að halda þessu til haga (viðeigandi orðalag).
31.1.2007 | 09:38
Hagnaður bankanna
Mér er spurn: Hvernig geta bankar sem bjóða upp á 11 til 12 prósent raunvexti á húsnæðislánum og yfir 20 prósent vexti á yfirdráttarlánum, í stórskuldugu þjóðfélagi, annað en stórgrætt á tá og fingri?
Bankarnir eru áskrifendur að peningum. Efnahagsstefnan sem bitnar harðast á almenningi, með verðtryggingu, óðaverðbólgu, háum stýrivöxtum og þenslu, er að stórum hluta lykillinn að gróða þeirra.
Í fyrsta lagi þarf að kæla hagkerfið. Í öðru lagi þarf að afnema verðtryggingu. Það er ótækt að bankarnir séu stikkfrí þegar kemur að verðbólgu.
Tuttugu og eitt þúsund krónur á mánuði sem meðalfjölskylda greiðir í umframgreiðslubyrði vegna hagstjórnarmistaka ríkisstjórnarinnar, þenslu og verðbólgu, rennur beint í vasann á teinóttu jakkafötunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
31.1.2007 | 00:40
Eitt skemmtilegt kvót úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
Hér er ein skemmtileg tilvitnun úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2003. Efst á blaði yfir markmið ríkisstjórnarinnar er þetta:
"Að tryggja að jafnvægi og stöðugleiki ríki í efnahagsmálum þjóðarinnar."
Ekki það að ég mæli með þessu sérstaklega sem lesefni, en það er samt alltaf gott að rifja aðeins upp. Svo er þetta líka prýðilegt plagg til að sofna við, fyrir þá sem eiga erfitt með það.
Það er athyglisvert hvað þetta orð, "stöðugleiki", er algerlega horfið úr orðræðu ríkisstjórnarflokkanna, eins og það var mikið tekið. Nýjasta orðið er hins vegar "pólitískur stöðugleiki", hvað sem það þýðir. Ég er farinn að heyra það talsvert notað.
31.1.2007 | 00:21
Stöngin inn og út
Maður er búinn að róa sig niður. Fór á brettið. Fékk útrás. Datt í hug, í ljósi þessa hádramatíska leiks, nýtt hugtak fyrir það þegar hlutir ganga ekki upp, eitthvað mistekst, klúðrast eða heppnast ekki.
Stöngin út.
Þetta rýmar ágætlega við hið alþekkta orðasamband "stöngin inn", sem hefur verið mikið tekið á undanförnum árum, um eitthvað sem heppnast, steinliggur.
Þessi ríkisstjórn til dæmis, og sú staðreynd að meðalheimili í landinu þarf að greiða 21 þúsund krónur á mánuði í auknar greiðslubyrðar bara út af þenslu og hagstjórnarmistökum, er stöngin út.
Að kæla hagkerfið og draga úr þenslu væri aftur á móti stöngin inn.
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 395315
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi