Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Best og verst

Sierra Leone er versta ríki í heimi, Ísland best, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Í Sierra Leone deyja 160 börn af hverjum þúsund við fæðingu, á Íslandi 3.

Sierra Leone búar geta búist við að verða um fertugir. Við áttræð.  

Svona mætti lengi telja. Var að skoða staðreyndasíðu CIA.  

35% þjóðarinnar í Sierra Leone er læs. 99% hér. Um 10 þúsund hafa internet í Sierra Leone, af sex milljón íbúum. Á Íslandi hafa 194 þúsund af 300 þúsund íbúum netið. Konur eignast að meðaltali sex börn þar suður frá. Íslenskar konur tæplega tvö. 

Þjóðarframleiðsla á hvern Íslending var áætluð 2.394.000 kr. í fyrra samkvæmt CIA, en 56.700 kr. á hvern íbúa Sierra Leone. Hins vegar, ef íbúar Sierra Leone væru jafnmargir og Íslendingar (jafnfáir, það er að segja), og allt annað óbreytt, yrði þjóðarframleiðslan um 1.1 milljón krónur á haus þar í landi. 

En það er bara höfðatölureikningur út í loftið.

Mér sýnist að við höfum það talsvert betra.


Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband