Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2007

Flaksandi hörföt og Le Monde

Ég hef komist ađ ţví ađ blogg er ekki sumariđja.

Á sumrin ćtti mađur frekar ađ grípa sér baguette, rauđvínsflösku, setja Le Monde undir hendina og ganga niđur í bć í flaksandi hörjakkafötum.

Vera dálítiđ continental, ţiđ fattiđ.

Spila svo boccia međ strákunum niđri á Ylströnd.

En ég ćtla reyndar ekki ađ hafa ţađ alveg ţannig, ţótt ég hafi vissulega gćlt nokkuđ viđ ţennan stíl ţegar sólin skín. Ţessa stundina er ég ađ skrattast viđ ađ klára ađ skrifa bók, svo ćtla ég ađ skreppa í smá ferđalag um Norđausturland, vera slatta uppi í sumarbústađ, fara í fjallgöngur, hjólreiđatúra og svo framvegis. 

Auk ţess mun freelance-harkiđ sem fćrir salt í grautinn taka sinn tíma eins og alltaf. Varaţingmennskan borgar ekki mikiđ í ađra hönd... En ég kvarta ekki. Harklíferniđ (skriftir, auglýsingar, tónlist etc) hefur alltaf átt ágćtlega viđ mig. Vissulega dálítiđ óöryggi, en meira frelsi.

En ég myndi svosem ekki fúlsa viđ fastri vinnu svona međ haustinu, ef samningar nást. 

Ţangađ til segi ég bara eins og afi minn:

Betra er ađ vera klakaklár

og krafsa snjó til heiđa 

en lifa mýldur öll sín ár

undir hnakk og reiđa.

Hafiđ ţađ gott í sumarblíđunni. Ég ćtla ađ hvíla bloggiđ um stundarsakir. Mćti svo fílefldur til leiks á ţessum vettvangi eđa annars stađar. Ţađ verđur af nógu ađ taka í ţjóđfélagsmálunum ţegar líđa tekur ađ hausti, og reyndar er af nógu ađ taka nú ţegar. (Spítalarnir, byggđirnar, orku- og umhverfismálin etc)  Úrlausnarefnin blasa viđ á öllum sviđum... 


Kökur á 700 ţúsund

Hlć enn nokkuđ međ sjálfum mér ađ uppátćki ţeirra félaga Jón Páls Eyjólfssonar og Jóns Atla Jónassonar á 17.júní í gćr, en ţar kynntu ţeir félagar drög ađ uppsetningu eldflaugavarnarkerfis fyrir Ísland og öfluđu stuđnings viđ ţađ í hermannagrćnu tjaldi međ ţar til gerđum dreifiritum.

Auđvitađ löngutímabćrt málefni. Ísland er gjörsamlega án eldflaugavarnarkerfis.

Ţarna var auđvitađ kökubasar. Verđ á marensköku var 700.000, en ađrar kökur voru á bilinu 300 til 500 ţúsund. Kaffiđ var hins vegar ókeypis.

Eitthvađ fyndiđ viđ ţetta.

Annars var skemmtilega rólegt yfirbragđ yfir 17.júní. Dáldiđ eins og ađ vera niđri í bć kl. 05.00 á laugardagsnótt nema bara allir edrú. Og ađeins meira af börnum.

Ţađ er vel til fundiđ ađ hafa handboltaleiki á ţjóđhátíđardaginn. Ţađ var eiginlega fyrst ţá um kvöldiđ ađ einhver vottur af ţjóđerniskennd gerđi vart viđ sig.

Annars var fríiđ mitt fínt.  Í Mílanó varđ ég var viđ ađ gengiđ féll. Evran fór í 85 kall.Ţegar ég kom heim sá ég ástćđuna: Tillögur Hafrannsóknarstofnunar.  Sem betur fer keypti ég mér ekki Armani jakkaföt ţann daginn.

Á 700 ţúsund.  


Held suđur á bóginn

Ađ aldagömlum siđ hef ég ákveđiđ ásamt spúsu minni ađ halda suđur á bóginn um skeiđ til ţess ađ safna kröftum og endurnćrast í ţćgilegra loftslagi. 

Blogga ţví mest lítiđ fyrr en tja, ca. 13.júní eđa svo.

Nema eitthvađ rosalega merkilegt gerist.

Hafiđ ţađ gott.  


Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband