Leita í fréttum mbl.is

Enn streymir fé í sauðfé

Þegar sauðfjársamningurinn var kynntur á dögunum töluðu bæði sauðfjármála- og lanbúnaðarráðherra um ríflega 16 milljarða króna samning.  Þegar liðir samningsins eru reiknaðir saman kemur hins vegar í ljós að samningurinn hljóðar upp á 19,6 milljarða.

Hér munar 3 milljörðum.

Þessi framsetning, að hafa töluna þremur milljörðum lægri, vekur auðvitað spurningar. Þótti lægri upphæð hugsanlega meira sexí út frá almannatengslasjónarmiðum? Þorði sauðfjármálaráðherra ekki að segja réttu töluna?

Nú veit ég ekki. Í öllu falli er nauðsynlegt að halda þessu til haga (viðeigandi orðalag).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenskir bændur lifa ekki á sauðfjárrækt og verða því einnig að vinna við annað eða vera með blönduð bú til að lifa af, hvort sem þeir fá þessa styrki eða ekki. Þeir bændur sem hætta sauðfjárrækt myndu því flestir búa áfram þar sem þeir búa núna. Sláturhúsum hefur fækkað mikið hér, sauðfjárslátrunin tekur stuttan tíma og það er auðvelt fyrir fólk sem vinnur við hana að fá annað starf. Auk þess vinna margir útlendingar við sauðfjárslátrun hér, því það eru ekki margir Íslendingar sem vilja vinna við hana, frekar en fiskvinnsluna. En að sjálfsögðu myndu einhverjir halda áfram að vera með sauðfé, enda þótt þeir myndu missa styrkina, alveg eins og hér er stunduð svínakjötsframleiðsla. Húsnæðið, tækin og túnin eru þegar fyrir hendi og féð gengur sjálfala á sumrin. Þess vegna er hægt að selja íslenska lambakjötið sem villibráð fyrir hátt verð og alltaf einhverjir tilbúnir að kaupa það.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband