Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin í þremur efstu sætunum

Tillögur Samfylkingarinnar um það hvernig best er að efla nýsköpun, frumkvöðla- og þróunarstarfsemi á Íslandi röðuðu sér í þrjú efstu sætin á Sprotaþingi í Laugardalshöll á föstudaginn. Það má vera stoltur af því.  Samfylkingin er nýsköpunarflokkur og hefur alltaf verið.

Hér var flokkurinn að uppskera eftir gríðarlega vinnu í þessum málaflokki. Um 200 fulltrúar frá Samtökum iðnaðarins, samtökum sprotafyrirtækja, fólk í frumkvöðlastarfi og fólk í stjórnmálaflokkum sátu þingið. Allir stjórnarmálaflokkar lögðu fram tillögur, en engar þeirra komust með tærnar þar sem tillögur Samfylkingarinnar höfðu hælana, eftir að fundargestir höfðu greitt atkvæði um það hverjar þeirra væru bestar og líklegastar til árangurs. 

Þau Ágúst Ólafur Ágústsson, Katrín Júlíusdóttir og Dofri Hermannsson lögðu til stóreflingu rannsókna- og tækniþróunarsjóðs, hugmynd um endurgreiðslu á rannsóknar- og þróunarkostnaði sprotafyrirtækja og að næsti áratugur yrði hátækniáratugur, tileinkaður nýsköpun og þróun. Þessar tillögur með nánari útfærslum, röðuðu sér í þrjú efstu sætin. 

Og hverju stungu hinir upp á? Jú, Jón Bjarnason, til dæmis, úr VG lagði þónokkuð uppúr eflingu strandsiglinga, sem þótti koma spánskt fyrir sjónir í þessu samhengi. Kannski er þetta munurinn á Samfylkingu og öðrum flokkum þegar kemur að nýsköpun og frumkvöðlastarfi?

Við tölum um háhraðatengingar. Hinir tala um strandsiglingar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og Sjálfstæðismenn þegja þunnu hljóði en eru samt alltaf stærsti flokkurinn, hvað er að Íslendingum?

Maður af götunni (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 18:04

2 identicon

Þetta eru ánægjulegar fréttir og verulega uppörvandi.

Hrattvaxandi menntunar og þekkingarstig sem nú er að koma inná atvinnumarkaðinn fær með þessum hætti gullin tækifæri til mjög arðsamrar nýsköpunar og þróunar sem felast í hátækninni. Hátæknin er alþjóðleg, það er því til mikils að vinna.

 Við höfum alla möguleika á að verða í fremsturöð á heimsvísu.

Það er svo sannalega tímabært að beina sköpunarkraftinum inná braut sem þessa og frá stóriðjunni í formi starfa í áliðnaði þar sem mestallur hinn eiginlegi arður fer úr landi sem eign erlendra aðila.

Skemmtilegt yrði ef við gætum þróað hagkvæman og umhverfisvænan orkugjafa sem gæti  ýtt jarefnaeldsneyti útaf markaðinum hér á landi og nýtt þannig vatns og jarðvarmaorkuna með fullri arðsemi fyrir okkur sjálf... síðan er þekkingin alltaf söluvara úti í hinum stóra heimi.

Meira af þessu. Það er mikilvægt að Samfylkingin verði sterkt afl í næstu ríkisstjórn Íslands,,, áfram með baráttuna 

Sævar Helgason, Hafnarfirði (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 18:32

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll. En hver er stefna Samfylkingarinnar í Sjávarútvegsmálum ? Eða hefur orðið "sjávarútvegur" verið strokað út af stefnuskrá Samfylkingarinnar ? Svar óskast.

Níels A. Ársælsson., 4.2.2007 kl. 21:42

4 identicon

Hér þarf að leiðrétta ýmislegt í færslu þinni. Ég vil alls ekki vera of neikvæður og fagna því mjög að þið hafið tekið upp þessa baráttu. Ég óttast reyndar aðeins að sjálfstæðisflokkurinn fari í vörn þegar þið leggið þetta fram en sjáum samt til því varla getið þið eignað ykkur neitt þarna.
Þetta sprotaþing er að nokkru leyti framhald af hugaflugsfundi sem Vísinda- og tækniráð hélt fyrir rúmu ári í Reykholti. Það var ótrúlega skemmtilegur fundur og þar komu nú þessar hugmyndir fram ásamt ca 100 öðrum. Fundarmenn (fagaðilar - engir stjórnmálamenn) gáfu hverri tillögu stig og þannig var hægt að búa til lista yfir þau verkefni sem flestir töldu mikilvægust.

Þar fékk m.a. verkefnið "Efla samkeppnissjóði vísinda, tækni, nýsköpunar og framhaldsnáms" 8,7 af 10 mögulegum og var hæst í forgangsröðun. Önnur sem skoruðu hátt fjölluðu um endurgreiðslu á rannsóknar- og þróunarkostnaði sprotafyrirtækja, eflingu hátækni og fleira í þessum dúr. Það er einhver útdráttur úr þessari skýrslu á vef vt.is.

Það lítur því allt út fyrir það að þið hafið valið þarna þau verkefni sem flestir voru sammála um og lagt þau fram sem ykkar eigin.  Áttu við að enginn hinna flokkanna hafi fetað í ykkar fótspor nema Vg? það er kannski hinn rauverulegi munur eða hvað?
Annars á það ekki að skipta máli hvaðan gott kemur en ég tel þó verulega vafasamt að ríkið endurgreiði kostnað við það sem það hefur nú þegar lagt pening í.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 21:43

5 Smámynd: Dofri Hermannsson

 

Sæll Hákon Hrafn

Það virðist sem við séum sammála um fæst. Fyrir mitt leyti er ég afar sáttur við það. Tillögur Samfylkingarinnar í stóru tillögunni um Hátækniáratuginn voru 12 talsins og fæstar þeirra eru frá upphafi til enda hugarsmíð okkar. Því heldur enginn fram enda engin ástæða til. Það sem þarf að gera er að aðlaga tillögurnar íslenskum aðstæðum - og nota þær!

Staðreyndin er sú að í nágrannalöndum okkar er þegar búið að framkvæma flest af því sem verið hefur í umræðunni hér heima. Samtök Iðnaðarins, Samtök Sprotafyrirtækja og Samtök fyriritækja í upplýsingatækniiðnaði ásamt fleiri aðilum hafa verið óþreytandi að móta tillögur byggðar á reynslu þessara þjóða og færa þær stjórnvöldum í hendur.

Samfylkingin hefur af athygli fylgst með metnaðarfullri vinnu þessara aðila og hefur í samráði við ýmsa úr þeirra röðum lagt í mikið starf við að móta heildaráætlun um að skapa hátækni- og þekkingariðnaði góð skilyrði á borð við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Samfylkingin gerir sér grein fyrir því að ef þessi framtíðaratvinnugrein á ekki að hrekjast úr landi þarf að grípa í taumana.

Stjórnvöld hafa hins vegar ekki hlustað. Þau hafa engan áhuga. Félagar þínir í Sjálfstæðisflokknum hafa í langan tíma haft möguleika á að setja fram margar ágætar tillögur um þetta efni á Alþingi - og fá þær samþykktar. Það hafa þeir ekki gert. Áhuginn er enginn.

Hjá Samtökum Iðnaðarins er gert grín að þessu. Þar segja menn ástæðu þess að fjármálaráðherra hlusti ekki vera þá að maðurinn sé dýralæknir og ekki vanur að þurfa að hlusta á þá sem hann þjónustar.

Tillögur Sjálfstæðismanna báru hlustunarleysi vitni. Þeir lögðu til hagstætt skattaumhverfi fyrir sprotafyrirtæki! Sprotafyrirtæki hafa yfirleitt engan arð fyrstu 15 árin svo hagstætt skattaumhverfi skiptir þau engu máli. Það segir sig sjálft að þau þurfa að beina allri orku í vöxt sinn. Þetta sýnir vel skilningsleysi Sjálfstæðismanna á verkefninu.

Það er kominn tími til að skipta um ríkisstjórn, hleypa þróttmiklu og frjóu stjórnmálaafli að.

Dofri Hermannsson, 5.2.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband