Leita í fréttum mbl.is

Rembast (06.09.08)

Ţađ hvarflar óneitanlega ađ manni ađ ef ljósmćđur hefđu haft einhver tök á ţví ađ keppa í grein sinni, helst á stóru ljósmćđramóti í útlöndum – ţar sem ţćr hefđu unniđ til verđlauna eftir ćsispennandi keppni viđ t.d. franskar stallsystur sínar eđa spćnskar – ađ ţá myndu kannski málefni ljósmćđra í yfirstandandi kjarabaráttu njóta meiri vinsćlda hjá hinu opinbera.

ÉG sé ţetta fyrir mér. Samúel Örn á háa c-inu. Ţađ glittir í koll. Sú franska er vonglöđ, en svo gerist hiđ ótrúlega: Íslenska ljósmóđirin tekur á móti sínu barni á nýju heimsmeti í óađfinnanlegri samvinnu ljósmóđur og móđur svo allt tryllist á áhorfendapöllunum. Íslendingar eru heimsmeistrarar og hampa gullfylgjunni!

LJÓSMĆĐURNAR okkar eru svo keyrđar niđur ađ Arnarhóli ţar sem ráđamenn bíđa ţeirra á stórum útipalli. Fjármálaráđherra fer í hljóđnemann og tilkynnir hátt og snjallt svo bergmálar í Arnarhvoli, ađ í ljósi glćsilegrar frammistöđu hafi ríkisstjórnin ákveđiđ ađ verđa viđ kröfum ljósmćđra um leiđréttingu á launum sínum! Húrra!

SVONA er komiđ fyrir ţjóđfélaginu. Í stundarbrjálćđi – og vissulega eđlilegri sigurvímu eftir frćkilega frammistöđu íslenska landsliđsins í handbolta – snarar ríkisvaldiđ fram peningum eins og ekkert sé.  Ég ţykist vita ađ ríkisvaldinu finnist ferlega ómálefnalegt ađ gagnrýna ţetta og setja ţetta útspil í eitthvert samhengi, en ég verđ samt ađ láta vađa: Ég get ekki komist hjá ţví ađ draga ţá ályktun ađ ţegar leikur og skemmtun sé annars vegar, ţá séu til peningar, en ţegar velferđ og réttlćti hangi á spýtunni, sé féđ af skornum skammti.

ANNAR hópur finnur ţetta viđhorf nú á eigin skinni. Breiđuvíkurdrengirnir okkar, sem svo ćttu auđvitađ ađ kalla sig í ţágu betri almannatengsla, naga sig sjálfsagt í handabökin eins og ljósmćđur yfir ţví ađ hafa ekki sett saman keppnisliđ, sem hefđi getađ haft sigur í einhverju erlendis.

ŢESSI ţjóđ skuldar 10 ţúsund milljarđa í útlöndum eftir mesta kaupćđis- og neyslutímabil sögunnar. Ţar kepptu víkingarnir okkar, svokölluđu, á erlendri grundu og höfđu sigur í kapphlaupum viđ sjálfa sig um ađ kaupa leikfangaverslanir og fleira. Nú er ţjóđfélagiđ komiđ á annan endann út af eftirköstunum. Ríkisstjórnin ţarf ađ redda og leiđrétta. Allir sveittir á enninu yfir ţví.

ÉG ţykist vita ađ innan ríkisstjórnarinnar séu ađilar sem vilja ekki skrifa undir ţessar áherslur, ađ réttlćti og velferđ sitji á hakanum. Nú ţurfa nýjar áherslur ađ fćđast. Til ţess ţarf kannski ađ rembast smá. 

Birtist sem bakţankar í Fréttablađinu 6.september 2008.


Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Jan. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband