Leita í fréttum mbl.is

Fastar síður

260 kr (21.04.07)

Það vatt sér að mér ellilífeyrisþegi um daginn og var nokkuð mikið niðri fyrir. Hann hafði hlýtt á stjórnmálaforingja hér á landi, sem nokkuð lengi hefur setið við völd, lofa því með pompi og prakt að nú skyldi öllum ellilífeyrisþegum tryggður 25 þúsund...

Kannanir (14.04.07)

Nú er hafið tímabil hinna æsispennandi skoðanakannana. Líklega fara þær að berast núna ein á dag með tilheyrandi uppslætti á forsíðum dagblaðanna og í fréttatímum. Ég viðurkenni það að ég, sem lúmskur áhugamaður um tölulegar vísbendingar og...

Helgidagar (07.04.07)

Um hverja einustu páska, einkum á föstudaginn langa, kemur upp ákveðin deila milli þeirra sem vilja virða helgidaga og þeirra sem vilja gera það sem þeim sýnist. Mér hefur alltaf fundist þetta dálítið furðuleg deila. Ég hef aldrei skilið þá almennilega...

Að láta vaða (31.03.07)

Ef ég ætti að velja eitt slagorð, þekkt úr bransanum, sem myndi lýsa Íslendingum best og fanga hugarfarið sem einkennir mörlandann af hvað mestri nákvæmni, þá myndi ég líklega velja slagorðið sem íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur notast við á...

Straumsvík (24.03.07)

Nú skilst mér að fjölskylduboðin suður í Hafnarfirði logi í rökræðum á milli stuðningsmanna stækkunar í Straumsvík og þeirra sem eru alfarið á móti. Sjálfur er ég á móti þessari stækkun af alls kyns ástæðum og þar sem ég er jafnframt í framboði í...

Stríðið (10.03.07)

Nú eru um það bil fjögur ár síðan að ég rölti ásamt Tóta félaga mínum niður á Lækjartorg í mildu veðri á föstudegi, í kaffipásu frá vinnu, til þess að mótmæla stuðningi Íslands við innrásina í Írak. Þarna var talsvert af fólki. Búið var að setja upp pall...

Bölið (10.03.07)

Ég er farinn að hallast að því að Íslendingar, þó ekki nándar nærri allir, eigi það til að vera fram úr hófi dramatískir. Ákveðinna histerískra tilhneiginga gætir í þjóðarsálinni. Fólk er til dæmis farið að sjá soraklám út úr sakleysislegum forsíðum...

Svar við spurningu Dúu um stefnu í heilbrigðis- og félagsmálum

Dúa dásamlega spurði mig á heimasíðu sinni: hver er stefna Samfylkingarinnar í heilbrigðis- og félagsmálum. Svarið er hér, og líka þar . Kæra Dúa. Spurning þín er nokkuð yfirgripsmikil, þar sem félags- og heilbrigðismál er líklega umsvifamestu þættirnir...

Verðfangar (03.03.07)

Á dögunum fengum við parið þá undursamlegu hugmynd að bregða okkur út fyrir landssteinana í eina litla helgarferð, svona rétt til að hlaða batteríin áður en undirritaður steypir sér í kosningabaráttu og fer að hlaupa um kjördæmið eins og byssubrandur til...

Um Scott (24.02.07)

Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því – svo vægt sé til orða tekið -- að stjórnmálaflokkar á Alþingi og í borgarstjórn skuli álykta sérstaklega um það hvaða hópar þeir telji að séu velkomnir til landsins og hverjir ekki, eins og gerðist nú í...

Ekki blóta (17.02.07)

Fyrir ári síðan eða svo sá Umferðarstofa sig tilneydda til þess að ráðast í heila auglýsingaherferð í útvarpi, sjónvarpi, blöðum og á flettiskiltum til þess að segja fullorðnu fólki að hætta að blóta svona mikið í umferðinni. Ekki síst var lögð áhersla á...

Sjónvarpið (10.02.07)

Tvisvar sinnum kom ég að mér kærkominni manneskju grátandi fyrir framan sjónvarpið í vikunni. Það er vel yfir meðaltali. Það sem fékk svona á viðkomandi manneskju voru annars vegar viðtölin við fórnarlömbin frá Breiðavík í Kastljósi – átakanlegar...

Stöngin út (03.02.07)

Leikurinn við Dani á þriðjudaginn var líklega sá mest spennandi íþróttaviðburður sem ég hef upplifað. Landsliðið á hrós skilið fyrir að bjóða upp á slíka skemmtun sem fékk dagfarsprúða og ákaflega yfirvegaða menn eins og mig – ég segi það satt --...

Fé í fé (27.01.07)

Eitthvað það undarlegasta við íslenskt samfélag er allur sá tími, orka og peningar sem fer í lambakjöt. Sauðirnir ráða þjóðfélagsmálunum á köflum. Umræða um hátt matvælaverð leiðist yfirleitt út í umræðu um réttmæti tollaverndar á lambakjöti. Umræða um...

Leynibyrgið (20.01.07)

Alltaf er að koma betur og betur í ljós hvers lags skandall felst í málefnum Byrgisins, en það mál er um það bil að stimpla sig inn í sögubækurnar sem eitthvað sóðalegasta mál síðari ára á Íslandi. Ekki bara hefur málið sérstöðu að því leyti að limur...

Bakþankar 13.jan

Góðir kúnnar Í haust sem leið fóru ættingjar mínir í ferðalag til Tyrklands til þess að spóka sig í sólinni. Ferðin var prýðileg og strendurnar hinar ágætustu, sól á himni og hægt að spóka sig í rólegheitum á kvöldin í þunnum hörbuxum og panta...

Bakþankar 6.janúar

Lán og ólán Ég man eftir því að fyrir rúmum tveimur árum – árið 2004 – voru fjármál heimilanna á hvers manns vörum, einkum síðari hluta ársins. Mikið var talað um það að landsmenn allir ættu að ráðast í það þarfa verkefni í sínu heimilishaldi...

Bakþankar 23.des

Gjafir Ég geri fastlega ráð fyrir því að núna, að morgni Þorláksmessu, séu hundruðir Íslendinga, aðallega karlmenn, í panikkasti út af gjöfum. Einkum og sér í lagi hafa þeir einstaklingar misst svefn í nótt sem standa frammi fyrir því verkefni að gefa...

Bakþankar 16.des

Skelfirinn Um þessi jól skilst mér að öll börn verði að eignast hinn margumtalaða Skelfi, sem er fjarstýrt vélmenni með klær. Skelfirinn getur rifið sig í gegnum gras og tætt sig í gegnum snjó. Hann fer um á ofsahraða og getur jafnvel hjúpað sig skel svo...

Bakþankar 2.des

Ráðherra opnar sig Forsætisráðherra opinberaði aldeilis hug sinn til þjóðarinnar í ræðustóli á Alþingi á fimmtudaginn. Rætt var um stuðning Íslands við Íraksstríðið. Röksemdir ráðherrans fyrir því að það hafi verið allt í lagi að Íslendingar tækju sæti á...

Bakþankar 9.des

Útvarp Reykjavík Ég er einn af þeim fjölmörgu Íslendingum sem vilja standa vörð um Ríkisútvarpið og hafa það sem öflugast. Ég er líka einn af þeim fjölmörgu Íslendingum sem vilja reyna með öllum ráðum að efla samkeppni og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði....

« Fyrri síða

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband