Leita í fréttum mbl.is

Fastar síður

Árið (29.12.07)

Árið sem er að líða er sveipað dálítið undarlegum blæ í huganum. Það vantaði ekki hefðbundin stórtíðindi. Fornir fjendur í pólitíkinni mynduðu saman ríkisstjórn. Nýr meirihluti tók við stjórninni í Reykjavík eftir að sá gamli sprakk með látum. En þegar...

Ræður (15.12.07)

Um daginn sat ég fyrirlestur upp í háskóla sem fluttur var af Íslendingi á ensku. Hér var um hámenntaðan mann að ræða sem ég hafði áður haldið að væri skörungur í ræðustóli. Það er hins vegar skemmst frá því að segja, að þótt maðurinn hafi unnið sigra í...

Hús með flötu þaki (Dómur um Bréf til Maríu)

Það er afskaplega vel þegið verk á Íslandi að vel skrifandi maður skuli setjast niður og setja hugsanir sínar á blað. Sjálfstæðar viðureignir Íslendinga við hugmyndasöguna af því tagi sem Einar Már Jónsson hefur hér skrifað af mikilli andagift eru alltof...

Þingbóndinn er alltaf einn (grein í Herðubreið)

Þessi grein -- dagbók á þingi -- birtist í 2.tbl tímaritsins Herðubreið, nóvember 2007. “Jæja, þú ert að fara á þing.” Þannig komst Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar að orði þegar hann vatt sér að mér reffilegur í...

Af dauða bókar (01.12.07)

Á sjálfan fullveldisdaginn finnst mér vel viðeigandi að leggjast í dálitla naflaskoðun og greina stöðu og ásigkomulag þjóðarlíkamans, þó ekki væri nema að hluta, nú við upphaf 21.aldarinnar. Í skugga helstu bölbæna og svartagallsrauss um endalok alls...

Íslenskan (17.11.07)

Ég hef aldrei haft neinar sérstakar áhyggjur af stöðu íslenskunnar. Það segir sína sögu að þrátt fyrir að þessi þjóð hafi verið umlukin enskum menningaráhrifum í tugi ára skuli það enn vera svo til eina hneykslunarefni hinna eldri gagnvart unglingum,...

Bókabrennur (03.11.07)

Umræða um endurútgáfu bókarinnar Tíu litlir negrastrákar með teikningum eftir Mugg er svolítið athyglisverð. Mér finnst sjálfum fullkomlega ástæðulaust að endurútgefa þessa bók, hún má kjur liggja, einkum og sér í lagi í ljósi þess að hún á sér rætur í...

Vín í búðir (20.10.07)

Nú hefur háttvirtur þingheimur setið á rökstólum í upp undir viku um það hvort að léttvín og bjór eigi að vera selt í matvöruverslunum. Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að sitja inni í þingsal og hlýða á röksemdir hinna stríðandi fylkinga og...

Maðkur (06.10.07)

Því er oft haldið fram að á Íslandi sé lítil spilling. Þetta kann að vera rétt. Vísast eru fáir sem stunda myrkraverk eins og mútur og svoleiðis hér á landi, enda eru allir jú svo góðir vinir hvort sem er. Né heldur tel ég það algengt að fólk vakni upp...

Fólkið á sléttunni (ferð til Kazakstan)

Birtist í Fréttablaðinu 22.september 2007 í kjölfar þess að ég fór sem kosningaeftirlitsmaður til Kazakstan. “Aa! Guðjohnsen! Ég þekki hann!” Svo hrópaði mjósleginn Kazakstanskur kjörstjórnarmaður á miðjum aldri með gulltennur og...

Smyglarar (22.09.07)

Í Frank og Jóa bókunum sem ég las sem krakki minnig mig að þeir félagar hafi sífellt verið að kljást við smyglara. Þetta voru vanalega einhverjir dularfullir stórskornir menn með húfu niður að augum, í sjóarapeysum, að læðupokast eitthvað við skemmur á...

Gaur (08.09.07)

Maður mér nákominn hefur verið að dunda við það undanfarin ár að endurnýja kynni sín af íslensku, en tungumálið talaði hann sem krakki. Þetta hefur gengið með afbrigðum vel, svo að nú talar hann hið ástkæra ylhýra með miklum glæsibrag. Netið hefur komið...

Ástandið (25.08.07)

Með reglulegu millibili blossar upp á Íslandi umræða um hið svokallaða ástand í miðbænum, en “ástandið í miðbænum” er eiginlega orðið sérstakt hugtak í íslenskri umræðu, notað af þeim sem telja miðbæinn vera gróðrastíu ofbeldis, óláta og...

Maraþon (18.08.07)

Á hverju ári, yfirleitt um vorið eða í upphafi sumars, hvarflar að mér að það gæti verið sniðugt að stefna að því að hlaupa maraþon. Nokkrum sinnum hef ég farið inn á heimasíður um maraþonhlaup og skoðað æfingaplön og föndrað í þeirri sömu andrá í...

Gangan (11.08.07)

Að öllum líkindum munum einhverjir tugir þúsunda Íslendinga halda niður í miðbæ í dag og taka þátt í hátíð homma og lesbía, ganga í skrúðgöngu niður Laugaveginn eða standa á gangstéttinni og fylgjast með. Ég sjálfur hyggst ekki ganga í þetta skiptið,...

Dýr hraði (04.08.07)

Nú er ég einn af þessum ökumönnum sem keyra vanalega eins og englar, þó ég segi sjálfur frá, og gæti þess iðulega að keyra ekki of hratt enda er ég ósköp sjaldan á hraðferð, þannig séð, og liggur afskaplega lítið á. Enginn er heldur að elta mig og ég tel...

Lúkas og Lassie (28.07.07)

Í samræðu við félaga minn um daginn var mér bent á ákveðna samsvörun milli hundsins Lúkasar og annars hunds sem er talsvert frægari, en gekk í gegnum dálítið svipaðar hremmingar, en það er tíkin Lassie sem vafraði um Skotland og niður til Englands í leit...

Vínverð (21.07.07)

Nokkur umræða hefur verið undanfarið um álagningu á léttvín og bjór. Þeir sem kaupa sér slíka vökva úr búð hér á landi eru tilnneyddir til þess að greiða til ríkisins óheyrilega hátt hlutfall af söluverði vörunnar, allt upp í 90%,  og eru röksemdirnar...

Þorskur fer (14.07.07)

Ég heyrði um daginn af stálverksmiðju í Þýskalandi sem um nokkurra áratuga skeið hafði séð nærsveitarmönnum fyrir atvinnu. Einn daginn gerðist það að verksmiðjan var keypt af Kínverjum. Flestir bjuggust við að lítið myndi breytast við þetta, en það var...

070707 (07.07.07)

Ég er ekki einn af þeim sem hafa gert ráðstafanir til þess að gera eitthvað rosalega spes í dag, en í dag er 7.júlí 2007, sem er einstaklega fallegur dagur út frá talnalegu sjónarmiði. Ég hyggst til dæmis ekki kvongast í dag, en fréttir hafa borist um...

Byggðir (30.06.07)

Ég er höfuðborgarbúi í húð og hár og hef alið manninn á mölinni allt mitt líf hingað til. Reyndar, þegar ég þarf að segja deili á mér úti á landi kemst ég stundum upp með að segja einfaldlega að ég hafi alist upp við hafið. Það hljómar svo ansi hreint...

Álæði (23.06.07)

Að vera umhverfisverndarsinni á Íslandi virðist vera svona svipað og að vera ævintýrariddari sem fær það erfiða og að mörgu leyti vanmetna hlutskipti að berjast við dreka með sverði. Eins og í flestum slíkum ævintýrum verður drekinn aldrei lagður...

Bókaraþjóð (16.06.07)

Þau undur og stórmerki hafa orðið á Íslandi að háskólar í landinu eru farnir að keppast um nemendur og auglýsa nú grimmt á hverju ári eftir umsóknum þar sem því er haldið fram að viðkomandi skóli sé bestur út frá einhverjum sjónarmiðum og að þar sé gott...

Póstkort (09.06.07)

Að aldagömlum sið ákvað ég fyrir nokkrum dögum að bregða mér suður á bóginn og freista þess að njóta lífsins í þægilegu loftslagi, frír og frjáls í lögbundnu sumarfríi. Þegar þetta er skrifað er ég kominn með 15 moskitóbit og hverju þeirra hef ég að...

Lög um reyk (02.06.07)

Í gær tóku í gildi ný lög á skemmtistöðum og börum borgarinnar sem banna gestum að reykja tóbak þar innandyra. Þeir sem hafa hatast við reykinn um langt árabil fagna þessum lögum og gera sér jafnvel vonir um að þetta skref verði byrjunin á endalokum...

25 ríkustu (26.05.07)

Samkvæmt úttekt vikublaðsins Sirkuss í gær eiga 25 ríkustu Íslendingarnir einhverja eitt þúsund og þrjú hundruð milljarða í alls konar verðbréfum, eignarhlutum, reiðufé og guð má vita hvað út um allar jarðir og ekkert nema gott um það að segja. Listinn...

Flókið kerfi (19.05.07)

Ég verð að segja, að á kosningavökunni um liðna helgi og í kjölfar hennar, hvarflaði að mér nokkrum sinnum að íslenska kosningakerfið væri svo flókið og illskiljanlegt að líklega hefði horft til verulegra vandræða ef stærðfræðingarnir sem sömdu það hefðu...

Gleðidagur (12.05.07)

Í dag er komið að því að almenningur taki umsóknir nokkurra einstaklinga um störf í hans þágu til umfjöllunar. Margur umsækjandinn hefur verið á þönum um borg og bý undanfarið í sínu fínasta pússi og freistað þess að segja vinnuveitandanum í stuttu máli...

Metin okkar (05.05.07)

Íslendingar hafa alltaf verið metnaðarfull þjóð og við höfum alltaf verið ákaflega stolt af okkar afrekum, litlum sem stórum. Leifur fann Ameríku (og skilaði henni reyndar aftur ónotaðri), Jón Páll var sterkastur, Linda Pé, Hófí og Unnur Bé rúlluðu upp...

Þjóð á biðlista (28.04.07)

Á dögunum fór ég ásamt skoðanasystur í heimsókn í fangelsi til þess að spjalla við fangana um pólitík á þessu kosningavori. Úr þessari heimsókn varð hið skemmtilegasta spjall í upp undir klukkutíma og var ekki að heyra annað á föngunum en að innan...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband