27.11.2006 | 02:29
Bara mistök
Loksins kom að því að annar hvor toppurinn í ríkisstjórninni viðurkenndi að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi verið mistök. Um langa hríð hafa blessaðir mennirnir staðið muldrandi fyrir framan þessar rústir og reynt að halda því fram að þeir sæju ekki eftir neinu. Að ekkert rangt hefði verið gert. Allir sáu að þessi málatilbúnaður -- að Ísland hefði átt erindi með Bandaríkjunum inn í þetta stríðsbrölt -- var hruninn fyrir löngu.
Til eru þeir sem segja að það sé auðvelt að vera vitur eftir á. Sjálfstæðismenn virðast ætla að halda sig við þá línu enn um sinn. En þetta er undarlegur málflutningur í ljósi þess að svo til allt þjóðfélagið -- ýkjulaust -- reyndi að koma því áliti sínu til skila til stjórnarherranna á sínum tíma að það vildi ekkert með þessa innrás hafa. Þrjóskan var hins vegar svo mikil að þó svo samfélagið hafi nánast farið allt á annan endann út af þessu, þá létu menn sér hreint ekki segjast.
Skoðanakannanir sýndu að yfir 80% þjóðarinnar voru á móti stuðningi Íslands. Mótmælafundir voru haldnir með reglulegu millibili á Lækjartorgi og víðar. Meira að segja Stjórnarráðið varð fyrir árás manna með málningapensla. Hið merkilega var að Davíð og Halldór -- sem ákváðu þetta að því er virðist upp á sitt einsdæmi -- virtust aldrei ná því hvers vegna andstaðan var svona mikil. Núna þegar þeir hafa báðir þurft að hrökklast frá -- og aðrir ráðamenn annars staðar í heiminum eru í botnlausum vandræðum út af þessu -- held ég að þeir hljóti að hafa lagt saman tvo og tvo og fengið út fjóra.
Þeir vanmátu hvað það er ríkur þáttur í þjóðarsálinni að vilja ekki styðja styrjaldir. Íslendingar eru að grunni til friðelskandi þjóð sem er stolt af því að hafa engan her. Við hlæjum enn að hugmyndum um íslenska herþjónustu. Þjóðin var klofin út af aðild að hernaðarbandalagi í áratugi. Sáttin sem hafði myndast að lokum var sú, að Íslendingar myndu fara eftir samþykktum Nato og/eða Sameinuðu þjóðanna þegar kæmi að stuðningi við hernaðarumsvif. Þessi sátt var brotin af Halldóri og Davíð.
Einkum og sér í lagi var þetta viðkvæmt í Framsóknarflokknum. Ég held að það sé óhætt að segja að flokkurinn hafi allt frá 1949 byggt sátt um utanríkismál innan sinnan raða á því að Ísland færi ekki lengra en með Nato í mögulegum stuðningi við innrásir. Gömlum og gegnum Framsóknarmönnum hefur því alltaf liðið bölvanlega með þetta klúður. Aldrei hefur nokkur flokkur fyrr eða síðar komist jafnmikið upp á kant við fylgi sitt eins og í þessu máli. Það fór mestmegnis.
Það er fínt að fá loksins viðurkenninguna upp á borðið um að stuðningur Íslands við Íraksstríðið hafi verið rangur. Ég veit samt ekki hverju hún breytir. Líklega undirstrikar þetta bara það sem allir vissu, að mjög margir framsóknarmenn studdu þessa innrás gegn eigin samvisku á sínum tíma. Að enginn hafi þorað að segja neitt fyrr en nú er satt að segja dálítið sorglegt.
En mér finnst líka ágætt að Jón sagði ekki að stuðningurinn hafi verið tæknileg mistök -- eins og sumir hefðu gert -- heldur bara mistök. Punktur.
23.11.2006 | 13:32
Fjári góð bók
22.11.2006 | 00:50
Það má sætta sig við West Ham
20.11.2006 | 17:47
Ferð á Ölkelduháls
20.11.2006 | 15:56
Hugtak helgarinnar
17.11.2006 | 16:14
Orkumálastjóri gefur í
16.11.2006 | 14:50
Ertu þá farinn?
15.11.2006 | 14:21
Tæknileg mistök Árna
Í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi var birt enn eitt tímamótaviðtalið við Árna Johnsen. Þar var Árni spurður að því hvort hann iðraðist gjörða sinna hér um árið. Hann svaraði því til að auðvitað gerði hann það, því annars væri hjarta hans gert úr steini. Nú hef ég alls ekki hugsað mér að hrauna yfir Árna. Óska honum bara til hamingju. Mér finnst ágætt að Sjálfstæðisflokkurinn leiti sem víðast fanga í uppstillingu á lista sína. En eitt má Árni alls ekki komast upp með, eins og hann gerði í viðtalinu í gær. Hann sagði að hann hefði gert tæknileg mistök. Út af tæknilegum mistökum sem hann gerði fór hann í fangelsi. Í ofanálag bætti Árni því við, sér til málsbóta, að enginn annar hefði verið saksóttur út af þessu og hann, með sitt breiða bak, hefði axlað þessa sök einn. Hér fer Árni beinlínis með rangt mál, og ekki traustvekjandi að hann hefji sitt pólitíska framhaldslíf með slíku. Lítum á: Árni var ákærður á sínum tíma í 27 töluliðum fyrir fjárdrátt, rangar skýrslur til yfirvalda, mútuþægni og umboðssvik í opinberu starfi. Þá voru tveir menn að auki sakaðir um mútur og þrír um hlutdeild í umboðssvikum Árna. Árni var sakfelldur í bæði héraðsdómi og Hæstarétti í 22 liðum, en sýknaður í fimm. Hann játaði sjálfur í upphafi brot sín í 12 liðum. Fyrir þetta var hann dæmur í tveggja ára fangelsi og annar maður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að greiða honum mútur. Niðurstaða Hæstaréttar hljómaði svona: "Ákærði Árni brást trausti sem honum var sýnt er hann var skipaður til að sinna þeim opinberu störfum sem lýst er í ákærunni. Brotin framdi hann í opinberu starfi, sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga, og er það virt til refsiþyngingar eins og lýst er í því lagaákvæði. Brot ákærða eru mörg og alvarleg." (http://www.haestirettur.is/domar?nr=1221&leit=t) Nú þarf góður blaða- eða fréttamaður að vinda sér að Árna og spyrja hann hvað hann eigi við með "tæknilegum mistökum" í þessu samhengi og jafnframt hvað hann meinar þegar hann segist hafa borið sökina einn. Ég get ekki séð annað en að hér hverfi sakamaður aftur til fyrra lífernis og hagræði sannleikanum í beinni. Að auki -- svo ég bæti því við í hálfkæringi-- finnst mér það efni í stórbrotna rannsóknarblaðamennsku hvað þetta er með Árna og steina. Ég er heillaður. Hann segist iðrast sinna "tæknilegu mistaka" vegna þess að annars væri hjarta hans gert úr steini. Þetta er athyglisvert orðalag. Hann fór einmitt í steininn fyrir að stela steinum, kom svo út með fullt af steinum, sagði í viðtali við Fréttablaðið af því tilefni að hann elskaði steina, og nú segist hann EKKI hafa hjarta úr steini. Ég efast.
13.11.2006 | 19:42
751.448 kr.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.11.2006 | 11:16
Kjósa, kjósa
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 395521
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi