Leita í fréttum mbl.is

Fjári góđ bók

images-1.jpg
Ég hef misst svefn undanfarnar tvćr nćtur út af bókinni hennar Margrétar Frímanns, Stúlkan frá Stokkseyri. Hún greip mig. Var tvö kvöld til klukkan fimm um morguninn ađ lesa. Ţađ verđur ađ segjast ađ uppeldi Margrétar og fjölskylduflćkjur jafnast á viđ bestu sápur. Allt er til stađar. Rangfeđrun, berklar, tvćr mömmur, ţrír pabbar, fóstursystur, hálfsystur, áđur óţekktir hálfbrćđur, ćttleiđing á ţritugsaldri, skilnađur, ástir, samkynhneigđur frćndi, verkalýđsbarátta, örlög fátćkra og stređ hinna vinnandi. Allt er ţetta lipurlega skrifađ af Ţórunni Hrefnu og rennur óađfinnanlega. Lýsingarnar á Stokkseyri bernskunnar -- međ leikjum í fjöruborđi og uppátćkjum óţolinmóđrar stúlku međ ríkara ímyndunarafl en hún gat stundum ráđiđ viđ -- hoppa ljóslifandi til manns af síđunum. Svo kemur pólitíkin og bókin missir hreint ekki dramatíkina viđ ţađ, enda sögusviđiđ sjálft Alţýđubandalagiđ -- svo hjálpi okkur guđ -- međ öllum sínum meintu blokkamyndunum, strákaklíkum, smákóngum, erfđaprinsum, hugsjónum og hugsjónaleysi, uppgjörum, svikum, makki, hlátri, gráti og gnístran tanna. Af sjónarhóli stjórnmálasögunnar er gaman ađ lesa um tilurđ Samfylkingarinnar, sameiningu vinstri manna, og allt ţađ sem gekk á í ađdraganda hennar. Margrét var ljósmóđirin. Steingrímur J. ríđur ekki feitum hesti frá ţessari frásögn. Margrét vandar ţeim vinstri grćna og vopnabrćđrum hans ekki kveđjurnar af mörgum orsökum og frásögnin oft óborganleg. Í lokin kemur svo krabbameiniđ, eins og allt hitt sem á undan var gengiđ hafi ekki veriđ nóg. Einna áhrifaríkasti kaflinn í bókinni er frásögnin um skallann (á Margréti, ekki Steingrími...) og hvernig fólk brást viđ ţví ađ ţessi landsţekkta stjórnmálakona skyldi voga sér ađ vera ekki međ hatt eđa hárkollu í veikindum sínum. Lýsingarnar á viđbrögđum eru vćgast sagt ótrúlegar. Ég mćli sterklega međ ţessari bók. Margrét Frímannsdóttir er án efa einn merkasti stjórnmálaleiđtogi síđustu áratuga á Íslandi og bókin er međ betri ćvisögum slíkra. Opinská, fróđleg, áhrifarík og umfram allt skemmtileg.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sćmundsdóttir

 Ég er svo sannalega sammála, ţetta er alveg frábćr bók til lestrar.

Sigrún Sćmundsdóttir, 23.11.2006 kl. 13:37

2 Smámynd: Bragi Einarsson

bíđ spentur eftir ađ lesa hana

Bragi Einarsson, 23.11.2006 kl. 16:59

3 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ef ţessi bók er ekki skyldueign, ţá er skyldueign ekki til í orđabók.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 23.11.2006 kl. 19:05

4 identicon

Æ, takk. Mikið ertu sætur!

Ţórunn Hrefna (IP-tala skráđ) 23.11.2006 kl. 22:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband