Leita í fréttum mbl.is

Kjósa, kjósa

"Í dag er 12.maí" fannst mér skemmtilegasta fyrirsögnin á prófkjörsauglýsingum dagsins. Hana átti Helgi Hjörvar. Alexía kærasta, meðan hún las blaðið, sagði fyrirsögnina fyrirvaralaust upphátt, úr eins manns hljóði og hló. Ég stóð annars hugar og var að vaska upp. Ég mótmælti auðvitað strax. "Nei, nei nei, það er 11.maí" sagði ég, eins og vitleysingur. 11.maí? Í hvaða veröld var ég? Ég áttaði mig svo og leiðrétti: "Ég átti við 11.nóvember." Já, nei, nei. Svo sá ég um hvað málið snérist. Snjallt. Í dag er 12.maí. Í dag kjósum við endanlega liðið sem á að standa í framvarðarsveitinni í Alþingiskosningunum 12.maí. Síðasta prófkjöri Samfylkingarinnar í þessari atrennu lýkur í dag, í Reykjavíkurkjördæmunum. Nú eiga allir sem vettlingi geta valdið að drífa sig á kjörstað. Við Alexía, Lúlli og Edda Liv (sem getur því miður ekki kosið því hún er tveggja og hálfs) erum á leiðinni út úr dyrunum. VIð ætlum að sækja ömmu og drífa okkur niður í Þróttarheimili. Helst vildi amma samt kjósa á netinu -- þegar ég sagði henni að það væri hægt -- en hún hefur því miður ekkert net, enda orðin 97 ára, í fullu fjöri, en setur yfirleitt upp spurningarmerki þegar ég reyni að útskýra fyrir henni hvað netið er. Hún kallar skyr.is alltaf skyrís. Ég nenni ekki að leiðrétta hana lengur. Hún fékk sér hins vegar digital island um daginn út af NFS, en að er allt önnur saga. Kjósa, kjósa!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband