Leita í fréttum mbl.is

Bókabrennur (03.11.07)

Umrćđa um endurútgáfu bókarinnar Tíu litlir negrastrákar međ teikningum eftir Mugg er svolítiđ athyglisverđ. Mér finnst sjálfum fullkomlega ástćđulaust ađ endurútgefa ţessa bók, hún má kjur liggja, einkum og sér í lagi í ljósi ţess ađ hún á sér rćtur í dálítiđ viđurstyggilegri hugmyndafrćđi, alveg burtséđ frá ţví hvađ teikningarnar kunna ađ vera kjút og rímiđ snjallt.

ŢAĐ sem mér hefur fundist athyglisverđast í ţessari umrćđu eru viđbrögđ tiltekinna ofurfrjálslyndra hugsuđa – og tel ég mig reyndar verulega frjálslyndan sjálfan – viđ ţessari gagnrýni á endurútgáfuna. Menn stökkva upp á nef sér í vörn fyrir prent- og tjáningarfrelsi og spyrja: “Má ekkert gera? Vill fólk bókabrennur?”

ŢAĐ er mikilvćgt ađ verja prent- og tjáningarfrelsi međ kjafti og klóm. En ţađ er líka mikilvćgt ađ gera sér grein fyrir ţví ađ oft snúast svona deilumál ekki endilega um réttindi. Í tilviki negrastrákanna eru held ég fáir sem halda ţví fram ađ ţađ megi ekki, út frá lögum og reglum, endurútgefa bókina. Hins vegar eru margir sem telja ađ ţađ hefđi vel mátt sleppa ţví. Ţađ er margt sem má. En ţađ er ekki ţar međ sagt ađ mađur eigi endilega ađ gera allt sem má. 

TÖKUM bara bókabrennur sem dćmi. Út af fyrir sig get ég ekki ímyndađ mér ađ ţađ sé nokkuđ í lögum sem kemur í veg fyrir ţađ ađ fólk geti brennt bćkur. Er ţađ ekki bara athafnafrelsi? Einhverjum kynni ađ finnast ţađ beinlínis skynsamlegt ađ brenna bćkur.  Ţćr safnast fyrir innan heimilis. Sumar seljast ekki yfir höfuđ. Sumir gćtu líka taliđ – talandi um tjáningarfrelsi -- ađ slíkar brennur vćru mjög vel til ţess fallnar ađ tjá andúđ á ţví sem í tilteknum bókum stendur. Kannski telja sumir ţađ beinlínis kósí ađ ilja sér viđ slík mótmćli ađ vetrarlagi. 

EN flestir eru hins vegar mjög ákveđiđ á móti bókabrennum, skiljanlega. Hinir ofurfrjálslyndu líka. En spurningin er: Af hverju er ţađ? Jú, ţćr tengjast ákveđinni viđurstyggđ í sögunni. En hér blasir viđ klemma: Ţeir sem hvađ harđast mćla međ ţví ađ ţađ sé fullkomlega í lagi ađ gefa út bćkur eins og Tíu litla negrastráka hljóta ađ telja ţađ jafnframt hiđ sjálfsagđasta mál ađ fólk brenni slíkar bćkur ef ţađ svo kýs.  Ţetta eru í stuttu máli ógöngur hinna ofurfrjálslyndu.

Birtist sem bakţankar í Fréttablađinu 3.nóvember 2007. 


Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband