Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
31.1.2007 | 19:23
Ætlar VG að valta yfir Sigurrós?
Um daginn fór ég ásamt Ske í stúdíó upp í Álafosskvos til þess að taka upp lag. Stúdíóið heitir Sundlaugin og er í eigu Sigurrósar, eins og margir vita. Í einni pásunni stóðum við úti á hlaði í kyrrðinni þarna í kvosinni, þar sem lækurinn rennur í gegnum húsið, og Biggi upptökumaður benti upp í brekkuna ca 20 metrum frá.
Þarna á að koma vegur, sagði hann. Ég verð að játa að mig rak í rogastans. Vegur? Þarna? Hvað átti maðurinn við?
Jú, vegur.
Við skulum hafa þetta alveg á hreinu: Ætlunin er að leggja veg, heila umferðaræð, beint í gegnum miðja Álafosskvos, beint í gegnum friðsælt og fallegt útivistarsvæði, og beinlínis beint við stúdíó Sigurrósar og önnur mannvirki -- flest sögufræg -- sem þarna eru.
Ekki verður betur séð en stúdíóið -- sem er einstakt og ákaflega vel tækjum búið -- verði óstarfhæft. Enginn tekur upp lag -- í mesta lagi techno -- með heila umferðaræð hinum megin við vegginn.
Ég hélt satt að segja að menn myndu sjá að sér. Þessi framkvæm er fáránleg. Ástæðan fyrir því að ég hélt að menn myndu sjá að sér er ekki síst sú, að Vinstri Grænir eru í bæjarstjórn í Mosfellsbæ.
Þá fjúka nú umhverfisáherslur fyrir lítið ef minja- og náttúruperlum Mosfellsbæjar skal fórnað í þágu vegagerðar eins og ekkert sé. Ég læt vera að Sjallarnir standi fyrir því, enda við öllu slíku að búast úr þeirri átt, en Vinstri Grænir?
Auk þess átti ég allra síst von á því að röð atburða myndi leiða til þess að Vinstri grænir myndu í bókstaflegri merkingu valta yfir Sigurrós, hljómsveitina sem hefur lengi verið einn helsti boðberi náttúrudýrkunar og grænna gilda á heimsvísu.
Þeir hafa stundum verið kallaðir álfar í heimspressunni. Það hefur aldrei gefist vel í vegagerð að grafa vegi yfir álfasteina og álfakirkjur.
Hugur minn er allur með mótmælendum. Að sjálfsögðu á að stöðva svona lagað. Það er mín skoðun. Ég leyfi mér í öllu falli að stinga upp á því að Mosfellingar setji svo umdeilt mál í atkvæðagreiðslu, líkt og gert er í Hafnarfirði með stækkun Straumsvíkur. Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa.
Ég vona að VG sjái að sér og tali um fyrir Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Framganga VG í málinu hingað til hefur hins vegar ekki gefið miklar vonir um það. Hér reynir á hvort þeir eru í raun umhverfisverndarsinnar inn við beinið, þegar þeir stjórna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
31.1.2007 | 16:46
Öll ríkisstjórnin vissi um óreiðu Byrgisins árið 2002
Það er alveg stórmerkilegt sem Jóhanna Sigurðardóttir segir á heimasíðu sinni um að ríkisstjórnin öll -- allir ráðherrarnir -- hafi vitað um fjármálaóreiðu Byrgisins í smáatriðum þegar árið 2002. Ríkisstjórnin fékk minnisblað inn á ríkisstjórnarfund þar sem öllu var lýst. Ekkert var hins vegar aðhafst. Fjárveiting var aukin.
Ég geri ráð fyrir að Birkir Jón formaður fjárlaganefndar muni segja þetta innlegg Jóhönnu vera á "lágu plani", á sama hátt og hann sagði kröfu Ingibjargar Sólrúnar um að ríkisvaldið axli ábyrgð í þessu máli, vera á "lágu plani".
Ágætis grein um þetta eftir Jón Kaldal í Fréttablaðinu í dag.
31.1.2007 | 16:39
Enn streymir fé í sauðfé
Þegar sauðfjársamningurinn var kynntur á dögunum töluðu bæði sauðfjármála- og lanbúnaðarráðherra um ríflega 16 milljarða króna samning. Þegar liðir samningsins eru reiknaðir saman kemur hins vegar í ljós að samningurinn hljóðar upp á 19,6 milljarða.
Hér munar 3 milljörðum.
Þessi framsetning, að hafa töluna þremur milljörðum lægri, vekur auðvitað spurningar. Þótti lægri upphæð hugsanlega meira sexí út frá almannatengslasjónarmiðum? Þorði sauðfjármálaráðherra ekki að segja réttu töluna?
Nú veit ég ekki. Í öllu falli er nauðsynlegt að halda þessu til haga (viðeigandi orðalag).
31.1.2007 | 09:38
Hagnaður bankanna
Mér er spurn: Hvernig geta bankar sem bjóða upp á 11 til 12 prósent raunvexti á húsnæðislánum og yfir 20 prósent vexti á yfirdráttarlánum, í stórskuldugu þjóðfélagi, annað en stórgrætt á tá og fingri?
Bankarnir eru áskrifendur að peningum. Efnahagsstefnan sem bitnar harðast á almenningi, með verðtryggingu, óðaverðbólgu, háum stýrivöxtum og þenslu, er að stórum hluta lykillinn að gróða þeirra.
Í fyrsta lagi þarf að kæla hagkerfið. Í öðru lagi þarf að afnema verðtryggingu. Það er ótækt að bankarnir séu stikkfrí þegar kemur að verðbólgu.
Tuttugu og eitt þúsund krónur á mánuði sem meðalfjölskylda greiðir í umframgreiðslubyrði vegna hagstjórnarmistaka ríkisstjórnarinnar, þenslu og verðbólgu, rennur beint í vasann á teinóttu jakkafötunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
31.1.2007 | 00:40
Eitt skemmtilegt kvót úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
Hér er ein skemmtileg tilvitnun úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 2003. Efst á blaði yfir markmið ríkisstjórnarinnar er þetta:
"Að tryggja að jafnvægi og stöðugleiki ríki í efnahagsmálum þjóðarinnar."
Ekki það að ég mæli með þessu sérstaklega sem lesefni, en það er samt alltaf gott að rifja aðeins upp. Svo er þetta líka prýðilegt plagg til að sofna við, fyrir þá sem eiga erfitt með það.
Það er athyglisvert hvað þetta orð, "stöðugleiki", er algerlega horfið úr orðræðu ríkisstjórnarflokkanna, eins og það var mikið tekið. Nýjasta orðið er hins vegar "pólitískur stöðugleiki", hvað sem það þýðir. Ég er farinn að heyra það talsvert notað.
31.1.2007 | 00:21
Stöngin inn og út
Maður er búinn að róa sig niður. Fór á brettið. Fékk útrás. Datt í hug, í ljósi þessa hádramatíska leiks, nýtt hugtak fyrir það þegar hlutir ganga ekki upp, eitthvað mistekst, klúðrast eða heppnast ekki.
Stöngin út.
Þetta rýmar ágætlega við hið alþekkta orðasamband "stöngin inn", sem hefur verið mikið tekið á undanförnum árum, um eitthvað sem heppnast, steinliggur.
Þessi ríkisstjórn til dæmis, og sú staðreynd að meðalheimili í landinu þarf að greiða 21 þúsund krónur á mánuði í auknar greiðslubyrðar bara út af þenslu og hagstjórnarmistökum, er stöngin út.
Að kæla hagkerfið og draga úr þenslu væri aftur á móti stöngin inn.
30.1.2007 | 21:20
DJÖFULSINS FOKK!!!!!!!!!
30.1.2007 | 15:38
Það er söguleg nauðsyn að vinna Dani
Af eftirfarandi orsökum tilkynnist það hér með að ekkert annað kemur til greina fyrir íslenska landsliðið í handbolta en að leggja Dani með stórsigri nú á eftir. Ástæðurnar eru 9. Opið er fyrir tillögur að þeirri tíundu:
1. Jafna þarf markahlutföll eftir 14-2 ósigur í knattspyrnu hér um árið.
2. Extrabladet þarf fá þau ótrívæðu skilaboð beint í æð að við erum einfaldlega betri en þeir.
3. Hefna þarf maðkaðs mjöls, vatnsblandaðs brennivíns og annars óþverra.
4. Heilbrigðiskerfi þeirra brást mjög illa við eftir að Jónas datt í stiganum.
5. Þeir skiluðu okkur handritunum seint og illa. (Gátu ekki einu sinni borið fram "Flateyjarbók".)
6. Olsen bræður og það óorð sem þeir komu á hina samnorrænu sjálfsmynd sem við tilheyrum var skandall.
7. Ef við sigrum ekki mun Danske bank kætast óhóflega og gefa út skýrslu.
8. Framkoma danskra embættismanna við Jón Hreggviðsson var fullkomlega til skammar.
9. Hefna þarf fyrir allar þær stundir sem Íslendingar hafa varið í grunnskólum og menntaskólum -- gegn vilja sínum -- við að reyna að læra dönsku og þann óskiljanlega framburð sem því tungumáli tilheyrir.
Það færi Dönum best að minnast háðulegrar hugmyndar konungs síns, Haraldar blátannar, á sínum tíma um að gera árás á Ísland. Sá sendi hingað mann í hvalslíki, eins og allir vita, til þess að kanna aðstæður, og var hvalur sá hraktur burt af landvættunum -- dreka, fugli, griðung og jötnum -- af einurð og festu.
Áfram Ísland.
29.1.2007 | 18:20
Jón
Ég greini hjá mörgum fyrrum stjórnmálaleiðtogum ákveðna óþreyju í aðdraganda kosninga, enda hlýtur að vera erfitt fyrir gamla valdamenn að standa á hliðarlínunni þegar fjörið er að hefjast.
Ég þekki einn gamlan landsföður sem er búinn að vera að rökræða við sjónvarpsfréttir frá því vel fyrir jól.
Jóni Baldvin lá mikið á hjarta í Silfrinu í gær, svo mikið að ég fékk eiginlega hálfgert hláturskast. Þjóðnýta bankana og læti. Skortur á endurnýjun (takk fyrir það!). Misheppnuð Samfylking. Stofna nýjan flokk.
Hið grátbroslega er það að ég og samherjar mínir erum auðvitað hjartanlega sammála flestu í hans máli og erum búin að vera að tala okkur hás um háa vexti og verðtryggingu, okurlán og fleira á undanförnum mánuðum og árum. Þótt þjóðnýting bankanna sé fullmikið í anda Hugo Chaves að mínu mati.
En svona er þetta bara. Karlarnir á hliðarlínunni, gömlu foringjarnir, verða að fá að æpa og hafa allt á hornum sér. Láta vita að þeir séu til.
Ég spái því að Davíð fari að gjósa bráðum.
29.1.2007 | 13:09
Sauðfjársamningurinn er verðtryggður
Var að lesa mér til skemmtunar sauðfjársamninginn. Er jafnvel að spá í að binda hann inn og gefa hann nokkrum ungum Sjálfstæðismönnum vinum mínum, sem einna helst hafa talað sig hása í gegnum tíðina um nauðsyn þess að draga úr ríkisbákninu og afskiptum ríkisins af frjálsum markaði...
Það er búið að auglýsa þennan samning sem 16 milljarða greiðslu til sauðfjárbænda. Undir lokin á samningnum kemur hins vegar í ljós að þessi upphæð er mun hærri, enda verða auðvitað allir góðir brandarar að hafa punchline. Samningurinn er verðtryggður:
"Allar fjárhæðir í samningi þessum skulu miðaðar við verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs 1. janúar 2007, sem var 266,2 stig, og taka breytingum mánaðarlega þaðan í frá samkvæmt vísitölu neysluverðs."
Fjári gott.
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi