Leita í fréttum mbl.is

Jón

Ég greini hjá mörgum fyrrum stjórnmálaleiðtogum ákveðna óþreyju í aðdraganda kosninga, enda hlýtur að vera erfitt fyrir gamla valdamenn að standa á hliðarlínunni þegar fjörið er að hefjast. 

Ég þekki einn gamlan landsföður sem er búinn að vera að rökræða við sjónvarpsfréttir frá því vel fyrir jól. 

Jóni Baldvin lá mikið á hjarta í Silfrinu í gær, svo mikið að ég fékk eiginlega hálfgert hláturskast. Þjóðnýta bankana og læti. Skortur á endurnýjun (takk fyrir það!). Misheppnuð Samfylking. Stofna nýjan flokk.

Hið grátbroslega er það að ég og samherjar mínir erum auðvitað hjartanlega sammála flestu í hans máli og erum búin að vera að tala okkur hás um háa vexti og verðtryggingu, okurlán og fleira á undanförnum mánuðum og árum.  Þótt þjóðnýting bankanna sé fullmikið í anda Hugo Chaves að mínu mati.

En svona er þetta bara. Karlarnir á hliðarlínunni, gömlu foringjarnir, verða að fá að æpa og hafa allt á hornum sér. Láta vita að þeir séu til. 

Ég spái því að Davíð fari að gjósa bráðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður H. Einarssons

Er það nokkuð svo galin hugmynd að þóðnýta bankana? Þessar stofnanir sem eru ornar ekkert annað en ræningjastofnanir?

Eða að íslenskir neytendur sendi bænaskjal til erlendra banka, það er góð hugmynd. En ef Samfylkingin ætlar ekki að klúðra næstu kosningum þá má nú aldeilis spýta í lófana. Setjið nú kraft í baráttuna.

Sigurður H. Einarssons, 29.1.2007 kl. 18:37

2 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Sælir. Bendi á pistil minn um þetta mál: http://www.sigfus.blog.is/blog/sigfus/

Það er oft auðveldara um að tala en í að komast ;) 

Sigfús Þ. Sigmundsson, 29.1.2007 kl. 22:27

3 identicon

Að þjóðnýta bankana er snilldarhugmynd, langt frá því að vera galin. Við sjáum að kjör okkar hafa versnað eftir að bankarnir voru einkavæddir, eins og var fyrirsjáanlegt.

Það er fleira sem voru algjör mistök í þessari einkavæðingustefnu núverandi stjórnvalda, Síminn t.d. og að selja grunnnetið með. Við sjáum hvað sú einkavæðing hefur gert fyrir samkeppni, nú borgarðu sama verð fyrir helmingi hægari internettengingu ef þú býrð úti á landi.

Brynjar Guðnason (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 22:36

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þjóðnýta bankana.

Er ekki allt í lagi?????????

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.1.2007 kl. 00:58

5 identicon

Sæll Gummi minn,
Miðað við umræðu um þjóðnýtingu bankanna (sem eru reyndar á fullu í eigin þjóðnýtingu) , finnst mér allt í einu eins og 1983 sé aftur og pabbi þinn og afi minn séu enn að ákveða hvernig eigi að standa að framboðsmálum á Ströndum!
Reynir.

Reynir Eggertsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 01:42

6 Smámynd: Júlíus Valsson

Ekki gleyma Lyfjaverslun ríkisins!

Júlíus Valsson, 30.1.2007 kl. 09:53

7 Smámynd: Guðrún Hulda

Úff ef niðurstaðan verður eins og við horfir verða um 9 listar í framboði fyrir næstu kosningar.......ætli maður drífi sig ekki bara úr landi?

Guðrún Hulda, 30.1.2007 kl. 09:57

8 identicon

Komdu sæll og blessaður, Guðmundur.  Já, sumir standa til hliðar og bölsótast út í aðra flokka, Jón Baldvin undirritaði minningargreinina um Samfylkinguna í Silfrinu, það fór ekkert á milli mála, og í þetta skiptið var það hann sem hafnaði flokknum.  En með reglulegu millibili kemur fyrrum formaður Framsóknarflokksins í fréttirnar og tjáir sig um innanbúðarmál þar, rétt eins og einhver hafi áhuga á að vita hvað honum finnst, en eflaust er gaman fyrir hann að koma í sjónvarpið og gera sig breiðan, svona til að minna á hversu meiriháttar stjórnmálamaður hann var.  Svo eru sumir yngri stjórnmálamenn (svona vonnabís, og þá helst í Samfylkingunni) sem þreytast seint á því að tala um aðra flokka, og þá helst Framsókn.  Sumir þessara ungu vonnabí stjórnmálamanna tala digurbarkalega um ágæti síns eigins flokks (flestum til mikillar kátínu og gleði, því aldrei er góðri lygasögu illa tekið), og notast við skemmtileg slagorð sem ríma og jafnvel hafa stuðla og allt hvað eina.

En það breytir samt ekki því að stjórnmál eru mikil alvara, og það að fara með stjórn landsins er ekki eitthvað sem maður á að treysta hverjum sem er fyrir.  Sem betur fer höfum við búið nú í 16 ár við trausta stjórn sem hefur leitt land og þjóð á slíkan veg hagsældar að annað eins þekkist ekki á byggðu bóli.  Hvar í heiminum er t.d skuldastaða ríkissjóðs með því móti að ef hún væri minni væri einfaldlega ekki grundvöllur fyrir skuldabréfamarkaði innanlands?  M.ö.o., þá má ríkið hreinlega ekki skulda minna.  Reykjavíkurborg, reyndar, gerði sitt besta í 12 ár til að vega upp á móti greiðslum ríkisins á skuldum, en það er ekki hið sama.

Jújú, sumir vonnabí stjórnmálamenn hafa hátt um að hér séu okurvextir, en það er nú bara ekki svo.  Hátt vaxtastig er til þess ætlað að fá fólk til að hætta að slá lán, en þegar fólk skellir við því skollaeyrum við því, og krefst þess að fá stanslaus ódýr lán til að fjármagna neyslu, óháð því hvernig efnahagsástandið er, þá koma auðvitað háir vextir.  Og auðvitað eru vonnabí stjórnmálamenn tilbúnir á hliðarlínunni (hvort sem þeir eru hasbís-vonnabí, eða hreinir vonnabí) að snúa út úr og reyna að plata fólk til að gefa sér atkvæði sitt.  Það er bara mannlegt eðli.  

En, Samfylkingin er samansaft hasbíns og vonnabís sem standa þétt saman á hliðarlínunni.  Í anda möntrunnar er mikið talað og umræðustjórnmál iðkuð af miklum móð (umræðustjórnmál = að tala um hlutina þangað til allir eru sammála formanninum), og á meðan fyrirliðinn keppist við að segja áhorfendum uppi í stúku að þeir séu of heimskir til að skilja svona djúpa pólitík sem liðið stendur fyrir (eða að liðið sé svo lélegt og því þar af leiðandi ekki treystandi) svona inn á milli þess sem hún gargar á liðsmenn andstæðinganna inni á vellinum að þeir séu svo lélegir og ömurlegir, þá lætur hún eins og sitt lið sé svakalega samstillt og tilbúið til umræðu um hvað sem er.  

Og áhorfendur hafa úr mörgu skemmtilegu að velja.  Þeir hafa aldrei haft það betur því liðin inni á vellinum hafa staðið sig með eindæmum vel.  En alvöru skemmtunin er að horfa á vonnabís og hasbíns á hliðarlínunni keppast innbyrðis um það hverjir eru fljótastir að sprengja sjálfa sig í tætlur í viðleitni til að sannfæra, líklegast sjálfa sig, um að allt sé í himnalagi.  Á tímabili var ég hræddur um að vinstrimenn myndu ná að fella stjórnina, en núna hlakka ég óstjórnlega til kosningabaráttunnar þar sem eftirtaldir stjórnarandstöðuflokkar verða í framboði:

Samfylkingin A - forkonan og nokkrir áttavilltir vonnabís

Samfylkingin B - Eitt stórt hasbín sem leiðist óstjórnlega í ellinni

Vinstri Grænir - Samansafn örgustu afturhaldsseggja og ofstækismanna sem prýtt hafa ganga Alþingis

Frjálslyndir Rasistar - Nýtt afl og nokkrir ráðvilltir sjóarar sem vilja hreinan kynstofn og bara "nytsamlega" útlendinga á Íslandi

Frjálslyndir fýlupúkar - Borgarstjórnarflokkur Frjálslynda flokksins og úrval virðulegra leikkvenna undir stjórn hinnar yfirgefnu Margrétar

Hægri grænir - undir stjórn sjónvarpsmannsins og rithöfundarins.  Allt er vænt sem vel er grænt og lógóið verður skarfakál undir tómati

Eldri borgarar I - undir stjórn fyrrum forsetaframbjóðanda.  Býður upp á elsta framboðslista landsins.

Eldri borgarar II -  Eldri borgarar sem þola ekki eldri borgara í Eldri Borgurum I.

Keflvíska höfnunarframboðið - Samansafn frambjóðenda héðan og þaðan úr flokkum sem allir eiga það sammerkt að hafa verið hafnað af sínum flokkum og búa í Reyknesbæ. 

Látum okkur nú sjá..... 9 flokkar í stjórnarandstöðu, og allir undir forystu Samfylkingarinnar I (sem ku jú vera leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sjálfsskipaður).  Já, þetta verður óskaplega gaman og forvitnilegt að sjá þessa 9 flokka ganga í takt, þegar enginn þeirra getur gengið í takt, innbyrðis.  Og ég get verið viss um að vonnabís og hasbíns eiga eftir að "hvetja" sína menn óspart áfram.  En með upphlaupi hasbíns-ins um helgina eru allar innáskiptingar afskaplega ólíklegar. 

haukur (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 11:39

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sæll Guðmundur,

Mér finnst þú gerast sekur um hálfgilding ungæðishroka gagnvart eldri kynslóðinni. Þú virðist ekki hallur undir það að eldri kynslóðin býr að reynslu og er búin að reyna það sem þú ert rétt að byrja að smakka á!

Þú mátt líka vera viss um það að þótt fólk eldist þá missi það ekki vitið eða getuna til að hafa áhrif. Eldri kynslóðin hefur einatt verið á þjóðþingum og það er ástæða fyrir því ef þú skyldir hafa gleymt því er kallað reynsluvit. Ég er viss um að hann pabbi þinn sé ekki alveg ánægður með tóninn í þessari grein þinni og væri ég hann þætti mér misboðið.

Hvað er hægt að segja um forystu sem tekur við flokki í 35% fylgi og kemur því í 20% þrátt fyrir öll afglöp stjórnarflokkanna? Ertu sáttur við það. Vandamálið er hins vegar þetta. Samfylkingin fær EKKI atkvæði óánægðra fyrrverandi Sjálfstæðismanna eins og mín. A.m.k. ekki með ISG í brúnni.

Haukur Nikulásson, 30.1.2007 kl. 13:08

10 Smámynd: Áslaug Sigurjónsdóttir

Það væri þó aldrei að gömlu brýnin eigi eftir að kítast í kastljósi eða í Íslandi í dag!!!!  Það verður bara dálítið fjör.  En þeir sem standa fyrir stjórnamálaflokkunum í dag eiga að hafa síðasta orðið.

Áslaug Sigurjónsdóttir, 30.1.2007 kl. 13:26

11 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Ég ber virðingu fyrir eldri kynslóðinni Haukur Nikulásson, ekki síst ömmu minni sem er 98 ára gömul og segir margt það skynsamlegasta um stjórnmál sem ég heyri.

En það breytir ekki því að stundum finnst mér eldri kynslóðin vera í tómu rugli, svo ég segi það bara hreint út. Þannig er það bara. Þú getur kallað það ungæðishroka eða hvað annað. Ég myndi frekar skrifa það á ákveðna óþreyju okkar sem yngri erum að fara að komast að. Það er margt sem okkar langar til að segja og gera. Skynsamlegra en hingað til, að okkar mati.

Margt af því sagði Jón Baldvin. En hann setti það bara fram eins og hann væri sá eini sem hefði uppgötvað þessa hluti -- eins og hátt verðlag, vexti og galla á velferðarkerfinu. Þetta er einmitt týpískt fyrir eldri kynslóðina stundum. Þegar hún frelsast, opnast himinn og haf. Jörð skelfur.

Ánægjulegt til dæmis að Jón sé orðinn umhverfisverndarsinni. Ég hef ekki heyrt þá línu frá honum áður. Nú ryðst hann fram á sjónarsviðið og talar eins og enginn hafi sagt það áður að stóriðjustefnan sé glapræði.

Sú lína var rauður þráður hjá öllum þeim nýju frambjóðendum sem unnu sigra í prófkjörum Samfylkingarinnar í haust. Mér, Róberti Marshall, Árna Páli. Helgu Völu. Kristrúnu Heimis.

Aðrir töluðu líka á þessum nótum. Helgi Hjörvar. Mörður. Þórunn Sveinbjarnar.   Um þetta er orðin víðtæk sátt innan Samfylkingarinnar. Um þetta talar ISG. Afdráttarlaust.

Og okurvextir og verðlag. Come on. Um fátt hefur verið meira talað. ISG er á þingi núna, ákkurat núna, að flytja þrumuræðu um það mál. 

Hvar hefur Jón verið? Eitt mest óþolandi við gamalt fólk -- svo ég beiti fyrir mig hikstalaust ungæðishrokanum enn á ný -- er þegar það hættir að hlusta.

Af þessum sökum fór Jón beinlínis í taugarnar á mér, svo ég orði það bara beint frá hjartanu. Frekar hefði ég viljað sjá hann leggja okkur -- sem eigum að heita samherjar hans -- lið í viðureigninni við hinn raunverulega óvin, sem er Sjálfstæðisflokkurinn. 

En drengskapur lærist aldrei.

Guðmundur Steingrímsson, 30.1.2007 kl. 14:18

12 Smámynd: Hafsteinn Karlsson

Heill þér Guðmundur

Þú ert ótrúlega naskur á að greina hismið frá kjarnanum. Ég er þér hjartanlega sammála. Samfylkingin er að bjóða fram feikilega sterka lista.  Okkur gefst tækifæri í vor til að skipta um ríkisstjórn, koma nýju fólki að, nýjum áherslum. Til þess þarf að sækja að andstæðingnum - ekki þeim sem eru með manni í liði.  

Hafsteinn Karlsson, 30.1.2007 kl. 15:18

13 identicon

Hefur stjórnmálaflokkur einhvern tíma ekki boðið fram sterkan lista að eigin mati? Er nokkurn tíma eitthvað að marka þetta eigin mat? Eina leiðin til að sjá það er í kosningum. Samfylkingin hefur verið voðalega dugleg við að bjóða fram "sterka lista" í undanförnum kosningum en árangurinn lætur enn standa á sér. Kannski finnst kjósendum þessir listar ekkert sérstaklega spennandi.

Gulli (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 17:54

14 identicon

Það væri virkilega gaman ef Ómar, Jón Baldvin, Margrét o.fl fólk myndi stofna flokk og taka slaginn.
Hverjir myndu tapa á því, jú sf mynd klárlega tapa einhverju fylgi, það er jú mjög jákvætt.
Það sem væri það jákvæðasta er að framboðið myndi auka verulega  líkurnar á að ríkisstjórnin myndi halda velli. xd.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 21:34

15 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Ég er ekki vss um að það sé alveg í lagi með þá mynd sem haukur setur upp hér að ofan þar sem hann segir :

"Vinstri Grænir - Samansafn örgustu afturhaldsseggja og ofstækismanna sem prýtt hafa ganga Alþingis"

Guð hjálpi manninum eða eitthvað gott afl komi honum til aðstoðar. 

Bendi í þessu sambandi á pistil minn um misskilning fólks á "vinstri" og bendi á próf sem hægt er að taka sem er fjórskipting stjórnmálanna.  

Norðurlanda-vinstrisinnar eiga ekkert skylt við vinstri fasisma - VG er meira í anda Gandhi, með friði og alvöru lýðræði, með jafnrétti og náttúru

Andrea J. Ólafsdóttir, 30.1.2007 kl. 22:36

16 Smámynd: Haukur Nikulásson

Guðmundur,

Þú virðist ekki gera þér grein fyrir einni staðreynd sem er mikilvæg. Flokkarnir EIGA ekki menn. Jón Baldvin er ekki EIGN Samfylkingarinnar. Ég er sjálfur (eftir 30 ára dyggann stuðning) ekki lengur EIGN Sjálfstæðisflokksins. Okkur er bæði heimilt að skipta um skoðun og líka að stofna stjórnmálaflokka ef því skiptir. En flokkurinn þinn og gamli flokkurinn minn stóðu saman að því að gera þetta nær ómögulegt með því að stela með löggjöf, 300 milljónum úr ríkissjóði ti að kaffæra ný öfl í stjórnmálum. Þessu vil ég breyta aftur.

Ég get alveg verið sammála þér að Jón Baldvin sagði kannski ekkert nýtt, en hann gat þó sagt það þannig að EFTIR ÞVÍ VAR TEKIÐ OG FÓLK SKILDI ÞAÐ SEM HANN SAGÐI!

Það að saka Jón Baldvin um skort á drengskap er vanhugsað hjá þér. Bara vegna þess að hann er ekki eign Samfylkingarinnar hvað svo sem þér finnst um það. Einhverjum gæti fundist að þú ættir með réttu að vera eign (jafnvel krónprins) í Framsóknarflokknum. Við erum hins vegar margir sem leyfum þér að flakka um flokkaflóruna eins og við erum að gera án þess að gera þér upp skort á drengskap eða því að kálfurinn launi illa ofeldið.

Lengi lifi frelsið til að stofna flokka og líka að fá að flakka á milli þeirra! 

Haukur Nikulásson, 30.1.2007 kl. 23:39

17 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Auðvitað er enginn eign eins eða neins. Lykilatriðið í mínum málflutningi er hins vegar sá, að Jón gat ekki sýnt fram á að hann væri á neinn hátt efnislega óssammála Samfylkingunni. 

Faðir minn, til dæmis, hefur verið efnislega óssammála ýmsu í framsókn, eins og Íraksstríði og stóriðju. En hann styður nú flokkinn samt síðast þegar ég vissi. 

Fólki leyfist að sjálfsögðu að vera ósammála flokki. Þó það nú væri.  

Diss Jóns Baldvins var hins vegar ekki efnislegt. Það er ekki að sjá að hann sé ósammála flokknum Hann er að segja nákvæmlega sama og við öll höfum verið að segja. Stór orð hans eru því í meira lagi undarleg. 

Það er punkturinn.  

Guðmundur Steingrímsson, 31.1.2007 kl. 00:01

18 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Þessi athugasemd átti semsagt við hann Hauk Nikulásar hér að ofan...

Nafni þinn, Steingrímur, verður alltaf félagshyggjumaður. Þarf ekkert að sannfæra hann um það...

Og Andrea, ég tók prófið áðan. Ég er vinstri sinnaður jú, en þó ekki síður hallur undir frjálslyndi, jafnvel anarkisma... hólí mólí.  Rétt hægra megin við  Dalai Lama. 

Guðmundur Steingrímsson, 31.1.2007 kl. 00:04

19 Smámynd: Haukur Nikulásson

Guðmundur, bara svo að þú kveikir. Jóni tekst að segja hlutina þannig að á það er hlustað. Hann er að kvarta yfir því að það sé EKKI hlustað á ISG og fleiri innan Samfylkingarinnar og þess vegna sé fylgið úr 35% í 20%. Mér finnst að þú eigir ekki að neyða mig til svona endurtekningar.

Haukur Nikulásson, 31.1.2007 kl. 00:39

20 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Það er auðvitað mjög aðkallandi vandamál og verkefni, hvernig á að fá fólk til að hlusta. Það verkefni verður stöðugt flóknara, vil ég meina, með nýju landslagi fjölmiðla. Flóran er svo mikil. Fólk hefur alltaf hlustað á JBH, það hefur aldrei vantað. En fylgið var aldrei neitt sérstaklega mikið.  

Guðmundur Steingrímsson, 31.1.2007 kl. 00:45

21 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Og reyndar er ég ekkert viss um, ef út í það er farið, að "fólk" hafi hlustað ofsa mikið á Silfur Egils á sunnudaginn... Ef Jón færi í pólitíkina myndi hann lenda í þessu nákvæmlega sama og allir eru að glíma við. Hvernig á að koma skilaboðunum til fjöldans, almennings alls?  Sérstaklega þegar enginn friður er fyrir árásum hinna...

Besti kanallinn er ekki í gegnum Silfrið. Ekki hér á blogginu heldur... Þótt dropinn holi vissulega steininn.

Mér finnst þetta forvitnileg pæling.  Hluti af fylgistapi Samfylkingarinnar skýrist hugsanlega af því að skýr skilaboð -- alveg jafn skýr og hjá JBH í Silfrinu, að mínu mati -- hverfa í of fjölbreytilegri flóru skilaboða frá hinum og þessum.  

Þetta er bara orðið andskoti erfitt. Vantar gömlu fjölmennu framboðsfundina. Og þegar þetta er raunin, þá springa óþreyjufullir menn eins og JBH á limminu. Halda að ekkert sé að gerast.

Margt gamalt fólk hlýtur til dæmis að hugsa núna "Hvert fór allt fólkið?". Mogginn er búinn að færa pólitísku umræðuna úr aðsendum greinum og á netið.

Og þar blogga allir eins og þeir eigi lífið að leysa. Hver höndin uppi á móti annarri.  

Á meðan fitnar Sjálfstæðisflokkurinn, sem aldrei segir neitt og er aldrei beðinn um það heldur. Bara er þarna.  

Guðmundur Steingrímsson, 31.1.2007 kl. 01:19

22 identicon

Sæll Guðmundur.  Hér að ofan hefur þér tekist að sanna orð Jón Baldvins í Silfurræðunni um daginn: að fulltrúar Samfylkingarinnar eru ómálefnanlegir - rétt eins og hvert annað málfundafélagið í sandkassaleik.  Orðfæri þitt er næstum því fyrir neðan virðingu mína að svara.  En ég vil samt segja þetta: 

Að ekkert ykkar hafi svarað honum (nema Mörður)sýnir það eitt að þið hafið ekki roð í hann.  Þorið ekki, skiljið ekki, kunnið ekki.  Það var ekki gagnrýni Jóns Baldvins sem dró Samfylkinguna niður á það plan sem hún er, það var þögn ykkar allra í kjölfarið.  Það sýndi að gamlinginn (eins og þú kallar hann, rétt eins og skólastrákur sem hefur verið rekinn úr tíma fyrir að skilja ekki viðfangsefnið) vann þessa orrahríð, að ekkert ykkar hefur tærnar þar sem hann hefur hælana.  Þarna fór maður sem veit hvað hann er að tala um.  Og enginn þorir að svara. 

Þú segir: "ekkert efnislegt" sem hann sagði.  En bætir svo við síðar: "hann tönnlaðist á því sem við Samfylkingarfólk höfum alltaf sagt, hann var í engu ósammála okkur."  Ergo - afar efnislegt.  Hann gerði það bara betur, með eldmóð, af hugsjón og gríðarlegri þekkingu. 

Þú segir: "Ég dissa gamlingja sem hlusta ekki".  Þessi gamlingi virðist hlusta betur en þið öll samanlagt.  Þarna tókst honum að kynna í einum stuttum sjónvarpsþætti alla þá málaflokka sem hvað helst brenna á vörum allra, sem eru hvað brýnastir og það á skiljanlegu mannamáli, af rökfestu og þekkingu - svo allir tóku andköf.  Þú efast þó (eða vonar) um að nokkur hafi tekið eftir en segir svo:  "það hlusta alltaf allir á Jón Baldvin."  Og ferð síðan aumum orðum um það "að það hlustar engin á okkur."  Auðvitað ekki - því þið barasta hafið þetta ekki í ykkur.  Þú mátt kalla það hvaða nafni sem er: hann er gamlingi: jú það hjálpar, hann veit hvað hann er að tala um, hann er maður með reynslu - en hann er einstaklega vel máli farinn og hefur ótrúlega þekkingu.  En auk þessa hefur hann eitthvað sem enginn fulltrúi Samfylkingarinnar hefur: eldheita hugsjón.  Og þetta fer ekki fram hjá nokkrum manni, ekki einu sinni þér. 

Þú hefur misst alla vega mitt atkvæði, ef ekki fleiri fyrir að "dissa gamlingja"  Þú ert í baráttusæti og hreykinn eins og hani af!! Þú ættir að gæta orða þinna.   Svona tala menn ekki, nema hrokafullir séu eða enn ekki vaxnir úr grasi? 

Gerir þú þér ekki grein fyrir því að þú ert hvorki í málfundafélagi né í sandkassaleik?  Þú ert á leið inn í alvöru pólitík.  Í alvöru pólitík takast menn á.  Það hefur lítið borið á þeirri pólitík á Íslandi undanfarið, eða allt síðan Jón Baldvin lét sig frá hverfa svo að vinstri menn gætu sameinast í einni sæng.  Þú hefur svo sannarlega valdið honum vonbrigðum og allir þínir flokksfélagar.  Það kom berlega í ljós í Silfrinu.  En þú ert ekki bara að valda honum vonbrigðum, heldur einnig öllum þeim sem trúðu og treystu á nýja fylkingu.  Það mælist fyrst og fremst í öllum þeim sérframboðum sem eru að líta dagsins ljós í dag.  Allir þeir sem flykkjast saman í sérframboð eru ekki að segja neitt nema þetta: við treystum ekki Samfylkingunni, við verðum víst að gera þetta sjálf.   Þarf "gamlingjann" til að segja ykkur það? 

Eitt er að vilja inn á þing, annað er að hafa hugsjón.  Menn með hugsjón standa upp fyrir þá hugsjón sem þeir hafa, sama hvernig það mælist í vinsældakönnunum (eða prófkjörum).  Það er fólk sem stendur að baki atkvæðunum, fólk sem treystir því að þú ert ekki bara að vilja inn á þing, heldur hefur hagsmuni þeirra í fyrirrúmi.    Hefur þú hugsjón?

Gamlinginn sýndi meira líf í kroppnum og andlegt fjört heldur en þið öll gerið samanlagt.  Og frúin hans engu síður.  'Eg kýs gamlingja fram yfir unglinga sem svara með skætingi og hroka.  Taktu þér tak Guðmundur og ræddu þetta við þingflokkinn.  Þú veist ekki hvað þið eruð að tapa miklu á því að sitja þegjandi og hljóðalaust undir Silfurræðunni.  Hún verður höfði í minni að loknum kosningum. 

ingolfurarnarsson (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 02:13

23 identicon

Sæll Guðmundur. Ég horfði einmitt á þennan þátt um daginn og það kom mér mjög á óvart hvernig "gamlinginn" performaði í þættinum. Þarna kom fram óvænt sjónarhorn manns sem studdi Ingibjörgu Sólrúnu til formanns á sínum tíma. Það er nefnilega öllum ljóst að Samfylkingin hefur boðið stórt skipbrot undir forystu Ingibjargar, skipbrots sem auðveldlega hefði mátt komast hjá ef þessi dæmalausu formannsskipti hefðu ekki farið fram fyrir einu og hálfu ári síðan.

Össur Skarphéðinsson hafði komið Samfylkingunni yfir 30% í síðustu kosningum en Ingibjörgu hefur tekist að rústa þeim árangri á 20 mánuðum. Ingibjörg var kosin formaður vegna þrýstings kvennaarms Samfylkingarinnar og þeirrar kröfu að kona ætti að gegna forystuhlutverki og vegna meints árangurs hennar í borginni. Samfylkingarfólk er núna að súpa seyðið af þessari dæmalausu gjörð, það hefði betur ekkert verið farið í þessar kosningar um formann.

"Gamlinginn" er löngu búinn að sjá þetta út og gerir sér ljóslega grein fyrir þessari staðreynd. Hann getur hins vegar ekki gert neitt í málunum innan Samfylkingarinnar vegna þeirra sem styðja blint við bakið á Ingibjörgu og neita að viðurkenna staðreyndir. Það eina sem eftir er að hans mati er að stofna til nýs stjórnmálaafls með huigsjónamönnum eins og honum sjálfum og knýja fram breytingar í Íslensku þjóðfélagi á þann hátt. Þið unga fólkið í Samfylkingunni eigið að opna augun fyrir skipbroti Ingibjargar og sameinast með Jóni í að stofna til stjórnmálaflokks sem hafa hugsjónir að leiðaljósi en ekki gamaldags kröfur um að kona eigi að gera allt bara vegna þess að hún er kona  

Helgi Jonsson (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 14:42

24 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Ég verð að játa, Ingólfur Arnarson, að ég skil ekki um hvað þú ert að tala. Í hvaða orð mín ertu að vísa? Þú hefur eftir mér hluti sem ég sagði bara alls ekki neitt.

Lesa betur (afsakaðu hrokann).

Gagnrýni mín á Jón var sú að hann væri greinilega ekki efnislega óssammála okkur -- eins og ræðan sýndi glöggt -- en samt teldi hann ástæðu til að snúast gegn okkur eins og hann gerði. 

Því hefur verið svarað. Hef ég hugsjón? Já. Ég hef satt að segja að mörgu leyti mjög svipaðar hugsjónir og þær sem Jón lét (núna allt í einu, en gerði ekki áður) í ljós. Það er hið sorglega við ræðu hans og þá sundrungu sem hann boðaði.

Ég er umhverfisverndarsinni. Ég trúi á hagvöxt án eyðileggingar náttúruperla. Ég vil öfuga áherslu á menntun og nýsköpun. Ég tel að almannatryggingakerfið þarfnist verulegrar uppstokkunar á þágu neytandans. Skattar eru iðgjöld. Þjónustan er réttur. Ég er jafnaðarmaður, sem merkir til dæmis að ef ég hefði mátt ráða skattkerfisbreytingum undanfarinna ára hefði ég lagt meiri áherslu á það að létta byrðar á þá lægst launuðu.

Ég er frjálslyndur. Það birtist til dæmis í því að ég tel að miðstýrt skólakerfi sé úrelt. Þar þarf meiri sveigjanleika og fjölbreyttari lausnir.

Ég tel að Ísland eigi að vera málsvari friðar. Ég tel að það sé hægt að brúa bilið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis með nýjum leiðum, nýrri hugsun. Almennt trúi ég því að framfarir og umbætur séu mögulegar á öllum sviðum.

Ég hef ákveðið að bjóða fram til þings vegna þess að ég tel að ég geti lagt mitt af mörkum í því sem ameríkanar kalla "public service" en er því miður ekki almennilega til sem hugtak í íslensku.

Góðar stundir.  

Guðmundur Steingrímsson, 4.2.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband