Leita í fréttum mbl.is

Fastar síður

Jólajóla (27.12.08)

Verslunarmanneskja í vinsælli búð á Laugaveginum hafði á orði við mig á mánudaginn að jólin núna væru þau afslöppuðustu sem hún hefði upplifað. Hún meinti ekki að það væri lítið að gera í búðinni. Það var nóg að gera, jafnvel meira en áður. En fólkið var...

Lambhúshetta (20.12.08)

Þegar mótmælendur fóru að birtast hér á landi í eftirleik bankahrunsins með lambhúshettur á höfði, óþekkjanlegir, hafði vinur minn á orði að þetta væri hið besta mál. Lambhúshetturnar gerðu nefnilega óánægðum stjórnarþingmönnum og hugsanlega fólki í...

Ímyndin (13.12.08)

Í vikunni lýsti erlendur blaðamaður því sem miklum sannleika um ástandið á Íslandi, að hér væri fólk meira og minna að kaupa hrossakjöt, þurran fisk og gamlar DVD útgáfur af Söngvaseið. Þetta var haft til vitnis um að þjóðin væri við fátæktarmörk. ERU...

Gufubaðið (29.11.08)

Á Laugarvatni – hvaðan ég er ættaður – var einu sinni æðislegt, náttúrulegt gufubað. Þetta var einn af uppáhaldsstöðunum mínum á Íslandi. Ég veit að margir deildu þessari aðdáun með mér. Gufubaðið var einstakt. Baðið var einn af föstu...

Núna (15.11.08)

Sá erkisnillingur Barack Obama fékk mig til þess að fá undarlegt ofnæmi í augun – vil ég meina – um miðja nótt nú í byrjun nóvember, þannig að ég táraðist óhóflega. Þetta gerðist rétt í þann mund þegar Obama gekk ásamt konu sinni og börnum...

Nóg komið (01.11.08)

Á fimmtudag hlýddi ég í sjónvarpi á skýrslu forsætisráðherra um efnahagsmál og umræður um hana. Ég var búinn að ákveða að ef ég þyrfti enn eina ferðina að hlusta á sömu gömlu tuggurnar um traustar stoðir þjóðarbúsins og storm hinnar alþjóðlegu...

Sko (18.10.08)

Ég persónulega er búinn að gera það algerlega upp við mig, að best sé núna að horfast fullkomlega í augu við það að hér á Íslandi er allt farið á versta veg. Ég veit fyrir víst að heill embættismannaher hefur unnið við það dag og nótt að slökkva elda...

Jæja (04.10.08)

Landsmenn hafa líklega flestir áttað sig á því að það sem raunverulega getur gerst á Íslandi á næstu vikum, ef allt fer í hundana, er að lífskjör hoppi cirka 25 ár aftur í tímann. Þá erum við að tala um vöruskort í búðum, ekkert klettasalat,...

Tímarnir (20.09.08)

Nýliðin vika flokkast undir tímabil, sem oft eru stutt í veraldarsögunni – en þeim mun áhrifameiri –, sem fá mann til að klóra sér í höfðinu, með einlægan og sakleysilegan svip og vör, og segja “ja hérna.” Allt í einu fara hundrað...

Rembast (06.09.08)

Það hvarflar óneitanlega að manni að ef ljósmæður hefðu haft einhver tök á því að keppa í grein sinni, helst á stóru ljósmæðramóti í útlöndum – þar sem þær hefðu unnið til verðlauna eftir æsispennandi keppni við t.d. franskar stallsystur sínar eða...

Til hvers er alþingi? - Er betra að blogga?

– Grein í tímaritið Herðubreið, sumarið 2008. Á dögunum sat ég úti við veitingahúsið Thorvaldsen í góðu veðri, gegnt Alþingishúsinu, og ræddi við félaga mína um hin ýmsu þjóðfélagsmál eins og gengur og gerist. Talið barst að störfum þingsins, sem...

Strákarnir (23.08.09)

Ég man eftir því sem patti hversu vonbrigðin gátu orðið gríðarlega mikil þegar íslenska handboltalandsliðið átti vondan dag á stórmóti og tapaði fyrir einhverjum austantjaldsrisum eða Svíum, eins og vanalega, á ósanngjarnan hátt auðvitað, svo maður hljóp...

Kína (09.08.08)

Í gær horfði ég með öðru auganu á setningu Ólympíuleikana í Kína. Kínverskar hvítklæddar klappstýrur veifuðu höndum og dönsuðu hliðar saman hliðar á hliðarlínunni á meðan fulltrúar þjóðanna gengu inn á leikvanginn með fánabera sína í fararbroddi. ÉG...

Aðgerð hrefna (26.07.08)

Nú í vikunni urðu nokkrir ferðamenn á hvalaskoðunarbát við Húsavík vitni að þeim einstaka viðburði, en þó ekki alveg fáheyrðum, að nokkrir drápshvalir, sem við köllum upp á íslenskuna háhyrninga, veittust að hrefnu einni með skætingi, drápu hana á...

Við (12.07.08)

Fyrir nokkrum árum biðu fjölmiðlar eftirvæntingafullir á Reykjavíkurflugvelli og þjóðin fylgdist með þegar einkaþota með skáksnillingnum Bobby Fischer lenti og hinn nýi Íslendingur var boðinn velkominn til landsins með miklu húllumhæi. “Mr....

? (28.06.08)

Fyrir nokkrum árum, þegar umræða um stóriðju og virkjun fyrir austan náði hvað hæstum hæðum var það almennt viðurkennt og kvittað upp á af fræðimönnum, stjórnmálamönnum og hverjum þeim sem skoðun höfðu á málinu, að álvers- og virkjanaframkvæmdir væru...

Bölið (14.06.08)

Nú þegar ég er í útlöndum, á flandri – ekki nokkrum manni til gagns – tók ég upp á því í vikunni, eins og gengur og gerist, að hringja heim og leita frétta. Reyndar var ég orðinn nokkuð undrandi á því að hafa ekki fengið hringingu að heiman...

Skjálftinn (31.05.08)

Þegar skjálftinn reið yfir á fimmtudaginn lá ég á nuddbekk. Nuddarinn hafði rétt þá nýverið lagst til atlögu við ógurlegan stirðleika í vöðvum á milli herðarblaðanna, með slíkum tilheyrandi sársauka að mér fannst það hreint og beint eðlilegt að allt...

Íslenska sólin (17.03.08)

Í vikunni skein sólin loksins á höfuðborgarsvæðinu. Eins og margir aðrir fór ég niður á Austurvöll og sat þar og borðaði hádegismat, skeggræddi við félagana og leið dálítið eins og ég væri heimsborgari. Svo hjólaði ég um bæinn í sólinni í mínum...

Ekki gott (03.05.08)

Í Fréttablaði gærdagsins var a.m.k. tvennt sem fékk mig til að dæsa yfir ruglinu. Annað var frétt um ungan mann sem var beittur harðræði af lögreglu við bensínsstöðina á dögunum. Slagur þessa manns, sem er stór og stæðilegur, við lögreglu birtist...

Drama (19.04.08)

Þegar ég sat yfir kaffibolla í vikunni og hlustaði í einn eitt skiptið á umræður í sjónvarpi um skort á lausafjármagni bankanna varð mér skyndilega nóg um. Í tvo mánuði hef ég varla hitt fólk öðru vísi en að á einhverjum tímapunkti setji einhver upp...

Einkaþota (05.04.08)

ÉG á vin sem fór einu sinni til útlanda í einkaþotu, starfs síns vegna. Þvert á hugmyndir mínar á þessum tima um að í einkaþotum væri einstaklega þægilegt að vera og að stólar væru þar rúmgóðir og hægt að teygja úr sér og skeggræða andans mál í...

Gengið (22.03.08)

Einhvern veginn fannst mér það alveg dæmigert að ég þyrfti endilega að vera staddur í Evrópu í skemmtiferð yfir páskana þegar íslenska krónan tók upp á því að taka eitt séríslenskt æðiskast og hreinlega stökkva fyrir björg gjaldeyrismarkaðanna, hvar hún...

Hundrað góðir dagar án íhaldsins (Grein í Herðubreið)

- Af 100 daga stjórninni í Reykjavík, verkum hennar og áherslum. Frá 11.október 2007 til 21.janúar 2008 hélt um stjórnartaumana í Reykjavík nokkuð merkilegur meirihluti. Meirihlutinn, sem snemma hlaut nafngiftina Tjarnarkvartettinn – vegna þess...

Góðæri Íslands (09.03.08)

Ég verð að játa að ég er einn af þeim sem trúi mjög gjarnan á það, að ef eitthvað gengur vel muni það halda áfram að ganga vel til eilífðarnóns. Ef það er góðæri, muni halda áfram að vera góðæri alla tíð. AÐ þessu leyti held ég að ég sé dæmigerður...

Þingvísur

Ort í hita leiksins í þingveislu 29.febrúar 2008 Þegar ég heyrði af veislunni, vá! Ég vissi að þær eru fágætar. Faðir minn þetta sagði mér þá: “Þingveislur, þær eru ágætar.” ----------------- Nú veislan er orðin voða heit vá!, ég er fullur,...

Nýtt orð (23.02.08)

Nú í vikunni áttaði ég mig á því að í öllum fréttum og víða annars staðar úti í þjóðfélaginu var fólk að nota orð sem ég skildi ekki. Þetta er orðið “skuldatryggingarálag”. Líkt og alltaf þegar svona staða kemur upp, og ég uppgötva að fólk er...

Hátíð í stormi (09.02.08)

Það er eitthvað afskaplega íslenskt við það að sjá þessa dagana í Reykjavíkurborg hátíðarborða blakta á fánastöngum þar sem auglýst er með pompi og prakt að nú fari fram Vetrarhátíð. Þetta líkar mér. Í slyddu og él, stormi og hríð, svelli og sköflum...

Af skríl (26.01.08)

Á fimmtudaginn varð ég vitni að því þegar fólk á öllum aldri streymdi inn í Ráðhús Reykjavíkur af fúsum og frjálsum vilja til þess að mótmæla, af augljósum ástæðum, fyrirvaralausum meirihlutaskiptum. Þarna var gamalt fólk, ungt fólk, miðaldra fólk,...

Veggjakrot (12.01.08)

Ég hef aldrei krotað neitt á vegg eða spreyjað. Ef ég hefði staðið frammi fyrir því einhvern tímann að þurfa að krota eitthvað á vegg eða spreyja – en blessunarlega fyrir alla borgarmyndina og umhverfið yfirleitt hef ég aldrei fundið hjá mér...

Næsta síða »

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband