Leita í fréttum mbl.is

Kína (09.08.08)

Í gćr horfđi ég međ öđru auganu á setningu Ólympíuleikana í Kína. Kínverskar hvítklćddar klappstýrur veifuđu höndum og dönsuđu hliđar saman hliđar á hliđarlínunni á međan fulltrúar ţjóđanna gengu inn á leikvanginn međ fánabera sína í fararbroddi.

ÉG horfđi og ég hugsađi: Ţarna ganga íţróttamennirnir inn á leikvanginn brosandi og dansandi. Fulltrúar alls kyns ríkja međ alls kyns stjórnarfar ganga inn á völlinn. Fulltrúar forhertra einrćđisríkja međ blóđi drifna samtímasögu jafnt sem skćlbrosandi íţróttamenn evrópskra lýđrćđisríkja (međ blóđri drifna fortíđ) ganga inn á völlinn. Semsagt: Ţađ skiptir engu máli hvađa pólitíska bakgrunn ţjóđirnar eiga sér. Ţetta eru ekki pólitískir leikar. Ţetta eru íţróttaleikar.

EN nú kann ţetta ađ vera nokkur einföldun. Hér á landi hafa ţćr raddir veriđ nokkuđ hávćrar ađ íslenskir ráđamenn hefđu átt ađ sniđganga setningu leikanna til ţess ađ mótmćla yfirgengilegum mannréttindabrotum Kínverja. Kannski gildir annađ um gestgjafann en ţátttökuţjóđirnar. Kannski hefđi átt ađ nota tćkifćriđ og mótmćla gestgjafanum sérstaklega međ ţví ađ mćta ekki í heimsókn til hans af ţessu tilefni.

ÉG held samt ekki. Lítum á: Ţjóđir heimsins greiddu um ţađ atkvćđi hvar ćtti ađ halda leikana. Peking varđ fyrir valinu. Íţróttamennirnir hafa keppt ađ ţví marki um árabil ađ komast á leikana. Ţeir eru mćttir. Hvers vegna skyldu ráđamenn Íslands allt í einu núna stökkva upp á nef sér, ađ gefinni ţessari forsögu, og neita ađ mćta?

AĐ ţađ séu stunduđ mannréttindabrot í Kína eru ekki ný tíđindi. Ég er ánćgđur međ forseta Íslands. Hann fćrđi ráđamönnum í Kína viđ hárrétt tćkifćri Mannréttindayfirlýsingu Sameinuđu ţjóđanna á kínversku og sagđi ţeim ađ lesa. Svona á ađ gera ţetta. Sumir ađrir íslenskir ráđamenn hafa hins vegar gerst sekir um slepjuhátt og tekiđ á móti kínverskum ráđamönnum hér međ ţví ađ stunda ţeirra umdeildu ađferđir sjálfir og ţaggađ niđur í friđsćlum mótmćlendum međ lögregluvaldi.

ANNAĐ gerir mótmćli gegn Kína á Ólympíuleikum ađ dálítilli hrćsni. Ekki er til sá kaupahéđinn vestrćnn sem nýtir sér ekki ódýra framleiđslu Kínverja á öllum mögulegum vörum. Viđ erum gegnsósa af Kína í öllu okkar daglega lífi. Hver vill mótmćla međ ţví ađ fórna ţví öllu saman?

AĐ ćtla sér ađ mótmćla mannréttindabrotum í Kína međ ţví ađ fara ekki á Ólympíuleikana er ţess vegna dáldiđ eins og ađ ćtla sér ađ mótmćla áfengisveitingum í partíi međ ţví mćta ekki, en enda svo blindfulllur heima hjá sér.
 
Birtist sem bakţankar í Fréttablađinu 9.ágúst 2008.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband