Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
1.11.2006 | 18:26
Misskiptingin
Annað sem dregur mig í framboð, auk umhverfismála (sjá síðustu færslu) er aukin misskipting auðs. Jöfnuður á háu stigi var lengi vel einkennandi fyrir Íslendinga. Nú sýna einföld reikningsdæmi að þeir allra ríkustu á Íslandi borga átakanlega miklu, miklu minni skatt hlutfallslega heldur en millitekjufólk. Dæmin eru sláandi. Í þessum efnum erum við orðin öfgakenndari en Bandaríkjamenn sem lengi hafa dregið vagninn hvað varðar misskiptingu auðs á Vesturlöndum. Jöfnuður hefur hér á landi verið fyrir borð borinn.
Er þetta vandamál? Já. Getur ríkisstjórnin leyst það? Nei. Forsætisráðherra segist ekki missa svefn út af þessu. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að inn í stjórnarráðið fari ríkisstjórn sem missir svefn út af þessu og tekst á við þetta gígantíska vandamál. Ef við leiðréttum ekki þessa ósanngirni með aðgerðum í verðlagsmálum, skattamálum og efnhagsmálum í heild sinni - því vandinn er víðfemur - eigum við á hættu að ákveðinn hópur þjóðfélagsins stingi aðra af í eignamyndun og auðsköpun. Vandinn er ekki sá að sumir verði ríkir - það er vel - heldur er vandinn sá að þorri almennings situr á meðan fastur í afborgunum á verðtryggðum okurvaxtaskuldum og myndar lítinn auð. Ísland á þannig á hættu að verða leiguliðasamfélag, lénsveldi, þar sem fáir eiga allt. Einnig er hættan sú að þjóðfélagið verði tvískipt, þar sem hinir ríku njóta mun betri þjónustu, menntunar og lífsskilyrða en aðrir. Einungis á forsendum jafnaðarstefnu er hægt að ráðast gegn þessari þróun og spyrna við fótum.
Er þetta vandamál? Já. Getur ríkisstjórnin leyst það? Nei. Forsætisráðherra segist ekki missa svefn út af þessu. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að inn í stjórnarráðið fari ríkisstjórn sem missir svefn út af þessu og tekst á við þetta gígantíska vandamál. Ef við leiðréttum ekki þessa ósanngirni með aðgerðum í verðlagsmálum, skattamálum og efnhagsmálum í heild sinni - því vandinn er víðfemur - eigum við á hættu að ákveðinn hópur þjóðfélagsins stingi aðra af í eignamyndun og auðsköpun. Vandinn er ekki sá að sumir verði ríkir - það er vel - heldur er vandinn sá að þorri almennings situr á meðan fastur í afborgunum á verðtryggðum okurvaxtaskuldum og myndar lítinn auð. Ísland á þannig á hættu að verða leiguliðasamfélag, lénsveldi, þar sem fáir eiga allt. Einnig er hættan sú að þjóðfélagið verði tvískipt, þar sem hinir ríku njóta mun betri þjónustu, menntunar og lífsskilyrða en aðrir. Einungis á forsendum jafnaðarstefnu er hægt að ráðast gegn þessari þróun og spyrna við fótum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2006 | 17:45
Umhverfisvakning
Með reglulegu millibili, en þó sem betur fer með styttra millibili að jafnaði en áður, koma fréttir af skýrslum um ógnvænlega eyðingu lofthjúpsins af völdum gróðurhúsalofttegunda. Það sem hefur gerst núna er að fólk er í auknum mæli að átta sig á því að umhverfismál eru ekki bara spurning um það hvort að það sé rusl á götunum, heldur er hér beinlínis um að ræða grjóthörð efnahagsmál. Um það fjallaði forsíða Morgunblaðsins í byrjun vikunnar. Ég man eftir því að fyrir ríflega tíu árum var hlegið að þeim hér á landi sem töldu umhverfismál vera efnahagsmál. Stofnun umhverfisráðuneytisins var litin hornauga af afskaplega mörgum og léttvæg fundin. Núna velkjast mjög fáir í vafa: Umhverfismál verða á meðal stærstu og veigamestu málaflokka komandi ára, ef ekki einfaldlega stærsti málaflokkurinn, punktur. Markmið þess málaflokks verður svo sannarlega dramatískt: Að heimurinn lifi af. Svo einfalt er það. Ég get sagt það kinnroðalaust: Umhverfismál eiga einn stærstan þáttinn í því að ég ákvað að fara í framboð og reyna að bretta upp ermarnar. Ég valdi Samfylkinguna vegna þess að ég finn að þar er mikið af fólki á mínu reki, meðal minnar kynslóðar, sem er sammála mér. Bara svo því sé haldið til haga. Meira síðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2006 | 01:36
Guðlaugur og upplýsingar
Nýkrýndur leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna, Guðlaugur Þór Þórðarson, er nú sakaður um að hafa nýtt sér upplýsingar úr flokksskrá Sjálfstæðisflokksins, sem aðrir frambjóðendur höfðu ekki, til að afla sér fylgis. Ég giska á að Guðlaugur eigi eftir að vísa þessum ásökunum á bug. Raunar tel ég að hér sé um úrslitaatriði að ræða fyrir stjórnmálaferil Guðlaugs. Svör hans, og hversu sannfærandi þau eru, munu ákvarða hversu hátt hann skorar á heiðarleikaskalanum hér eftir. Ef Guðlaugur reynist sekur um að nýta sér upplýsingar sem aðrir höfðu ekki, en hann aflaði sér með óprúttnum og hugsanlega ógeðfelldum (orð tekin að láni frá Geir H. Haarde) aðferðum, munu þau kaldhæðnislegu umskipti óneitanlega verða í hugum margra, að Guðlaugur ekki bara sigrar Björn Bjarnason í prófkjöri heldur tekur einnig við stöðu hans í kjölfarið sem ákveðinn leynimakkari íslenskrar pólitíkur, og þá hugsanlega sínu verri en fyrirrennari sinn. Því þótt Björn hafi -- og nú hafa þau tíðindi sem sagt gerst að tilhlýðilegt er að tala um hann í þátíð í samhengi stjórnmálanna -- sýnt því mikinn áhuga að stofna leyniþjónustu, sem aflaði ýmissra upplýsinga um Íslendinga, hefði Birni ekki verið trúandi -- skrattakornið -- til þess að nýta sér til dæmis slíkar upplýsingar, sem hann gæti aflað sér, sjálfum sér til framdráttar. En nú vaknar vissulega spurningin: Hvað með Guðlaug?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 395306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi