Leita í fréttum mbl.is

Svona var sumarið

Jæja, nú er mál til komið að byrja að blogga aftur. Sumarið er búið. Komin rigning. Þjóðfélagið er að ranka við sér. Fólk farið að slást á Stuðmannaböllum. Allt eins og það á að vera.

Ég átti hið ágætasta sumar. Byrjaði á því að fara til Ítalíu í frí. Svo fór ég líka í vikuferð á pallbíl með pallhýsi tengdaforeldra minna hringinn í kringum Ísland ásamt fjölskyldu systur minnar, sem leigði hjólhýsi til þess arna. Trailer-trash lífernið átti bara ágætlega við mig, satt að segja.

Í ágúst fór ég svo sem kosningaeftirlitsmaður til Kazakstan á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Í Kazakstan var verið að kjósa til neðri deildar þingsins og í þeim kosningum fékk flokkur Nursultans Nasarbayevs forseta um 88% atkvæða og öll þingsætin. Æsispennandi. Við kosningaeftirlitsmennirnir fundum ýmislegt að framkvæmdinni, einkum talningunni. 

Annars segi ég bara eins og Borat: Kazakstan, greatest country in the world. All other countries are run by little girls. Þetta er textinn í þjóðsöng Kazakstan samkvæmt Borat. Ég er með hann á heilanum því þetta er hringingin á símanum hennar Alexíu. 

Very nice. Við Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður og Högni Kristjánsson sendifulltrúi í Brussel vorum fulltrúar Íslands á meðal kosningaeftirlitsmanna. Við Ingólfur vorum sendir til borgarinnar Kokshetau í norður Kazakstan. Áhugavert. Ég stefni á að segja ferðasögunna í sérstakri færslu, með myndum og svoleiðis, í góðu tómi bráðum.  

Þannig var sumarið hjá mér sumsé. Í gær eignaðist ég svo nýjan föðurbróður. Hljómar dálítið eins og plott í Arrested Development, ég veit, eða ekta gamaldags íslensku útvarpsleikriti...

Ég segi bara eins og ein persónan í sögu eftir Einar Kárason:

Ég skal segja þér það, skal ég segja þér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurður

Ég var að spá hvort þú ætlaðir eitthvað að svara ásökunum Einars Sveinbjörnssonar í Morgunblaðinu í dag?

Þar segir hann að þú hafir gengið um framhaldsskóla landsins fyrir kosningar og logið því til að ef Samfylkingin kæmist í ríkisstjórn þá myndu allar framhaldsskólabækur vera ókeypis núna í haust.

Jón Sigurður, 30.8.2007 kl. 00:58

2 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Svar hefur verið sent já. Í Blaðið. 

Guðmundur Steingrímsson, 30.8.2007 kl. 01:04

3 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég skil ekki fólk sem stundar masókisma í þeim stíl að lesa blogg hjá þeim sem að eitthverju leiti virðast fara í taugarnar á þeim, og svara svo með barnalegum og hrokafullum spurningum. Betra er að þegja en fá á sig orð fyrir heimsku, heldur en tala og taka þannig af allan vafa Ég keypti mér Toyotu Raw 4 2001 árgerð fyrir ekki svo löngu síðan og var montin með, flestir sem ég hitti spurðu mig ;Ertu á nýjum bíl?; Ég sagði líka sjálf ;Ég var að fá mér nýjan bíl; samt var hann búin að vera til í 6 ár. Ég meina ég hafði jú aldrei ekið honum áður og þekkti ekkert á bílinn þannig að fyrir mér var hann nýr. Svona er nú bloggið sniðugt og oft hér heill hafsjór af fróðleik,  Takk fyrir að vera bloggvinur minn Guðmundur, þú virðist oftast skrifa það sem ég hugsa, eða kannski að við séum andlegir tvíburar, það yrði gaman, þá yrði ég nýji andlegi tvíburinn þinn og myndi á augnabliki yngjast um 35 ár  Næstum eins og tímavél. Eitt er allavega öruggt að ég er pottþétt skemmtilegri bloggvinur heldur en Sveinn og dapri gaurinn fyrir neðan hann Þú ert skemmtilegur penni, hlakka til að lesa áfram. Eigðu góðan dag í dag

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 30.8.2007 kl. 08:48

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Velkominn aftur.  Til hamingju með föðurbróðirinnmegi hann vera gamall eða nýr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 09:57

5 Smámynd: Gísli Hjálmar

Já, tek undir það með Jenný; velkominn aftur í bloggheima. Og til hamingju með fjölgunina í fjölskyldunni ...

Gísli Hjálmar , 30.8.2007 kl. 10:34

6 identicon

Velkominn aftur inn í bloggskerjagarðinn. Þú eykur ölduganginn og verst boðaföllum. Róum saman.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 13:05

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Fínt að fá þig aftur. Vonandi upplifir þú þig sem ríkari mann með nýjan föðurbróðir innan borðs;)

Heiða B. Heiðars, 30.8.2007 kl. 13:07

8 Smámynd: Jóhann Waage

Erum við ekki allir bræður inn við beinið, skítt með hvort þeir koma núna eða fyrir 70 árum síðan. Vonandi tekst fjölskyldunni vel að aðlagast breyttum aðstæðum.

Jóhann Waage, 30.8.2007 kl. 22:49

9 Smámynd: Sævar Helgason

Velkominn aftur á þessa frábæru bloggsíðu .

Vænti þess að stjórnmálin fái verðuga umfjöllun , það er af nægu að taka á þeim bænum. 

Sævar Helgason, 31.8.2007 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband