Leita í fréttum mbl.is

Flaksandi hörföt og Le Monde

Ég hef komist að því að blogg er ekki sumariðja.

Á sumrin ætti maður frekar að grípa sér baguette, rauðvínsflösku, setja Le Monde undir hendina og ganga niður í bæ í flaksandi hörjakkafötum.

Vera dálítið continental, þið fattið.

Spila svo boccia með strákunum niðri á Ylströnd.

En ég ætla reyndar ekki að hafa það alveg þannig, þótt ég hafi vissulega gælt nokkuð við þennan stíl þegar sólin skín. Þessa stundina er ég að skrattast við að klára að skrifa bók, svo ætla ég að skreppa í smá ferðalag um Norðausturland, vera slatta uppi í sumarbústað, fara í fjallgöngur, hjólreiðatúra og svo framvegis. 

Auk þess mun freelance-harkið sem færir salt í grautinn taka sinn tíma eins og alltaf. Varaþingmennskan borgar ekki mikið í aðra hönd... En ég kvarta ekki. Harklífernið (skriftir, auglýsingar, tónlist etc) hefur alltaf átt ágætlega við mig. Vissulega dálítið óöryggi, en meira frelsi.

En ég myndi svosem ekki fúlsa við fastri vinnu svona með haustinu, ef samningar nást. 

Þangað til segi ég bara eins og afi minn:

Betra er að vera klakaklár

og krafsa snjó til heiða 

en lifa mýldur öll sín ár

undir hnakk og reiða.

Hafið það gott í sumarblíðunni. Ég ætla að hvíla bloggið um stundarsakir. Mæti svo fílefldur til leiks á þessum vettvangi eða annars staðar. Það verður af nógu að taka í þjóðfélagsmálunum þegar líða tekur að hausti, og reyndar er af nógu að taka nú þegar. (Spítalarnir, byggðirnar, orku- og umhverfismálin etc)  Úrlausnarefnin blasa við á öllum sviðum... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

Hahah, rosa heimsmaður í hörfötum. Ég myndi svo sem alveg vera til í gönguferði í hvítum hörkjól á góðum sumardegi. En vínið yrði kalt og hvítt og áfangastaðurinn ekki svona rokrassgat eins og Nauthólsvíkin. Lesefnið væri létt og lokkandi. 

En svo sit ég hér og skoða bloggið. Erðanú.  Reyndar í ljósu hörpilsi.

Ibba Sig., 26.6.2007 kl. 13:02

2 identicon

Jamm,

höra sig upp fyrir sumarið,

það er málið

H (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 14:04

3 Smámynd: Bragi Einarsson

Hafðu það gott í sumar

Bragi Einarsson, 26.6.2007 kl. 23:51

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Helv. góð ferskeytla hjá þeim gamla

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.6.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband