Leita í fréttum mbl.is

Að ráðast aðeins á Íran

Hún heyrist reglulega sú hugmynd að vestan að rétt sé að ráðast aðeins á Íran. Núna ku George Bush vera dálítið svag fyrir því að fara í "þriggja daga leifturárás" eins og það er kallað á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. Stríð fyrir Bush er eins og borgarferðir fyrir aðra. 

"Ég væri til í að gera smá árás núna um helgina, Laura. Á Íran. Hvað finnst þér?"

Ég veit ekki hvað svona stríð kostar, en það kostar nokkrum dollurum og nokkrum mannslífum meira en helgarhopp. Auk þess sýnist mér að Bush sé nokkuð gjarn á að kaupa bara miða aðra leiðina, eins og þegar hann fór til Írak. Hann ætlaði bara smá að steypa Hussein og koma svo aftur, en ferðin stendur enn. 

Mig minnir að fyrir rúmu ári eða svo hafi hernaðarfræðingar verið búnir að finna það út að það hentugasta fyrir svona helgarinnrás væru svokallaðar staðbundnar, takmarkaðar kjarnorkusprengjur. Svona littlir djöflar sem sprengja bara smá í kringum sig. Sprengjur sem sprengja mikið eru svo rosalega eighties eitthvað. Alveg búnar. 

Lítil kjarnorkusprengja er allt sem þarf. 

Ég veit ekki með ykkur, en ég er farinn að telja dagana þar til George Bush lætur af embætti. Það liggur við að mér sé orðið sama um hver tekur við. Bara að þessi maður hætti.  

Þetta er komið gott.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Ólafsson

Í janúar/febrúar 2002 var ég í USA í nokkra daga. Mér dauðbrá að heyra fréttaskýrendur ræða í fúlustu alvöru við pólítíkusa 'af hverju okkur er nauðsynlegt að ráðast inn í Írak'. Það bar ekki mikið á gagnrýnum spurningum eins og 'Er ykkur alvara ?!"

2003 létu þeir svo verða af þessu og eru enn að.

Nú virðist hið sama uppi á teningnum. Þannig að 2008, áður en Bush kveður, er hætt við að þeir láti verða af þessu. Það virðist nefnilega ekki vera neinn nógu sterkur aðili sem stappar niður fótum og segir 'Get real guys!' Þeir byrja smám saman að trúa öllu bullinu um gereyðingarvopnin sem óvinurinn er kominn með eða er að koma sér upp til að nota gegn USA.

Karl Ólafsson, 4.9.2007 kl. 02:14

2 identicon

Metur Gummi Steingríms líf öfgasinnaðra útlendinga meira heldur en lífsafkomu íslensku þjóðarinnar, ef hún væri lögð undir?

Ef valið stæði t.d. á milli sjálfstæði Íslands ásamt dágóðum slatta af íslenskum mannslífum (20-60 þúsund manns) og nokkurra miljóna útlendinga, hvert væri valið?

Nú kynni einhver að segja að slíkur samanburður væri algerlega út í hött. Svo kann vissulega að vera, en sá hinn sami ætti einnig að velta því fyrir sér hvort hann hafi minnstu þekkingu á hernaði og því sem honum fylgir. T.d. hvort menn hafi nú lagt í að glugga aðeins í bókakostinn sem Bandaríkjamenn gáfu Íslendingum nú á dögunum.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 09:11

3 identicon

Nú hef ég lesið athugasemd Péturs fimm sinnum og ég næ ekki samhenginu - hvorki við pistil Guðmundar né innbyrðis.

En ég get svarað því játandi að hafa gluggað í bókakostinn sem Bandaríkjamenn gáfu okkur nú á dögunum.  Samt fatta ég ekki hvað Pétur á við.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 10:53

4 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Bandaríkjunum stafar engin hætta af nokkru nema meingallaðri utanríkisstefnu sinni.

Steinn E. Sigurðarson, 4.9.2007 kl. 10:57

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sko athugaðu það.

Sumsé.  ÞAð er nefnilega þannig í BNA, að sumir hafa sterkari þrýstingsaðstöðu en aðrir.

Altso. 

Ísraelar telja sér ógnað og ef þeir eru að fara á taugum, eru ráðmenn á Capitol Hill gersamlega í rusli.

Þessar elskulegu sprengjur, þú veist þessar litlu,- eru til í hergagnabúrum Ísraels, ----þó svo að bann hafi verið lagt við því af SÞ, svoleiðis bann á bara við suma --alls ekki alla.

Nifteindasprengjur mætti líka brúka, þær springa í nokkurri hæð og skemma ekki fornminjar, eru því gráupplagðar, því þær eira engu lífi og drepa með geislun.  Ofsa svona High tec.

Svona er nú í Mannheimum.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 4.9.2007 kl. 12:22

6 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Nokkuð öfugsnúið að nota Kjarnorkuvopn til að stöðva mögulega framleiðslu Írana á slíkum vopnum í framtíðinni. Það er eins og að setja menn inn eða aflífa ef þeir mögulega geti framið glæpi. Bandaríkjamenn þurfa að endurskoða hugmyndafræði sína og það fljótt!

Jónas Rafnar Ingason, 4.9.2007 kl. 14:51

7 identicon

Ég held að margir séu farnir að telja dagana þar til þessi stærsta ógn við heimsfriðinn lætur af embætti. Ég persónulega get ekki beðið eftir að losna við Bush. Ég held að það verði þungu fargi létt af mörgum þjóðarleiðtogum í heiminum þegar valdatíma hans lýkur. Og varðandi Íran: Mér er skapi næst að halda að Bush sé fyrst og fremst að reyna að tryggja bestu vinum sínum, hergagnaframleiðendum næg verkefni áður en hann hverfur úr embætti. Þeir eru nú einu sinni þeir sem mest borguðu í kosningasjóðina - ekki satt? 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 15:09

8 Smámynd: Kokkurinn Ógurlegi

þessi maður er stríðsóður!  ég tel hann vera eina stærstu ógn sem steðjað hefur að heiminum í langan tíma, það var líka með eindæmum sorglegt hvernig hann komst til valda með klárann minnihluta bandarísku þjóðarinnar á bak við sig, ég vil fá Hillary til valda vestanhafs í næstu kosningum, finnst heimurinn eiga það skilið.

Kokkurinn Ógurlegi, 4.9.2007 kl. 17:44

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

sjá hér. Og nei, þetta er EKKI brandari. Því miður...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.9.2007 kl. 19:10

10 identicon

Björgvin Valur, ef þú nærð ekki samhenginu, þá ætla ég að biðja þig um að sleppa því að glugga í bækur í Þjóðarbókhlöðunni, nóg er slitið á þeim að ekki er á bætandi sliti af völdum þeirra sem ná ekki samhenginu.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 23:50

11 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég bara trúi því ekki að nokkur lifandi manneskja með heilbrigða skynsemi sé fylgjandi  Bush. Ég fæ alltaf í magann þegar minnst er á kallinn í fréttum og hugsa: Hvað er hann að fara að gera núna?

Rúna Guðfinnsdóttir, 5.9.2007 kl. 09:06

12 identicon

Sjáðu til Pétur Guðmundur - ég skil ekki hvers vegna þú vilt slátra 20.000 - 60.000 Íslendingum.  Þú veist að maður á aldrei að drepa meira en maður getur borðað.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 10:34

13 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Borða Bandaríkjamenn alla Íraka sem þeir drepa??                        

Rúna Guðfinnsdóttir, 5.9.2007 kl. 16:25

14 identicon

Nei og það er síst til eftirbreytni.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband