Leita í fréttum mbl.is

Gagnrýni bar árangur

Það var gott hjá Óskari Bergssyni að fara fram á það að samningi hans við Faxaflóahafnir verði rift. Þar með situr Óskar ekki lengur beggja megin borðs. Þetta sýnir líka að gagnrýni á embættisfærslur getur borið árangur og hversu mikilvægt það er að hafa skelegga og athugula stjórnarandstöðu.

Óskar setur að vísu upp smá hundshaus í yfirlýsingu sinni og segir gagnrýni á sig hafa verið ómaklega og af pólitískum rótum sprottna og svo framvegis. Það er hefð fyrir því á Íslandi að menn hafi svona málsgreinar inni í yfirlýsingum sínum þegar þeir segja af sér. Það verður bara að hafa það.

Við eigum enn dálítið í land, Íslendingar, að vera svona þjóðfélag þar sem fólk bara viðurkennir mistök og ekki fleiri orð um það. Samanber Árni Johnsen. Hann er enn að bögglast við að viðurkenna mistök sín og gengur ekki vel. 

En það breytir ekki því að þetta var rétt ákvörðun hjá Óskari. Sjálfstæðismenn í borginni hljóta líka að anda léttar nú, en þeir voru farnir að fara undan í flæmingi þegar þessi mál báru á góma. Illugi Gunnars samþykkti það til dæmis í Silfrinu um helgina að ráðning Óskars til Faxaflóahafnar orkaði tvímælis. Borgarstjóri þagði í fréttum, en sagði örugglega eitthvað bak við tjöldin. Ég geri því fastlega ráð fyrir að gagnrýni á þessa embættifærslu hafi ekki bara komið frá stjórnarandstöðunni...

Þrýstingurinn hefur verið mikill. Óskar sá að sér. Hann fær prik fyrir það.

En það verður auðvitað nauðsynlegt að hafa stjórnvöld, hvort sem er í bæ eða borg, áfram undir smásjá hvað allt svona varðar. Píreygð og ísköld stjórnarandstaða fylgist með hverju skrefi. Þannig á það að vera.

Ég óska Óskari gleðilegra jóla. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þú skjóta þig þarna örlítið í fótinn. Það er ekki nóg að bara segja "sorry, allt komst upp. Ég skila bara". Ef Óskar Bergsson hefði verið tekinn fyrir eitthvert annað brot, væri ekki nóg að iðrast heldur taka út refsingu.

Hans refsing hlýtur að vera sú að segja af sér og í raun Björni Ingi líka.

Annars hefur Óskar Bergsson sýnt það og sannað að honum er ekki treystandi fyrir fjármunum borgarinnar og það er beinlínis stórhættulegt að hafa hann sitjandi við kjötkatla borgarinnar.

Óskar burt!!  (úr því herinn er farinn)

Alla (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 14:57

2 identicon

Mér þykir miður að tókst að hrekja Óskar úr þessu starfi með ómálefnalegum rökum. Nú fáum við embættismann í staðinn í þetta einstaka starf sem verður við á milli 10:00 og 10:10 á miðvikudögum, allt verður þyngra í vöfum þetta mun kosta borgina ca. einn miljarð í seinagangi framkvæmdirnar munu verða almenningi óviðkomandi eins og aðrar sovétskar framkvæmdir.

Lifi Bréfsnéf.

Lifi sósialisminn.

Kristján Sig Kristjánsson (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband