Leita í fréttum mbl.is

6,6% fátækt

Nýjustu tölur um þann mikla fjölda barna sem teljast lifa undir fátæktarmörkum á Íslandi ættu að kenna okkur alla vega eina lexíu: Það er ekki sífellt hægt að tala um fjárhagslegt ástand þjóðarinnar með meðaltalsreikningi.

Allt of lengi höfum við mátt búa við það að stjórnarþingmenn ryðjast fram á sjónarsviðið með tölur sem sýna vaxandi almennan kaupmátt. Í umræðu um ójöfnuð, vaxandi misskiptingu á Íslandi, vaxandi fátækt, er þetta auðvitað einhver fáránlegasti útúrsnúningur sem hægt er að hugsa sér. 

Vaxandi fjöldi ríkra dregur upp meðaltalið. Fjöldi fátækra mun hins vegar seint hafa áhrif á meðaltalið með sama mætti. Meðaltalsumræður eru því besta leiðin sem stjórnarþingmenn búa yfir til þess að fela hinn raunverulega vanda. 

Tölum um fjölda fátækra er sópað undir teppi meðaltalsútreikninga. Ég er nokkuð viss um að það verður línan hjá stjórnarliðum í aðdraganda kosninga 

Það eru til fleiri tölur sem benda til þess að vandinn sé mikill. Tölur um vanskil meðlagsgreiðslna benda til dæmis til þess að stór hópur ungra, einhleypra karla búi við fátæktarmörk. Kjör þeirra koma heldur ekki ekki fram í umræðum um almennan kaupmátt. 

Prósentutölur um vaxandi almennan kaupmátt eiga vissulega erindi inn í umræðuna. En þær segja ekki einu sinni hálfa söguna. Undir slíkum málflutningi eru alltaf kirfilega falin hin raunverulega sannindi, hin raunverulegu viðfangsefni: Á fimmta þúsund fátæk börn.

Ríkisstjórnin hefur litlar sem engar áhyggjur af þessu. Þegar umræða um fátækt barna kom upp á yfirborðið fyrir nokkrum árum með skýrslu Hörpu Njáls man ég ekki betur en að þáverandi forsætisráðherra hafi brugðist við með því að draga í efa að Harpa Njáls væri til. 

Síðan þá hefur ríkisstjórnin látið nægja að setja alltaf sömu plötuna á fóninn þegar talið berst að þessum málum: "Kaupmáttur hefur aukist, kaupmáttur hefur aukist!" 

En um það snýst bara ekki málið, heldur hitt, að til eru fjölskyldur í landinu sem hafa ekki einu sinni efni á salernispappír samkvæmt fréttum. Þetta er með ólíkindum , en frá þessu greinir Moggi. 

Í þannig stöðu eru pappírar með útreikningum um almennan kaupmátt auðvitað vita gagnslausir. 

Og þó. Það er kannski helst þá að þeir geti komið til áþreifanlegra nota. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta umræðuefni verður alltaf heitt endrum og eins en aldrei finnst mér neitt gerast í því. Svo ég hætti mér kanski svolítið út fyrir efnið, en þó er þetta skylt, þá finnst mér ríkið líka vera að velta miklum parti af framfærsluaðstoð og atvinnuleysisbótum óbeint yfir á sveitarfélögin.

Samkvæmt nýjum lögum um atvinnuleysisbætur verða bæturnar greiddar út líkt og um atvinnu væri að ræða, þ.e. greitt er fyrir atvinnuleysisdaga frá 20.mánaðar til 20. Þetta þýðir að fyrsta mánuðinn eða svo er fólk ekki að fá neinar bætur og þarf þar að leiðandi að leita til félagsþjónustu sveitarfélaga til að brúa bilið. Þetta er sérstaklega slæmt ef viðkomandi hefur verið á 40 daga bið og er fær síðan kanski bara helming útborgað frá Vinnumálastofnun vegna þess að biðinni lauk 5.mánaðarins. Þetta kostar sveitarfélögin pening og fólk veigrar sér gjarnan að sækja um aðstoð til þeirra.

Þá er líka erfitt að vera fátækur úti á landsbyggðinni þar sem Mæðrastyrksnefnd þjónar bara höfuðborgarbúum og lítið er um sambærilega aðstoð í minni sveitarfélögum. Það var vel gert að Jóhannesi að styrkja hjálparstarfið svona myndarlega en það mætti dreifa þessari aðstoð út fyrir höfuðborgarsvæðið.

Jón (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 11:52

2 identicon

"að er ekki sífellt hægt að tala um fjárhagslegt ástand þjóðarinnar með meðaltalsreikningi."

Það er rétt að benda á að talan í fyrirsögninni er fengin með meðaltals, eða öllu heldur miðtölureikningi.  

Björn Friðgeir (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband