13.11.2006 | 19:42
751.448 kr.
Þá er ég búinn að fara í gegnum reikningana út af prófkjörsbaráttunni. Hún kostaði 751.448 krónur, sem er í takt við það sem ég áætlaði. Stærsti kostnaðarliðurinn var prentvinna, annars vegar á póstkorti (44.696 kr.) og hins vegar á dreifiriti (316.729 kr.). Það dreifirit fór á öll heimili í Suðvesturkjördæmi, dreift af Íslandspósti. Kostnaður við dreifingu nam 143.470 krónum. Það er algengur misskilningur að dreifingarkostnaður rokki á milljónum. Til dæmis heldur Sigríður Andersen því fram í Fréttablaðinu í dag að dreifing í öll hús kosti á við margar heilsíðuauglýsingar. Hún gætir ekki að því að óflokkaður póstur í öll hús í póstnúmeri er mun ódýrari en flokkaður póstur í massavís á útvalda (markpóstur). En áfram með smjörið: Ég lét gera áróðursspjald utan á kosningamiðstöðina mína (1.30 x 2.50). Það kostaði 49.800 kr. Auk þess borgaði ég 15.000 krónur fyrir ljósmyndatöku hjá ágætum kunningja mínum. Alexía sá um förðun. Alls nam því kostnaður við gerð áróðursefnis (póstkort, dreifirit, skilti, ljósmynd), eftir að ég hafði borgað Samfylkingunni 25.000 krónur í sérstakt kynningargjald út af útgáfu á sameiginlegu efni, 594.695 krónum. Öll grafísk hönnun var unnin ókeypis af miklum snillingi vini mínum og kann ég honum miklar þakkir fyrir. (Þess má geta að ég á enn nokkur eintök af dreifiritinu og póstkortinu ef einhverjir eiga enn eftir að fá... Skiltið varð ég hins vegar að brjóta í tvennt (sjá mynd). Slagorðahlutinn fór á Sorpu en hlutinn með myndinni af frambjóðandanum verður varðveittur til minningar, að vísu laskaður. Hann nýtist án efa í eitthvað glens í framtíðinni. Þess má geta að skiltið fór á flug í óveðrinu sem gerði á kjördag, en því var sem betur fer bjargað inn af eigendum húsnæðisins áður en það fauk út um allar götur. Það hefði verið andskoti léleg byrjun á pólitískum ferli ef áróðursskilti frá mér hefði fokið ofan á hausinn á Hafnfirðingi í vonskuveðri og rotað hann.) En víkjum þá að öðrum kostnaðarliðum. Við opnun kosningamiðstöðvar var boðið upp á snittur frá Jóa Fel og drykki (léttvín, bjór, 7up og djús), auk ýmiss heimatilbúins góðgætis. Alls nam kostnaður við veitingar, og eru þá kaffiveitingar síðar í prófkjörsvikunni, vatnsbrúsar og þrjár pizzur meðtaldar, 85.558 kr. Húsnæðið sjálft fengum við leigt fyrir slikk, en ég lofaði að ég skyldi leggja mitt að mörkum til þess að selja það. Hér er um að ræða íbúð á besta stað við Strandgötu, tilbúna undir tréverk í nýju bárujárnsklæddu húsi, með útsýni yfir höfnina. Frábær fyrir einstakling eða barnlaust par. Ekkert rennandi vatn var á svæðinu, en rafmagn. Teppi á gólfið var nauðsynlegt, því annars hefðu öll börn orðið útötuð í ryki. Það kostaði 25.537 kr. Eftir stendur þá ýmiss kostnaður, eins og dúkar og kerti, ritföng og þess háttar. Í öllu var sparnaðarhugsjónin höfð í fyrirrúmi. Ég á eftir að fá einn reikning frá Símanum, vegna notkunar á fjórum GSM símum sem ég leigði þaðan. Sá kostnaður verður ekki verulegur. Símhringingar á mínum vegum fóru þannig fram að vinir og vandamenn hringdu í þá sem þeir þekktu, yfirleitt úr eigin símum, en ekkert var hringt blint, eins og kallað er, af flokksskrá í flokksmenn Samfylkingarinnar eða aðra. Hins vegar sendi ég hóp-SMS einu sinni. Ég réði ekkert starfsfólk. Ég hefði ekki komist hænufet án ósérhlífinnar aðstoðar fjölskyldu minnar og góðra vina. Án minnar heittelskuðu hefði ég líklega brotnað saman strax í upphafi og lægi enn í fósturstellingunni í einu horninu á þessari óinnréttuðu íbúð við Strandgötu, í felum undan álagi. Enginn fer einn í stjórnmál. En þá er von að spurt sé hvernig herligheitin verða greidd. Samskot vina og fjölskyldu fara langleiðina upp í kostnaðinn. Hvað afganginn varðar mun ég bara líta svo á að ég hafi farið í ansi hreint skemmtilegt ferðalag með fullt af frábæru fólki og nú sé ég kominn heim, heilu og höldnu, en að visareikningurinn sé - eins og alltaf í þannig tilvikum - á leiðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:51 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 395306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Dýrleg lýsing á prófkjöri. -- G
Gauti Eggertsson (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 19:50
Sæll Guðmundur,
Vantar netfangið þitt hér á síðuna svo hægt sé að hafa samband við þig.
Almar (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 20:09
gummisteingrims@gmail.com
Guðmundur Steingrímsson, 13.11.2006 kl. 20:14
Gangi þér vel, Guðmundur.
Bragi Einarsson, 13.11.2006 kl. 21:08
Þú stóðst þig með prýði. Hefði viljað sjá þig ofar.
Þorbjörn (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 15:02
Þetta er til fyrirmyndar og þú átt hrós skilið fyrir að birta greinargerð og allar tölur um kostnað þinn við prófkjörið.
Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 14.11.2006 kl. 15:56
ps.
ég fékk lánaða mynd af síðunni þinni til að setja með smá boggi um þetta!
Hlynur Hallsson, 14.11.2006 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.