Leita í fréttum mbl.is

Ný könnun

Skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag er athyglisverð. Frjálslyndir fimmfalda fylgi sitt frá síðustu könnun og eru komnir upp í 7 þingmenn. Samfylkingin eykur líka fylgi sitt og virðist vera komin upp í kjörfylgi á höfuðborgarsvæðinu a.m.k. Það er prýðilegt, þó svo markið sé auðvitað sett hærra. Hinir flokkarnir tapa allir. Í gærkvöldi spáði ég því í vitna viðurvist að innflytjendaútspil Frjálslynda flokksins myndi ekki minnka fylgi Samfylkingarinnar heldur þvert á móti. Í ljósi þessarar könnunar er ég auðvitað mjög stoltur af mínu pólitíska nefi, jafnvel rogginn. Greinilegt er að stór hluti fylgismanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna eru líka svag, eins og Frjálslyndir, fyrir takmörkunum á komu útlendinga hingað til lands. Framhaldið verður athyglisvert. Munu forystumenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna reyna að ná fylgi sínu aftur með því að slá svipaða tóna og Frjálslyndir? Ef það gerðist yrði sérstaða Samfylkingarinnar óneitanlega umtalsverð í þessu nýja hitamáli í íslenskri pólitík. Mér líkar sú tilhugsun ágætlega. Ég er fylgismaður þess að Íslendingar einbeiti sér að því að nýta sér til fullnustu komu erlends vinnuafls hingað til lands, taki vel á móti því fólki með góðri íslenskukennslu og aðstoð af öllu tagi, og leyfi því að auðga og fróvga íslenskt atvinnulíf og menningu, ekki ósvipað og Íslendingar gera í öðrum samfélögum (þótt Ekstrablaðið sé á öðru máli). Talandi um Íslendinga í útlöndum. Ég bíð spenntur eftir næsta útspili Frálslyndra (og hugsanlega þá hinna flokkanna líka), sem yrði rökrétt framhald á þeirra málflutningi hingað til: Íslendingana heim! Ísland fyrir Íslendinga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gummi. Ég gæti trúað því að Framsóknarflokkurinn fari inná svona braut enda spyr maður sig oft á því hvað þeir ætla að gera til að ná í fylgi.

Tómas Meyer (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 12:20

2 identicon

Sæll Gummi. Ég gæti trúað því að Framsóknarflokkurinn fari inná svona braut enda spyr maður sig oft á því hvað þeir ætla að gera til að ná í fylgi.

Tómas Meyer (IP-tala skráð) 9.11.2006 kl. 12:20

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hvað?... á að lokka mig heim? 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.11.2006 kl. 13:58

4 Smámynd: Bragi Einarsson

ég bíð bara eftir hvítu lökunum og brennandi krossum

svo væri líka upplagt að brenna bækur og brjóta nokkra glugga hjá útlendingunum! Án gríns, ég flyt úr landi ef það á að rækta hér rasisma og svoleiðis bull. Hvernig er þetta með  Kolbeinsey, er hún til ennþá?

Bragi Einarsson, 9.11.2006 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband