Leita í fréttum mbl.is

Stríðsmenn Bush

david_og_bush.jpg
Það er ekki hægt að segja annað en að George Bush hafi verið flengdur í kosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Stríðsbrölti hans og Rumsfelds var hafnað af bandarísku þjóðinni. Á sama tíma birtast svör frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í Fréttablaðinu. Allir frambjóðendur nema tveir svara afdráttarlaust að stuðningur Íslands við stríðið í Írak hafi ekki verið mistök. Þeir eru gallharðir stuðningsmenn innrásarinnar. Það er eitthvað verulega óviðkunnanlegt við það að einhverjir hörðustu stuðningsmenn Bush og stríðsins í Írak á heimsvísu skuli vera Sjálfstæðismenn á Íslandi. Af hverju? Rumsfeld er búinn að segja af sér. Skýrslur í massavís streyma fram í dagsljósið þar sem sýnt er fram á hvernig þessi stríðsrekstur hefur verið sveipaður blekkingarvef alveg frá upphafi. Blair er að fara að hætta út af þessu brölti. Innanbúðarmenn Bush eru hundóánægðir. Sjallarnir á Íslandi eru hins vegar alltaf jafn gallharðir. Ég skora á Sjallanna að drífa sig suðureftir fyrst þeir eru svona fylgjandi þessu ennþá og reyna að sýna stuðning sinn í verki. Heimurinn er betri eftir að við réðumst inn í Írak, sagði Davíð Oddsson nokkurn veginn á frægum fundi sínum með Bush (sjá mynd). Sjaldan hefur einn maður haft jafnátakanlega mikið rangt fyrir sér á jafnskömmum tíma. Var ekki nýjasta skýrslan einmitt um það að hættan á hryðjuverkum hefur aldrei verið meiri? Hvað þarf til, svo að Sjálfstæðismenn sjái ljósið í þessu máli? Ég held það sé orðið nokkuð skýrt hvaða hljóð þetta er sem heyrist sífellt úr röðum Sjálfstæðismanna þegar þeir berja höfðinu hvað eftir annað í steininn og lýsa aftur og aftur yfir stuðningi við þessa innrás: Það er tómahljóð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í sjónvarpsviðtali við DO 2003 sagði hann að mannfall í Íraksstríðinu yrði ekki meira en í bílslysum, samkvæmt því ættu 650 Írakar að vera fallnir. En þeir eru orðnir óvart 650.000. Þetta er svolítil frammúrkeyrsla.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 18:57

2 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Það er víst svo svakalega erfið umferðin þarna í Írak.

Guðmundur Steingrímsson, 13.11.2006 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband