Leita í fréttum mbl.is

Blaðrið

Það er dáldið fyndið að skoða Blaðið í dag. Á forsíðu er slegið upp þriggja daga gamalli frétt um nýjasta þjóðarpúls Gallup. Búið er að fjalla um þetta í öllum helgarblöðunum og öllum ljósvakamiðlum um helgina. Könnunin staðfestir það sem áður hefur komið fram. Sjálfstæðisflokkurinn er stór, Samfylkingin þarf að bretta upp ermar, Vinstri grænir sækja á, etc etc. Þannig að þetta er í sjálfu sér engin frétt, þó svo skoðanakannanir séu alltaf tíðindi. Á sama tíma og þjóðarpúls Gallups fór fram var hins vegar efnt til hvorki meira né minna en þriggja prófkjöra í þremur kjördæmum á landinu á vegum Samfylkingarinnar. Prófkjörsins í Suðvesturkjördæmi, svo dæmi sé tekið, er getið í lítilli einsdálkafrétt innarlega í blaðinu. Ég hefði gjarnan viljað hlera, með nýjustu græjum, þann ritstjórnarfund þar sem það var ákveðið með einhverjum snilldarrökum að slá mánaðarlegum þjóðarpúlsi Gallup, þriggja daga gömlum, upp á forsíðu með fréttaskýringu, en segja í rælni frá niðurstöðum þriggja prófkjöra sem hátt í 15.000 manns tóku þátt í. Ég þori að veðja að Andrés Magnússon er heilinn á bak við þetta, enda frábær blaðamaður, eða eins og það kallast á færeysku: Frábær blaðrari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er sammála þér Guðmundur. Þessi grein þín er blaður.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.11.2006 kl. 20:05

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sennilega hefur engin skoðanakönnun verið jafn-innilega úrelt, þegar hún birtist, eins og þessi nýjasta Capacent-könnun. Frjálslyndi flokkurinn fær 3,5% atkvæða og dettur út af þingi !! Sömu dagana og þeir birta þetta hópast menn í Frjálslynda flokkinn, af því að hann einn þorir að tala um viðblasandi framtíðarvanda okkar Íslendinga vegna stefnuleysis í innflytjendamálum (kíkið á vefsíðuna hans Stebba Friðriks). Skörungsskapur Magnúsar Þórs og Jóns Magnússonar var reyndar þvílíkur, að jafnvel ríkisstjórnin hreyfði við sér og var nú í dag að gera það sem mest hún varast vann: að sýna Búlgörum og Rúmenum þá "fordóma" að opna ekki landið upp á gátt fyrir vinnuafli þeirra um næstu áramót, heldur í fyrsta lagi árið 2009. Segið þið svo, að ríkisstjórnin hlusti ekki á fólk! En það gerði hún sannarlega willy-nilly, nauðug viljug, í skiljanlegri viðleitni sinni að afstýra eigin hruni í komandi kosningum.

Jón Valur Jensson, 7.11.2006 kl. 22:18

3 identicon

Ég tek veðmálinu. Hvað villtu leggja undir?

Gunnar V (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 10:40

4 Smámynd: Andrés Magnússon

Já, hverju viltu veðja, Gummi?

Andrés Magnússon, 8.11.2006 kl. 12:02

5 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Ég legg undir tvöfaldan Macallan single malt, 12 eða 18 ára, á Ölstofunni. Ef hann er ekki til þar, þá eitthvað annað sambærilegt.

Guðmundur Steingrímsson, 8.11.2006 kl. 16:44

6 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Við sama tilefni legg ég til að við skálum fyrir sjálfstæðri, upplýsandi, skemmtilegri og um fram allt faglegri blaðamennsku.

Guðmundur Steingrímsson, 8.11.2006 kl. 16:46

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta, sem ég nefndi með skoðanakönnunina, er komið á daginn: Frjálslyndi flokkurinn mælist með 11% fylgi í könnun Fréttablaðsins, sem birt er í dag, rúmlega þrefalt meiri en þessi 3,5% og rúmlega þrefalt meiri en flokkurinn hafði í síðustu könnun sama blaðs (í ágúst): 2,1%! Og svo er Blaðið að birta í dag allt aðrar niðurstöður, sem eru jafn-úreltar og Capacent-könnunin. Í reynd er blessaður flokkurinn hans Gumma nær því að þurrkast út en þeir Frjálslyndu. Það er þó alltaf hægt að koma þeim þjóðlega flokki fyrir á Þjóðminjasafninu, full ástæða til þess. En ég spái því, að Frjálslyndi flokkurinn hafi ekki náð sínum hæstu hæðum, og það segi ég þó ekki vegna þess að ég hafi ákveðið að kjósa hann.

Jón Valur Jensson, 9.11.2006 kl. 14:12

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, rúmlega fimmfalt meira fylgi en í ágúst, vildi ég sagt hafa (og 5 x 2,1 er ekki nema 10,5).

Jón Valur Jensson, 9.11.2006 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband