Leita í fréttum mbl.is

Mín svör

Fréttablaðið birtir í dag spurningar og svör frambjóðenda í prófkjörinu sem fer fram á morgun. Blaðið ákveður að spyrja einungis þá frambjóðendur sem óska eftir 1. til 3.sæti. Það er auðvitað út í hött. Mér finnst að sjálfsögðu mikilvægt að kjósendur viti svör mín við þessum spurningum. Þau koma því hér á eftir: Var rétt að ráðast í gerð Kárahnjúkavirkjunar? Nei. Ég er yfirlýstur andstæðingur þeirrar virkjunar, út frá umhverfissjónarmiðum, atvinnustefnu og efnahagssjónarmiðum. ----- Þarf að efla starf stjórnvalda gegn hugsanlegum slæmum áhrifum vegna loftslagsbreytinga? Já. Loftslagsbreytingar verða stærsta viðfangsefni stjórnmála og alls þjóðlífsins næstu áratugina. ----- Á Ísland að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evru? Ég er ekki talsmaður þess, nei. Ég get því sagt að ég mun tala röddu efasemdarmanna innan Samfylkingarinnar í því máli. ----- Á að samþykkja stækkun álvers Alcan í Straumsvík? Nei. Ég held að Hafnfirðingar myndu gera vel, ef þeir höfnuðu þessari stækkun. Þar með myndi ný sókn Íslands og vakning í átt til nýrra og nútímalegri atvinnuhátta, sem ekki hafa mengun og náttúruspjöll í för með sér, hefjast í Hafnarfirði. ----- Var rétt að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni? Nei. Miklum hagsmunum er hér mögulega fórnað fyrir fáránlega litla. Það er lotterí sem stjórnmálamenn eiga ekki að spila. ----- Á að stytta nám til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú? Mér sýnist ekki hafa náðst nein sátt um það. Mér finnst önnur markmið mikilvægari, eins og til dæmis að auka sveigjanleika og valmöguleika, og bæta gæði menntunarinnar í heild sinni. ----- Á að breyta skattlagningu á fjármagnstekjum? Þeir sem lifa af fjármagnstekjum eiga að borga hærri skatt en nú, já. Annnað er einfaldlega ekki sanngjarnt. En það verður að undanskilja almennan sparnað frá þessari aðgerð. ----- Á að breyta Ríkisútvarpinu í opinbert hlutafélag? Nei. Við eigum að gera eins og Bretar. Eiga öflugt ríkisútvarp- og sjónvarp sem er ekki á auglýsingamarkaði og sinnir skýrum skyldum. ----- Ertu hlynntur frekari nýtingu orkuauðlinda vegna uppbyggingar álvera? Nei, ég er ekki hlynntur því. Við verðum að fara að beina sjónum okkur í aðrar áttir en að stóriðju. ----- Myndir þú beita þér fyrir breytingu á lögum um eftirlaun þingmanna og ráðherra? Já. Það eru einhver fáránlegustu lög sem sett hafa verið á Íslandi um langt árabil.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður nú að fara að taka ESB pólinn Guðmundur.

Brynjar Guðnason (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 19:33

2 identicon

Jú, sammála fyrri athugasemd. ESBið er m.a. vonandi einn af þeim hlutum sem kemur til með að leysa okkur úr viðjum stóriðju.

Borubrattur (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 19:56

3 identicon

Sæll Guðmundur!

Gangi þér allt í haginn í dag!

Þú ferð á minn lista!

Áfram Ísland!!!!!

Kv

Magga Gauja

Margrét Gauja Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2006 kl. 09:31

4 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Takk fyrir Magga Gauja! Og takk fyrir síðast. Ég vona að þetta hafist. Og varðandi ESB Brynjar og Borubrattur, að þá er ekki útilokað að það verði hægt að sannfæra mig um inngöngu, en ég ætla ekki að segja ykkur hvernig... strax. Sjáumst vonandi í kvöld á Fjörukránni!

Guðmundur Steingrímsson, 4.11.2006 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband