Leita í fréttum mbl.is

Umhverfisvakning

Með reglulegu millibili, en þó sem betur fer með styttra millibili að jafnaði en áður, koma fréttir af skýrslum um ógnvænlega eyðingu lofthjúpsins af völdum gróðurhúsalofttegunda. Það sem hefur gerst núna er að fólk er í auknum mæli að átta sig á því að umhverfismál eru ekki bara spurning um það hvort að það sé rusl á götunum, heldur er hér beinlínis um að ræða grjóthörð efnahagsmál. Um það fjallaði forsíða Morgunblaðsins í byrjun vikunnar. Ég man eftir því að fyrir ríflega tíu árum var hlegið að þeim hér á landi sem töldu umhverfismál vera efnahagsmál. Stofnun umhverfisráðuneytisins var litin hornauga af afskaplega mörgum og léttvæg fundin. Núna velkjast mjög fáir í vafa: Umhverfismál verða á meðal stærstu og veigamestu málaflokka komandi ára, ef ekki einfaldlega stærsti málaflokkurinn, punktur. Markmið þess málaflokks verður svo sannarlega dramatískt: Að heimurinn lifi af. Svo einfalt er það. Ég get sagt það kinnroðalaust: Umhverfismál eiga einn stærstan þáttinn í því að ég ákvað að fara í framboð og reyna að bretta upp ermarnar. Ég valdi Samfylkinguna vegna þess að ég finn að þar er mikið af fólki á mínu reki, meðal minnar kynslóðar, sem er sammála mér. Bara svo því sé haldið til haga. Meira síðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr Heyr. Hef sjálf "frelsast" hvað þessi mál varðar eftir að hafa búið í nokkur ár í Brighton; mekka umhverfissinna á Englandi. Er núna að beita mér fyrir því að teknar verði upp fleiri rannsóknir á umhverfishegðun fólks. Vona að frambjóðandinn lofi stuðningi við slíkt framtak, komist hann til valda.

Ragna Benedikta (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband