Leita í fréttum mbl.is

Mýrin og Theodór

Í gær fórum við Alexía að sjá Mýrina í bíó. Ég held að þetta sé örugglega ein besta ef ekki besta íslenska bíómyndin sem ég hef séð. Ótrúlega flottur leikur, myndatakan stórbrotin og sagan fjári spennandi. Það var gott að ég var ekki búinn að lesa bókina áður. Punkturinn yfir i-ið kom svo eftir bíóið þegar Theodór Júlíusson leikari og Kópavogsbúi hringdi í mig að eigin frumkvæði og lýsti yfir stuðningi við framboð mitt í prófkjörinu og bauð fram aðstoð sína. Þetta var skemmtileg tilviljun því Theodór leikur einmitt illmennið í Mýrinni, ómennið Elliða. Hann gerir það reyndar með svo sannfærandi móti að ég var eiginlega hálfhræddur að tala við manninn í síma, svona rétt eftir að ég var nýbúinn að sjá hann skalla mann og annan á hvíta tjaldinu með þvílíku orðbragði að maður hefur ekki heyrt annað eins. Ég held ég fái vart öflugri stuðningsmenn en svona þrusuleikara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband