15.5.2007 | 17:19
Hroki hvað?
Núna er ég búinn að lesa það tvisvar í Mogganum, á tveimur dögum, að Ingibjörg Sólrún hafi verið svo rosalega hrokafull þegar hún talaði við Sjálfstæðisflokkinn daginn eftir kosningar að Sjálfstæðismenn margir gætu bara alls ekki hugsað sér að starfa með henni, út af þessum hroka.
Ég get ekki neitað því að ég á afskaplega erfitt með að sjá fyrir mér hvernig þessi hroki á að hafa átt sér stað. Og nú er það líka svo, að ég þekki Ingibjörgu, þannig að ég á tvisvar sinnum erfiðara með að sjá þetta fyrir mér.
Ég spyr: Getur Mogginn vinsamlegast verið aðeins nákvæmari? Hvað gerðist?
Fór Ingibjörg fram á að vera þéruð?
Var hún í frönskum hefðarklæðum, með hvítt púður, og lét þjóna sína sjá um að tala?
Skellihló hún að öllu sem Geir sagði?
Gerði hún lítið úr menntun hans? Vaxtalagi? Skeggrót?
Hvað í ósköpunum á Mogginn við? Og hvurslags eiginlega fréttaflutningur er þetta?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:22 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 395306
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Mér finnst þetta svipaðar lýsingar og þegar sagt er að Geir hafi verið ókurteis við suma þingmenn sína. Það vita það allir, sem þekkja Geir að hann er hreint aldrei ókurteis!
Svona er nú fréttamennskan í dag (og kjaftasögurnar á blogginu).
Júlíus Valsson, 15.5.2007 kl. 17:30
Skilin milli fréttamennsku og kjaftasagna á blogginu eru mér farin að þykja frekar ókennileg ...
Þarfagreinir, 15.5.2007 kl. 17:32
Langt síðan ég lærði að lesa ekki Moggann!
alla (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 17:33
Ég er að hugsa um að stela frá fyrirtækinu sem ég vinn hjá.....verða dæmd...... sitja inni...... koma svo aftur og sækja um vinnu hjá sama fyrirtækinu....... og fá vinnuna ! Hef séð að þetta er alveg hægt. A.m.k. virkar það í skjóli þess flokks sem er að berja á Ingibjörgu Sólrúnu. Við hlustum auðvitað ekki á svona bull.
Anna Einarsdóttir, 15.5.2007 kl. 17:36
Þetta var ekki fréttaflutningur. Þetta var frétta-"skýring".
Hrafnkell (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 17:37
Það er fáránlegt að halda því fram að Ingibjörg sé hrokafull. Ég er bara venjulegur alþýðumaður utan af landi og hef tvisvar eða þrisvar verið svo heppinn að geta spjallað við hana um daginn og veginn. Hún talaði við mig eins og jafningja hlustaði á mig og svaraði mér mjög málefnalega og kurteislega. Sem sagt einstaklega alþýðleg, kurteis og laus við hroka. Hinsvegar eru til menn sem sjá sér einhvern (undarlegan) hag í því að rægja þessa konu í bak og fyrir. Flestir hafa örugglega aldrei mælt hana málum. Hvað á bak við það býr vita þeir einir. Því miður sem betur fer eða þannig.
Sigtryggur Karlsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 17:59
Það er allt í lagi fyrir esso,olís,skéljúng og co að svindla á öllu íslandi..en ef baugur kaupir snekju á kúpu...Þá er eins gott að grípa í taumana!
Þórólfur Júlían Dagsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 18:55
Nei sko! Geir var bara jafn kurteis og áður! Það sannaðist í fréttatíma Baugsbræðra í kvöld. Sagði ég ekki!
Ingibjörg er bara dugleg og vel gefin íslensk kona. Væri hún karlkyns, yrði hún talin ákveðin.
Júlíus Valsson, 15.5.2007 kl. 19:31
Svei mér þá, ég held að börn á leikskólaaldri myndu ráða betur við að vinna úr tilfinningum sínum hvert gagnvart öðru ef þau yrðu „óvinir“ heldur en sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast gera gagnvart „óvininum“ Ingibjörgu Sólrúnu. Mér finnst þessi heift eiginlega á jaðri þess að geta kallast heilbrigð.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 20:40
Ég vil óska öllum alþýðlegum Samfylkingarköllum og konum til hamingju með góðan kosningasigur. Svona a.m.k. miðað við veður og skoðanakannanir. Er alveg drullufúll að þú komst ekki á þing minn kæri brandarakall og Framsóknarsonur. Er ekki málið að henda Ingibjörgu í ruslið og þú verðir formaður. Það vantar brandarakall í forystu eftir að Davíð hætti og Ómar komst ekki á þing.
Björn Heiðdal, 15.5.2007 kl. 20:40
Ég splæsi öl næst þegar ég sé þig á Ölstofunni. Þar sem þú komst ekki á þing ertu sennilega á bótum eins og ég. Það er margt verra.
Hrólfur Guðmundsson, 15.5.2007 kl. 21:07
mér sýnist nú hrokinn liggja víðar en þessi "ímyndaði" hroki Ingibjargar, m.a. hjá nokkrum þingmönnum íhaldsins.
Bragi Einarsson, 15.5.2007 kl. 21:14
Ég vil aðeins koma einu á framfæri.Samfylkingin hefur nægan flokksstyrk til mótvægis við íhaldið,þeir hafa s.l.3.alþingiskosningar verið með 27-31% fylgi,sem er aðeins 4-10% minna fylgi en hjá þeim.Samfylkingin stendur frammi fyrir því að vera höfuðandstæðingur íhaldsins og getur því ekki farið í samstarf við þá í ríkisstjórn.Þetta VERÐA forustumenn Samfylkingarinnar að hafa á hreinu og láta kjósendur ekki velkjast í neinum vafa í þeim efnum.Samfylkingin á að hafa forustu um að leiða ríkisstjórnir í framtíðinni.Það er afar slæmt fyrir lýðræðið í landinu,að einn og sami flokkurinn eins og íhaldið leiði ríkisstjórnir í 70 -80 % tilvikum eins og hér hefur verið frá stríðslokum.
Kristján Pétursson, 15.5.2007 kl. 22:10
Það er nú ekki eins og að þessi afspurn ISG sé fyrst að skjóta upp kollinum nú. Þetta orð hefur farið af henni í áraraðir(tugi?) að sekju eða ósekju. Í því ljósi eru þessi viðbrögð ykkar nú hálf taugaveiklunarleg en kannski bara í samræmi við andlegt ástand.
Hvað heyrir maður þetta tuð ekki oft í ykkur samfylkingarfólki; Ólýðræðislegt að halda lýðræðislegar kosningar - ef þið komist ekki til valda? Ólýðræðislegt að sömu flokkar stjórni borginni og landinu. Það aftraði ykkur samt ekki frá því að bjóða fram til Alþingis þegar þið stjórnuðuð borginni. Hættiði nú þessu endemis kerlingartuði það skilar ykkur ekkert áleiðis. Hver vill tuðara við stjórnvölinn?
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 23:04
Það er nú ekki eins og að þessi afspurn ISG sé fyrst að skjóta upp kollinum nú. Þetta orð hefur farið af henni í áraraðir(tugi?) að sekju eða ósekju. Í því ljósi eru þessi viðbrögð ykkar nú hálf taugaveiklunarleg en kannski bara í samræmi við andlegt ástand.
Hvað heyrir maður þetta tuð ekki oft í ykkur samfylkingarfólki; Ólýðræðislegt að halda lýðræðislegar kosningar - ef þið komist ekki til valda? (Gerist það sundrast þær stjórnir yfirleitt áður en kjörtímabilinu lýkur svo aðrir verða að taka við). Ólýðræðislegt að sömu flokkar stjórni borginni og landinu. Það aftraði ykkur samt ekki frá því að bjóða fram til Alþingis þegar þið stjórnuðuð borginni. Hættiði nú þessu endemis kerlingartuði það skilar ykkur ekkert áleiðis.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 23:04
Ég er ekki sjálfstæðismanneskja, alls ekki, Langt frá því en ég er mjög sammála Júlíusi Valssyni
Rúna Guðfinnsdóttir, 15.5.2007 kl. 23:40
Sigurjón! er þá þín færsla karlatuð?
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 00:10
Áhyggjur mínar af því ef sf fengi að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Vegna skoðana og stefnuleysis flokksins í veigamiklum málum gæti orðið erfitt fyrir þingflokk sf að ná saman og þá að mál festist þar, þar sem flokkurinn er ekki beint frægur fyrir að gefa frá sér skoðanir - dæmi bæjarstjórnstjórnarmeirihlutinn í hafn með álversmálið.
En eitt er alveg á hreinu að Ingibjörg hefur lýst sig sem höfuðandstæðing Sjálfstæðismanna óg hefur verið mjög óvæginn í gagnrýni sinni á minn flokk.
Ég held að eyðimerkurganga sf haldi áfram þar til skipt verði um mann í brúinni og maður fenginn þar í staðinn.
Óðinn Þórisson, 16.5.2007 kl. 07:40
Það er auðvitað þannig að ISG fer einfaldlega í taugarnar á sumu fólki, burt séð frá pólitískum skoðunum þess. Ég hef heyrt þó nokkra samfylkingarmenn sem geti ekki veitt flokknum atkvæði sitt bara út af ISG. En talandi um hroka, eða jafnvel sjálfumgleði... henni leiddist ekki að láta strá fyrir fætur sér rósablöðum, þegar hún gekk í sal samflokksmanna sinna á sigurnótt R-listans. Og þetta svokallaða bros hennar í því sviðsljósi lýsti henni ágætlega sem persónu
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.5.2007 kl. 08:45
Það virðast margir sjálfstæðismenn vera mjög hræddir við Samfylkinguna, og ekki síst Ingibjörgu Sólrúnu. Enda ógnar flokkurinn stöðu íhaldsins til lengri tíma litið, þótt fylgi hafi tapast núna.
Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 09:50
Litla karlmiðaða þjóðfélagið Ísland er bara ekki komið lengra en þetta. Þegar sterkar konur eru annars vegar þá fer allt í hnút og reynt að viðhalda "stöðugu, kunnuglegu ástandi" með persónulegu skítkasti.
Hvað varðar að geta ekki kosið flokk út af einni manneskju eru ódýr barnaleg rök, hvort sem ISG er notuð sem afsökun eða ekki. Það streymir nú ekki frá stjórnmálamönnum Íslands húmorinn, kjaftasögur og dægurflugur. Norræni drunginn einkennir þá eins og vel flest norrænt fólk svo sem. Svo skemmtanagildi einnar manneskju er ekki rök. En síðast þegar ég vissi er maður á endanum að kjósa flokk en ekki persónur.
krossgata, 16.5.2007 kl. 09:52
Það er ekki eins og maður sé að bjóða stjórnmálaleiðtogum í afmælið sitt, þótt maður kjósi flokkinn þeirra. Ekki það, Ingibjörg er velkomin í mitt, ég er meira svona að velta fyrir mér þessum skrítnu rökum um að hinn eða þessi stjórnmálamaður sé leiðinlegur.
Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 09:59
Fór Ingibjörg fram á að vera þéruð?
Var hún í frönskum hefðarklæðum, með hvítt púður, og lét þjóna sína sjá um að tala?
Skellihló hún að öllu sem Geir sagði?
Gerði hún lítið úr menntun hans? Vaxtalagi? Skeggrót?
hahahahahahaha.. þetta blogg bjargaði deginum fyrir mér!
Bergrún Íris Sævarsdóttir, 16.5.2007 kl. 10:39
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur sannað að hún býr yfir afburða stjórnmálhæfileikum og getu til að fara með æðsta stjórnvald.
Að vinna höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins þrisvar sinnum í röð og sitja sem borgarstjóri megnið af þeim tíma , er í raun og veru mikið pólitíkst afrek.
Þetta er það sem Sjálfstæðismönnum svíður mest af öllu og eru fullir ótta við þennan stjórnmálaskörung ... þennan ótta eiga þeir mjög erfitt með að yfirstíga og því er allur þessi rógur,illmælgi og einelti í hennar garð eins og hann kemur fram einkum í flokksbalðinu,Mogganum
Sjálfstæðisflokki er hollt að fara að horfast í augu við það að þeir breyta engu um stöðu Ingibjarga Sólrúnar innan Samfylkingarinnar...hún hefur óskorað traust okkar sem leiðtogi.
Því er öllum fyrir bestu að hafa þessar staðreyndir í heiðri.
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 10:45
Óðinn, hvar hefur þú verið í kosningabaráttunni? Skoðaðir þú aldrei stefnuskrár annarra flokka en þíns?
Þú heldur áfram með mýtuna um stefnuleysi Safmylkingarinnar. Hún á ekkert skylt við sannleikann. Nú fyrir kosningarnar kom SF fram með skýrar stefnuskrár í öllum helstu málaflokkum. Þú getur séð þetta allt á heimasíðu SF www.samfylking.is eða fengið bæklinga hjá flokknum ef þú vilt kynna þér þetta.
Það má vel vera að þú sért ósammála því, sem þarna kemur fram en þú getur ekki sagt að ekki sé um skýra stefnu að ræða. Sjálfstæðisflokkurinn kemst ekki með tærnar þar, sem SF hefur hælana í því efni. Enda er það svo að Sjálfstæðisflokkurinn hefur oftast reynt að gera, sem minnst af því að kynna hvað hann ætlar að gera enda virðist það frekar minnka fylgi hans en að auka það ef verið er að básúna það of mikið.
Sigurður M. Grétarsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 11:32
Ég er nú sjálfstæðismaður en get ekki tekið undir þetta. Ég var einmitt að tala um það síðast í dag hvað Ingibjörg hefur komið sérstaklega vel fram síðustu daga, að öllu leiti.. :S Veit ekki betur en hún hafi óskað Geir kurteisislega til hamingju með kosningarnar o.s.frv.. Það er nú alveg óþarfi að búa til skít um fólk ef hann er ekki til.. :S Aulalegt og leiðinlegt..
Hommalega Kvennagullið, 16.5.2007 kl. 13:02
"Ingibjörg skilur ekki að þeir eru fáir utan mjög þröngs hrings í Samfylkingunni sem geta unnið með henni. Hefur ekkert með að gera að hún er kona. Ekki neitt. Hún er hrokafull og frek og uppfull af heilagri vandlætingu í garð allra sem eru ekki sammála henni."
Þetta eru málefnaleg skrif, eða hvað? Hvar hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í samstarfi við fleiri en einn flokk? og alltaf með tögl og halgdir.
'ingibjörg leiddi saman fjóra flokka í Borginni og allur ágreiningur var leystur með friðsemd.
Það þarf að fara að stofna til samskota til þess að dharma komist á hressingarhæli
Kristján Elís (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 13:13
„Hún er hrokafull og frek og uppfull af heilagri vandlætingu í garð allra sem eru ekki sammála henni. Hún hefur haft það fyrir sið að umkringja sig með já-fólki sem dýrkar hana og dáir, en tekur ekki mark á gagnrýni.“
Minnir óneitanlega á sögurnar sem maður heyrði af manni sem var forsætisráðherra hér í eina tíð... Annars á maður ekki að kommenta ómaklega svo ég læt þetta duga að sinni.
Friðþjófur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 14:34
Sjálfstæðisflokksmenn munu aldrei geta unnt henni (IBG) að komast í áhrifastöðu, aldrei.
365, 16.5.2007 kl. 14:45
Illt er að kunna ekki að tapa. Sorglegra er þó að kunna ekki að vinna. Ótrúlegt hvað margir sjálfstæðismenn eru "bad winners" og halda áfram að ata Samfylkinguna auri eftir kosningarnar sem þeir annars stæra sig af að hafa unnið svo glæsilega. Sér er nú hver hræðslan hjá þessum heybrókum.
Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 15:37
Held að þegar allrar sanngirni sé gætt hafi Ingibjörg komið afar vel fyrir í kosningabaráttunni og var áberandi yfirveguð og málefnaleg.
Georg P Sveinbjörnsson, 16.5.2007 kl. 15:52
Næstbesta útkoma jafnaðarmanna frá upphafi. Betra vitanlega að hafa 30% eins og síðast. Bakslag, en Samfylkingin er næststærsti flokkurinn og það er ekki svo slæmt.
Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 16:01
Athyglisvert hvernig Sjálfstæðismönnum finnst ISG þurfa að bera ábyrgð á þessu "kosningatapi" (2 þingmenn), en eðlilegt að fara í viðræður við Framsóknarflokkinn sem hlaut afhroð, og tapaði 5 þingmönnum, þar af öllum þingmönnum sínum í Reykjavík!
Vissulega voru þetta verri kosningar fyrir Samfylkinguna en 2003, en það voru líka afskaplega góðar kosningar fyrir Samfylkinguna. Eins og ég hef sagt áður í athugasemdum hér, er tími til kominn til að hrista upp í Samfylkingunni, og þessar kosningar voru fyrsta skrefið til þess vona ég.
Steinn E. Sigurðarson, 16.5.2007 kl. 16:38
Langar að minna menn enn eina ferðina á hversvegna isg fór í formansslaginn við Össur Skarphéðinsson - hún sagði að hún gæti gert flokkinn jafn stóran ef ekki stærri en Sjálfstæðisflokkurinn - fólkið trúði henni.
Þetta hefur mistekist hjá isg - tapað fylgi og 2 þingmönnum.
Kanski væri Guðmundur þingmaður í dag ef Össur Skarphéðinsson hefði fengið að stýra skútunni áfram enda var hún þá í góðum málum.
Hversvegna miða sf-fólk allt nú við stöðina fyrir 6 vikum en ekki við stöðu mála eins og hún var þegar isg tók við ?
Kanski ætti sf-fólk að hugleiða það módel af formanni og varaformanni eins og er í vg og Sjálfstæðisflokknum.
Óðinn Þórisson, 17.5.2007 kl. 10:39
Ég hef komist að niðurstöðu:
Dharma er gasalega fúll, hrokafullur og uppfullur af heilagri vandlætingu.
Skúli S. er kaldhæðinn og með leiðinlegt viðmót og í bullandi mótsögn við sjálfan sig og ég kaupi ekki alveg málflutning hans.
Sigurjón Pálsson er taugaveiklaður og andlegt ástand ekki gott og allt sem frá honum kemur flokkast undir tuð.
Öll þessi neikvæðu orð eru sótt í þeirra eigin athugasemdir hér fyrir ofan og best að vísa þeim heim til föðurhúsanna.
Anna Einarsdóttir, 17.5.2007 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.