20.4.2007 | 01:05
Hitti mann
Hitti mann í dag. Við fórum að tala um fylgi Samfylkingarinnar, eins og gerist og gengur, og að það skuli vera á uppleið.
"Iss," sagði hann. "Þetta er bara út af Landsfundinum."
"Aha," sagði ég. "Kannski rétt".
En svo fór ég að hugsa: Hvað er að því? Er fylgi sem kemur út af Landsfundinum eitthvað verra fylgi? Eru einhverjar reglur til um það hvernig fylgi á að koma til flokka?
Auðvitað ekki.
Þetta var í rauninni fáránleg athugasemd hjá manninum. Fylgi er fylgi. Fylgisaukning er fylgisaukning.
Varð bara að deila þessu með ykkur.
Í dag, föstudag, opnar Samfylkingin kosningamiðstöð í Garðabæ. Milli 5 og 7 að Garðatorgi 7. Allir velkomnir. Léttar veitingar.
Ég verð þar sem gallharður fulltrúi jafnaðarmanna af Arnarnesi. Ört stækkandi hópur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 395428
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Í fyrsta skipti finnst mér allar þessar skoðanakannanir sem hellt er yfir okkur bara gera þetta allt saman meira spennandi. Til þessa hafa þær frekar pirrað mig. Ef fylgið heldur áfram að vera á þessari fljúgandi ferð flokka í milli alveg fram á síðasta dag hlýtur kosninganóttin að verða alveg heljarinnar partý. Þegar nóttin er úti verður niðurstaðan líka vonandi sú að það hafi verið þess virði að vaka
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 01:19
Æi þið Samfylkingar fólk eru svo bjartsýn að það nær engu lagi,,,,enn allt í lagi að leifa ykkur að hafa smá von eftir svona skoðunarkönnunn haldið þið virkilega að þið komist til valda eftir kosningarnar í maí ??? ég allaveganna geri allt sem í mínu valdi til að svo veði ekki
Eyþór Jónsson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 03:21
Það er rétt hjá þér Guðmundur fylgi er fylgi.
Fylgi svokallaðra litlu flokka gæti reynst afar jákvætt fylgi fyrir ríkisstjórnina því samkvæmt skoðanakönnunum þá gæti þeirra fylgi tryggt áframhaldi framfarir&velferð í landinu
Við höfðum aldrei haft það svona gott
x-d
Óðinn Þórisson, 20.4.2007 kl. 09:59
Samfylkingin á að halda sínu striki, með vel undirbúna stefnu og ákveðni í málflutningi. Það á eftir að skila sér í meiri fylgisaukningu og verða til þess að gömlu þreyttu valdaklíkunni verði komið frá. Enginn flokkur hefur gott af því að vera við völd eins lengi og Sjálfstæðisflokkur hefur nú verið, menn tapa jarðsambandi og tengslum við þjóð sína og öll heilbrigð sjálfsgagnrýni hverfur út í veður og vind.
Jón Þór Bjarnason, 20.4.2007 kl. 11:00
Að tengja fylgisaukningu Samfylkingarinnar við Landsfund hennar er eins eðlilegt og hugsast getur. Þar voru stefnumálin kynnt og rædd og er það ekki það sem skiptir öllu máli fyrir fólkið í landinu og um leið kjósendur ,að skýr stefna til nútíðar og framtíðar liggi fyrir og sé sett fram í skýru máli. Formaður Samfylkingarinnar flutti mál sitt með afar skýrum og innihaldsríkum hætti...það skipti fólkið og kjósendur miklu máli.. að skýrt sé talað og að það sem sagt er hafi staðfasta meiningu. Þetta metur fólkið. Einnig vil ég benda á þá umfjöllun um efnahagsmál sem kynnt voru á opnum fundi á Grand hóteli skömmu fyrir Landsfundinn , það kom fram í skýru máli , efnahagsviðhorf og stefna Samfylkingarinna . Allt þetta sem upplýsir fólkið í landinu sem hefur þau áhrif að fólk getur tekið upplýsta afstöðu og það er það að gera svo ekki verður í efa dregið... viku eftir að þessi skýra stefna Samfylkingarinnar liggur fyrir er fylgið þegar mælt í 25 % og línan liggur upp á við með 45 °risi
Þetta er svona það sem mér finnst.
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 12:09
Auðvitað gerir vel útfærður og innihaldsríkur landsfundur gagn og Solla nær flugi þegar hún fær frið til að viðra framtíðarhugmyndir flokksins, ótrufluð af RITSTJÓRANUM. Annars er bara gaman í dag, fýlan frá álversfretnum aðeins að dvína og menn farnir að ibba gogg varðandi virkjanir í Þjórsá.
Pálmi Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 13:04
Sæll Guðmundur.
Ég er hjartanlega sammála þér - auðvitað er ekkert óeðlilegt við það að fylgið aukist í kjölfar landsfundar. Það segir okkur bara að starf flokksmanna í tengslum við landsfundinn er farið að segja til sín. Stefnan er komin fram, málefnavinnan að skila árangri, menn eru farnir að melda sig inn í slaginn og svona ... koma sér fyrir á vellinum. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað líka að græða á sínum landsfundi í könnunum. Allt eðlilegt.
Ég spái því hins vegar að okkar fylgi muni vaxa hraðar fram að kosningum. Hingað til hafa 30-40% svarenda ekki gefið upp afstöðu sína. Eftir því sem nær dregur kosningum fer fólk að gefa sig upp - og um leið fer okkar fólk að skila sér inn í fylgistölurnar hjá Samfylkingunni. Ég held nefnilega að sjálfstæðismenn hiki ekkert við að gefa sig upp í könnunum, og þess vegna sé þeirra fylgi að mestu leytið komið fram nú þegar. Við eigum hinsvegar ósótt fylgi - það er mín kenning .
Baráttukveðjur suður!
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 20.4.2007 kl. 14:05
Gott og vel. Það kann samt að vera að maðurinn sé að meina að stundum dugar það flokkum að vera mikið í fjölmiðlum til þess að auka fylgi sitt tímabundið. Og flokkar séu jú mikið í fjölmiðlum þegar þeir haldi landsfundi sína. Svo gangi fylgisaukningin til baka þegar kastljós fjölmiðlanna beinist annað, svo sem að fundum annarra flokka. Að þessu leyti sé slíkt fylgi "verra" en annað.
Ekki það að ég haldi því fram að þessi fylgisaukning ykkar samfylkingarfólks samkvæmt síðustu könnun hljóti að ganga til baka. Þetta ævintýri vinstrigrænna hlaut auðvitað (og varð) að taka enda og ekki græt ég aukið fylgi samfylkingarinnar á kostnað þeirra.
Hafsteinn Þór Hauksson (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 14:44
Oft er sagt að kannanir hafi áhrif á sjálft fylgið. Þannig hafa slakar mælingar S orðið til þess að sumir skynja einhverja lúserastemmningu sem er mjög fráhrindandi.
Þessi landsfundur er síðan gerður til að snúa ímyndinni við. Klappað fyrir hverju orði og tryggt að fundurinn sé sá fjölmennasti hingað til og þannig skynjar fólk góða stemmningu.
Svo er fólk bloggandi eins og enginn væri morgundagurinn um hina gríðarlegu stemmningu og meðbyrinn góða.
Heilt yfir hafði S betur gagnvart D í landsfundarmálum. Enda meira undir hjá þeim. D eru orðnir feitir og latir af sínu mikla fylgi. Helstu kanónur nenna varla í umræðuþætti og senda slaka málsvara sem láta baka sig trekk í trekk finnst mér en samt haggast fylgið ekki. Fer upp ef eitthvað er.
Annars er mikið þjóðargagn að S éti upp fylgi Vg.
Björn Viðarsson, 20.4.2007 kl. 16:08
"Ég verð þar sem gallharður fulltrúi jafnaðarmanna af Arnarnesi. Ört stækkandi hópur. "
Tómas Þóroddsson, 20.4.2007 kl. 20:30
Það er byr í seglin og örugg stjórn Ingibjargar Sólrúnar.Stefnuskrá flokksins er skýr og afdráttarlaus,það er gaman að rökræða hana við kjósendur.
Kristján Pétursson, 20.4.2007 kl. 20:53
Eru til jafnaðarmenn á Arnarnesinu?
Sigurður H. Einarson (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.