Leita í fréttum mbl.is

Mikið traust til Samfylkingarinnar - Könnun

Í hinu nýja og ferska blaði, Kraganum, sem er gefið út í Suðvesturkjördæmi og er dreift í öll hús á föstudögum -- þið getið náð í það hér  -- kemur m.a. fram að samkvæmt könnun Capacent Gallup um traust til stjórnmálaflokka í nokkrum lykilmálaflokkum, nýtur Samfylkingin mest trausts allra flokka í brýnum velferðarmálum og réttindamálum. Auk þess treysta kjósendur Samfylkingunni best til þess að ná niður vöxtum og verðlagi.

Þetta var 1900 manna úrtak og könnunin var gerð fyrir Samfylkinguna. M.a. var spurt hvaða flokki  kjósendur treystu best til þess að útrýma biðlistum eftir hjúkrunarrýmum og Samfylkingin kom þar best út. 

Já, þið lesið þetta bara. Náið í blaðið.

Svo er þarna útlistun á stefnu Samfylkingarinnar um Nýja atvinnulífið. Við færum fyrir því rök að síðan 2003 hafi ríkt hátæknistopp á Íslandi. Tölurnar sýna það. 

Stjórnarflokkarnir tveir, sem mæla mest gegn stóriðjufrestun - sem boðuð er af alls kyns skiljanlegum ástæðum og góðum rökum -  hafa í raun staðið fyrir stoppi í öðrum atvinnuvegum, eins og hátækni, með stefnu sinni á undanförnum árum.

Lesið allt um þetta í Kraganum, 2.tbl. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Kristinsson

fatta ekki alveg að álver sé ekki hátækniiðnaður, og að álver stoppi aðrar atvinnugreinar,hélt að allir geti stofnað fyrirtæki, stofnaðu bara þitt eigið hátæknifyrirtæki og græddu miljarða, sama er mér

Haukur Kristinsson, 21.4.2007 kl. 04:28

2 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Þrjár greinar í röð um skoðanakannanir?  Eru Gallup og Félagsvísindastofnun og hitt úthringiliðið að taka yfir þessar kosningar?

Eygló Þóra Harðardóttir, 21.4.2007 kl. 08:46

3 Smámynd: Presturinn

Alltaf gaman að sjá hlutlausa úttekt úr vel skilgreindri og nýlegri könnun. Þetta er trúverðugt. Svo er þetta hátækni stopp alveg ferlegt. Mjög málefnalegt framtak hjá Samfó. // svo er spurning hvort ég þurfi að setja hér einhverskonar merki þess að ég sé að reyna að vera kaldhæðinn svo það fari ekki á milli mála ? //

Presturinn, 21.4.2007 kl. 09:49

4 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Æ Guðmundur, ég er soldið upp með mér að vera bloggvinur þinn, en finndu eitthvað betra en þetta til að lyfta Samfylkingu. Ég er félagsvísindamaður og veit og hef séð hvaða áhrif kannanarkaupandi getur haft á niðurstöður. Þið eruð algerlega á villigötum, öll umræðan snýst um endalausar kannanir. Hvað með að greina verk flokkanna? Fyrirætlanir flokkanna?

Ingi Geir Hreinsson, 21.4.2007 kl. 10:54

5 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég reyndar treysti Samfylkingu betur en Sjálfstæðisflokki og Framsókn í velferðarmálum. Mér finnst ekki trúverðugt eftir 16 ár annars vegar og 12 ár hins vegar að nú eigi allt að laga.

Ingi Geir Hreinsson, 21.4.2007 kl. 10:58

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur endilega vera duglegir að kynna það þegar þið gerið svona hlutlausar úttektir

Við höfum aldrei haft það svona gott.

x-d

Óðinn Þórisson, 21.4.2007 kl. 13:29

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég ætla ekki að kjósa Samfylkinguna en ég vona að þú komist samt á þing.

Benedikt Halldórsson, 21.4.2007 kl. 15:56

8 identicon

Ekki er ég hissa á þessu mikla trausti sem hinn almenni borgari ber til Samfylkingarinnar...flokkurinn berst jú fyrir almannahagsmunum-en ekki sérhagsmunum eins og t.d Sjálfstæðisflokkurinn. Fólkið finnur það glöggt að á undanförnum áratug hafa verferðarmálin verið að grotna niður..því verður að breyta. Koma þarf á stöðugleika í efnahagsmálum og snúa af baut þennslu og verðbólgu...það lækkar vaxtastigið hjá þúsundum heimila. Lagfæra hörmungar stöðu í málefnum aldraða og bæta stöðu barna og gera lífið fjölskylduvænna en verið hefur um langt skeið.

Allt þetta finnur fólkið að Samfylkingunni er best treystandi í þessum málaflokkum.

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var t.d ekki minnst einu orði á að koma á stöðugleika í efnahagsmálum  svo dæmi sé tekið.

Og Benedikt H. ef maður vonar eitthvað heitt..þá þarf maður að gera eitthvað í málinu...kjóstu Guðmund Steingrímsson á þing og láttu vonir þínar rætast. 

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 16:47

9 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Ok, alveg offtopic, en hvað í andskotanum er Róbert Marshall að gera í 3. sæti á lista, en þú 5. ... ? Svo hann er næstum pottþéttur á þing, en ekki þú. Ehh.. frábært.

Íbúar suðvesturkjördæmis: kjósið samfylkinguna, Samfylkingin þarf þennan mann á þingi! 

Steinn E. Sigurðarson, 21.4.2007 kl. 20:17

10 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Hahahaah... "stóriðjan eins og lúpínan"  - við skiljum þetta :)  Say no more ...

Jón Þór Bjarnason, 21.4.2007 kl. 23:04

11 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að Jón Þór skilji ekki neitt af því sem sagðir í samlíkingu þinni Steingrímur...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.4.2007 kl. 20:11

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ert þú talsmaður FÓLKS Dharma ? Og kemur samt ekki fram undir nafni .   Ég treysti Samfylkingunni fullkomlega. Og hlakka til að sjá það fólk sem lagði grunninn að hagsæld nútímans, fá að njóta einhvers af uppskerunni.

Anna Einarsdóttir, 23.4.2007 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband