Leita í fréttum mbl.is

25% og upp

Könnun Félagsvísindastofnunar fyrir oddvitadebattið í Kraganum á Stöð 2 sýndi Samfylkinguna í 25 prósentum í kjördæminu. Ég verð að játa að mér líður þónokkuð betur með þá tölu heldur en bévítans 18% sem við vorum sokkin niður í um daginn í einhverri Gallup-könnuninni.  Þetta er klárlega uppleið, þótt þetta sé vissulega nokkuð minna en við fengum í síðustu kosningum.

Upp miðað við Gallup, niður miðað við kosningar. Svona er upp og niður afstætt. Eins og félagi Gunnar Svavarsson benti á í þættinum erum við núna í nákvæmlega sömu stöðu í mælingum og við vorum fyrir síðustu kosningar á þessum tíma. Þá náðum við flugi á lokasprettinum.

Mér finnst ég skynja meðbyr, en hvað veit maður svosem. Allir segjast finna meðbyr. Það stendur í stjórnmálahandbókinni, 1. kafla: "Alltaf segja að þú finnir meðbyr".

En ég meina það. Það er meðbyr. Í fyrsta skipti núna í nokkurn tíma er fólk farið að koma til mín að fyrra bragði og segjast ætla að kjósa Samfylkinguna og er beinlínis grjóthart á því. Fólk hefur nefnilega núna nokkuð lengi haldið að sér höndum varðandi Samfylkinguna, verið í vafa, efast. Ekkert endilega verið að taka slagi á vinnustöðunum fyrir okkar hönd. 

Þetta er að breytast. Samfylkingin er enginn 18% flokkur. Enginn 18% flokkur heldur landsfund eins og þennan sem við héldum síðustu helgi. 

Ég hef heyrt mikinn kosningafræðimann spá því að Samfylkingin muni enda í kringum 30%.  Annar maður, gamall refur í bransanum, spáir 28%.

Við sjáum til.

Gunnar Svavars stóð sig vel í kvöld. Yfirvegaður og glaðbeittur. Einbeitti sér að því að kynna okkar málefni og stefnu. Þáttturinn var hins vegar almennt ekkert spes. Sex manna pallborð er barasta alls ekki besta uppskriftin að snörpum og upplýsandi rökræðum, svo vægt sé til orða tekið. Eitt svar á mann í hverju máli. Svo tekið fyrir næsta. 

Get ekki ímyndað mér að þeir sem eru ekkert inni í málum séu mikið nær. Væri dálítið merkilegt ef lífið væri svona alltaf, og maður fengi alltaf bara 30 sekúndur til að svara spurningu, skýra mál sitt, segja meiningu sína.

Það yrði fáránleg veröld.

Og alltaf einhverjir fimm aðrir ósammála manni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Til hamingju með þessa upplyftingu , en svona til að vara smá leiðinlegur þá held ég að þær skoðanakannanir sem er verið að taka núna sýni ekki rétta mynd af samfylkingu og sjálfsstæðisflokki. Þessir tveir flokkar eru nýbúnir að halda flott landsþing og mælast aðeins hærri en áður fyrir vikið. Held að báðir þessara flokka dali aðeins aftur fyrir kosningar.

Ágúst Dalkvist, 18.4.2007 kl. 23:59

2 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Ég held reyndar að Samfó sé loksins að koma málefnum betur til skila. Ég upplifi það allavega þannig. Þau eru meira skýrinort sett fram og þótt landsfundurinn lyfti þeim örugglega eitthvað upp þá hef ég það á tilfinningunni að hin ástæðan vegi meira og fylgið muni allavega ekki dala frá þessum tölum. Allavega standa í stað en líklegast aukast enn meir. Það fer eftir framhaldinu á kosningarbaráttu þeirra. Minna væl í sumum og meiri áherslur á málefnin og jákvæða kosningarbaráttu held ég muni gera sig fyrir flokkinn. Ég vona að VG og Samfó komi vel út, það verða mestu líkur á nýrri stjórn ef það gerist.

Kristján Kristjánsson, 19.4.2007 kl. 09:11

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég á vona að heildarfylgi vg&sf fari ekki yfir 35%.

Gunnar Svavarsson fékk möguleika á segja hvort hann hafi kosið með eða móti í álversmálinu en því miður svaraði hann því ekki. 
Eiga kjósendur ekki rétt á að vita skoðanir þeirra sem eru í framboði ?

Það gríðarlega ánægjulegt að Sjálfstæðisflokkurinn er að mælast með 5 þingmenn inni og möguleikinn á 6 manni er mjög mikill.

Það er tvennt sem skiptir mestu máli, annarsvegar að Sjálfstæðisflokkurinn fái góða kosningu og að enginn flokkur leyði stoppflokkinn inn í ríkisstjórn.

Óðinn Þórisson, 19.4.2007 kl. 12:47

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Nú vofir sú hætta yfir ,að fylgi smáflokkanna falli dautt niður.Þá myndi ríkisstjórnin halda velli með minnihluta atkvæða að baki sér.Það er eins og þetta flokkager sé sniðið fyrir íhaldið,enda eiga þeir ákveðið bakland í þessum flokkum.

Kristján Pétursson, 19.4.2007 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband