Leita í fréttum mbl.is

Sögufræg hús brenna

Mig minnir að sögukennarinn minn í MR hafi einhvern tímann sagt mér frá því að húsið við Lækjargötu sem brann í dag, þar sem Café Opera er, hafi verið einn fyrsti skemmtistaðurinn í Reykjavík. Að þarna hafi stúdentar komið saman upp úr aldamótum 1900 og gert sér glaðan dag.

Er ekki alveg viss samt.

Um hitt er ég alveg viss að í húsinu sem brann við Austurstræti var skemmtistaður sem ég sjálfur datt stundum inn á fyrir og um síðustu aldamót. Þá hét hann Astró.  

Það er fjári dapurlegt að sjá svona gömul hús, sem hafa verið full af lífi í hundrað og eitthvað ár verða eldinum að bráð. 

Minnir mann á hversu mikilvægt það er að varðveita svona hús og minjar vel. Sárt að sjá svona hverfa. 

Vona bara að það komi ekki einhver grámyglulegur steinkumbaldi í staðinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband