Leita í fréttum mbl.is

Umræðurnar

Ég sé að Dr. Gunni skrifar í dag um það í bakþönkum, þeim skemmtilega vettvangi, að stjórnmál séu leiðinleg. Egill Helga kinkar kolli í sínu bloggi. Aldrei sé rætt um neitt sem skiptir máli. Enginn meini neitt með neinu. Allir séu bara að babla. Gjamma. Rugla. Þusa. Reyna að brosa. Velja bindi og svo framvegis. 

Jú jú. Sjálfur hef ég oft gert grín að stjórnmálaumræðunni og dæst yfir henni. Sérstaklega finnast mér stjórnmálatýpur fyndnar sem geta talað í marga hringi, á autapilot, um breyttar forsendur og að hitt sé annað mál og að huga beri að því að ekki megi horfa frá þeim mikilvægu grundvallaratriðum sem í þessu máli skapi þann hornstein sem nauðsynlegt er að skynsamleg umræða, með einum eða öðrum hætti, byggi á... etc.

Það er líka alveg rétt að þessar sex til sjö manna stjórnmálaumræður þar sem allir verða að fá að segja eitthvað um allt er ekki beint skemmtilegasta formið sem maður getur hugsað sér að sjónvarpsefni eða öðru.

Fjögurra manna bridge er skemmilegri en sjö manna.  

En hins vegar vil ég segja þetta: Ég hef í sjálfu sér, þegar ég skoða hug minn í því máli og þegar ég velti fyrir mér þeim staðreyndum sem liggja eeeee   fyrir og þau gögn sem að þessu máli eeee lúta ekki með neinum hætti,... úpps, afsakið....  ég datt í karakterinn.

En sem sagt: Þegar ég spái í það, að þá hef ég ekki oft orðið var við að fjölmiðlamenn sem skrifa um stjórnmál -- oft í sleggjudómastíl -- láti sjá sig úti í kjördæmunum á fundunum og stjórnmálaviðburðum sem þar eru haldnir. Skil það auðvitað mjög vel. Menn hafa margt annað að gera. En þá eru líka fullyrðingar manna um að ekki sé verið að ræða hluti, eins og lengd vinnudags og fjármál heimilanna etc. -- svona mál sem "skipta alla raunverulega máli" eins og menn segja -- ekki reistar á neinum almennilegum vitnisburði, enda eru þær mestmegnis ragnar. 

Það er bara víst verið að ræða þessi mál. Um fátt annað talað.  

Hins vegar eru það fræði sem mætti skoða betur, hvað ræður því hvaða málefni komast á dagskrá stóru fjölmiðlanna. Stundum er alltof mikið rætt um afmarkaða þætti þjóðfélagsmála á kostnað annarra. Það er alveg laukrétt hjá Agli og doktornum.

En ég skil t.d. málefnaþætti ríkissjónvarpsins sem viðleitni til þess að reyna að komast úr því fari. Gæti tekist.  Svo hefur Stöð 2 reynt að beina sjónum að málefnum einstakra kjördæma. Það er viðleitni í sömu átt. 

Við Illugi Gunnars verðum í Kastljósi í kvöld. Landsfundur Sjallanna hefst í dag. Okkar hefst á morgun.

Allt að gerast.

Er að velja bindi. 

Djók.  

Spurning um að binda eitt um hausinn á sér og segja eitthvað rosalega flippað. 

Dr. Gummi mættur á svæðið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að fjölmiðlar  þurfi að líta í eigin barm.  Það eru þeir sem stjórna umræðunni.   Þeir eru svo uppteknir af því sem þeir eru að gera.  Allar umræður byrja á að fá viðbrögð  við því sem þeir  eru að gera,  skoðanakannanir.  Hvað segið þið um  nýustu  könnun okkar???   Er þetta  stjórnmálaumræða?  ég spyr.   Svo er búið að gera kannanir  á því hvað fólk vill ræða  og þá er búið að hólfa þetta allt niður.   Samgöngumál,  velferðarmál, umhverfismál,  atvinnumál.  Já atvinnumál.  Hvað er það?  á Alþingi að setja á stofn  fyrirtæki fyrir fólk svo það hafi eitthvað að gera.  Auðvita  vita allir að svo er ekki.  Þessi mál  skarast öll meira og minna  og alveg óþarfi  að flokka  þetta svona niður.   Allt  snýst þetta um að kjósa sér  fólk til þess að setja  skynsamlegar reglur í þjóðfélaginu.   Í 12  ár  hefur ríkisstjórnin horft upp á  almannatryggingakerfið grotna  niður  svo nú er það aðallega  fátæktar gildra  sem enginn kemst útúr  ef hann festist þar.

Kristján Elís (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 15:21

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Skil ekki uppstillinguna, stjórnarliðar öðrumegin og stjórnarandstæðingar hinumegin.

Aldrei talað um heilbrigðismál, já eða mjúku málin almennt. 'A Selfossi var t.d. annar Árninn spurður um álver í Keilisnesi, hann gat engu svarað, enda hvernig átti hann að vita það?

Tómas Þóroddsson, 12.4.2007 kl. 17:59

3 identicon

Ef þú skrúfar aðeins niður í hrokanum og bælir niður besservissann þá áttu meiri sjéns á að ná hlustun. Mikil er meðvirknin hér í þessum athugasemdum. En ég vil samt ekki særa þig.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 23:44

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Djöfull varstu flottur í kastljósinu.

Tómas Þóroddsson, 12.4.2007 kl. 23:46

5 identicon

jam.. ég verð að segja það líka .. djö.. varstu flottur í kastljósinu...

Björg F (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 00:21

6 Smámynd: Kári Kárason

Þú varst ágætur og ert alltaf helvíti fyndinn - en djöfull náði Illugi að gera lítið úr Samfylkingunni í bláendann, með þeirri einföldu staðreynd að fylgi við hana hefur hríðfallið á undanförnum misserum. Hún er ekki lengur leiðandi stjórnmálaafl á Íslandi og formanni hennar hefur gjörsamlega mistekist að fá landsmenn til fylgis við sig. Niðurstöður kosninganna verða fróðlegar og kosningabaráttan ekki síður!

Kári Kárason, 13.4.2007 kl. 10:06

7 identicon

Ég hugsa að þeir félagar hafi bara farið á bloggið hjá forseta bæjarstjórnar í Mosfellsbæ. Þar fer fram einkennileg "umræða um stjórnmál" sem minnir á frumdrög að farsa, þyrfti að skera dálítið niður. Aðalþráhyggjan snýst um það að bæjarbúar hafi stofnað umhverfis- og íbúasamtök einungis til að klekkja á stjórnmálaflokki sem leggur sérstaka áherslu á íbúalýðræði og umhverfismál. Það er eitthvað sem gengur ekki upp í þessari farsafléttu.

KIP (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 11:27

8 identicon

Afsakið, KIP þýðir Kristín I. Pálsdóttir.

KIP (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 20:17

9 identicon

Björgvin: Já, mjög gott.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband