Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegur landsfundur

ISG með blómFyrsti dagur landsfundar Samfylkingarinnar var magnaður. Fjölmennasti landsfundur í sögu Samfylkingarinnar og gríðarlega tilkomumikið að finna baráttuandann og samstöðuna í öllu þessu fólki. 

Magnaður fjári. 

Ræða Ingibjargar var eins og töluð úr mínu hjarta. Vel ígrunduð, beitt, jarðbundin og skynsamleg. No nonsense. 

Úrlausnarefnin einfaldlega blasa við í samfélaginu. Í hagstjórninni, í velferðarkerfinu, í umhverfismálum, í jafnréttismálum. Bara hvert sem litið er.

Eftir að hafa hlustað á hana fara yfir þetta lið fyrir lið finnst manni hreinlega undarlegt að konur eins og Dharma og fleiri sem hér skrifa reglulega í athugasemdakerfið mitt af hægri væng skuli ekki sjá þetta. Það er einfaldlega kominn tími á breyttar áherslur í íslenskri pólitík. Að flokkur með aðra sýn og aðrar áherslur -- jafnaðar- og velferðaráherslur -- komist að á Íslandi.

Það er einfaldlega orðið absúrd hvað þetta er átakanlega augljóst. Meira að segja sjálfstæðismenn sem maður talar við samþykkja þetta í lágum hljóðum. Meira að segja þeim finnst þetta orðið gott í bili. Sjálfstæðisflokkurinn verði einfaldlega að fá frí. Að hann stjórni í fjögur ár í viðbót og þar með samfleytt í 20 ár er ekki bara viðurstyggilega þunglyndislegt heldur beinlínis fáránlegt. 

Flokkar staðna þegar þeir eru of lengi við völd. Svoleiðis er það bara. Í ofanálag, eins og kom svo afskaplega skýrt og skorinort fram í ræðu Ingibjargar, að þá er Samfylkingin einfaldlega bara það afl í íslenskri pólitík sem er búið að fara dýpst ofan í saumana á verkefnum íslensks samfélags. Sú staðreynd á ekki að koma neinum á óvart: Samfylkingin er tiltölulega nýr flokkur. Og Samfylkingin hefur alltaf verið í stjórnarandstöðu.

Drifkraftur hinnar ungu hreyfingar - sem þó byggir á áratuga gömlum grunni - hefur því nær eingöngu verið notaður í málefnastarf og stefnumörkun, rannsóknir og umræður. Við vitum nákvæmlega hvað við viljum gera. Og við vitum að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er sammála okkur um þessar áherslur sem við leggjum: Áherslur á málefni barna og eldri borgara. Náttúruvernd og frestun stóriðju. Aukinn jöfnuð. Áherslur á menntamál. Skynsamlega hagstjórn þar sem við sköpum skilyrði fyrir nýjar atvinnugreinar til þess að dafna og fyrir heimilin í landinu til þess að ná endum saman. 

Nú er bara að kjósa okkur. Láta skynsemina ráða.

Frambjóðendur á sviðiSvo verður auðvitað ekki horft fram hjá því að við erum með gríðarlega fína frambjóðendur eins og þessi mynd sýnir. Baráttugleðin, samstaðan, hugsjónaeldurinn skín af hverjum manni. 

Ég er þarna einhvers staðar á bak við. Var síðastur upp á svið.

Var að spá í að hoppa til að sjást, en fannst það óviðeigandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Viðarsson

"Og við vitum að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er sammála okkur um þessar áherslur sem við leggjum"

 Hmmm... vil ekki vera leiðinlegur en þetta er ekki alveg það sem maður les úr skoðanakönnunum.

Björn Viðarsson, 14.4.2007 kl. 05:29

2 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Já, þetta er stórkostlegur fundur.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 14.4.2007 kl. 09:05

3 identicon

Málefnaskráin er ekki vandamál Samfylkingarinnar. Ég held það sé rétt metið að stór hluti þjóðarinnar getur skrifað undir hana, ásamt því að stjórnarskipti, stjórnarskiptanna vegna eru raunveruleg rök á þessum tímapunkti.

Það sem vantar hins vegar tilfinnanlega upp á eru stefnufesta og trúverðugleiki. Samfylkingin gengur einfaldlega ekki í takt og því er erfitt að gera sér grein fyrir hvaða áherslur verða endanum ofan á - kjósendur vita ekki hvað þeir eru að "kaupa".

Hallur (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 09:18

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sf mælist með 18% fylgi í síðustu skoðanakönnun og stjórnin heldur velli sem er mjög jákvætt fyrir frekari framfarir hér á landi.
Geir H. Haarde nýtur mests trausts meðal þjóðarinnar að gegna starfi forsætisráðherra.
Það er engin ástæða til að breyta um ríkisstjórn bara breytinganna vegna.
Þeir sem vilja taka við verða að hafa skoðanir, stefnumál og getu til að taka ákvaðanir, það hefur sf ekki. 



Óðinn Þórisson, 14.4.2007 kl. 09:49

5 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Þú ert beinlínis fyndin maður.

Hlynur Jón Michelsen, 14.4.2007 kl. 10:09

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvar fenguð þið þessa hugmynd að mæta öll upp á svið?? stolin? Því segirðu að flokkar staðni við það að sitja í stjórn?? það er endurnýjun á fólki, eruð þið þá ekki stöðnuð í stjórnarandstöðu? endurnýist þið nokkuð?  Ég held að það séu margir sem hefðu viljað sjá krafta þína nýtast sama flokki og forfeður þínir stýrðu. Held þú hefðir verið góður þar.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.4.2007 kl. 13:13

7 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég er ekki sammála því að flokkar staðni, það er forystusveitin sem staðnar, vill fyrir alla muni halda í völdin, heldur niðri gróðrarsprotum flokkanna sem er unga fólkið. Við eigum að henda á haugana þessum stjórnmálamönnum sem ólust upp við einfalda tvískiptingu austurs og vesturs. Ný öld kallar á nýja tegund stjórnmálamanna. Nokkuð sem okkur hér á landi vantar sárlega.

Kalt mat, mitt mat - ÞÚ ÁTTIR AÐ HOPPA!!!  

Ingi Geir Hreinsson, 14.4.2007 kl. 13:34

8 identicon

Ásdís, þetta er fáránlegt hjá þér.

Ertu að segja að ef Guðmundur væri í öðrum flokki þá myndi hann hafa aðrar skoðanir en hann hefur núna?

Að í Samfylkingunni sé hann ekki að fara eftir sínum eigin skoðunum.

Það virðist bara ekki hægt að setja út á Samfylkingunni á málefnalegan hátt, heldur er alltaf tekin upp þessi vitleysa sí ofan í æ. 

Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 16:16

9 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Hver þykir sinn fugl fagur, þótt bæði sé ljótur og magur.

Þorkell Sigurjónsson, 14.4.2007 kl. 17:23

10 Smámynd: Björn Karlsson

Góður pistill. Svo sá ég eftirfarandi í frétt á mbl.is:

"Guðmundur Steingrímsson sagðist vilja gera það að sínu fyrsta verki komist hann á þing að stofna nefnd eða starfshóp um endurreisn almannatryggingakerfisins. Þá kvaðst hann vilja leggja áherslu á málefni feðra og þá sérstaklega forsjárlausra feðra og feðra með sameiginlegt forræði."

Ég veit að þú ert mikill og ágætur jafnréttissinni og leggur áherslu á mál þar sem hallar á konur. En ég tel djarft og flott hjá þér að segja á landsfundi að þú ætlir að vinna að málefnum þar sem hallar á karlmenn. Slíkt tal er yfirleitt ekki vinsælt í vissum ónefndum kreðsum.

Vel gert hjá þér.

Björn Karlsson, 14.4.2007 kl. 20:00

11 Smámynd: Grímur Kjartansson

Einu sinni var sagt við mig að ég væri genitískur alþýðuflokksmaður og ég segi alveg satt ég reyni að finna hljómgrunn með Samfylkingunni en ennþá þá sé ég ekki ljósið svo þið eigið mikið verk fyrir höndum næstu vikunnar.

Grímur Kjartansson, 14.4.2007 kl. 22:45

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þvílíkar tilfinningar, gleði, spenna og tryllingslegar gæsahúðir sem ég les um í bloggheimunum í sambandi við komandi kosningar, þá sérstaklega landsfundinn! Verst að missa af þessu öllu saman

Heiða Þórðar, 15.4.2007 kl. 10:50

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

 af landsfundinum!

Edda Agnarsdóttir, 15.4.2007 kl. 14:35

14 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Ef metin væri að verðleikum "heimavinnan" sem unnin hefur verið við vel  ígrundaða stefnumótun í öllum helstu málaflokkum, tja, þá ætti Samfylkingin skilið að komast í næstu ríkisstjórn, svo mikið er víst!

Jón Þór Bjarnason, 15.4.2007 kl. 21:11

15 identicon

Verð nú að segja að það hefur alltaf farið fyrir brjóstið á mér þessi gagnrýni á Samfylkinguna um að þar vanti stefnufestu.

Sýnir bara hversu vel flokkurinn stendur og þar er leyfilegt að fleiri eitt sjónarmið og skoðanir þrífist!! Það skapar umræðu og gagnrýna hugsun og kemur náttúrulega í veg fyrir stöðnun.

Því verð ég að segja að mér finnst flokkurinn vera traustsins verður og ætla að kjósa X-S í fyrsta skipti og vonandi ekki það síðasta. 

 Gangi ykkur vel!!

Anna M. Magnúsdóttir

Anna Margrét Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 22:02

16 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Hanna Birna. Það er ekki sanngjarnt að kenna Samfylkingunni um ástandið í sjáverútvegsmálum. Samfylkingin mun reyna að laga það eins og hægt er, úr þessu.

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 01:34

17 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Ástandið í sjávarútvegsmálum er vissulega ekki samfylkingunni að kenna -- hinsvegar finnst mér eðlilegt að fólk biðji um skýra stefnu í þeim málum.

Eins og ég (og aðrir) hef nú minnst á í athugasemdum á þessu bloggi áður,  þá er stóriðjan bölvaða/blessaða ekkert nema putti í gat á stíflu sem byrjaði að bresta þegar stoðum hennar (fiskiðnaðinum) var kippt undan.

Mér þætti ekkert eðlilegra en að sjá jöfnuð í fyrirrúmi varðandi útbýtingu á kvóta þessarar dýrmætustu auðlind þjóðarinnar, og enginn betri flokkur til að koma á þeim breytingum en einmitt eini yfirlýsti (og alvöru) jafnaðarflokkur landsins. 

Steinn E. Sigurðarson, 16.4.2007 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband