Leita í fréttum mbl.is

Er eitthvað að?

Ég rak augun rétt í þessu á bloggfærslu Guðbjargar Hildar Kolbeins sem er, að því er ég best veit, kennari uppi í Háskóla. Hún fjallar um Smáralindarbæklinginn sem kom í hús í dag. 

Þar er á forsíðu mynd af stúlku að hlæja. Mjög flott mynd og lífleg. Stúlkan er ca 14 ára. 

Guðbjörg telur þetta vera klámmynd.

Ég ætla ekki að hafa eftir þau sömu orð og hún notar til þess að lýsa þessari mynd. Það má lesa það hér. Lýsingar hennar eru frá mínum bæjardyrum séð meira lýsing á hugarheimi Guðbjargar sjálfrar heldur en nokkurn tímann myndinni. 

Auk þess ætla ég ekki að fara mörgum orðum um það virðingarleysi sem háskólakennari sýnir hér unglingsstúlku og fjölskyldu hennar. 

Hér finnst mér gjörsamlega taka steininn úr í þessu klámumræðurugli. Á að horfa á allt með kámugum klámgleraugum? Má 14 ára stúlka ekki bara vera 14 ára stúlka í friði? 

Þetta er yfirgengilegt kjaftæði. Kryppan skýst upp. Mér vaxa vígtennur. Klær. Hár. Þið sjáið mig spangólandi uppi á Vífilfelli ef þetta heldur svona áfram. Ég meika þetta ekki. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð minn góður hvað ég er sammála þér !

Gugga

Gugga (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 23:45

2 identicon

Mér finnst þessi umræða orðin algjör vitleysa. Það er samt spurning hvort að hún hafi bara verið að reyna að vera fyndin. Ég veit ekki.

Sveinn Pálmar Einarsson (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 23:47

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Svona eru öfgarnar i þessu /Eg er bara hneikslaður!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.3.2007 kl. 23:52

4 identicon

 Miðað við skrifin hennar á síðunni þá held ég að hún sé nú ekki mikill húmoristi.  Nei ég held hún sé ekki að reyna að vera fyndin, trúi frekar að hún sé svona skemmd.  

Magnea Þórisdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 23:53

5 Smámynd: Rúnarsdóttir

Konan - hlýtur - að - vera - að - grínast!

Rúnarsdóttir, 7.3.2007 kl. 23:53

6 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Standa dyrnar uppi á geðdeild opnar?

Getur þetta lið allavega ekki fengið pillurnar sínar heim með sér?

Hlynur Jón Michelsen, 7.3.2007 kl. 23:53

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

100% sammála. Fer þetta ekki að verða bara gott þetta klámkjaftæði allt saman? Þarf maður að fara að hafa áhyggjur af því hvernig maður ber sig dags daglega, eða fara að brýna fyrir ungviðinu að opna ekki munnin eða brosa þegar það snýr sér aftur á bak? Þessi pistill hennar er ekkert annað en argasta klám og með ólíkindum hvað fólk er orðið kexruglað í þessari umræðu allri. Er ekki kominn tími á að fokusera á eitthvað annað? Mæli með að blessuð konan leiti sér hjálpar hjá fagfólki á þessu sviði. Þetta hlýtur að vera einhverskonar manía.

Halldór Egill Guðnason, 7.3.2007 kl. 23:54

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vona að konan sé með svona undarlegan húmor.  Svona rugl tekur umræðuna um klám út í algjöra vitleysu.  Það er synd og skömm. Finnst þessi pistill hneykslanlegur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2007 kl. 23:56

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.3.2007 kl. 23:57

10 identicon

Hef ekki einu sinni séð bæklinginn en var búinn að sjá bloggið.  Var að gera mig kláran í að beita svörtum spreybrúsa, kveikjarabensíni og eldspýtum á þennan bækling þegar ég les hjá þér að þessi Guðbjörg er bara eitthvað skrýtin. 

Mikið er ég feginn.

*Sendir blóm til páfans í Róm*

bewing (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 23:57

11 Smámynd: B Ewing

Hef ekki einu sinni séð bæklinginn en var búinn að sjá bloggið.  Var að gera mig kláran í að beita svörtum spreybrúsa, kveikjarabensíni og eldspýtum á þennan bækling þegar ég les hjá þér að þessi Guðbjörg er bara eitthvað skrýtin. 

Mikið er ég feginn.

*Sendir blóm til páfans í Róm*

B Ewing, 7.3.2007 kl. 23:58

12 identicon

Ég er mjög ósammála Guðbjörgu þarna. En það er engu að síður brjálæðislega ómálefnalegt og hallærislegt að gefa það til kynna að þessi sýn hennar lýsi á einhvern hátt klámsjúku hugarfari eða lýsi því hreint og beint að Guðbjörg tengi börn við kynlíf. Það er skiljanlegt hvaðan þessi hugsun kemur. Skoði maður Satan í bak og fyrir allan daginn alla daga, velti honum fyrir sér, hafi á honum megna óbeit og hatur og umfram allt: hafi brjálæðislegar áhyggjur af því að meðalmaðurinn hafi lokað augunum fyrir tilvist hans og vilji ekki viðurkenna hana, er gasalega auðvelt að falla í þá gryfju að rekast á hann víða þar sem hann alls ekki er.

Hildur Lilliendahl - www.snilldur.blogspot.com (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 00:09

13 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Má fólk hafa skoðanir? Henni finnst þetta um bæklinginn og má hún þá ekki segja það? Ég verð líka að segja það alveg eins og er að myndaserían sem er þarna af stelpu sem er alltaf eins og dúkka fer ógeðslega í taugarnar á mér. Af hverju er alltaf verið að gera konur að einhverjum dúkkum? Er það af því að það er svo auðvelt að leika sér að dúkkum og þarf ekki að hlusta á þær hafa skoðanir sem kannski gætu farið í taugarnar á þeim?

Ingibjörg Stefánsdóttir, 8.3.2007 kl. 00:32

14 identicon

Sæll gamli félagi, rakst á þetta á síðu Gumma Braga og mér datt í hug að sýna þér þetta af þvi að þú hefur  verið að sýna þessu áhuga

Kv JB 

Það er gaman að sjá að maður eins og þú, sem virðist við fyrstu sín vera harður íhaldsnagli, ert komin með áhuga á umhverfismálum og ætlar að taka að sér að dæma "Fólk sem hefur engan áhuga á að kynna sér staðreyndir varðandi tengibrautina og umhverfi Álafosskvosarinnar". Við þurfum svona menn, ekki spurning! Segir Gunnlaugur varaformaður Varmársamtakanna. Þvílíkt kjaftæði hjá varaformanni Varmársamtakanna. Þvílíkt bull, þvílíkt mont. Halda þessi samtök að þau séu tekin trúanlega og þau ein hugsi um náttúruvernd í bæjarfélaginu????? Vandamálið við tengibrautina er að það vantar allan faglegan samanburð við aðra möguleika. Segir Gunnlaugur Hvaða möguleika Gunnlaugur og svaraðu nú Varmársamtökin, íbúa og umhverfissamtök í Mosfellsbæ eru öllum opin. Þau hafa fengið fagfólk til liðs við sig við að gera úttekt á möguleikunum við lagningu tengibrautar í Helgafellshverfi. Segir Gunnlaugur. Haldið þið að Mosfellsbær hafi ekki fengið fagaðila til að vinna að málinu með sér eða hvað? Þið gerið lítið úr þeim sérfræðingum, eða eru þeir ekki í Framsókn og Samfylkingu??? Lýsum yfir þverpólitískum stuðningi við frjáls og opin íbúa og umhverfissamtök eins og Varmársamtökin. Segir Gunnlaugur. Varmársamtökin hafa drullað yfir alla æðstu embættismenn bæjarins samanber forseta bæjarstjórnar og formann bygginganefndar, já þvílíkt þverpólitísk samtök Brjáluð hjón í Teigakverfi.

JB (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 00:38

15 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Maður er hvergi óhultur fyrir þessu klámi, bloggaði sjálfur um eina svona klámmynd sem ég fann á síðu mbl.is

Ágúst Dalkvist, 8.3.2007 kl. 00:51

16 Smámynd: Sveitavargur

Minnir um margt á Anne Coulter... skrifin endurspegla bara áhangendaskarann. 

Slæm tilhugsun það.

Sveitavargur, 8.3.2007 kl. 01:07

17 identicon

Loksins sammála þér Guðmundur!

Ótrúleg skrif hjá þessari konu sem greinilega hræðist komment þar sem hún býður ekki upp á slíkt á bloggsíðu sinni.

Að halda því fram að þessi mynd sé klám er með ólíkindum og maður spyr sig hreinlega hvort hún sé ekki bara með klám á heilanum eins og flestir femínistar eru núna þessa dagana. 

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 01:23

18 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já þetta er ótrúlegt að sjá, mynnir mig á "skets" frá Gísla Rúnari þar sem læknirinn teiknaði tvo hringi og hann sá brjóst, strik var allsber kona og svo endaði það með því að hann bað lækninn að vera ekki að teikna þessar klámmyndir endalaust.

Hvað er annað en hálmur í hausnum á svona fólki? 

Tómas Þóroddsson, 8.3.2007 kl. 01:43

19 Smámynd: Sveitavargur

Svo sem ekkert ótrúlegt við þetta... þetta er það sem iðulega gerist þegar hugsjón hættir að vera rökleg niðurstaða þeirra forsenda sem að henni leiða, og verður í stað þess sjálfstætt fyrirbæri út af fyrir sig.

Þetta er bara ósköp venjuleg rökvilla þar sem fyrirfram gefin niðurstaða er látin réttlæta þær forsendur, og einungis þær forsendur, sem rökstyðja niðurstöðuna aftur til baka.  Þær forsendur sem mæla gegn niðurstöðunni eru einfaldlega hunsaðar.

Þetta eru þau hringrök sem iðulega einkenna einfaldar lausnir á flóknum vandamálum.  Þau skrif sem um ræðir koma því lítið á óvart. 

Sveitavargur, 8.3.2007 kl. 01:43

20 identicon

ANN COULTER? Konuna sem segir að veröldin væri betri ef konur hefðu ekki kosningarétt? Kolbilaða öfgahægrisinnaða og andfeminíska hatursfulla áróðurssjúklinginn Ann Coulter? Erum við að tala um sömu manneskjuna?

Og Svavar Friðriksson; ég geri ráð fyrir því að Guðbjörg loki á athugasemdir til að forðast að þurfa að lesa skoðanir gáfubita eins og Svavars Friðrikssonar sem hafa ekkert málefnalegra að segja en "hún er með klám á heilanum".

Hildur Lilliendahl - www.snilldur.blogspot.com (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 02:38

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fátt dettur mér málefnalegra í hug en að viðkomandi sé með klám á heilanum....Því miður.  Það má td. sjá með góðum vilja klám út úr klofinni melónu eða banana í ákveðnu samhengi með tveim appelsínum, svo ég tali nú ekki um agúrku með ákveðinni reisn....leitið og þér munuð finna.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.3.2007 kl. 03:41

22 identicon

Sammála þér Guðmundur ....... Það er eitthvað að hjá þessari konu .  Hún gerir ekki annað en að koma fólki í uppnám með skrifum sínum... lesið það sem hún skrifaði um Breiðavíkurmálið í Kastljósinu. Svo þorir hún ekki að hafa bloggið opið , svo hægt sé að svara henni,þegar hún var að skrifa þetta hefur hún ekki hugsað út í að stúlkan á myndinni gæti lesið þetta.....  

Sigurveig Eysteins (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 05:39

23 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

 

Ég rendi ég gegnum skrif hennar og það er bara eitthvað mikið að hjá þessari blessðri konu, fordæmi svona vinnubrögð.

Kv. SigfúsSig.

Sigfús Sigurþórsson., 8.3.2007 kl. 07:55

24 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Kristur á Krossinum... eru hælaskór tákn úr klámi? Á ég að fara í Moonboots á árshátíðina um næstu helgi svo ég sé ekki að gefa þau skilaboð að ég sé lauslát klámbudda?

,,Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning"

Afsakið... en virkar þessi setning? Fyrir mér getur saklaus hóra og hrein mey ekki verið það sama... burtséð frá aumingjans stúlkunni sem fékk að sitja fyrir. Þvílík hneysa!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 8.3.2007 kl. 08:22

25 Smámynd: Brosveitan - Pétur Reynisson

nennir einhver að skanna þessa forsíðu og setja hana á netið svo ég geti skoðað þetta?  Ég bý á Akureyri og og því enginn bæklingur hér.  myndina má senda til mín á gattin@gattin.is

Þótt ég sé á móti klámi þá grunar mig að hér sé eitthvað ekki alveg ok og langar bara að fá þann grun minn staðfestann. 

Brosveitan - Pétur Reynisson, 8.3.2007 kl. 08:26

26 Smámynd: Árni Matthíasson

Hér er vönduð og málefnaleg umræða í gangi eða hitt þó heldur:

"Nei ég held hún sé ekki að reyna að vera fyndin, trúi frekar að hún sé svona skemmd."  
"Standa dyrnar uppi á geðdeild opnar? / Getur þetta lið allavega ekki fengið pillurnar sínar heim með sér?!"
"Þessi pistill hennar er ekkert annað en argasta klám og með ólíkindum hvað fólk er orðið kexruglað í þessari umræðu allri ... Mæli með að blessuð konan leiti sér hjálpar hjá fagfólki á þessu sviði. Þetta hlýtur að vera einhverskonar manía."
"maður spyr sig hreinlega hvort hún sé ekki bara með klám á heilanum eins og flestir femínistar eru núna þessa dagana."
"Hvað er annað en hálmur í hausnum á svona fólki?"
"Það er eitthvað að hjá þessari konu."
"það er bara eitthvað mikið að hjá þessari blessðri konu"
"Eftir að hafa lesið þetta hjá greyið konunni, þá finnst mér eins og hún eigi eitthvað bágt, og með bágt meina ég bágt eins og fólk sem fær eitthvað útúr því að klæmast með 14 ára stelpum!"
"Þessi tiltekna kona er nú með ansi sjúklegan hugarheim"

Árni Matthíasson , 8.3.2007 kl. 08:43

27 identicon

Í myndmáli eru ýmisleg teikn notuð til að tjá hugsanir fólks. Slík túlkun á sér stað í bókmenntafræðum, kvikmyndafræðum og öðrum listfræðum. Af pistli Guðbjargar að dæma virðist sem hún hafi einhverja reynslu og menntun á slíku sviði. Getur ekki verið að þeir aðilar sem hér ausa saur yfir konu með skoðanir séu sjálfir fullir af skít og fordómum vegna þekkingarleysis, tilfinningadeyfðar og kreddu. Ég bara spyr. Svo finnst mér Guðmundur að þú gætir tekið meiri ábyrgð á því sem þú skrifar því það virðist hrúga fólki taka mark á þér.

Baldvin Esra (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 08:55

28 identicon

Mér finnst þessi umræða komin á leiðinlegt alhæfingastig. Mynd af stelpu á fermingaraldri í kynþokkafullri stellingu er í sjálfu sér óviðeigandi (segi ég sem faðir einnar á þeim aldri) en sú mynd þýðir samt ekki að alltaf sé "verið að gera konur að einhverjum dúkkum". Mynd af karlmanni á dagatali, olíubornum og berum að ofan á dekkjaverkstæði þýðir ekki að "alltaf sé verið að gera karlmenn að einhverjum gígólóum". Ég tek slíka mynd ekki sem móðgun við alla karlmenn eins og margar konur virðast hins vegar gera (fyrir hönd allra kvenna) þegar dæmið snýst við.

En þótt mér hafi lengi þótt umræða margra feminista vera öfgafull og alhæfingakennd en viðbrögðin við þeim eru farin að bera sama öfgakeiminn. 

Ég ítreka þá skoðun mína að uppstylling sem þessi er leiðinleg, ef stelpan væri tólf ára eða tíu ára myndu þá fleiri vera á því að hún væri óviðeigandi?

Magnús (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 09:05

29 identicon

Þvílík og önnur eins vitleysa, tek undir allt sem Guðmundur segir í þessum pistli sínum.

Hef þegar pantað tíma hjá lögreglunni til að gefa mig fram með barnaklám í tölvunni hjá mér þar sem ég vistaði fréttablað dagsins niður í tölvuna hjá mér á pdf skjali, vona að mér verði ekki refsað harkalega fyrir.

En án alls djóks skora ég á Guðbjörgu að hafa samband við foreldra stúlkunnar og biðjast afsökunar á þessum skrifum sínum.

Ámundi (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 09:17

30 Smámynd: M. Best

Kellingarræfilinn hún Dr Gubba er bara orðin smá skrítin í kollinum af því að stúdera klám og táknin í því. Hún liggur yfir þessu alla daga og sér því klám úti  um allt líkt og stelpa með átröskun sem sér óhollustu í öllu nema dilli og spelti. Hún þyrfti bara að loka tölvunni sinni og fara í frí í smá tíma. Lesa Sölku Völku og slappa af. Bara verst að hún skyldi óvart gera sig að fífli með þessu. Obbobbobb...

M. Best, 8.3.2007 kl. 10:15

31 Smámynd: Egill Andrés Sveinsson

Get nú ekki annað en vorkennt greyið stúlkunni sem sat fyrir eftir að hafa lesið það sem Guðbjörg sagði um hana.  Velti því bara fyrir mér hvort Guðbjörg eða einhver nátengdur henni hafi tapað, annað hvort samkeppni um að fá að vera á myndinni eða verkefni í kringum myndinna, vona að svo sé frekar en hún sé að ýminda sér þetta sem hún sagði "af því bara".

Egill Andrés Sveinsson, 8.3.2007 kl. 11:00

32 Smámynd: Árni Matthíasson

Kæri Skúli.

Ég hef ekki séð bæklinginn og treysti mér því ekki í umræðu um það hvort og þá hve málefnaleg færsla Guðbjargar er. Ég var að vekja máls á því hve þeir sem sent hafa inn athugasemdir við þessa færslu Guðmundar eru ómálefnalegir og ósmekklegir í athugasemdum sínum ("greyið konu", "Dr Gubba" o.s.frv.), margir í skjóli nafnleyndar.

Árni Matthíasson , 8.3.2007 kl. 11:03

33 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

 Það er eins gott að maður hafi lokaðan munn næst þegar smellt verður af manni mynd.  Annars er maður að biðja um lim í munninn!!!  Jesús hvað þetta er meiðandi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 11:04

34 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Nákvæmlega Jenný Anna! Mjög vanhugsað, að mínu mati, af Guðbjörgu að láta þessi orð falla. Hefur að öllum líkindum ekki hugsað um stúlkuna né hennar fjölskyldu. Eins og unglingar séu ekki nógu grimmir í athugasemdum á aðra, að bæta svona athugasemdum í flóruna er bara olía á eldinn.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 8.3.2007 kl. 11:28

35 Smámynd: Adolf Dreitill Dropason

Barnaklám-Barnaföt-Klámblöð !

Er þetta kanski afleiðing af lækkun Vsk af m,a klámblöðum ? þetta er úti um allt enn!!! Erotíkin er jafnvel enn hættulegri!!!

  Það væri betra fyrir okkur að fá Barnaföt á lægra verði án Vsk.

Adolf Dreitill Dropason, 8.3.2007 kl. 12:18

36 Smámynd: Didda

Sammála, Guðbjörg hefði átt að hugsa aðeins dýpra aður en hún skellti þessu á bloggið hjá sér. Perónulega fannst mér þetta saklaus mynd af fallegri unglingsstelpu.  Já, og þessi bloggfærsla er orðin óvirk........en skaðinn er skeður.

Didda, 8.3.2007 kl. 12:26

37 identicon

Guðbjörg svívirti stúlkuna opinberlega með því að tengja hana við svona sora.  Þannig upplifði ég þennan pistil hennar.

Ef þetta væri mín dóttir þá mundi ég íhuga alvarlega að kæra konuna.

AM (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 12:39

38 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með daginn Guðmundur

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 12:43

39 identicon

Og núna er hún búin að eyða færslunni.

Hún er greinilega ekki mikið fyrir að verja skoðanir sínar - eyðir þeim bara. 

Það er nú aldeilis frábært að það er svona gott fólk að kenna í skólum landsins. Merkilegt. 

Kjartan Á. (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 12:43

40 Smámynd: Inga Rós Antoníusdóttir

Þessi kona virðist eiga bágt, af skrifum hennar að dæma. Mér finnst myndin hvorki klámfengin né dónaleg en annað má segja um skrif Guðbjargar.

Inga Rós Antoníusdóttir, 8.3.2007 kl. 12:49

41 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Mér finnst þetta allt sýna það eitt að það er stórvarasamt að afbyggja í návist óinnvígðra.

Elías Halldór Ágústsson, 8.3.2007 kl. 12:53

42 Smámynd: Sveinn Arnarsson

ég hefði viljað lesa þennan pistil, það er á hreinu.

Sveinn Arnarsson, 8.3.2007 kl. 14:02

43 identicon

Ég er svo heppinn að eiga fallega 14 ára dóttur, sem reyndar er mynd af í opnu Morgunblaðsins í dag, og tek skrif Guðbjargar þess vegna talsvert persónulega. 

Ég á ekki orð yfir túlkun Guðbjargar á myndinni.  Ef þetta er klámfengin mynd þá má véfengja nánast allt sem ég er að gera sem foreldri í uppeldi unglings í dag - og það mætti þá byrja á loka mig inni ásamt fleiri foreldrum fyrir að leyfa dóttur minni og nokkrum vinkonum hennar að halda úti bloggsíðu sinni.

Ég er almennt afar ósáttur við þá "pólitísku rétthugun" sem mér finnst þessi skrif Guðbjargar bera vitni um.  Horft er á allt með ströngustu mögulegu sjónarmið í huga og fólk dæmt án frekari fyrirvara.  Mín dóttir hefði ekkert á móti því að sitja fyrir á mynd sem þessarri og ég sem foreldri myndi styðja hana því það er ekkert að þessu.

En er ekki tómt mál að tala um þetta - Guðbjörg má gagnrýna okkur foreldra unglingsstúlkna harkalega en vill svo ekki standa fyrir máli sínu - færslan er farin!!!

Ólafur H. Guðgeirsson

Ólafur H. Guðgeirsson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 14:07

44 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Hvað segið þið þá um þessar myndir HÉR 

Júlíus Garðar Júlíusson, 8.3.2007 kl. 14:10

45 identicon

Hvað er í gangi á þessu landi. Ég held að fólk ætti nú að slaka aðeins á. Flott blað og flott mynd, en kannski hefur bleiki og blái textinn á forsíðunni ruglað konuna í rýminu.

Elfa (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 14:39

46 identicon

Svenni: pistilinn er hægt að sjá á heimasíðunni hjá Steingrími Sævarri, http://blogg.visir.is/denni 

Ámundi (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 15:15

47 identicon

eru þessar píur(ef að þetta séu píur, það er líklega einungis klámmyndaleikkonur sem geta verið píur) ekki bara að beina okkur í rétta átt.  Svona svipað og maður sér í henni góðu Ameríku, þar sem ekki má sýna barn á brjósti og þá er það klám og þjóðfélagið fer á hliðina margfalt. Guð blessi Mormóna.  Finnst nú allt vera að fara í þá miðað við síðustu daga.

Það sem er auðvitað verst er að pían sem á þessa hugangra hefur eytt þeim og er því ekki fær um að útskýra né verja sínar saurugu hugsanir. Sýnir það bara hvaða mann(eða konu, konur eru víst ekki líka menn í augum þessara pía) hún hefur að geyma.

 Það má taka það fram að ég sá ekki þessa færslu né hef séð myndina í réttri stærð en það sem ég sá hér á vefnum getur seint talist klám, bara hress stúlka að hafa gaman að lífinu.

Rúnar

Rúnar (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 15:40

48 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég verð nú að svara þessari athugasemd þinni Magga Stína.  Ég kannast ekki við að hafa niðurlægt þessa konu.  Alls ekki.  Þekki hana ekki og man ekki hvað hún heitir einu sinni.  En þegar við skrifum þá er fólk í sínum fulla rétti að bregðast við því meðan það er gert innan almennra marka velsæmis þe ekki ráðist að persónu viðkomandi.  Það eina sem ég er að bregðast við er skoðun hennar á títtnefndri mynd af ungi stúlku og mér finnst hún sjá út úr henni eitthvað sem þar er ekki að finna.

Mér er sjálfri mjög uppsigað við "fullorðinstísku" fyrir litlar telpur.  Það er klámfengin framleiðsla. Ekkert jólalegt við hana.  Sorglegast er þó að foreldrar skuli kaupa slíkt og þvílíkt handa ungum og saklausum börnum.

Btw: Til hamingju með daginn

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 15:44

49 identicon

Þessi færsla er góð, mæli með henni...

http://ingo.blog.is/blog/ingo/ 

Hildigunnur Skordal (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 15:45

50 identicon

Ég var að lesa þetta í fréttablaðinu og finnst þetta alveg ótrúlegt. Minnir mig reyndar á brandara sem ég heyrði fyrir mörgum árum og ætla að gera tilraun til að endursegja hérna:

Maður einn kom til sálfræðings og sagðist vera með kynlíf á heilanum. Hvað sem hann horfði á þá sæi hann bara kynlíf. Læknirinn ákvað þá að byrja á því að sýna honum nokkrar myndir af alls konar hlutum og formum. 

,,Hvað hugsarðu þegar þú sérð þessa mynd?" sagði sálfærðingurinn um leið og hann lagði mynd af blómi á borðið.

,,Kynlíf" sagði maðurinn.

,,En þessa.." spurði sálfræðingurinn um leið og hann lagði mynd af pappakassa á borðið.

,,Kynlíf.." sagði maðurinn aftur.

,,.. og þessi" spurði sálfræðingurinn og lagði mynd af bíl á borðið.

,,líka kynlíf!" dæsti maðuri.

,,Það er nokkuð ljóst að þú ert með kynlíf á heilanum!" sagði sálfræðingurinn undrandi.

,,Það er nú ekkert skrýtið!" sagði maðurinn ,,Þú sýnir mér ekkert nema dónalegar myndir!"

Þessi brandari er kannski ekki sá besti en hann sýnir að fólk sér það sem það vill sjá

Sigurður Fjalar Sigurðarson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 15:58

51 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Magga Stína. Ef þessi prófessor kemst upp með það að kalla saklaust fólk barnaníðinga, nauðgara og mannsala þá held ég að hún eigi alveg skilið að fólk efist um hennar geð eftir þessa rosalegu lýsingu.

Legg þá til að það verði bara notaðar gínur í bæklinga eftir þetta. 

Ómar Örn Hauksson, 8.3.2007 kl. 17:38

52 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er sammála þér Guðmudnur að miklu leyti. Konan gengur of langt. Samt kann eitthvað að vera til í máli hennar. Mér finnst það hins vegar mikið áhyggjuefni hvernig menn eru farnir að "ræða málin" eins og Árni Matt bendir á og hefur heldur betur komið fram í klámumræðunni um daginn líka. Og það er engin lausn að svara ómálegnalegri umræðu með öðru eins. Mér finnst þessi klámdella vera að eyðileggja bloggið og gera það fráhrindandi heim. Því er nú andskotans verr og miður.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2007 kl. 18:24

53 identicon

Ótrúleg viðhorf hjá dr. Guðbjörgu. Hún skuldar stúlkunni og foreldrum hennar svo sannarlega afsökunarbeiðni. Svo skuldar hún sjálfri sér að temja sér vandaðri vinnubröð í framtíðinni.

Bjarni

Bjarni Júlíusson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 18:39

54 identicon

Það hlýtur eitthvað að vera að í höfðinu á þessari konu að sjá eitthvað klámfengið við þessa mynd.ég get ekki hugsað út í hvað hún verður brjáluð  og sér mikið klám þegar hún sér bananastæðurnar í Bónus 

Sigurbjörn (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 19:13

55 identicon

 Vá KENNY þú ert nú aldeilis með tilfinningu fyrir samfélaginu !

  Eigum við semsagt að bera virðingu fyrir skoðunum allra, þó það séu ærumeiðandi athugasemdir gagnvart börnum ?  

"- Sem teeage-hóra frá Los Angeles? ,- eða falleg Íslensk stúlka; ekki í píku pisli og aðskornum bol, heldur sem saklaus stúlka að ganga inn í samfélag fullorðinna. "   

já auðvitað konur frá LA eru hórur og íslenskar eru fallegar.......   spurning hver þarf að "grow up"  ?

  Finnst einnig dæmi vanþroska þinn að lýsa skoðun Guðmundar sem perralegu viðhorfi. 

Kristinn P (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 19:32

56 identicon

Eitt innlegg í klámumræðuna.Ég man eftir grein í MBL(eða Fréttablaðinu)sem var um könnun sem var gerð í Bretlandi um netnotkun hjá fólki.Ég man ekki hver aldur úrtaksins var en spurt var um hvort viðkomandi noti netið til að skoða klám.Ef ég man rétt þá höfðu 80% kk farið inn á klámsíðu og 60%kvk??50% kk færu reglulega inn á svona síður og um 30%kvk?????

Ég vill taka það fram að netnotkun okkar Íslendinga er þó nokkuð meiri heldur en breta.

Skoðar þá helmingur kk á alþyngi klámsíður samkvæmt þessari könnun.spurning?Horfðu yfir vinnustaðinn þinn og þá veistu að helmingur kk á honum er skoðar klám reglulega og 4 hver kona

Halli (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 09:45

57 identicon

Það hlýtur að vera gaman að vera í eldri bekkjum grunnskóla og þekkt sem saklausa hóran úr Smáralind.

Það má heldur ekki gleyma þætti Fréttablaðsins í því að festa það nafn við Klöru Sól. 

Agnar (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 10:55

58 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Skrifaði þetta hjá Eyþóri líka. 

Ég held að flestir sem sjá eitthvað kynferðislegt í þessari mynd hafi orðið fyrir áhrifum á skrifum Guðbjargar og ekki séð neitt athugavert við myndina fyrr en þau lásu pistil hennar. Eftir að hafa lesið hann og fengið þennan fræga bækling í hendurnar getur maður séð alskonar hluti í honum en ekki fyrr en hún hafði bent á "subbuskapinn" sem prýddi forsíðuna.

Það eina sem ég tek eftir á þessari mynd og gætti sett út á, en enginn annar hefur bent á svo ég viti, að stúlkan er helst of horuð, sem mér finnst mun alvarlegra mál.

Svo skoðaði ég innihald bæklingsins líka og ég man eftir gagnrýni hjá einhverjum sem var ósáttur við myndaseríu sem kennd var við Barbie. Hélt ég að þar væru myndir af ungum stúlkum í dúkkulegum fötum og bjóst við hinu versta. Nei nei, þá var þetta sería með Svölu Björgvins, fullorðinni konu í tískufötum. Allar hinar myndirnar í bæklingnum eru hefðbundnar myndir af unglingum að selja fermingarfatnað og ekkert athugaverðar og ekkert subbulegar.

Fólk verður að skilja að hver kynslóð gengur lengra, ef svo má orða, í sinni tísku og lífsháttum. Foreldrar okkar fóru í gegnum þetta og foreldrar þeirra líka. Fyrst var rokkinu kennt um, svo hassinu og hippunum og nú kláminu. Við sem erum á þeim aldri að fara eignast börn munum fara í gegnum nákvæmlega sama hlutinn þegar börnin okkar eru komin á þennan aldur. Það er ekkert sem við getum gert í því. 

Ómar Örn Hauksson, 9.3.2007 kl. 14:35

59 identicon

Vitiði hvað?

Ég get vel skilið hvað Guðbjörgu gekk til, mér finnst þessi mynd hvorki minna mig á börn né fermingu og það verður að segjast að líkamsstelling stúlkunnar er einkar óheppileg og háu hælarnir og sokkabuxurnar sem minna á netasokkabuxur gera ekkert til að draga úr því að þessi mynd getur misskilist.

Ég á dóttur sem fermist á næsta ári og ég veit að ég hefði ekki verið sátt við að sjá hana á þessari mynd í þessari stellingu. Reyndar hef ég alið dætur mínar upp þannig að þegar þær eru í pilsum (og yfirleitt alltaf) að þá eigi þær að gæta þess að það sjáist ekki uppundir þær. Mér finnst það skipta miklu máli bæði fyrir þær og aðra sem í kringum þær eru. 

Hvaða augum hefði fólk litið það ef að stúlkan hefði gert þetta á gólfinu inn í Smáralind? Hvernig hefði karlmönnum liðið sem hefðu staðið beint fyrir aftan hana? En konum? En foreldrum? En blygðunarkenndin? Hefði ekki verið rokið upp til handa og fóta til að stöðva sýninguna?

Þetta er vissulega umhugsunarefni og alls ekki vitlaus punktur hjá Guðbjörgu. Við sjáum það öll þó við viljum ekki viðurkenna það, öllum er illa við að tengja ímynd hinnar saklausu fermingarstúlku við ímynd hórunnar. Það er svona nettur Lolitu-bragur á myndinni.

Hjördís

blog.central.is/kolan

Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 15:08

60 identicon

 

 Rósa ... hvað með 14 ára barnið sem Guðbjörg talar um ?  hún er að leggja það barn í einelti með skrifum sínum.      

Hrefna Mjöll (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 16:34

61 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Guðbjörg á þetta alveg skilið. Hún sakaði unga stúlku um að haga sér eins og hóra og svo kallaði hún útlendinga sem voru á leið til landsins að skemmta sér barnaníðinga, nauðgara og ofbeldisfólk án þess að hafa nokkuð fyrir því og kom því í gegn (ásamt öðrum) að því væri meinaður aðgangur að hótelinu sem var búið að samþykkja gistingu þeirra. Það er ekkert skrítið að fólk sé búið að fá nóg af þessu rausi. Skoðanir eru góðar og gildar en frekja og öfgaháttur á ekki heima í þessu þjóðfélagi.

Ómar Örn Hauksson, 9.3.2007 kl. 17:55

62 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Jæja, strákar, til að þið verðið ekki fullkomlega fyrirlitlegir, þá megið þið núna biðja Dr Guðbjörgu Kolbeins afsökunar fyrir framferði ykkar. Hún gerðist bara sek um einfeldni, þið hins vegar um meinfýsni og illgirni.

Elías Halldór Ágústsson, 14.3.2007 kl. 21:18

63 identicon

Hún er tilbúin til þess að láta taka sig aftan frá. Með munninn opinn býður hún lesendum af karlkyni að setja skaufa sína upp í sig.

Freyr (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 21:26

64 Smámynd: Gunnar

Gunnar, 14.3.2007 kl. 21:44

65 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

ég hef held ég aldrei lesið annað eins raus af mannfyrirlitningu og einelti. Verði ykkur að góðu að vera svona (flestir hér). Ojbara!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.3.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband