Leita í fréttum mbl.is

Smá staksteinar

Þegar Morgunblaðið fjallar um skiptar skoðanir Samfylkingarfólks í Hafnarfirði um stækkun álversins er greint frá því með pistli á forsíðu undir fyrirsögninni "Sundurlyndi Samfylkingar". Reyndar er ekkert fjallað í pistlinum, sem birtist á föstudaginn, um meint sundurlyndi, en hvað um það. Samfylkingarfólk í Hafnarfirði er líka búið að tækla það,  eins og góðum flokki sæmir. 

••••••

Þegar blaðið fjallar svo daginn eftir um skiptar skoðanir í Sjálfstæðisflokknum um umhverfismál og um vaxandi urg í flokksmönnum út af grænu málunum, er greint frá því á forsíðu í sams konar pistli -- svokallaðri fréttaskýringu -- undir fyrirsögninni "Út um græna grundu". 

••••••

Ákaflega skáldlegt, og hæfilega merkingarlaust. En af hverju ekki að segja það hreint út og hafa fyrirsögnina í þessu tilviki frekar "Sundurlyndi Sjálfstæðisflokksins"? Mun slík fyrirsögn einhvern tímann birtast í Mogganum? 

•••••• 

Mun sá tími renna upp? Þrátt fyrir að tilefnin séu ærin.

••••••

Þegar Sjálfstæðismenn eru ekki sama sinnis heitir það að "flokkurinn rúmi margar skoðanir" eða eitthvað slíkt, en þegar  Samfylkingarfólk er ekki sama sinnis þá heitir það að "hver höndin sé uppi á móti annarri" eða "sundurlyndi".

••••••

Þetta er undarleg skekkja í umræðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já en Gummi??  Af hverju þorði Samfylkingin ekki að taka af skarið og lýsa sig andsnúna stækkun álversins?  Eruð þið ekki að teikna upp núna að komin sé tími á "að staldra við og endurmeta"?  Er það eftir að búið er að gera allt sem er á teikniborðinu nú þegar sem þið ætlið að staldra við?

Baldvin Jónsson, 26.2.2007 kl. 08:53

2 identicon

Er þetta stækkunarmál álversins í Straumsvík ekki þverpólitíktsmál ?

þ.e það á sér bæði fylgendur og andstæðinga innan allra flokka hér í Hafnarfirði og verður kosið um það með þeim hætti.

Hinsvegar heyrir það til nýlundu að íbúum sé veitt það vald að kjósa um jafn umdeilt mál og stækkunin á umsvifum Alcan er.

Hefur Samfylkingin ekki brotið hér blað hvað snertir íbúalýðræði ?

Það er ekki annað að sjá og heyra en að þetta mælist vel fyrir hér í Hafnarfirði.

Sævar Helgason (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 09:19

3 identicon

góðir staksteinar. en hvar er z-etan?

Gauti (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 21:41

4 identicon

Samfylkingin í Hafnarfirði er að mjög stórum hluta fylgjandi stækkun álversins í Straumsvík. Og er það byggt á áratuga samskiptum við íbúa, íþróttafélög og félagasamtök. Hin nýja Samfylking verður að átta sig á því að grunnur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði er byggður á áratuga þrotlausri vinnu félagsmann og festu ekki vingulshætti og hlaupum á eftir skoðanakönnunum.

Sigþór Ari (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband