Leita í fréttum mbl.is

Netlögregla?

Steingrímur J. og Vinstri grænir vilja setja á stofn netlögregluembætti

Þetta er líklega ein óhuggulegasta hugmynd sem ég hef heyrt í stjórnmálum á Íslandi. Björn Bjarnason með sínar leyniþjónustur fölnar í samanburði.

Kína, anyone?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér verður bara huxað til bókar sem ég las fyrir einhverjum árum...

1984 - stóri bróðir hefur auga með okkur ...

hrollur-nei takk

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 06:28

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það er nú svo merkilegt með Björn og Steingrím. En kannski er það bara þannig að ef annar fer nógu langt til hægri og hinn nógu langt til vinstri, eru þeir þá kannski bara að hittast "hinum megin"?

Baldvin Jónsson, 26.2.2007 kl. 08:55

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ef þetta er framtíðarsýn Steingríms J. varðandi netið og notkun þess, hvernig halda menn að honum auðnist að stjórna á öðrum sviðum þjóðlífsins, eins og  t.a.m. efnahags og velferðarmálum. Guð almáttugur forði okkur frá aðkomu svona fólks að landsstjórninni.  

Halldór Egill Guðnason, 26.2.2007 kl. 10:11

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þessi hugmyndafræði á frekar upp á pallborðið hjá Samfó, frekar en hjá Birni Bjarna.

 Þið hljótið að kannast við eitthvað þessu líkt frá femmunum hjá ykkur og allskonar eftirlit og kvóta sýki úr þeirra ranni.

Við í Sjálfstæðisflokknum könnumst hinnsvegar ekki við neitt svona, við erum menn frelsisins og trúaðir á, að einstaklingarnir skuli fá sem fíast spil, innan eðlilegra marka.

Við sem teljumst vera miðaldra og eldri, erum auðvitað íhaldsmenn í orðsins bestu merkingu, viljum halda í það sem hald er í  en leyfa hinu að fljóta.

kvðjur

Bjarni

Miðbæjaríhald

Bjarni Kjartansson, 26.2.2007 kl. 10:38

5 identicon

Fyrir tæpri viku stóðu fulltrúar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur að samþykkt þess efnis að lögreglan ætti að rannsaka hvort aðstandendur klámráðstefnunnar á Hótel Sögu tengdust barnaklámsframleiðslu.

Var hugmyndin að umferðardeild lögreglunnar sæi um þá rannsókn?

Ef menn hafa í raun þá skoðun að háskaleg lögbrot séu framin á netinu - eins og margir virðast hafa, sbr. umræður um barnaperra og nafnlausar ofbeldishótanir - þá er ekki órökrétt niðurstaða að stofna deild innan lögreglunnar til að rannsaka þessi mál.

Sjálfur held ég að þessi ógn sé stórkostlega ofmetin - en það er meiriháttar hræsni að taka undir með Vilhjálmi borgarstjóra í að biðja lögguna um að rannsaka klámdreifingu á netinu, en trompast svo yfir að lögreglunni séu tryggðar aðstæður til að framkvæma slíkar rannsóknir.

Stefán (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 10:49

6 identicon

Þarf þá ekki að koma upp klámeftirliti (smbr kvikmyndaeftlit ríkisins) ríkisins til að skilgreina hvað er klám. Hver á að fylgjast með netlöggunni?

grímnir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 12:12

7 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Ég er vinstri grænn og viðurkenni það fúslega... en KOMMON!!!! Hvað er að gerast fyrir þetta samfélag?? Á nú að láta (annars góða) þrýstihópa (Stígamót, bændasamtökin, feministafélagið og fl.) stjórna samfélaginu? Fyrst með því að ofsækja klámframleiðendur sem stunda sína löglegu vinnu en hugnast ekki þrýstihópunum og vilja kíkja á landið eins og hver annar túristi og svo netlögga!! Já Steingrímur, þetta minnir mig á Kína.

Björgvin Gunnarsson, 26.2.2007 kl. 14:22

8 Smámynd: Bragi Einarsson

ég tek nú undir það sem Baldvin Jónsson segir hér að ofan, það er líkt með VG og Íhaldinu. Þeir sem eru lengst til hægri og lengst til vinstri, það er ekki nema örmjó lína þar á milli, The Thin Red Line!

Bragi Einarsson, 26.2.2007 kl. 14:42

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæri Gummi, lögreglan hefur nú þegar eftirlit með því sem er á netinu, Barnaheill einnig. Það er hægt að kæra ærumeiðingar, andlegt ofbeldi, hvatningu til ofbeldisverka, barnaklám og annað sem er netinu. Ég held að hugmyndir Steingríms hafi ekkert með hugmyndi Björns Bjarna um leyniþjónustu að gera. Svo vona ég bara að þér líði vel í Samfó, koma svooo! Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 26.2.2007 kl. 14:50

10 identicon

Munurinn á kommunum og íhaldinu er að kommarnir vilja stjórna almenningi á meðan íhaldinu er annt um líf almennings og limi.

Leyniþjónusta sú sem Björn Bjarnason mælir fyrir er til að vernda borgarana fyrir morðhundum þeim sem kommúnistarnir virðast elska og allt fyrir gera. Sjálfstæðismönnum er nokk skítsama hvað fólk gerir við frítima sinn svo lengi sem það er ekki að drepa eða skaða hvert annað.


Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 14:51

11 identicon

Ekki hefði mig órað fyrir því að svona margir væru mótfallnir hlut eins og aukinni baráttu gegn barnaklámi á netinu.

En svona er þetta bara.

Kristján (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 15:09

12 Smámynd: Himnasmiður

"Ég vil stofna netlögreglu sem meðal annars hefur það hlutverk og ekki síst að reyna að koma í veg fyrir klámdreifingu"

Finnst þér skrítið að fólk sé á móti þessu, Kristján? 

Himnasmiður, 26.2.2007 kl. 15:38

13 Smámynd: Þarfagreinir

Klám != barnaklám

(Lesist: Klám er ekki það sama og barnaklám)

Steingrímur var að tala um það fyrrnefnda, og því hljómar þetta fáránlega í mínum eyrum.

Annars þykir mér alltaf jafn bjánalegt þegar menn tala um að Sjálfstæðisflokkurinn sé frelsisflokkur, því það hefur hann alls ekki verið undanfarin ár.  Ég ætla þó ekki að eyða orðum í að rökstyðja það, því menn sjá einfaldlega bara það sem þeir vilja sjá - þeir sem ekki hafa séð það nú þegar að Sjálfstæðisflokkurinn (reyndar aðallega Davíð Oddsson) hefur barist gegn frelsi á ýmsum sviðum, til dæmis frelsi einstakra fyrirtækja sem ekki eru honum þóknanleg, munu líklega aldrei sjá það.

Og já, hvar var frelsið þegar Ísland var sett á lista hinna staðföstu þjóða í óþökk þorra þjóðarinnar, og var þar með dregið með í blábjánlegan og sorglegan blekkingaleik sem öllum ætti nú að vera ljóst að var glapræði? 

Þarfagreinir, 26.2.2007 kl. 16:01

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er gert í Alþýðulýðveldinu Kína með góðum árangri.

Sigurður Þórðarson, 26.2.2007 kl. 16:06

15 Smámynd: Þarfagreinir

Alþýðulýðveldið Ísland?

Hljómar ekkert illa - það stuðlar og svona.

En annars, nei takk. Ef VG ætlar í alvöru að stefna að því að koma á fót netlögreglu til að sía út efni sem er löglegt víðast hvar annars staðar í hinum vestræna heimi fá þeir engan stuðning frá mér, því miður. 

Þarfagreinir, 26.2.2007 kl. 16:08

16 identicon

Vinstri græn Guðmundur, ekki Vinstri grænir!

Bestu kveðjur,

Sóley

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 16:17

17 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Heyrðu, heyrðu,  bíddu nú við ... nú er mér allri lokið!

Þessi hugmynd er einmitt til þess gerð að verja fólk gegn þeirri misnotkun sem viðgengst í klámi. Það er svo undarlegt á þessu landi að það skuli þurfa að vera á móti því að lögreglan sé látin fylgja lögum eftir. Hver á að fylgjast með netlöggunni??? Hver fylgist með eiturlyfjalöggunni? Þetta er bara eðlileg framþróun mála þegar komið hefur í ljós að lögbrot eru líka framin á netinu. NEMA þá að þið viljið bara afnema öll lög og eftirfylgni þeirra! ?

Guðmundi þykir þetta kannski undarleg hugmynd af því hann hefur ekki hugsað málið til enda. Lögbrot eru framin allt um kring, líka á netinu. Er ekki eðlilegt að stemma stigu við því hvar sem það gerist? Okkur þykir eðlilegt að lögreglan hafi vald til að stemma stigu við eiturlyfjasölu og ökumenningu sem er mannskemmandi... en ekki ef það snýst að mannskemmandi netglæpum?? Hvar er eiginlega röksemdarfærslan fyrir því Guðmundur minn?  Þarna er akkúrat engin ógn við hinn almenna notanda, heldur einungis verið að benda á að ef lögreglan á að geta upplýst um glæpi sem fara fram á netinu, eins og dreifing á klámi og barnaklámi (sem glæpamenn hafa með að gera, en hinn almenni borgari ekki) - þá þarf hún til þess umboð og aðferðir. Lögreglan hefur umboð til að kíkja í töskurnar okkar á flugvellinum ef grunur leikur á um eitt eða annað og af hverju ætti hún þá ekki að geta rannsakað lögbrot á netinu? 

Þetta hefur hins vegar ekkert með leynilögreglu BB að gera og er ekkert í líkingu við það. Ég bendi Pétri á það að þessu er einmitt öfugt farið, vinstri flokkar láta sig yfirleitt almannaheill meira varða en hægri menn. Það mátti augljóslega sjá á lögreglustörfum ríkisins í sumar þegar lögreglan starfaði svo sannarlega ekki í þágu almannaheilla, heldur í þágu Alcoa og LV fyrir austan í sumar. Þar voru almennir borgarar stöðvaðir á vegum og spurðir spjörunum úr og var jafnvel tekinn af þeim matur sem átti að fara í tjaldbúðir! Hægri flokkarnir starfa nefnilega í þágu auðhringja, en alls ekki almannaheilla. 

Andrea J. Ólafsdóttir, 26.2.2007 kl. 16:20

18 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Bendi á að þessi hugmynd um netlöggu á ekkert skylt við leynilöggu BB - sem átti að þrífast í skugga og bak við tjöldin. Starfsemi lögreglunnar er væntanlega alltaf uppi á borðinu gagnvart ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneyti. 

Andrea J. Ólafsdóttir, 26.2.2007 kl. 16:23

19 Smámynd: Þarfagreinir

Ég ítreka það að ég er hlynntur öllum lögregluaðgerðum gegn barnaklámi, og vildi sjá miklu betur tekið á barnaníðingum líka.

En ef það á að fara að handtaka fólk fyrir að niðurhala klámefni sem er löglegt til að mynda í Bandaríkjunum og víðast hvar í Evrópu, eða fylgjast með slíku niðurhali á einhvern hátt, er um ofríki og forræðishyggju að ræða. Ef núverandi lög má túlka sem svo að heimild til þess eru það ólög sem þarf að breyta hið snarasta.

Íslendingar eru ekki afturhaldssöm trúfíflaþjóð, heldur frjálslynd þjóð. Því vil ég alla vega trúa, og vona að hún hafni þessum hugmyndum.

Sjálfur er ég mjög svo hlynntur femínisíkum sjónarmiðum, en finnst barátta gegn bókstaflega öllu klámi, sama hvers eðlis það er eða hvaðan það kemur, ekkert hafa með þau að gera. Og hananú.

Þarfagreinir, 26.2.2007 kl. 16:29

20 Smámynd: Þarfagreinir

Smá leiðrétting: 'Ef núverandi lög má túlka sem svo að heimild til þess sé til staðar eru það ólög sem þarf að breyta hið snarasta.'

Og nú ætla ég að hætta að gaspra og leyfa öðrum að tjá sig.

Þarfagreinir, 26.2.2007 kl. 16:32

21 identicon

Vá, ég var næstum því byrjaður að hallast að því að fara úr því að vera óákveðinn í að kjósa Vinstri Grænt,  vá hvað það kemur ekki til greina eftir þennan landsfund. Er viss um að fylgið hefur fallið úr 24% í svona 7% að minnsta kosti.

 Andrea, það er til rannsóknardeild lögreglunnar sem getur skoðað netglæpi, og Björn Bjarnason meiri segja gaf lögreglunni meira umboð á netinu með því að skylda netþjónustu aðila um að geyma tengingar frá netteningu til annara staða í 6 mánuði. Gífurlegur kostnaður fyrir netþjónustuaðila og gerir markaðinn erfiðari fyrir litlu aðilana. Það er þó ekki vistað hvað þú varst að gera, hverju þú varst að niðurhala né neitt þannig, heldur eingöngu að nettenging þín tengdist við einhverja tölvu útí heima, hvenær og hve lengi.

Steingrímur er að stinga uppá því að setja eina risastóra síu í raun og veru til að sporna gegn klámi, að við komust ekki inná erlendar síður. Svipað eins og í Kína. Það að blanda barnaklámi inní þetta er barnalegt. Okey, ég get ekki verið samþykkur því að banna aðgang að barnaklámssíðum að þeirri einföldu ástæðu að það er svo auðvelt að segja fyrst við gerum þetta hvers vegna ekki þetta.

Og eftir smá, búum við í Kína og netumferð okkar er algjörlega stjórnað, þú mátt bara fara á síður sem segja að Ísland sé best, en ekki á síður sem segja að kommúnismi sé asnalegur.

Svo er auðvita vandamálið með barnaklám ( það er að segja ef þetta séu aðalrökin fyrir þessu )  að þetta er eins og og ólöglegt niðurhal, það er bara ekkert hægt að stoppa þetta, þetta er geðsjúkdómur sem þvi miður alltof margir eru með og ef þeir komast ekki inná síðunar gera þeir það bara milli tölvanna sinna ( samanber P2P ). Barnaklám var til áður en að netið kom til, þótt að sumir vilji halda öðru fram.

Þessi landsfundur VG, var frábær fyrir alla stjórnmálaflokka nema VG

Depill (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 16:35

22 identicon

Úff.  Ég ætlaði að kjósa VG, en er alveg hættur við það eftir þetta útspil Steingríms.  Ég er femínisti og vil benda ykkur á femínsta hreyfingu í Bretlandi, "Feminists Against Censorship", sem er á móti ritskoðun sem þessari.

 http://www.fiawol.demon.co.uk/FAC/

Kynnið ykkur rök þeirra og þá rökvillu gegn klámi sem veður uppi hér á landi sem stendur.  Því miður hafa íslenskir femínistar sem eru á þessari skoðun verið hraktir úr íslensku femínstahreyfingunni, því hún er ekki "politcal correct" að mati þeirra femínsta sem hér ráða.   

Geir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 17:49

23 identicon

Það er alltaf jafn skemmtilegt að heyra fólk tala um netið sem veit ekki um hvað það er að tala.

Veit einhver um íslenskt klám á netinu? Ekki ég. Ætlar löggan hans Steingríms að fara eftir klámi í öðrum löndum? Eigum við að senda fíkniefnalögregluna til Hollands til að uppræta hassnotkun þar?

 "Netið" er ekki geymt í tölvum ríkisins einhversstaðar, það getur enginn íslendingur bannað þjóðverja að hafa klám á heimasíðunni sinni - það kemur okkur bara ekkert við. Kannski ætlar Steini að stinga upp á því að við setjum upp IP og DNS síur líkt og hið frelsis-elskandi Kína?

Núna er ég hins vegar að gera þau mistök að tjá mig um þetta eftir að hafa aðeins lesið þessa stuttu grein  á Vísi, og comment hjá fólki á netinu - sá ekki Kompás og veit því ekki nákvæmlega hvernig þetta kom fram hjá Steingrími.

Kjartan (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 19:11

24 identicon

Barnalegt innlegg hjá þér fyrir minn smekk en umræðan er góð.

Það er ekkert athugavert við það að lögreglan fylgi eftir samfélagslegum framförum. Eins og hér er réttilega bent á. Það eru framin lögbrot á netinu og við þeim verður að bregðast.

Netbankar hafa verið rændir. Pervertar hafa egnt gildrur fyrir börn. Klám er á boðstólnum og annað úrþvætti sem engum er hollt.

Norðmenn hafa gengið skrefinu lengra og lagt til að loka á allt efni sem ekki stendst ákveðna "gæðastaðla".

Það á etv eftir að koma á daginn hversu skaðlegt það er andlegri heilsu okkar og þroska ungviðis að sjá og heyra margt af því sem rennur óhindrað um þræði internetsins. Sbr nafna þinn og trúbróður, téðan, kenndan við Byrgðið.

Guðjón (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 20:33

25 identicon

Þeir sem halda sig vita betur en þú hvað þér er fyrir bestu eru ákaflega hættulegir menn svo ég segi ekki meira, ef þeir komast til valda.  Ég held að núna þegar gríman hefur fallið af gamla kommanum, fari fyrlgið niður í gamla grunnfylgi kommana, u.þ.b. 10% og Samfylkingin aftur í 30%.  

Áhugaverð viðbrögðin á visir.is um netleyniþjónustu Steingríms J. Sigfússonar:

http://visir.is/article/20070226/FRETTIR01/102260075
http://visir.is/article/20070226/FRETTIR01/102260075

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 20:37

26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það verður sjálfsagt vertíð hjá varðhundum V-G komist þeir til valda.

Einhversstaðar sá ég að Tollurinn í keflavík væri að þjálfa upp       klám-hund til að hafa til taks í flugstöðinni.

Hvar verða klám-mörkin? Má ég þá ekki horfa á neitt dodo ef V-G verður í stjórn? Ekki einu sinni þó viðkvæmir staðir verði blörraðir?

Damn!

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.2.2007 kl. 20:37

27 identicon

Guðjón, það er lýgi að Norðmenn hafi gengið lengra í þessu.   Það koma tillaga fram um þetta í nefnd og hún var að sjálfsögðu felld.   Og væri það afsökun fyrir okkur hér á Íslandi, sem erum upp til hópa (90%) frelsiselskandi, þá að kjánarnir í Noregi færu sömu leið og Kínverjarnir.   

Bjarni M. (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 20:44

28 identicon

Vá! Eru Vinstri Grænir loksins að sýna sitt rétta andlit. Eru nú afturhaldskommatittirnir loksins að verða ofaná. Þetta er glæsileg framtíðarsýn sem þeir eru nú að boða okkur. Hvað koma skal þegar þeir komast nú loksins til valda. Nefnilega afturhvarf til gamla Sovétlýðveldisins, nýtt lögregluríki þar sem allt verður bannað sem ekki er leyft og.... ekkert verður leyft. Er þetta Framtíðar-Draumalandið Vinstri Grænna. Góður húmor í Kristni P. sem bendir á framleiðnimöguleikana þarna, nefnilega Netstofu og síðan mögulega nýjan skatt, Eftirlitsskatt eða netstofuskatt sem yrði þá væntanlega nefskattur sem allir verða að borga því að einhver verður jú að borga kostnaðinn af þessu eftirliti. Ef tilgangurinn er að berjast gegn barnaklámi, sem allt heilbrigt fólk er á móti þá sýnist mér að lögreglunni gangi bara vel í þeirri baráttu og verið sé í sífellu að uppræta heilu hringana með auknu samstarfi lögreglu um heim allan. Það virðist ekki þurfa neina netlöggu til þess. Að vísu virðist þessi barátta þó endalaus eins og baráttan við eiturlyfjavandann. 

Annað sem kom frá þessum landsfundi VG og sló mig var að nú skuli jafna rétt karla og kvenna til áhrifa í fyrirtækjum og stofnunum með lögum. Bara  setja lög á lýðinn. Hann hefur hvort eð er ekkert vit til að kjósa af neinu viti. Þar með skal taka af okkur réttinn til að velja þá til forystu sem okkur þykja hæfastir og þar með eru dagar prófkjara væntanlega taldir því niðurstaða þeirra er hvort eð er marklaus ef það fer í bága við lögin. Vil taka fram að ég treysti konum fullkomlega til að berjast til þeirra valda sem þær hafa áhuga á og treysti þeim einnig til að fara með völd til jafns á við karla. En ef á að fara að skipa þeim til valda með lögum ja þá finnst mér fokið í flest skjól. Sjáið þið fyrir ykkur konu sem situr á valdastóli í stofnun eða fyrirtæki vitandi það að hún situr þar í skjóli valdboðs en ekki af því að hún var kjörinn til þess eða jafnvel án þess að hafa kosið það sjálf. Hún varð einfaldlega að fara að lögunum. Nei takk, hvorugt þessara mála hugnast mér. Ég held að ég verði bara að taka undir með Depli. Þessi landsfundur VG hlýtur að vera góður fyrir alla flokka nema VG og algjör hvalreki fyrir Ingibjörgu og Samfylkinguna. Það verður fróðlegt að fylgjast með næstu skoðanakönnunum. Og Ómar minn R. Ef þú vilt fá alvöru náttúruverndarflokk í íslensku flokkaflóruna og sérð hann ekki í þeim flokkum sem eftir eru er eins gott fyrir þig að fara að bretta upp ermarnar. Hef grun um að þetta bull muni veikja VG og þeir fari aftur í sitt fyrra fylgi þetta 10% + - og að engin vilji starfa með þeim með þessa formyrkvuðu hugmyndafræði. Og ekki orð um það meir. 

Gamli (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 21:07

29 identicon

Það var reyndar þessi grein á visir.is sem ég ætlaði að benda á:

 http://visir.is/article/20070225/FRETTIR01/70225045

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 21:14

30 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Það er nú þegar deild innan lögreglunnar sem sér um tölvutengda glæpi, það að fara seta upp einhverja sérstaka sveit yfir nafni "netlögreglan" er ein sú versta hugmynd sem ég hef heyrt um! Þarna missti ég mitt littla álit á þeim pólitísku sjónarmiðum sem SJS hefur, ég efast að ég muni taka mark á þessum manni hér eftir...

Gunnsteinn Þórisson, 26.2.2007 kl. 21:30

31 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Hugmynd Steingríms er í senn fáránleg og að ég held illframkvæmanleg. Held að við viljum ekki vera eina ríkið fyrir utan Kína sem hefur einhverjar netsíur. Held að Steingrímur hafi misstigiðsig illilega þarna. Þá er ég sammála því að útkoma landsfundar VG muni verða vatn á millu okkar Samfylkingarmanna.

Egill Rúnar Sigurðsson, 26.2.2007 kl. 22:39

32 identicon

Það er gaman að sjá að um leið og einhver spurði VinstriGræna um eitthvað annað en umhverfisvernd þá fór allt í háaloft.  Ég hef alltaf haldið því fram að málefnaskrá VinstriGrænna sé ekki þykkari en söngbók Grænuborgar og um leið og þeir (fyrirgefið þær, það eru víst allt slefandi feministar þarna í dag) þurfa að svara fyrir einhver önnur mál en umhverfismál þá kemur rauða kommúnistaslykjan fram, engar nýjar hugmyndir...bara stöðnun, hækka skatta, ríkisvæða allt og banna allt nema það sem er sérstaklega leyft.  Það er gaman að sjá Andreu reyna að þynna þessa hugmynd Steingríms út.  Nei þessi Netlögga á sko ekkert að vera í stíl við "leyniþjónustu BB"!  Ólíkt hugmyndum BB um að innan ríkislögreglustjóra verði sérstök deild sem hefur heimildir og ráð til að fylgjast með og rannsaka hugsanlega alþjóðlega skítamál, þá á þessi netlögga greinilega að vera óháð lögreglunni og helst að starfa eftir og samkvæmt umsögnum miðstjórnar VinstriGrænna og taka á því sem þeirri stjórn þóknast í hvert skipti....það er miklu betra en "leyniþjónustan"!!  Nei það er það alversta sem við kjósendur gætum gert, að kjósa yfir okkur þennan afturhaldskommatittaflokk sem hefur nákvæmlega ekkert til málanna að leggja nema einhver úrelt stjórnmál gerð voru útlæg á Vesturlöndum fyrir áratugum síðan.

P s. Til þess að gæta sanngirni finnst mér nú rétt að halda því til haga að það verður nú ekki tekið af VinstriGrænum að í upphafi síns ferils, á meðan hann var að leita að sinni sérstöðu, hófu þau að vekja athygli á aukinni umhverfisvernd í samfélagsumræðunni,  það var bara gott.  Þá er rétt að halda því líka til haga að þau hafi samt verið himin og haf frá því að finna hana upp eins og stundum er haldið fram.  En umræðan fór í annan farveg og vonandi leiðir tíminn í ljós að hann sé betri.

Kapitalism rocks.... 

SkúliS (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 22:46

33 Smámynd: Kristján Pétursson

Samkvæmt ísl.lögum er dreifing,framleiðsla myndefnis og sala á klámi bönnuð.Ég held að tölfufræðingar ættu að finna upp vírusvarnir,sem hreinsa klámefni út af tölfum.Þá er öllum heimilum í sjálfs vald sett,hvort þeir vilja leyfa fólki með "skítlegt eðli"að horfa á svona efni.Ef þetta klámskak örvar einhverja, ættu þeir að fá að njóta þess,en ég kenni í brjóst um þá sem þurfa á slíku að halda.Tillaga Steingríms átti að fiska eitthvað af atkvæðum,hann vildi vel,en skaut framhjá.  

Kristján Pétursson, 26.2.2007 kl. 23:05

34 identicon

Það er skemmtilegt að fylgjast með hvernig VG liðar reyna að þynna út herfilegt axarskaft Steingríms.  Sérstaklega fannst mér gaman að lesa pistil Ritara flokksins:

"Á sama hátt og við þurfum á götu- og umferðarlögreglu að halda, þarf einnig að vera lögregla sem vafrar um á netinu og fylgist með að lögum sé framfylgt þar."

Kalli (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 23:06

35 identicon

Þið leifið lögreglunni að hraðamæla ykkur þegar þið keyrið framm hjá henni... á netinu væri bara mælt hvernig(ekki hvaða göggn heldur hvernig) göggn eru að fara framhjá kerfinu, það væri meira að segja örugglega bara hægt að láta forrit sjá um að fara yfir þetta, þannig að mannshöndin kemur bara ekki nálagt þessu. Þetta náttúrulega er eins og á steinöld þegar það var engin lögga... þannig er það nánast á netinu. Þú getur gert nánast hvað sem þú villt á netinu.

þú getur stolið bíómyndum, tónlist, klámi og bara hverju nánast sem þér dettur í hug á stafrænu formi. Þetta er bara nútíminn og Steingrímur er kanski ekki með bestu hugmyndina en hann er þó með einhvað til astoppa þssa vitleysu. Þangað til betri hugmynd fæst SEM VIRKAR!!! Þa kanski fer ég að hlusta á þessi heimskulegu glæpastuðningsmótmæli...............................

Það á að gera allt ALLT til að stoppa glæpi... það næst kanski ekki allveg en þeim fjölgar þá amk ekki.

Auðvitað er hægt að ganga of langt en Steingrímur er ekki að ganga of langt með þessum tillögum.

Baldur Freyr Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 23:53

36 identicon

þetta er svo fáránlegt að engu tali tekur, að láta lögregluna fá heimild til að fylgjast með netferð okkar?? held ég selji tölvuna og fer að lesa í rúnir ef þetta lið kemst til valda hér, og að líkja þessu við tollverði á vellinum sem reyna að sporna við innflutning á eiturlyfjum er út í hött

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 23:54

37 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Öll þessi umræða um klám segir mér bara að það þurfi að skerpa á skilgreiningunni á klámi. Mögulega afnema notkun þessa orðs úr stjórnarskránni, þar sem það virðist ekki lengur í tengslum við almenna merkingu þess.

Varðandi stofnun sérstakrar deildar til að gæta laga á netinu, þá er það fáránlegt. Slík deild hefur þegar verið starfrækt um áraraðir inna lögreglunnar. Hinsvegar væri vel hægt að lofa þeirri deild auknum fjárveitingum, en tölvuglæpamál geta oft verið afskaplega flókin og tímafrek.

Staðreyndin er hinsvegar sú að allar aðgerðir sem ættu að hafa þau áhrif sem VG vilja, myndu hafa gjörsamlega engin áhrif á alvöru glæpamenn. En gætu valdið afskaplega miklum röskunum á netnotkun venjulegs fólks, og jafnvel komið þeim í vandræði. Manni er skemmst að minnast þess hvað bandaríska alríkislögreglan fylgist grannt með öllu barnaklámi, og saklaust fólk hefur verið handtekið eftir að þrjótar taka yfir tölvur þeirra og nota til dreifingar á slíku efni.

P.S.

Án þess að verja sovétríkin og önnur fasistaríki, þá vil ég bara benda á eitt!

Þið sem eruð svo dugleg(ir) við að bölva kommúnisma og öllu honum tengdu með miklu offorsi, á sama tíma og kapítalisminn er lofaður. Þá er nú gullna ríki kapítalismans, bandaríkin, eitthvað versta helvítis fasista land heims. Hvergi annarsstaðar í heiminum, fyrir utan mögulega Kína, eru réttindi borgara brotin jafn auðveldlega!

Heimavarnarráðuneytið hefur rétt til að hlera öll samskipti, lesa allan tölvupóst, og þar fram eftir götunum. Lög á borð við Digital Millenium Copyright Act, banna venjulegu fólki að skoða inní sumar skrár í tölvunum sínum. Hafa þeir gengið svo langt að handtaka útlenda vísindamenn sem koma til bandaríkjanna til að halda fyrirlestra, ef rannsóknir þeirra í heimalöndum sínum brjóta gegn DMCA. Þar ríkir trúarofstæki (t.d. í garð trúleysingja), herská og stórhættuleg utanríkisstefna, ríkisstjórn og þing sem er að stórum hluta rotið inn að beini, og dregur gjörsamlega lappirnar í aðgerðum til að minnka mengun, því á því hagnast ekki stuðningsaðilarnir. Svona má lengi telja.

Frjálslynd miðjustefna er það sem við þurfum! Engar öfgar!

Steinn E. Sigurðarson, 26.2.2007 kl. 23:59

38 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Já, ég minnist víst bara á Kína, en kannski ástandið sé svipað í Norður-Kóreu, eða bara öllum öðrum yfirlístum fasistaríkjum?

Steinn E. Sigurðarson, 27.2.2007 kl. 00:40

39 identicon

Frábær tíðindi fyrir Samfylginguna!!!   Steingrímur búinn að fella græna felulitinn á sá eldrauði kominn í ljós!!!   Það er bara verst að ég sem Samfylkingarmaður get ekki hugsað mér að við vinnum með svona liði eins og opinberaðist á landsfundi VG.

Maður hélt svona umbúðuarlaus forræðishyggja og afturaldar kommúnismi heyrði liðinni tíð.

Bakvörðurinn (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 03:59

40 Smámynd: fannar

Er þetta ekki bara spurning um nafnagift í raun, þ.e. að aðgreina hlutverk lögreglunnar. Ég tel ekki líklegt að við séum að fara ritskoða netið hér á landi. En ég tel það gott mál að ef hægt er að fá meiri mannskap í að koma í veg fyrir barnaklám sé það mjög gott mál.

Athyglisvert samt hvernig Danir hafa t.d. framkvæmt þetta:

"Denmark's biggest Internet service provider TDC A/S launched a DNS-based child pornography filter on October 18, 2005 in cooperation with the state police department and Save the Children, a charity organisation. Since then, all major providers have joined and as of May 2006, 98% of the Danish Internet users are restricted by the filter. ......"

Sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Internet_censorship

fannar, 27.2.2007 kl. 09:31

41 Smámynd: fannar

Ég er þó MJÖG á móti ritskoðun á netinu og styð "Free the Internet" mjög mikið. T.d. http://www.youtube.com/watch?v=Dfw1uRRX3rM

fannar, 27.2.2007 kl. 09:33

42 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Þar voru almennir borgarar stöðvaðir á vegum og spurðir spjörunum úr og var jafnvel tekinn af þeim matur sem átti að fara í tjaldbúðir!" Svona þegar litið er til baka þá var þetta réttlætanlegt. Ég meina VG vill banna ákveðnum hópum fólks til að koma til landsins. afhverju ekki þessum.

Öll svona bönn og hindranir eru einungis til þess að skaða og drufla þá heiðarlegu. Dæmi um þetta er varnarkerfi sem hafa verið sett á geisladiska og dvd diska. Þessi kerfi fara inn í tölvuna og hægja á henni og sumar hverjar hafa hrunið. Þeir sem brjóta af sér afrita diskana. hreinsa varnirnar af og dreifa diskunum á netinu. sá eini sem verður fyrir barðinu eru þeir heiðarlegu.

Þetta er eitthvað sem gjörðir VG myndu leiða af sér. Varðandi samfylkinguna þá eru þetta ekki góð tíðindi nema hún notfærir sér þau til þess að fjarlægjast VG. Annars verður þetta bara áfram Samfó-VG afturhaldskommar.

 Alltaf gaman þegar þeir sem eru á móti klámi eða einhverskonar erótísku efni koma alltaf með barnaklám. Þetta er eins og að segja að ef ég sé ekki á móti fasisma og eyði öllum mínum tíma í að berjast á móti honum þá er ég bara einhver helvítis fasisti. 

Ég vil fá að vafra á netinu án þess að einhver sé að fylgjast með mér. Lesandi tölvupóstin minn og á msn til þess að það sé alveg örrugt að ég sé ekki að brjóta af mér. 

Fannar frá Rifi, 27.2.2007 kl. 09:50

43 identicon

Er eitthvað að ykkur?

Hann Steingrímur viðurkennir allaveganna að þessi staða gæti komið upp. Miðað við fyrri fréttir um núverandi og fyrrverandi stjórnir og þeirra  leyniþjónustu makk, er ljóst að ríkið okkar er að gera slíkt hið sama við okkur og hann talar um.

Munurinn er að núverandi ríkisstjórn "veit ekkert til þess að neinn sé að njósna um okkur og safna upplýsingum!"

Sjálfstæðis BULLSHIT! 

Froosh (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 09:57

44 identicon

Er þetta aðalkosningamálið hjá flestum sem kommenta hér? Að einhver vilji reyna sporna við klámi/barnaklámi sem er ólöglegt hér á Íslandi? Við hlöðum niður ógrynnum af myndum, klámi, tónlist og hinu þessu eins og það sé ekkert sjálfsagðara og finnst síðan eitthvað að þegar að fólkið sem ætti að vera að fá pening fyrir þetta vill láta stemma stigu við þetta. 

Auðvitað meinti hann ekki að allar tölvur yrðu skannaðar, ekkert klám kæmist til Íslands lengur og meira í þeim dúr.  Það er ekki mikið mál fyrir 13 ára ungling að finna sér klám á netinu, afhverju ekki bara að leyfa honum að kaupa Hustler í bókabúð? 

Álíka gáfuleg umræða og að kenna vegakerfinu í höfuðborginni um hve hæg umferðin er (reyndar finnst mér persónulega hún vera ansi hröð miðað við önnur lönd sem ég hef búið í) þegar raunverulega vandamálið er að við eigum allt of marga bíla.

gardar (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 10:43

45 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Fannar Freyr: Vandamálið við slíka filtera (hvort sem þeir eru DNS based eða ekki) er að þetta reiðir sig á fyrirfram vitneskju um hvar ólöglegt efni liggur. Með slíka vitneskju er án efa hægt að fara útí betri aðgerðir en síun.

Steinn E. Sigurðarson, 27.2.2007 kl. 12:55

46 identicon

Lifandis ósköp var ég fegin að sjá síðasta komment. Ég er búin að fara í gegnum alla umræðuna og var í raun búin að missa álit á öllu og öllum. Vegur þetta mál(sem er í raun ekki mál, einungis hugmynd) í alvöru svo þungt á vogaskálunum? Svo þungt að þið snúið blaðinu við vegna hugmyndar um eftirlit með klámi á netinu?? Er þetta það eina sem fólk sér núna? Er enginn að hugsa um önnur stefnumál flokkanna?
O tempora, O mores!Þura

Þura Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 12:58

47 identicon

Þura: ég held að þetta sé eðlilegt. Ef þú færir nú á önnur blogg sem væru að tala um aðra hluti (t.d. stóriðju) þá sæir þú svör þeirra þar. þessi færsla gengur út á mjög alvarlega hugmynd finnst. Og vonandi verður hún ekki að veruleika. 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 14:25

48 identicon

Mér skilst að Ritskoðun sé bönnuð á íslandi. og hvernig ætla þeir að búa til síu sem síar í burtu klám enn ekki Allskonar annað efni. skil hvernig þeir geta lokað a vissar siður og svoleiðis. enn hvernig ætla þeir að takmarka gagna fluttning a milli 2 einstaklinga án þess að loka á allt a milli þeirra.

ónefndur (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 14:31

49 identicon

Baldur Freyr, ég get alveg verið samála því að með lögum skal land byggja. En ég mæli sterklega með lestri á bókinni 1984, er þetta heimurinn sem þú vilt lifa í. Sitja fyrir framan telescreen þar sem löggan getur fylgst með öllum sem þú gerir og getur gert.

 Og það að skoða netrafík mun bara vera slæmt fyrir okkur sem erum að hegða okkur, þeir sem vilja brjóta á og fela það nota dulkóðun, með VPN, SSL eða öðrum dulkóðunaraðferðum.

  Ég persónulega vill ekkert að einhver lögregluaðili sjái hvað ég er að gera á netinu. 

 Verður það kannski þannig að ef ég skrifa vonda hluti um netlögguna eða Vinstri Græna, þá ég búast við Thought Police heim til mín og ég verði bara vaporized ?

Davíð Fannar Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 14:42

50 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ótrúlegt bull sem skrifað er hér á bloggið þitt Gummi. Sumir eru greinilega búnir að missa sig. Ég bendi á stutt viðtal við Steingrím í Fréttablaðinu í dag um þetta mál þar sem útúrsnúningur þinn og annarra er leiðréttur. Bendi einnig á tvö þingmál, þingsályktunartillögu og lagafrumvarp fjögurra Samfylkingarkvenna. Um málin má lesa hér: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=130&mnr=138 og hér: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=130&mnr=139.
Þessi mál voru síðan sett inn í allsherjarnefnd en hafa ekki átt afturkvæmt þaðan. Þú ættir að kynna þér þessi mál í rólegheitum.
Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 27.2.2007 kl. 16:04

51 identicon

eruði algjörir nýnasistar eða ? hvað amar að ykkur! það heitir persónufrelsi og þið getið gleymt mínu atkvæði og allra minna nánustu í framtíðinni þetta er glæpsamlegt , og ef þið ætlið í mína tölvu þá munuði fá orð í eyra!

óskar örn gíslason mjög ósáttur með þessa kenningu

óskar örn gíslason (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 17:33

52 identicon

Skil ekki alveg afhverju það kemur á óvart að þetta skuli koma frá VG. Kjarnin í þeirra hugmyndafræði er að hafa vit fyrir okkur hinum og þá skipta lög, reglur eða stjórnarskrá engu máli. Þetta er einsog hjá Bush hvað varðar klám og eftirlit en í umhverfis og kvennfrelsismálur er það sömu öfgarnar með öðrum formerkjum. Samfylkingin má aldrei leiða slíka öfgamenn til valda

SAS (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 18:39

53 identicon

Í tilefni umræðna hér, þá langar mig að deila með ykkur reynslu minni í Kína.  Dvaldi í alþýðulýðveldinu Kína í nokkra mánuði á síðasta ári og átti afar fræðandi en óbein samskipti við internetlögreglu heimamanna. Eftir nokkrar vikur við ritgerðarsmíð þar sem heimildarvinna fór fram um undarlega hægvirkt netsamband, þá kom að þeirri stundu að umferð minni var æ oftar beint á aðrar brautir en ég stefndi að,  t.d. virtist heimasíða alþingis Íslendinga á bannlista í alþýðulýðveldinu og var mér ítrekað beint inn á rétttrúnaðarsíður lýðræðisflokks kommúnista á staðnum. Kunnugur heimamaður sagði mér að líklega hefði ég vakið athygli hjá Kínversku internetlögreglunni með undarlegri þráhyggju minni við að skoða heimasíðu lýðveldisins Íslands. Allir Kínverjar vissu að öll umræða um lýðræði væri hættuleg heilsu þeirra og inn á heimasíður alvöru lýðræðisríkja færi enginn nema hann vildi lenda í fangelsi.  Þetta átti eyjaskeggi með frjálsa hugsun erfitt með að skilja, í stráksskap mínum þá ákvað ég að gera smá tilraun. Hún fór þannig fram að fór inn á google leitarsíðunna og setti inn “falun gong” í leitarslóð – eftir að hafa ýtt á enter takkann á tölvunni minni þá datt netsambandið út. Eftir margra daga ítrekaðar heimsóknir í Kínverska ríkisinternetfélagið, var mér tjáð að vegna tæknilegra vandamála væri ekki hægt að koma á internetsambandi við íbúðina sem ég var með á leigu.....

Bonus Pater Familias (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 20:05

54 Smámynd: Snorri Bergz

Sumir segja Vinstri-grænir, Sóley ritari minnir menn á vinstri-græn. En mér sýnist eðlilegast að kalla flokkinn "Vinstri-grænar", enda hefur VG nú tekið til sín hinn gamla listabókstaf Kvennalistans og sett eintómar konur (þó vísast ágætar) í stjórn með Foringjanum.

Snorri Bergz, 27.2.2007 kl. 21:14

55 identicon

Vil benda á í sambandi við rangfærslurnar fyrir ofan: Steingrímur talaði ekki um netlögreglu, það var Egill. Hvað þá að fólk sé að leggja orðið "netleynilögregla" Steingrími í munn. Lágkúra. Heimska. Ritskoðun á netinu er ómöguleg, en Steingrímur vill að netnotkun barna og misnotkun manna á börnum verði fyrirbyggð. Mótmæli því hver sem vill.

Benjamín (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 22:51

56 identicon

Vg og feministar eru ekki vinsæl á blogginu"ótrúnó"!!!

Mjög SUS-legt!!

Sonja K

Sonja Káradóttir (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 22:56

57 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Þessir tveir linkar sem þú vísar á Hlynur eru nokkuð athyglisverðir. Jóhanna Sig og fleiri þingkonur Samfylkingarinnar lögðu annars vegar til að það yrði refisvert að senda börnum klám og barnaklám (þyngri refising) í tölvutæku formi og hins vegar er þarna tillaga sömu þingkvenna um að sá sem hýsir barnaklám á vefþjóni sínum þurfi að sæta ábyrgð.

Báðar þessar tillögur eru mjög skynsamlegar. Þær fjalla um refsiramma. Skilgreiningu á ábyrgð. Skilgreiningu á refsingu. Í hvorugri er gert ráð fyrir alsherjareftirliti á netumferð eða netlögreglu af nokkru tagi. 

Ég neita líka -- og þetta er mikilvægt -- að taka þátt í þessari umræðu á þeim forsendum, að ef ég lýsi mig mótfallinn netlögreglu sé ég þar með á einhvern hátt að mæla barnaklámi bót.

Barnaklám er einfaldlega kolólöglegt. Punktur. Hvort sem það er á netinu, í bakherbergjum, í prentuðum tímaritum, á vídeóspólum eða annars staðar. Og misnotkun á börnum getur átt sér stað í skólum, sumarbúðum, heimahúsum, á stofnunum, eins og við höfum séð frétttir um undanfarið. Alltaf jafnógeðslegt og, nota bene, refsivert. 

Steingrími hefði verið í lófa lagið -- ef hann var að hugsa um barnaklám -- að segja einfaldlega að hann vildi herða aðgerðir gegn barnaklámi, á netinu og annars staðar. En hann sagði það bara alls ekki.

Hann sagðist beinlínis vilja stofna netlöggu til að sporna við klámi, og ekki bara barnaklámi. Heldur klámi. Þetta vekur rosalegar spurningar, svo ekki sé meira sagt.

Þetta sagði þinn leiðtogi, þótt ég skilji vel að þú óskir þess heitt að hann hefði sagt eitthvað annað.

Þarna er pólitíkin einfaldlega komin inn í svefnherbergið hjá fólki. Ég kann ekki við það. Og þetta hlýtur jafnframt að fela í sér hugmynd að eftirliti með  því hvað fólk skoðar í tölvunni sinni, auk greinarmunar á því hvað telst æskilegt og hvað ekki.

Ég get bara alls ekki skrifað undir svona pólitík. 

Koddu bara yfir til okkar Hlynur. Forræðishyggja af þessu tagi getur ekki verið  þinn bolli af te. Listamaðurinn sjálfur.

Guðmundur Steingrímsson, 27.2.2007 kl. 23:23

58 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Hér er bein tilvitnun í Steingrím og Egil: 

EGILL:  Myndirðu vilja til dæmis að það yrði gripið til aðgerða til þess að takmarka klám á netinu?

SJS: “Já, alveg absolút. Ég vil stofna netlögreglu sem meðal annars hefur það hlutverk og ekki síst að reyna að koma í veg fyrir klámdreifingu…”

Steingrímur talaði svo um súlustaði og þess háttar og að hann vildi  janframt koma þeim úr landi. Minntist ekki einu orði á barnaklám, svo því sé haldið til haga.  

Hugtakið "netlögregla" er 100% hans. Ekki Egils.  

Guðmundur Steingrímsson, 27.2.2007 kl. 23:48

59 identicon

Segi bara "heyr heyr" fyrir Gumma Steingríms!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 23:50

60 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég mæli með því að allir lesi grein Stengríms í Morgunblaðinu í dag. Þar fjallar hann um þetta sem sumir eru að reyna að snúa út úr hér. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 28.2.2007 kl. 11:51

61 identicon

æji voðalega getiði röflað hérna um hitt og þetta. Staðreyndin er bara sú að foringinn (SJS) hefur algjörlega rétt fyrir sér. Jú jú sumt er nú öfgar í kallinum, en samkvæmt íslenskum lögum er bannað að framleiða klám en ég held nú að það hafi ekki verið að meina það að fara inn á tölvur fólks og gá hvort að það sé klám inn á því. frekar það að það sé sérstök netlögregla til þess að leita uppi ÍSLENSKAR! síður sem gagnast á við löginn. En annars er ég voðalega sáttur við samfélagið á netinu enda má kalla það sem næst Anarkisma sem komist hefur verið í sögunni. En þegar fólk er að röfla um Kommúnisman þá þætti mér skemmtilegt að vita hvort fólk viti í alvöru hvað kommúnisminn stendur fyrir eða er það að tala um Stalínisma (sem var í Sovíetríkjunnum). Endilega reyna að fræðast um Hinn alvöru kommúnisma sem hefur ekki ennþá tekist að setja upp í neinu landi. Því miður. Mörg lönd kenna sig við Komman en því miður er það bara upp að vissu marki. En já ég vill enda þetta með því að segja að ég er Vinstri grænn í gegn og ég styð þær tilögur vinstri grænna sem skerða ekki persónufrelsið. Ótrúlegt að fólk reynir að kenna vinstri grænum um alla afturhaldssemi.... Við komum þó með málefni og látum ræða um þetta!!!! hvar væri lýðræðið ef fólk myndi ekki segja sýnar skoðanir og koma með aðrar tillögur.

Jónas "rauði" Höskuldsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 01:01

62 identicon

Þó mér hafi óneitanlega brugðið um árið þegar Davíð tók til orða og talaði um "afturhaldskommatitti" þá einhvern veginn verður þetta allt meira descriptive í dag og okkur vantar slíkan mann til að slá almennilega á puttana á VG með blárri reglustiku. Auðvitað er fólk í VG góðir og vel meinandi borgarar upp til hópa en foringinn og alltof margir af liðinu í kringum hann passa alveg við orðatiltæki Davíðs. Nefni sérstklega Joðið, Ögmund, Álfheiði Inga, og ... jesús þetta er verra en mig minnti.

kveðja

Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 01:36

63 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki gleyma nátttröllinu Jóni Bjarnasyni og Hjölla Gutt

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.3.2007 kl. 10:22

64 Smámynd: Sveitavargur

Tja, hvað yrði sagt ef ég mælti með tískulöggu gegn öllum þessum bleika lit þeirra?

Ég mæli með að hún verði skírð Fashi. 

Sveitavargur, 8.3.2007 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband