Leita í fréttum mbl.is

Nú, nú, er ég að fara að gifta mig?

Við Alexía sáum á forsíðu Séð og heyrt í dag að brúðkaup okkar væri í aðsigi. Athyglisvert. Þetta væru auðvitað bara ánægjuleg tíðindi, ef brúðkaup stæði raunverulega til, en gallinn á þessari frétt er sá að brúðkaup hefur barasta ekki neitt staðið til og hefur ekki einu sinni verið rætt okkar á milli.

Í okkar augum er þetta svakalegt skúbb hjá Séð og heyrt. Við sjálf vissum ekki einu sinni af þessu.  

Við erum alveg hamingjusöm og allt það. En við erum bara alls ekkert að fara að gifta okkur.

Það er auðvitað Eiríkur Jónsson sem skrifar þetta. Hver annar.

Þannig er mál með vexti að Alexía varð þrítug um síðustu helgi. Við héldum grímupartí (þess vegna lítum við svona út á forsíðunni, sko) og Eiríkur hringdi og spurði hvort hann mætti senda ljósmyndara. 

Við sögðum jú jú, svosem allt í lagi, já já, o.k. fyrst þú endilega vilt og allt það. Ljósmyndari kom. Hann tók myndir og allt í góðu. Svo hringdi Eiríkur í Alexíu eftir helgina. Spyr um nöfnin á fólkinu á myndunum og fær þau.  Og svo spyr hann, frakkur en lævís:

"Eruði ekki að fara að gifta ykkur?"

Alexía hlær. Gerir grín. Og segir nei.

"Hva, viltu ekki giftast honum?" spyr þá Eiríkur áfram.

"Jú jú, kannski þegar ég verð sjötug" svarar Alexía.

Og þar með er þessi hugumstóri riddari sannleikans kominn með efnið sem hann vantaði.

Fyrirsögn: "Brúðkaup í vændum!"

Fyrirsögn inni í blaðinu: "Ég vil giftast honum!"

Ég þekki Eirík. Hef unnið með honum. Ég þekki líka Mikka Torfa ágætlega. Hef unnið með honum. Hann er ritstjóri Séð og heyrt.

Ég hef heyrt að þeir tveir séu að fara að gifta sig í Danmörku. Svaka hamingjusamir. Gengur ofsa vel hjá þeim. Eru jafnvel að spá í að ættleiða.

Til hamingju, strákar! Þið eruð perfect match.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nákvæmlega sama kom upp með brúðkaup hauks hólm og guðnýjar sem var á forsíðunni um daginn. eiríkur fór að segja hauki frá sínu eigin brúðkaupi sem verður víst á þingvöllum og úr verður frétt að haukur og guðný muni gifta sig á þingvöllum og sigurrós spila brúðarvalsinn. uppspuni frá rótum.

hve lengi á þetta að viðgangast? hvenær verður eiríki neitað um viðtöl? hvenær mun "fræga" fólkið sjá að sér og neita að ræða við manninn? þetta er náttúrlega erfitt þegar eiríkur hringir í kollega sína því venjulega er fólk kurteist og vill ekki skella á manninn en ekki virðir hann fólk á móti með þessu rugli viku eftir viku. og það um eigin kunningja. það á eiginlega bara að banna manninn.

já, og kysstu alexíu frá mér...elísabedó.

elísabet (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 10:00

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Guð minn góður, ósannleikur í Séð og heyrt!?!?

Nú er þjóðin án efa í uppnámi!

Blaðið ætti frekar að heita "Skáldað og hlegið".

Steinn E. Sigurðarson, 23.2.2007 kl. 11:09

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eða: Ofsýnir Og Ofheyrnir. = OOO

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.2.2007 kl. 13:32

4 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Þeir gætu kannski ættlætt stelpubarnið ófeðraða sem Anna Nicole lét eftir sig... Þeim væri treystandi að halda greyinu frá kastljósi fjölmiðla, eða hvað?

Ingi Björn Sigurðsson, 23.2.2007 kl. 18:44

5 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Bara eitt ráð:  Skella á ef á hinum enda línunnar eru Eiríkur eða Mikael.

Sigfús Þ. Sigmundsson, 23.2.2007 kl. 23:45

6 Smámynd: Hildur Sif Kristborgardóttir

ha laug séð og heyrt??? aldrei hef ég heyrt annað eins....

ég sem var búin að senda ykkur brúðkaupsgjöf...þú sendir þá bara tilbaka 3 hæða ostakökuna

Hildur Sif Kristborgardóttir, 25.2.2007 kl. 20:31

7 identicon

En í framhald af þessu þá man ég eftir Eiríki lýsa því yfir í Kastljósi hér um árið að það væru þrjár tegundir blaðamanna.

1. Þeir sem vildu bæta heiminn. - Þeir ættu að vera í pólitík.

2. ,,Svo eru það svona krakkar eins og þið sem eruð með svona spjallþætti" sagði hann svo við stjórnendur Kastljóssins þá. (Notaði einhver svona orð)

,,Og svo í þriðja lagi eru það alvöru blaðamenn einsog ég," sagði hann svo stoltur. Maðurinn sem er kominn langt yfir miðaldur og er kominn á þann stað í blaðamennskunni að skrifa slúður og bull.

Gaman að þessu. Gott fordæmi fyrir verðandi blaðamenn.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 00:21

8 identicon

Feliximo (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 01:14

9 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Bwahahahahaha!!! með fyndnari færslum sem ég hef lesið nýlega! :)

Björgvin Gunnarsson, 26.2.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband