Leita í fréttum mbl.is

Var þetta kannski kiwi?

Ég geri mér grein fyrir að ég er dálítið seinn inn í umræðuna um það hvort að fyrirbrigðið í Bónus á bak við Sölva fréttamann hafi verið mýs eða kartöflur, en ég sá margumrædda fréttaskýringu rétt áðan. Ég heyri á öllum að niðurstaðan sé sú að þetta hafi verið karftöflur sem þarna rúlluðu yfir gólfið og undir kassa. 

Ég vil þó leyfa mér að spyrja: Erum við alveg viss um þetta? Er ekki hugsanlegt að þetta hafi verið kiwi?

Ég fagna auðvitað þessari umræðu. Hún er mjöööög mikilvæg. Ég vil stinga upp á fleiri slíkum gátum fyrir fréttaáhugafólk.

Fyrirbrigðið sem tók trén upp í Heiðmörk. Var það skurðgrafa eða Gunnar Birgisson?

Skoðum upptökuna einu sinni enn...  

Fréttaskýring Sölva fjallaði um hátt verðlag á Íslandi, sem er mikið alvörumál. Ég ætla ekki að fella neina dóma um þjóðarsálina eða hneykslast á því á nokkurn hátt að umræðan um fréttaskýringuna skyldi hafa snúist á endanum um tja... aukaatriði málsins. Ég ætla fremur að leyfa mér að halda því fram að nokkuð svipuð efnistök tíðkist mjög almennt í umræðu um þjóðfélagsmál hér á landi. 

Dæmi 1: Umræða um fátækt.  "Fólk er miklu fátækara á Grikklandi".  

Dæmi 2: Umræða um vaxandi ójöfnuð.  "Kaupmáttur hefur aukist."

Þessi svör í alvarlegri umræðu eru dæmi um svokallaðar "kartöflur" (stundum kallað "kiwi"), sem við getum kallað svo í ljósi nýjustu tíðinda. Hér er boðið upp á svokallað "kartöflukarp", eða "karp um kartöflur", en það kallast það þegar umræða um alvarleg mál snúast upp í umræðu um ótengd aukaatriði.

Dæmi um kartöflur eru fjölmörg í íslenskum stjórnmálum.  Þetta stílbrigði er nátengt svokallaðri "smjörklípu". Kartöflur og smjörklípa fer oft saman í umræðunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Hehehe.  Góður.  Stundum er talað um gúrkutíð í fréttum hér á fróni, nú er búið að ná nýjum lægðum og heitir hin nýja lægð kiwitíð....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 22.2.2007 kl. 15:31

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sorrý ég hélt að þetta væri dæmigerð smjörklípa, en svo er það bara Kíwí eða kartöflumús. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2007 kl. 21:26

3 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Enn misstígur þú þig Guðmundur í umræðunni.

Ertu að reyna að gefa í skin að þú viljir frekar hafa meiri jöfnuð þó að það valdi minnkandi kaupmætti???

Ef ég var ekki ákveðinn áður að kjósa ekki samfylkinguna, þá er ég það núna.

Ágúst Dalkvist, 22.2.2007 kl. 22:08

4 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ég er alveg viss um að Guðmundur vill ekki fórna kaupmættinum fyrir meiri jöfnuð. Væri gaman að fá svar frá þér sjálfum Guðmundur.

Egill Rúnar Sigurðsson, 22.2.2007 kl. 22:18

5 Smámynd: Guðmundur Steingrímsson

Gagnrýni sem felur í sér að ófjöfnuður hafi aukist er ekki hægt að svara með því að segja bara að almennur kaupmáttur hafi aukist. Það er kartaflan. 

Almenn kaupmáttaraukning, og sá meðaltalsreikningur sem hann byggir á, segir ekki til um kjör einstakra hópa, sem hafa orðið eftir. Um það snýst umræðan um ójöfnuð: Að hópar hafi orðið eftir. 

Við gagnrýnum að skattleysismörk hafi ekki fylgst vísitölu. Þar með jókst skattbyrði á hina tekjulægstu mun meira en á aðra hópa.

Þú getur vel kosið Samfylkinguna Ágúst, því þú ert að misskilja mig allsvakalega.  Ég vil að sjálfsögðu kaupmátt sem mestan. Fáránlegt að halda því fram að þeir sem gagnrýni ójöfnuð vilji ekki mikinn kaupmátt. 

Súrrealískt. Kartöflukarp. Eða kiwi.   Það var punkturinn. 

Guðmundur Steingrímsson, 22.2.2007 kl. 22:48

6 identicon

Ég get ekki annað en velt því fyrir hvernig í ósköpunum menn einsog Haukur Dharma komast hjá því að sjá að alltof margir í okkar annars ágæta landi búa við fátækt. Og þá er ég ekki að tala um fólk sem kemst ekki nema í eina utanlandsferð á ári og þarf að gista á ódýrum hótelum. Ég er að tala um foreldra sem ekki hafa ráð á því að greiða fyrir tómstundir barnanna sinna, ég er að tala um foreldra sem ekki hafa ráð á því að greiða fyrir skólamáltíðir barna sinna, ég er að tala um fólk sem hefur ekki nóg sér og sínum til daglegrar framfærslu, ég er að tala um þá hundruðir foreldra sem ekki höfðu ráð á því að kaupa jólagjafir handa börnunum sínum um síðustu jól, ég er að tala um þann fjölda fólks sem leitaði á náðir Hjálparstarfs kirkunnar og Mæðrastyrksnefndar í desember síðast liðinum, ég er að tala um þau ungmenni sem ekki geta stundað nám í framhaldsskóla nema með námsstyrk frá Hjálparstarfi kirkjunnar, ég er að tala um alla þá bótaþega á Íslandi sem ekki geta notið sjálfsagðrar mannvirðingar, ég er að tala um innflytjendur sem búa við hörmuleg kjör, ég er að tala um þá lægst launuðu á vinnumarkaði sem eiga ekki nokkra von um að eiga fyrir útgjöldum um mánaðarmótin, ég er að tala um fimmþúsund fátæku börnin á Íslandi, ég er að tala um þá sem hafa orðið undir í samfélaginu og allt of mörgum viriðst skítsama um. Og ég er að tala um það andlega og veraldlega skipbrot sem þetta fólk upplifir á hverjum degi. Og við hefðum líka gott af því að hugsa um hvaða áhrif það hefði á okkar eigin sjálfsvirðingu að búa við þessar aðstæður og kaldar kveðjur frá mönnum einsog Hauki Dharma.  

Anna Lára Steindal (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband