Leita í fréttum mbl.is

Samfylking og Vinstri grænir

Sveiflurnar eru ævintýralegar í skoðanakönnunum þessa dagana. Það hefur hingað til ekki þótt líklegt að meirihlutastjórn Samfylkingar og VG gæti verið í spilunum en könnun Fréttablaðsins í morgun sýnir að þessi möguleiki er vel fyrir hendi. 

Ánægjulegt.

En það er ferlega lágt svarhlutfall í þessari könnun. Rétt rúmlega helmingur af 800 manna úrtaki tekur afstöðu til spurningarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn má vera stressaður. Samkvæmt þessu gæti fylgi hans vel farið niður að 30% markinu. Sérstaklega  ef ásókn Frjálslyndra vex í þeirra raðir.

Framsókn er ekki í sókn, svo maður orði það kurteislega. Tveir þingmenn væri tja... óviðunandi niðurstaða fyrir þá...  Líklega yrðu þessi tveir Guðni Ágústsson og Valgerður Sverrisdóttir.

Ekki mest samstíga þingflokkur í heimi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er fólkið farið að hugleiða hvað veldur þessari jákvæðu útkomu fyrir Samfylkinguna ?   Þó svarhlutfallið sé lágt þá er þarna vísbending samt sem áður.

- Tvö afgerandi mál voru í brennidepli í vikunni hjá Samfylkingu

   - Fresta öllum stóriðjumálum þegar í stað , kæla hagkerfið og að     Fagra Ísland , stefna Samfylkingarinna í virkjana og umhverfismálum  sett fram á Alþingi... Trúverðugt mjög.

-  Ný atvinnustefna varðandi hátækni og sprotafyrirtæki. Öflug framtíðarsýn.

Ég tel að þetta sé alveg ákveðin þungavigt  í þessari útkomu okkar í þessari skoðunarkönnun Fréttablaðsins.

Má ekki biðja um meira þessu líkt á næstu vikum 

Sævar Helgason,Hafnarfirði (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 18:35

2 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Sammála.  Þetta væri mjög ánægjuleg niðurstaða úr kosningum.  Nú er spurning hvort við getum í sameiningu látið hana verða að veruleika.

Árni Þór Sigurðsson, 11.2.2007 kl. 19:51

3 Smámynd: Hafþór H Helgason

Það er reyndar mikill hluti sem er óákveðinn eða gefur ekki upp afstöðuna en mikil ósköp yrði það ánægjulegt ef það kæmi vinstri stjórn sem sæti alveg heilt kjörtímabil.

Hafþór H Helgason, 11.2.2007 kl. 20:40

4 identicon

Meirihluti sf og vg verður aldrei að veruleika.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 21:12

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

já, nú gröfum við vinstri menn stríðsexina og stillum okkur saman. Ekki veitir af vinstri stjórn næst, í þetta skelfilega frjálshyggjuþjóðfélag sem við búum í!

go, we!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.2.2007 kl. 21:13

6 identicon

Það er sannarlega ánægjulegt að sjá möguleika á öflugri tveggja flokka stjórn án Sjálfstæðisflokks. Þetta er leiðin til að endurreisa velferðarkerfið og jafna kjör fólksins í þessu landi! Koma sooh!

Svandís Svavarsdóttir 

Svandís Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 21:22

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvað þurfa skoðanakannanir að vera smáar og með lélegu svarhlutfalli til að þær teljist ómark? Hvernig væri nú að tíminn fram að kosningum væri notaður í að ræða það sem skiptir máli eins til dæmis málefni en ekki að spá í misvelgerðar skoðanakannanir alveg fram á síðasta dag fyrir kosningar. Finnst að ætti hreinlega að skoða hvort ekki ætti að banna þennan fjanda frá og með mánuði fyrir kosningar svo einhver raunveruleg og vitleg umræða fari fram um annað og meira en þessar blessuðu skoðanakannanir. Það á ekki að kjósa um skoðanakannanir eða hvað?

Halldór Egill Guðnason, 11.2.2007 kl. 21:49

8 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég held að yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar varðandi stóriðjuframkvæmdir hafi haft sitt að segja, þó að auðvitað verði að taka svona skoðanakönnunum með fyrirvara. Nú verður að halda vel á spöðunum fram á vor!

Svala Jónsdóttir, 11.2.2007 kl. 21:56

9 identicon

Og enn stækkar listi hinna óákveðnu!

Sigurður J. (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 00:43

10 Smámynd: Kristján Gunnarsson

Hvar er Haukur?

5 sek. 

Kristján Gunnarsson, 12.2.2007 kl. 09:26

11 identicon

Hér er Haukur, með flensu.  Skemmtilegur fróðleikur samt, ég er með aðeins meiri hita en sem nemur prósentufylgi Sjálfstæðisflokksins að meðaltali í undanförnum könnunum (39 stig - 39%) og fjöldi klukkutíma sem ég eyði á dag í svefn eða svefnmók er nákvæmlega jafn því hlutfalli aðspurðra sem treysta Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur best allra íslenskra stjórnmálamanna (12 tímar í svefn - 12% treysta henni).  Spáið í því aðeins, það setja fleiri formann Samfylkingarinnar efst á lista þeirra sem síst er treystandi heldur en núverandi dómsmálaráðherra, sem búið er að djöflast á í misserisraðir.  Geri aðrir betur.

Jú, þessi könnun er mjög merkileg, 800 manna úrtak og 54% svarhlutfall, það er svona eins og að spyrja temmilega blokk í Kórahverfinu, og tæplega það.  Og það hefur örugglega engin áhrif að sama dag og Fréttablaðið gerir þessa könnun þá birtir Fréttablaðið heilsíðu auglýsingu frá Samfylkingunni þar sem kosningabaráttunni er formlega hrundið af stað.  Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það lang líklegast að bæði Vinstri Græn og Samfylking hafi nú toppað í fylgi fram yfir kosningar.  Af hverju segi ég það?

Jú, bara tilhugsunin um að Ögmundur Jónasson komist í fjármálaráðuneytið er nægjanleg til að gera fólk afhuga öllu sem tengist Vinstri Grænum.  Hingað til hafa Vinstri Grænir lifað á náttúruverndinni (sem er undarlegt, því ég gat ekki séð þá mótmæla Héðinsfjarðargöngum veginum um Þorskafjarðaheiði, eða virkjuninni á Hellisheiði) en þegar nær dregur kosningum munu þeir þurfa að tjá sig um fleiri mál, og þá kemur í ljós hina stæka fýla afturhaldskommúnisma og fólk mun þá sjá hversu langt aftur til fornalda Vinstri Grænir vilja senda okkur sem þjóðfélag.  Bætum svo við framboði Hægri Grænna, sem tekur til sín hina hófsömu umhverfisverndarsinna sem samvisku sinnar vegna eru tilneyddir til að velja VG, og bingó, VG dettur niður í sín 12-15% sem þeir eiga skilið.  Come on.... Ögmundur sem fjármálaráðherra?  Og vilt þú, Guðmundur, verða valdur að því að Hinir Veruleikafirrtu komist til valda?

Og hvað varðar Samfylkinguna, þá sást nú bara í morgun að formaður flokksins nýtur nákvæmlega einskis trausts, tæplega helmingur þeirra sem segjast ætla að kjósa flokkinn í nýjustu könnuninni nefna hana sem besta leiðtogann.  Sumir myndu kalla það höfnun.  Samfylkingin getur ekki falið Ingibjörgu endalaust, og nú hefur nú tæpa 3 mánuði til að tala fylgið niður enn frekar.  Stefnuleysi Samfylkingarinnar er líka að koma betur og betur í ljós.  Heigulsháttur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, og óbeinn stuðningur meirihlutans þar við stækkun álversins í Straumsvík, mun leiða til virkjana í Þjórsá, nokkuð sem Samfylkingunni væri í lófa lagið að hindra með því að axla þá ábyrgð sem á hana var lögð í kosningunum í vor.  Ergó, nú er útsýnið best úr Samfylkingu og Vinstri Grænum, og það sem meira er, Guðmundur, þú veist það sjálfur.

Þinn einlægur aðdáandi jafnvel í pestinni,

Haukur (10 mín, en ég gef mér veikindaforgjöf) 

haukur (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 11:19

12 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Ef þetta verður útkoman úr kosningunum verðer þú að fá uppskriftina af

grjónagrautnum hjá föður þínum. Svo þjóðin svelti ekki eins og síðast þegar

sat vinstri sjórn og eina ráðið sem faðir þinn gat gefið var að grjónagrautur væri bara ansi góður.

Leifur Þorsteinsson, 12.2.2007 kl. 13:43

13 identicon

Margir eru farnir að gleðjast yfir því að Framsókn líði undir lok en þetta hefur valdið mikilli Þórðargleði á vinstri væng stjórnmálanna.  Þetta fylgistap Framsóknar er vegna skipulagðar eineltisstefnu vinstrifólks á hendur Framsókn.

En gleðjist ekki of snemma.  Þrátt fyrir að Sovétríkin hafi liðið undir lok og að Saddam Hussain hafi verið hrakinn frá stjórnvölinum í  Írak, þá varð heimurinn ekkert betri eftir á.  Vinstrimenn geta ekki vonast eftir því að þeir Framsóknarmenn sem ekki hafa neinn flokk til að styðja þegar Framsókn líður undir lok, styðji vinstri öflin - síður en svo!

Ísland stjórnað af vinstriflokkum er ekkert spennandi staður að búa í.  Ójöfnuður milli landshluta mun aukast mikið þegar allar framkvæmdir fyrir utan Höfuðborgarsvæðið verða bannaðar.  Fólksflótti mun aukast af landsbyggðinni til Höfuðborgarsvæðisins þar sem að þetta flóttafólk mun verða hrúgað í blokkir í gettóhverfum Höfuðborgarsvæðisins.  Ísland verður lagskipt þar sem að mikið ríkidæmi mun vera á Höfuðborgarsvæðinu og fátækt og fábreytni á landsbyggðinni. Skattar munu aukast og hækka til að borga fyrir boðaða velferð vinstriflokkanna.  Verðbólga og atvinnuleysi mun aukast. 

Vinstrimenn virðast telja að hátækni og sprotafyrirtæki séu framtíðin.  Vissulega eru framtíðarmöguleikar í þessum fyrirtækjum.  Varðandi hátækni og sprotafyrirtæki að þá virðist það vera einskonar náttúrulögmál að ÖLL slík fyrirtæki verða á Höfuðborgarsvæðinu.  Sjáið bara Actavis, DeCode, Össur, Marel og fleiri.  Ég verða bara að segja að það er MJÖG ólíklegt að þessi fyrirtæki hafi áhuga á því að reisa útibú á landsbyggðinni.  Þetta er nokkuð sem vinstrimenn hafa engan áhuga á að getu til að breyta.  Svona er þetta bara!  Þetta er því afskaplega veik stefna hjá vinstrimönnum og konum.

Kjósendur góðir; Verið varkár - varist vinstri slysin!

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 14:59

14 identicon

Það er orðin raunhæf þörf á að innleiða nýja og betri stjónarhætti hér í þessu landi.

Og kemur þar margt til.

Bilið milli ofurauðugra  og efnalítlla hefur í tíð þessara tveggja flokka sem hafa verið saman við völd sl 12 ár, leitt til alveg óviðunandi þjóðfélagsástands .

Þúsundir eldri borgara er þrautpínt með afarlágum lífeyri og skattlagningu .Svo ekki sé minnst á öryrkja og einstæðar mæður með barnahóp.

Þessi hópur skilur ekki glósuna sem Leifur setti hér fram . Grjónagrautur er hjá þessum hópi kærkomin magafylli og til hátíðabrigða með sykruðum kanil útá.

Stríðið í Írak heldur áfram og ástandið fer sífellt versnandi. Núverandi stjórnarflokkar settu okkur þar meðal hinna viljugu.

Þjóðinni hefur verið skipt upp í tvær fylkingar í stóriðju og virkjanamálum.

Og nú segjast tveir ráðherrar Framsóknar vera búnir svo gott sem að ná fram “Þjóðarsátt” í umhverfismálum, samkvæmt fréttum í dag. Sá starfshópur sem þar undirbyggði málin fyrir ráðherrana hafði ekki innanborðs neina frá náttúruverndarsamtökum, ferðaþjónustu eða öðrum umhverfisverndarhópum.Einhverja  af þeim 15 þúsundum sem gengu með Ómari Laugaveginn nú í haust ? Nei .

Stjórnvöld sem þannig er komið fyrir eru orðin ansi einangruð frá þjóðinni og alveg orðið tímabært að hvíla þau .

Það er þörf á hugsjónum jafnaðarmanna við tiltekt í þjóðfélaginu . Þar er Samfylkingnni best treystandi að hafa forystu.

Sævar Helgason, Hafnarfirði (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 16:43

15 identicon

Örn segir: "Ójöfnuður milli landshluta mun aukast mikið þegar allar framkvæmdir fyrir utan Höfuðborgarsvæðið verða bannaðar.  Fólksflótti mun aukast af landsbyggðinni til Höfuðborgarsvæðisins þar sem að þetta flóttafólk mun verða hrúgað í blokkir í gettóhverfum Höfuðborgarsvæðisins." Hvað má finna margar rökvillur í þessum texta skv. ágætri grein Kára Harðarsonar? (http://kari-hardarson.blog.is/blog/kari-hardarson/entry/116931/)

hogo (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 17:20

16 Smámynd: Gamall nöldurseggur

Ég sé að Haukur sem mér hefur sjaldan fundist með réttu ráði, er skynsamastur með hita og óráði.    

Tilhugsunin um Ögmund í fjármálaráðuneytinu eða Steingrím J í forsæti er vægast sagt skelfileg.     Það væri hægt að mála upp hryllingsmynd af landspólitíkinni með hinn og þennan í hinum ýmsu störfum en sem betur fer hefur þjóðin komist hjá því með kosningum.

Það er nefnilega mergurinn málsins að við viljum ekki flokkana af því að þeir eru svo sundurleitir.      Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir stöðugleika og þess vegna fær hann mest fylgi.     Við viljum ekki stórar breytingar.    En við viljum fá gott fólk á þing og í ráðuneytin.     Og þingflokkarnir bjóða ekki upp á nógu gott úrval af góðu fólki fyrir minn smekk.

Kannski bara kominn tími á Röskvu á alþingi?   Hóa saman öllu gamla ofurliðinu og koma syngjandi "sól sól skín á mig..."   

Eru ekki allir hressir?

Gamall nöldurseggur, 12.2.2007 kl. 19:11

17 identicon

Á nú tilhugsunin um ímyndaða ráðherraskipan að fæla kjósendur frá?

Viljiði fá alvöru hroll:

Sjáiði fyrir ykkur dýralækni úr Hafnarfirði sem fjármálaráðherra?

Sturlu Böðvars sem samgönguráðherra?

Björn Bjarnason sem dómsmálaráðherra?

Siv Friðleifs í heilbrigðisráðuneytinu?

Valgerði Sverris sem utanríkisráðherra?

Þennan sem fór heim með næstsætustu stelpunni af ballinu í forsætisráðuneytinu?

Einar Kvalræði Guðfinns sem sjávarútvegsráðherra?

Magnús Stefáns (hver er það nú aftur) sem félagsmálaráðherra?

Nei andsk... Vonandi sökkvum við aldrei svona djúpt.

Þetta væri alveg skelfilegt!

Arn (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 11:06

18 identicon

Næsta ríkisstjórn:

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir forsætisráðherra
Steingrímur J. Sigfússon utanríkisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra
Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra
Þórunn Sveinbjarnardóttir samgönguráðherra
Þuríður Backman landbúnaðarráðherra
Össur Skarphéðinsson sjávarútvegsráðherra
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra
Kristján L. Möller fjármálaráðherra
Ögmundur Jónasson menntamálaráðherra
Mörður Árnason iðnaðarráðherra
Atli Gíslason dómsmálaráðherra

Katrín Júlíusdóttir forseti Alþingis

Ágúst Ólafur Ágústsson formaður þingflokks Sf
Katrín Jakobsdóttir formaður þingflokks Vg

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 13:05

19 identicon

Ætli VG geti stjórnað landinu eftir uppgjöfina hjá borginni. Spurningin er þessi hvort þessi stjórn muni virða lýðræðislega ákvörðun Hafnfirðinga ef þeir samþykkja álversstækkun. Össur hefur lýst því yfir að fresta beri álveri í Straumsvík og VG að þetta sé ekki mál Hafnfirðinga einna. Þannig að lýðræðið gildir bara í eina átt!!!

Sigþór Ari (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 20:47

20 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ekki væri ég leið yfir þessari niðurstöðu ef hún væri endanleg, þó að ég sé hægrimanneskja, að þá held ég að þurfi líka tilbreytingu. En niðurstöðuna mundi ég telja nokkuð ótrúverðuga þar sem lítil þátttaka var í kostningunni. Sagt er í aðferðarfræði vísindanna að úrtak þurfi ekki alltaf að vera mjög stórt þó að þýðið sé það, en með rúmlega 50% svarhlutfall....... ekki mikið að marka að ég held

Inga Lára Helgadóttir, 19.2.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband