Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Svona var sumarið

Jæja, nú er mál til komið að byrja að blogga aftur. Sumarið er búið. Komin rigning. Þjóðfélagið er að ranka við sér. Fólk farið að slást á Stuðmannaböllum. Allt eins og það á að vera.

Ég átti hið ágætasta sumar. Byrjaði á því að fara til Ítalíu í frí. Svo fór ég líka í vikuferð á pallbíl með pallhýsi tengdaforeldra minna hringinn í kringum Ísland ásamt fjölskyldu systur minnar, sem leigði hjólhýsi til þess arna. Trailer-trash lífernið átti bara ágætlega við mig, satt að segja.

Í ágúst fór ég svo sem kosningaeftirlitsmaður til Kazakstan á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Í Kazakstan var verið að kjósa til neðri deildar þingsins og í þeim kosningum fékk flokkur Nursultans Nasarbayevs forseta um 88% atkvæða og öll þingsætin. Æsispennandi. Við kosningaeftirlitsmennirnir fundum ýmislegt að framkvæmdinni, einkum talningunni. 

Annars segi ég bara eins og Borat: Kazakstan, greatest country in the world. All other countries are run by little girls. Þetta er textinn í þjóðsöng Kazakstan samkvæmt Borat. Ég er með hann á heilanum því þetta er hringingin á símanum hennar Alexíu. 

Very nice. Við Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður og Högni Kristjánsson sendifulltrúi í Brussel vorum fulltrúar Íslands á meðal kosningaeftirlitsmanna. Við Ingólfur vorum sendir til borgarinnar Kokshetau í norður Kazakstan. Áhugavert. Ég stefni á að segja ferðasögunna í sérstakri færslu, með myndum og svoleiðis, í góðu tómi bráðum.  

Þannig var sumarið hjá mér sumsé. Í gær eignaðist ég svo nýjan föðurbróður. Hljómar dálítið eins og plott í Arrested Development, ég veit, eða ekta gamaldags íslensku útvarpsleikriti...

Ég segi bara eins og ein persónan í sögu eftir Einar Kárason:

Ég skal segja þér það, skal ég segja þér. 


Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband