11.1.2007 | 00:30
Verðbarin þjóð á norðurhjara
Fyrir jólin var greint frá því í fréttunum að eitt tiltekið barnaleikfang sem bar það fróma nafn Skelfirinn, og er sjálfsagt komið ofan í skúffu á flestum heimilum nú þegar, hafi kostað 15.000 krónur á Íslandi en einungis 3.500 krónur í Danmörku.
Dæmin um óheyrilegt verðlag á Íslandi eru mýmörg. Verlagið hækkar bara og hækkar. Skelfirinn er bara eitt dæmi um verðlag í skýjunum.
Tíu prósent tollar og 15% innflutningskostnaður ná að sjálfsögðu ekki að útskýra til fulls svona verð. Virðisaukaskatturinn gerir það ekki heldur. Hér er eitthvað annað og meira að, sem löngu er orðið tímabært að rannsaka ofan í kjölinn.
Leikfangasalar hljóta til dæmis að hafa komist að þeirri niðurstöðu við verðlagninu sína -- þegar þeir margfölduðu heildsöluverðið eftir innflutning með ca 5 -- að Íslendingar væru almennt tilbúnir til þess að borga himinhátt verð, enda rokseldist græjan: Fjarstýrt vélmenni með klær.
Það er alþekkt í bransanum að hár verðmiði getur skapað þá ímyndun í huga neytenda að þar með sé varan verðmæt. Fólk getur af þeim sökum ákveðið að kaupa frekar dýrari hlutinn, jafnvel þótt munurinn á honum og öðrum ódýrari sé enginn.
Ég held að stór ástæða fyrir háu verðlagi á Íslandi sé sú að stór hópur neytenda hér á landi virðist vera reiðubúinn að borga nánast hvaða verð sem er. Því hærra því betra. Verðskyn er með öðrum orðum ákaflega lítið.
Fólk sem fer til sólarlanda segir frá því að sölumenn leðurjakka séu farnir að læra íslensku sérstaklega, vegna þess að þeir geti selt Íslendingum jakkana á þreföldu verði. Þeir tæla þá til sín með því að segja "Góðan daginn" á hinu ástkæra. Könnun í London leiddi í ljós að Íslendingar eyða þar þjóða mest.
Spurningin sem blasir við er hins vegar þessi: Hvað ætlum við að gera til að ná verðlagi niður? Ekki er hægt að senda þann hluta þjóðarinnar sem hefur lítið verðskyn -- og heldur þar með verðinu uppi -- í sálfræðimeðferð? Það eru líka takmörk fyrir því hvað hægt er að sakast við kaupmenn fyrir að reyna að græða. Ef varan selst nægilega vel á því verði sem þeir setja upp, að þá er það bara þannig. That's the name of the game, eins og Kaninn segir.
Hið ótrúlega er hversu fáir virðast sjá hag sinn í því að bjóða Íslendingum upp á lágt verð. Kannski borgar það sig ekki? Kannski hefði enginn keypt Skelfinn ef hann hefði verið of ódýr?
Það þarf að ná niður verðlagi. Það er stóra verkefnið á Íslandi í dag. Fátt yrði meiri kjarabót fyrir allan almenning, háa sem lága. Þetta er ekki heimsmet sem við viljum eiga, þótt það sé vissulega eitt af fáum sem við eigum án þess að miðað sé við höfðatölu, sem vissulega er alltaf á ákveðinn hátt tímamót.
Þetta verkefni er margslungið. Það þarf að lækka tolla og álögur, það þarf að auka verðeftirlit og verðsamanburð af öllu tagi, það þarf að TALA um vöruverð signt og heilagt, benda á verðmiðana, skapa stemmningu í þjóðfélaginu fyrir vörulækkunum. Það þarf að efla samkeppni og síðast en ekki síst: Ísland þarf að verða hluti af stærra markaðssvæði, en ekki eyland sem setur sífellt hærri verðlagsmet í einangrun sinni.
Við erum verðbarin þjóð á norðurhjara.
Enginn flokkur er betri í íslenskri pólitík til að takast á við þetta stóra verkefni en Samfylkingin, með allri sinni áherslu á lífskjaramál og málefni neytenda. Ódýrara Ísland. Það er markmiðið. Einfalt og augljóst.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Heiðar snyrtir var í kastljósi í vetur og sagði þar að enginn íslendingur keypti rakakrem fyrir 1000 kr., það hlyti að vera lélegt fyrst það kostaði ekki meira svo að þó að framleiðandi gæti framleitt kremið fyrir nokkur hundruð krónur þá yrði hann að verðsetja það á mörg þúsund til að það seldist.
Er það ekki eins með jólagjafir eins og skelfirinn, það þykir ekki fínt að gefa jólagjöf fyrir 3-4 þús.
Gaf syni mínum Skotlandsferð í fermingargjöf og ein húsmóðir sagði "VÁ!!! Kostar hún ekki a.m.k. 50 þús" Þegar ég sagði henni að ég hefði fengið hana ódýrt, hún hefði kostað vel innan við 20 þús., þá fannst henni skítt að ég skyldi ekki gefa honum eitthvað meira. Semsagt það er ekki gjöfin sem skiptir máli heldur verðið og það á reyndar ekki við bara um gjafir. það er heldur ekkert flott að vera á milljón kr. jeppa, hann verður að kosta nokkrar og svo mætti áfram telja :)
Ágúst Dalkvist, 11.1.2007 kl. 00:45
Það er mjög gott að panta bara vörur að utan úr vörulistum. Eftir flakk um heiminn og eftir að hafa búið í útlöndum, þá finnst mér ekkert sjálfsagðara en að sniðganga íslenska verslun eins langt og ég kemst upp með það.
Ég hef líka ekki legið á skoðun minni í verslunum að íslenskir neitendur eru að láta taka sig aftur og aftur í blóðstorkið og ósmurt rassGATIÐ...
Eins og hefur komið fram að þá virðast íslendingar HALDA að hátt verð á einhverju drasli sé einhver ábyrgð á því að þetta drasl endist lengur e[a sé betra en annað drasl sem kostar mun minna í t.d. vörulista eða á netinu e[a bara í lágv-ruverslun og gerir kannski sama e[a mun meira gagn en hid dýra rusl.
Dæmi. Barnaleikfang pantað að utan kostar hingað komið um 10þ og sambærilegt er selt á um 15-20þ hér. Dótið frá útlandinu inniheldur ca. 15 aukahluti meðan dótið hér inniheldur ENGANN aukahlut.
Ef þú heyrir einhvern gagnrína háttvöruverð í verslunum. þá er það líklega ég því að ég læt alla heyra hversu fáranlegt verð er á óþarfa drasli hér.
Annað dæmi. kaffibolli úr leir m/undirskál í kringlunni kostar um 1200 Ikr Sambærilegur bolli (væntanlega sami leirinn) í bónus kostar 100 kr. Þarf ílátið undir kaffið að kosta 1200 Ikr þegar einnota plastmál gerir sama gagnið?
Málið er að íslendingar eru heilaþvegnir, stantu upp og segðu, ég sem íslendingur er ekkert betri eða merkilegri en fólk af öðrum uppruna, þú ert líklega hvort eð er að kaupa drasl Made in China sem er búið til af ófaglærðu fólki sem vart sér dagsljósið sökum vinnuálags vegna kaupæðis heilaþveginna og uppsnobbaðra hálvita á vesturlöndum.
athugasemd (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 08:50
Ingibjörg Sólrún lýsti fyrir ekki svo löngu vantrausti á samfylkinguna, samfylkingarfólk (miðað við lélega útkomu hennar sem formanns þar sem aðeins 1/3 kaus hana) treystir ekki ingibjörgu sólrúnu að leiða flokkinn, og nú er fólkið í landinu (skv. nýjstu skoðanakönnunum) á leiðinni með að senda samfylkinguna niður og um leið vinstri græna fyrir ofan þá, ég myndi ekki kvitta undir það að segja "Enginn flokkur er betri í íslenskri pólitík til að takast á við þetta stóra verkefni en Samfylkingin", enda hefur hann ekkert sannað í þessum efnum.
skelfirinn (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 11:23
Lúngann af síðustu öld hafði þjóðin afar skýrt markmið, að komast frá fátækt til bjargálna. Þessu markmiði náði þjóðin um síðustu aldamót. Endahnykkurinn sem um munaði var ESB aðildin. Þá opnuðust flóðgáttir tækifæra og er útrásin margumtalaða þar skýrt dæmi.
Nú vöðum við í peningum (svona flest okkar) , en þó virðist eitthvað vera að í þjóðlífinu.
Gott dæmi um það mátti sjá við lok ásins, á gamlárskvöld.
Það var tæpast pláss á himninum til að skjóta upp milljarði króna í formi flugelda allskonar hér á suðvesturhorninu. Einhver sagði :þetta er vitfyrrt bruðl
En sýndi þetta ekki í hnotskurn það neysluæði sem hefur heltekið okkur á öllum sviðum.
Hvert erum við að fara ? Hver eru markmið þjóðarinnar nú um stundir ?
Rústa landinu í von um enn meiri pening ? Til hvers ?
Og þeir sem byggðu upp alla þessa velmegun , sem nú er gamalt fólk hver eru kjör þeirra ?
Nei því miður það eru engir fjármunir til fyrir ykkur, enda þið ekki alin upp við mikið.
Stöndum við ekki á krossgötum er ekki hollt fyrir þjóðina svona almennt að fara að móta sér einhverja vitræna framtíðarsýn ?
Þetta er svona innlegg í umræðuna.
Sævar Helgason,Hafnarfirði
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 11:47
Bíddu við, er ekki okurverð á Skelfinum fyrst og fremst innflutningshöftum á kjúklingabringum að kenna? Samfylkingin vill meina að höft á innfluttum landbúnaðarafurðum sé helsta orsök hás vöruverðs á Íslandi, sem skýrir að sjálfsögðu af hverju gallabuxur, DVD myndir, Skelfirinn, og bíómiðar eru svona dýrir. Af því að tollur á innflutta kjúklingabringu er 1200 kr per kíló.
Og hvað, nákvæmlega, ætlar Samfylkingin að gera til að lækka vöruverð til neytenda, ef við gefum okkur að ekki sé hægt að útskýra hátt verð á leikföngum með því að bannað sé að flytja inn nýmjólk frá Danmörku? Jú, alveg rétt, taka upp evruna, því ef við tökum upp evruna þá munu kaupmenn hætta að okra á okkur, svona galdratrikk. Hvernig, Guðmundur, ætlar Samfylkingin að láta kaupmenn hætta að okra á okkur? Þó svo að maður borgi með evrum í Leikbæ, þá mun dótið engu að síður vera áfram dýrt. Það er ekki eins og maður skjótist til Portúgal á Þorlák og kaupi þær jólagjafir sem upp á vantar. Eða heldur þú að ef við tökum upp evru muni okur-genið þurrkast út hjá íslenskum kaupmönnum? Eða ætlar Samfylkingin að stórefla samkeppni á íslenskum markaði með því að hækka tekjuskatt á fyrirtæki (til að fjármagna "stórátak í vegamálum á landsbyggðinni")? Því hærri skattar á fyrirtæki eru svo góðir fyrir þau? Eða ætlar Samfylkingin að stórefla samkeppniseftirlit með Baugi, því fyrirtæki sem hún er hvað ötulust að standa vörð um? Einhvern veginn hljómar það óttalega ótrúverðugt.
Guðmundur, ætli í Samfylkingarmenn setjið ekki bara málið í nefnd, svona eins og með Framtíðarhópinn ykkar sem skilaði litlu eftir margra ára vinnu. Þið hafið engar lausnir, bara innantóm slagorð. Þið skiljið ekki áhrif evrunnar og afsal hagstjórnartækja á íslenskt efnahagslíf, og því liggur í hlutarins eðli að fara fram á að þið látið hagstjórn og fjármál eftir þeim sem þau skilja, því ekki skiljið þið hvernig hlutirnir tikka. Dæmi um það er vaxtavælið í ykkur. Þið viljið fara inn í ESB til að fá evruna, því evrunni fylgja lágir vextir. Gott og vel. Hvað eru vextir? Eru þeir orsök eða afleiðing verðbólgu? Þeir eru afleiðing, því aukin verðbólga kallar á hærri vexti frá stjórnvöldum til að lækka verðbólguna. Hvað orsakar verðbólguna? Virkjanir og framkvæmdir hins opinbera, vissulega. Hvaða áhrif hefur það að leggja Sundabraut/göng á íslenskt hagkerfi þar sem eru 300,000 íbúar? Mjög mikil áhrif, þenslu og hátt atvinnstig í nokkur ár. Maður getur eins spurt hvað áhrif það hefði ef Hull væri eitt hagkerfi og byggja ætti stór göng þar. En göng í Hull eru innan hagkerfis Bretlands, og áhrifin á breska hagkerfið því lítil sem engin. En áhrif ganga á Íslandi munu alltaf vera mikil, svo fremi að menn ákveða að gera slíkt. Hið sama á við um nánast allar opinberar framkvæmdir. Þannig að ef Samfylkingin er ekki að leggja til að hætta öllum opinberum framkvæmdum þá mun ríkið alltaf valda ákveðinni þenslu í þjóðfélaginu, sem kallar á verðbólgu, sem kallar á hærri vexti til að ná verðbólgunni niður. Þannig virka hagkerfi, Guðmundur. Og miðað við síðasta útspil formannsins, þá virðist síst eiga að draga úr opinberum útgjöldum beri landið þá ógæfu til að fá ykkur í stjórn.
En getur verið að neysla þín og mín hafi áhrif á verðbólguna? Hvernig sjónvarp áttu? Flatskjá? Gat skeð. Þú og allir aðrir. Hvernig tölvu áttu? Er hún ný? Datt það í hug. Þegar 80% þjóðarinnar nýtt sjónvarp, nýjan GSM síma, nýjan bíl, nýja eldhúsinnréttingu, hvað er það þá? Þensla? Rétt hjá þér. En er það ríkisstjórninni að kenna að þú fékkst þér flatskjá? Hvernig má það vera? Þín kaup á flatskjá, og kaup vina þinna á bílum, kaup foreldra þinna á nýrri eldhúsinnréttingu olli líka verðbólgu. Og hvað á ríkið að gera til að lækka þá verðbólgu? Hækka vexti. Einmitt. En hvað vilt þú gera? Þú vilt færa vaxtaákvörðunarvaldið til ESB. Þannig að þegar hér er uppgangur (t.d. göng undir Öskjuhlíð og allar vegaframkvæmdirnar sem þið ætlið að ráðast í) og niðursveifla í ESB, þá taka vextir í ESB vissulega mið af efnahagsástandi í ESB, en ekki á Íslandi. Hér er kannski uppgangur, í ESB er niðursveifla, og þá verða vextir í ESB mjög lágir, og þá verða vextir á Íslandi mjög lágir. Lágir vextir í miklum hagvexti og verðbólgu þýðir bara eitt, Guðmundur. Enn meiri verðbólgu og atvinnulífið fer af teinunum. Það er enginn hvati til spara, heldur hvati til að fá enn meira lánað. Og þá springur hagkerfið og hér verður ekki hörð lending, heldur brotlending með allsherjar eyðingu.
Hvað gerist svo ef hér verður niðursveifla (ef maður gefur sér að partýið endist ekki að eilífu)? Þá þarf að hafa vexti lága svo fólk sjái sér hag í að taka lán til að fjármagna verkefni og neyslu, aukin neysla kallar á bættari hag fyrirtækja, sem kallar á aukinn hagnað í samfélaginu, sem kallar á aukna atvinnu, sem kallar á hagvöxt. Þannig ganga hlutirnir. En hvað viljið þið? Þið viljið að vaxtastigið sé ákveðið í ESB. Hvað ef uppgangur er í ESB og lægð á Íslandi? Þá eru vextir háir innan ESB, og á Íslandi líka, þannig að fólk getur ekki tekið lán til að fjármagna verkefni, fyrirtæki geta ekki fjármagnað sig með lánum til að kaupa eignir, og enginn hefur efni á að spara (vextir af húsnæðislánum verða t.d. mun hærri en ella). Í þannig tilfelli þurfum við lága vexti til að koma hjólum efnahagslífisins af stað. En nei, þið í Samfylkingunni teljið það vera góða hugmynd að búa við háa vexti þegar hér er niðursveifla. Guðmundur, veistu hver útkoman yrði ef hér er niðursveifla, uppsveifla í ESB og háir vextir á Íslandi? Veistu það? Atvinnuleysi upp á 10-15%. Vilt þú, sem Samfylkingarmaður, að hér verði ca. 20-25 þúsund Íslendingar án atvinnu? Án atvinnu þangað til hjól efnahagslífsins í ESB hægja á sér og við fáum vexti sem henta efnahagsástandinu hér?
Guðmundur, eina leiðin til að hér myndi ganga að hafa evru og vera í ESB er að hér væru hagsveiflur í fullum takti við meðaltals-hagsveiflu ESB. Og svo er ekki. Þvert á móti, hér sveiflast hagkerfið nánast þvert á hagkerfi ESB. Það hefur ekkert með hagstjórn ríkisins að gera, heldur vegna þess að okkar hagkerfi byggir á allt öðrum hlutum en hagkerfi ESB. Við lifum ekki á kornrækt. Eða ólívurækt. Eða sölu á kjöti. Við lifum á sölu fiskafurða og bankastarfsemi. Slóvakía er ekki meðal stærstu fiskveiðiþjóða í heimi.
Nema þú leggir til að hér verði aldrei neitt gert í hagkerfinu nema það passi við það sem Þýskaland gerir. Hér verði aldrei ráðist í opinberar framkvæmdir nema það harmóneri vel við hagsveiflur í Þýskalandi og Frakklandi. Þannig að ef hér er niðursveifla og mikil þörf á innspýtingu á fjármagni frá hinu opinbera, þá þurfi að skoða fyrst hvort það henti Þýskalandi að ráðast í slíkt.
Þetta, Guðmundur, kalla ég uppgjöf og aumingjahátt, og í þessu tilfelli eru það nákvæmlega þeir hlutir sem Samfylkingin stendur fyrir. Þið viljið afsala öllum stjórntækjum í hendur annara og yppta svo bara öxlum og ekki bera ábyrgð á neinu. Ég skora svo hér með á þig að svara þessari gagnrýni á málefnanlegan hátt, og helst á opinberum vettvangi. Hvað ætlar Samfylkingin að gera til að láta íslenskar hagsveiflur þróast í fullkomnu samræmi við evrópskar, og hvernig ætlar Samfylkingin að réttlæta hér taktvisst 25 þúsund manna atvinnuleysi ca. 1x á áratug?
haukur (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 11:47
Ég trúi því ekki, að Íslendingar séu upp til hópa að verða snobbaðir! Það getur bara ekki verið! E.t.v. er kominn grundvöllur fyrir íslenska aðalstétt?
Júlíus Valsson, 11.1.2007 kl. 11:49
Ég vil nú bara benda Hauki á það að það er mögulegt að nota annað tæki til að stjórna hagsveiflum heldur en það að leyfa krónunni að sveiflast fram og til baka. Í þróuðum löndum (ekki Íslandi þó) hafa ríkisfjármál verið notuð til að jafna sveiflur. Það virkar þannig að þegar þensla er þá dregur ríkið úr framkvæmdum en eykur þær svo aftur þegar slaki er í hagkerfinu.
Þessi aðferð hefur mun minni áhrif á kaupmátt almennings heldur en það að nota krónuna sem sveiflujöfnunnartæki.
Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 14:17
Ásta, en hvernig ætlarðu að beita þessu stýritæki þegar við búum við samdrátt hérna en háa vexti vegna uppgangs á evrusvæðinu? Hér er samdráttur og framkvæmdir á vegum hins opinbera verða því mun dýrari en ella vegna hás vaxtastigs, og einkaaðilar geta ekki komið hjólunum í gang aftur vegna þess að aðgengi að fjármagni er mjög tálmað. Ef þú heldur að hér sé hægt að stjórna hagkerfinu með því að vera glúrinn í því að tímasetja gangagerð og byggingu húsa, þá vanmeturðu stærð hagkerfisins allhressilega. Vaxtaákvörðun er tæki sem hið opinbera hefur til að stýra neyslu og þenslu almennings, og stjórna þannig hitanum í hagkerfinu. Ef þú færir þetta stjórntæki í burtu og úr tengslum við það hagkerfi sem fyrirtæki og einstaklingar búa í, þá ertu búin að losa um stýrishjólið á skútunni og leiðin liggur beint í strand. Mér er algerlega fyrirmunað að skilja hvað Samfylkingarfólki gengur til að vilja taka þetta stjórntæki úr höndum hagkerfisins og láta hagkerfið reka stjórnlaust í vindum frá Evrópu. Það á ekkert tillit að taka til íslenskra atvinnuvega, íslenskra aðstæðna. Af hverju heldur þú að Bretar hafi ekki tekið upp evruna? Eða Danir? Eða Svíar? Af hverju heldur þú að Norðmenn kjósi að standa utan ESB? Vegna þess að þessar þjóðir sjá hag sínum m.a. borgið utan EMU.
Heldur þú í alvöru að hér megi skapa stöðugleika með því að tímasetja vegaframkvæmdir á Vestfjörðum? Að það sé lausnin á efnahagsvanda þjóðarinnar?
Eitt sem ég enn ekki skil er hvernig Samfylkingin fær það út að hátt verð á sjampói í Hagkaup skuli vera fyrst og fremst afleiðing af háum tollum á innfluttum kjúklingabringum. Hvernig stendur á því að ég kaupi mér prenthylki í prentarann minn og borga 120% hærra verð en í Bandaríkjunum? Er það vegna þess að hér er bannað að flytja inn sýrðan rjóma?
Haukur Skúlason (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 15:07
Ég held ég verði að biðja fólk, Haukur, að vera stutt og skorinyrt í spurningum sínum ef það vill að ég svari tæmandi og í snatri.
Mér sýnist í fljótu bragði að færsla þín sé full af annars vegar dáldið átakanlegum vitnisburði um mjög djúpstæða andúð á Samfylkingunni, sem ég tel ekki ástæðu til að verja miklu tíma í að agnúast út í -- andúðin er þinn réttur -- og hins vegar fullyrðingum um ESB og Evru sem ég tel að stórum hluta til spekúlatívar en þú virðist telja til staðreynda.
Þar liggur held ég munurinn á mér og þér. Til dæmis virðist þú telja það til staðreynda að atvinnuleysi verði hér 10-15% ef við tækjum upp Evru og það yrði niðursveifla. Ég held hins vegar að slíkt sé veruleg ofureinföldun. Hér talar þú eins og Íslendingar séu ómenntuð framleiðsluþjóð sem þyrfti að leggja ára í bát við minnsta mótvind, sökum almenns menntunar- og getuleysis. Vitaskuld er það ekki svo. Tækifærin eru fjölbreytt og möguleikarnir miklir, eins og útrás íslenskra fyrirtæki sýnir glöggt undanfarið. (hef það dáldið á tilfinningunni að þig hafi langað til að segja að við værum bara sjávarútvegsþjóð -- sem hefði gert rök þín trúverðugri. En það er liðin tíð. Við erum svo margt, margt annað nú um stundir.)
Hvernig á Evra að ná niður verðlagi, spyrð þú. Ein meginástæðan fyrir Evrunni á sínum tíma var að skapa svokallaðan innri markað. Innri markaðurinn átti að auka samkeppni, skapa verðvitund neytenda og koma í veg fyrir alls kyns tilviljannakenndar álögur kaupmanna í skjóli þess að gjaldmiðlar voru margir og mismunandi (og þar með erfitt fyrir fólk að bera saman). Þetta er einn meginkostur evrunnar og ein ástæðan fyrir henni upphaflega. Hún er neytendavæn.
En með Evruna vil ég ítreka þetta: Við eigum að stefna að henni. Og bara með því að stefna að henni setjum við okkur markmið um stöðugleika, sem ég tel skynsamleg, hvað sem síðar verður.
Við þurfum að koma inn hugsuninni um samanburð inn í íslenskt efnahagslíf og verðlag. Og sá samanburður er nærtækastur við Evrópusambandslöndin.
Euk þess held ég að gengissveiflur sem við höfum mátt búa við slævi verðvitund almennings og pumpi þar með upp verðlag.
Svo sagðirðu margt annað, en ég held að nú sé því helsta svarað...Guðmundur Steingrímsson, 11.1.2007 kl. 15:34
Sæll Guðmundur og takk fyrir svarið. Í ESB var meðaltals atvinnuleysi árið 2006 8.6%. Viltu meina að það sé ásættanlegt atvinnuleysi á Íslandi þegar sæmilega árar (efnahagsástand í ESB er ívið lakara en á Íslandi, en ekki sérlega slæmt), og sveiflist upp í 13% þegar illa árar en niður í 5% þegar vel árar? Er það ásættanlegt? Eða telur þú að Evrópubúar séu almennt verr menntaðir og lélegri til vinnu en Íslendinga? Að við séum miklu betur hönnuð til að bregðast við sveiflum í atvinnulífinu? Það væri gaman að sjá rök fyrir því, en þangað til ætla ég að leyfa mér að áætla sem svo að hér yrði í besta falli svipað atvinnuleysi og innan ESB. Sem þýðir að ef við værum innan ESB í dag, þá mætti reikna með í kringum 12 þúsund atvinnulausum á Íslandi. Að mínu viti er ekki hægt að skauta í kringum þetta mál með því að tala um hvað við séum æðisleg og vel menntuð og frábær í alla staði.
Fjölbreytni atvinnulífsins skiptir engu máli. Þegar er niðursveifla, þá er niðursveifla alls staðar. Actavis, svo dæmi sé nefnt, er flott fyrirtæki sem er stolt íslensks hugvits. Hversu margir Íslendingar vinna hjá Actavis? Hversu stór hluti framleiðslunnar fer fram á Íslandi? Hvernig fjármagnar Actavis sig? 95% starfsmanna Actavis eru útlendingar, búsettir erlendis. Actavis hefur innan við 1% framleiðslu sinnar hérlendis. Actavis fjármagnar sig í dollurum og evrum og hefur lengi gert. Actavis mun ekki vera til staðar að milda niðursveiflu í íslensku efnahagslífi, því Actavis heldur ekki uppi atvinnustigi á Íslandi, hefur lítil áhrif á þensluna, og fjármagnar sig utan krónunnar. Vissirðu að 95% tekna allra fyrirtækjanna í Kauphöllinni (utan bankanna) eru í erlendri mynt og frá erlendum mörkuðum? Það þýðir að þó þessi fyrirtæki séu tiltölulega ónæm fyrir sveiflum á Íslandi, hafa þau lítið með það að gera hversu vel við hífum okkur upp úr öldudalnum.
Meginþorri Íslendinga vinnur hjá íslenskum fyrirtækjum sem taka lán hjá íslenskum bönkum og á íslenskum vöxtum. Ástandið í efnahagslífinu hverju sinni markar afkomu þeirra fyrirtækja. Hvernig má það vera að þú teljir það rúmast innan skilgreinds raunveruleika að þessi fyrirtæki blómstri í kolskökku vaxtastigi? Þegar kreppir skóinn í íslensku efnhagslífi, að þau fyrirtæki geti lifað af í háu vaxtastigi vegna uppsveiflu í Evrópu?
Þú gerir lítið úr þessum rökum mínum og telur þau einföldun. Þetta er nú bara viðurkennt hagfræðilögmál og hefur verið margsannað sem slíkt. A) Háir vextir eiga við þegar verðbólga er há því háir vextir hvetja til sparnaðar og draga úr þenslu. B) Lágir vextir þegar verðbólga er há hvetja til enn meiri þenslu og letja sparnað. Langvarandi B) ástand leiðir til gjaldþrots og óðaverðbólgu. Þannig ER það bara, Guðmundur. Þetta eru ekki stjórnmál, þetta er hagfræði. Þú getur haft aðra skoðun, þetta er einfaldlega staðreynd. Og ef þú heldur að sé óraunhæft að áætla að hér geti verið annað hagvaxtarstig en í ESB, þá skaltu skoða síðustu 10 ár og sjá hvernig við höfum þróast í samanburði við ESB. Ekki beint í takt. Þú getur heldur ekki verið ósammála því, Guðmundur, það bara ER svoleiðis. Það harmónerar kannski ekki við ESB draum þinn, en þú verður að horfa til staðreynda þegar þú talar um þessi mál, ekki bara til þess hvernig þú vildir að þetta væri. ESB aðild er ekki hípóþettikal.
Evran skapaði jú innri markað (reyndar er minnihluti ESB ríkja með evruna). En ef þú heldur að sá innri markaður og sameiginleg mynt skapi sama verðlag, þá hefur þú ekki ferðast mikið, kallinn minn. 2 evrur duga ansi skemur í París en í uppsveitum Portúgal. Það að taka upp einn gjaldmiðil hefur ekkert með það að gera að auka samkeppni. Hvað varðar að bera saman verð, þá kunna flestir að nota gjaldeyristöflur til að breyta krónum yfir í dollara, eða evrum yfir í jen.
Hvort sem þú er sáttur við það eður ei, þá er stór hluti okkar útflutningstekna kominn frá fiski, og þú mátt alveg óska þess að svo sé ekki, en enn og aftur eru staðreyndirnar aðrar.
Samfylkingin sem stjórnmálaafl vekur síst hjá mér andúð, þó svo vissulega geri einstaka talsmenn þess flokks það með málatilbúnaði sínum. Það sem hefur hins vegar farið mjög fyrir brjóstið á mér er hvernig Samfylkingarfólk hefur talað um ESB málin og einfaldanir og rangfærslur sem þar ráða ríkjum. Að vissu leyti er svar þitt einkennandi fyrir þennan málflutning. Ég bendi þér á hagfræðilögmál og staðreyndir sem ganga í berhögg við það sem Samfylkingunni finnst, og þá er það bara afgreitt sem bull og spekúlasjónir. Og á bara ekkert að ræða. Ef við göngum í ESB, Guðmundur, þá er búið að taka út höndum okkar það hagstjórnartæki sem vaxtaákvörðun er. Ef við höfum ekki vald til að stýra okkar hagkerfi í gegnum vaxtaákvarðanir er fátt eftir en að nota atvinnuleysi sem stjórntæki. Vilt þú virkilega að hér verði 12 þúsund manns atvinnulausir að jafnaði til þess eins að geta sparað nokkra þúsundkalla á ári í vexti á yfirdrættinum þínum? Ef þið í Samfylkingunni getið sýnt fram á að hér á landi búi ofurþjóð sem geti alltaf skapað atvinnu og auð við hvaða aðstæður sem er og hvernig sem árar, þá erum við að tala saman. En ef við gefum okkur að við séum ekkert betur eða verr menntuð en gerist og gengur, að við séum ósköp lík því þjóðfélagi sem er t.d. í N-Evrópu og Mið-Evrópu, þá hljóta sömu lögmál að eiga við um okkur og þær þjóðir. Það sem slær ryki í augun á þér er að við höfum búið við neikvætt atvinnuleysi í mörg ár (hér eru 20þ erlendir verkamenn í störfum, og allir Íslendingar eru með atvinnu sem á annað borð hana vilja og geta stundað). Það er eins og þið haldið að það ástand sé bara gefið. Hér verði stanslaust partý og þegar verðbólgan er komin of hátt og þegar vextir eru komnir of hátt fyrir ykkar smekk, þá á ekki að líta í eigin barm og taka sig á og draga saman seglin, heldur hlaupa í burtu frá öllu saman og halda fylleríinu áfram; knýja fram ódýrari lán svo hægt sé að skuldsetja sína neyslu áfram.
Íslendingar þurfa ekki lægri vexti á yfirdrætti. Íslendingar þurfa að læra að spara og eyða ekki um efni fram. Íslendingar þurfa að lærað sníða sér stakk eftir vexti. Íslendingar þurfa allra, allra, allra síst á því að halda að hér komi stjórnmálaflokkur sem haldi að þeim lánaflöskunni og lofi stórum gúlsopa af lánum ef þeir bara kjósi sig. Hér er kallað eftir ábyrgð hins opinbera í fjármálum, en á sama tíma krefjist þið þess að almenningur fái betri aðstöðu til að skuldsetja sig fram yfir gröf og dauða, eins og það sé þjónusta sem hið opinbera á að veita.
Afsakaðu langlokuna, Guðmundur, en þetta er mikilvægt mál sem erfitt er að koma fyrir í 30 sekúndna sándbæti, þó það sé vissulega reynt. Það að ganga í ESB er mikilvægt skref sem þarf að ræða á réttan hátt og á réttum forsendum. Það að hunsa það sem ykkur er ekki að skapi, og skálda svo í eyðurnar gagnast engum, og síst ykkur ef þið viljið halda sjó í rökræðum um aðild. Ég hlakka mikið til að sjá Illuga Gunnarsson, sem skrifaði mjög góða grein um þetta í Fréttablaðið um daginn, og t.d. þig takast á um þetta mál í Kastljósi, og það verður lítið eftir af ESB draumum Samfylkingarinnar þegar almennilegar rökræður hafa átt sér stað.
Haukur Skúlason (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 16:10
Mjög áhugaverð skrif hjá þér Haukur og er ég sammála þeim í flestum tilfellum en þó ekki nema flestum.
Það er sagt í gríni að ef þú biður hagfræðing um að reikna eitthvað út fyrir þig þá spurji hann hvaða útkomu þú vilt fá, þar sem að það er hægt að gefa sér endalausar forsendur og þær hafa allt að gera með niðurstöðuna.
Það finnst mér einmitt hafa hent þig að hluta Haukur. Best er að hækka vexti til að lækka verðbólgu? Þetta átti við þegar almenningur átti ekki eins hægt um vik að fjármagna eyðslu sína með erlendum lánum. Nú getur fólk tekið lán í erlendum bönkum á láum vöxtum, flutt fjármagnið til íslands og ávaxtað það á enn betri vöxtum sem aftur getur valdið enn meiri þenslu hér á landi. Það er að segja, háir vextir í dag geta aukið á þensluna.
Ágúst Dalkvist, 11.1.2007 kl. 16:31
Vidskiptavinir mínir og kunningjar hér í Thýzkalandi sem hafa komid til Íslands í sumarfrí eru á einu máli um stórkostlegt landslag, ljúffenga fiskrétti & frábaera sundstadi undir berum himni. Í lokin kemur aetid einsog "amen" í kirkjunni: " aber teuer!" Thad skal tekid fram, ad thetta eru upp til hópa vellaunadir háskólaborgarar , - margir hverjir yfirlaeknar ( Chefarzt ) - sem eru öldungis gáttadir á thessu yfirgengilega verdlagi á Íslandi. Orri Ólafur M. í Ratingen
Orri Olaf Magnusson (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 21:08
Guðmundur
Þú segir hér að ofan:
"Ein meginástæðan fyrir Evrunni á sínum tíma var að skapa svokallaðan innri markað. Innri markaðurinn átti að auka samkeppni, skapa verðvitund neytenda og koma í veg fyrir alls kyns tilviljannakenndar álögur kaupmanna í skjóli þess að gjaldmiðlar voru margir og mismunandi (og þar með erfitt fyrir fólk að bera saman). Þetta er einn meginkostur evrunnar og ein ástæðan fyrir henni upphaflega. Hún er neytendavæn.
En með Evruna vil ég ítreka þetta: Við eigum að stefna að henni. Og bara með því að stefna að henni setjum við okkur markmið um stöðugleika, sem ég tel skynsamleg, hvað sem síðar verður."
Mig langar til að spyrja þig; Náði Evran markmiði sínu? Og hefur hún í alvörunni orðið til betrunar? Hún átti jú að skapa stöðugleika - en gerir hún það? Hvað varðar neytendur, þá mætti kannski spyrja neytendur í öllum þeim löndum sem tóku upp Evruna á síðustu árum og fundu í kjölfarið hækkun á öllum vörum markaðarins. Um þetta talar fólkið sem býr í löndunum og íslenskir ferðamenn finna glöggt fyrir því er þeir fara í ferðalögin sín hvað verðlag hækkar ávallt í kjölfar Evrutöku. Megum við virkilega við því hér á landi? Það myndi ég ekki halda. Við þurfum kannski að skoða aðeins betur ofan í kjölinn hvað er í raun að valda þessu ójafnvægi krónunnar og slaka aðeins á með stóriðjuna til dæmis ;)
Tillögur SF um lækkun matarverðs og afnám virðisauka, skatta og tolla finnst mér eins og verði algerlega étnar upp í skít af kaupmönnum og komi þannig út að þeir muni eingöngu græða meira! Þeir koma ekki til með að lækka vöruverð í kjölfarið - enda hefur það nú þegar sýnt sig. Kaupmenn afsaka hækkanir sínar endalaust og svo virðist sem þeim leyfist hvað sem er í þeim málum. Hvernig væri að setja bara reglur um álagningu á vörur? Ég veit það ekki, en einhvern veginn finnst manni eins og það þurfi aðeins reglur á markaðinn því hann er eingöngu að níðast á neytendum hér á landi. Þegar gengi Evru og dollara er óhagstætt fyrir þá, nú þá hækkar vöruverð upp úr öllu valdi... en hvað gerðist svo þegar gengið varð alveg einstaklega hagstætt aftur? Lækkaði vöruverð? NEI - að sjálfsögðu gerðu þeir það ekki, þá voru íslendingar orðnir svo vanir að greiða hátt verð að þeir ákváðu bara að nota tækifærið og halda vöruverðinu háu áfram og græða bara meira sjálfir! Því miður er bara um alltof mikla fákeppni að ræða hér á landi og gengdarlausa græðgi kaupmannanna og viðskiptajöfra.
Andrea J. Ólafsdóttir, 12.1.2007 kl. 00:16
Ég þakka ágætar athugasemdir. Eitt sé ég mig tilknúinn til að leiðrétta. Þú talar um "ESB draum minn", Haukur. Og í Blaðinu um daginn var ég kallaður "ötull talsmaður þess að kasta krónunni og taka upp evru".
Ég get varla annað en hlegið að þessu. Ég verðskulda nefnilega hreint ekki þessa stimpla miðað við aldur og fyrri störf. Vinum mínum úr röðum einarðra Evrópusinna held ég að sé nokkuð skemmt.
Ég hef margítrekað sagt það á fundum og annars staðar í Samfylkingunni að ég lít á mig sem fulltrúa efasemdarmanna um ESB aðild. Þetta hefur alltaf verið kristaltært. Mín afstaða hefur verið sú, að ég tel umsóknarferli geta verið þessari þjóð til góðs. Punktur. Síðan yrði þjóðin að ákveða. Mín afstaða yrði mótuð á þeim tímapunkti.
Í tveimur færslum hér hef ég sagt tvennt: Krónan á í evruleikum (lesist erfiðleikum). Undirliggjandi spurning er: Hvað ætlum við að gera? Óbreytt efnahagsstefna finnst mér í öllu falli ekki fýsilegur kostur, með því ójafnvægi sem henni fylgir. Hins vegar skrifaði ég um verðlag. Ég vek athygli á því að í þeirri færslu BENTI ÉG EINMITT Á, að ástæður of hás verðlags hér eru margs konar. Það er mín einlæga skoðun. Að þetta sé margslungið verkefni. Um ÞAÐ var sú færsla.
Í hvorugri færslunni get ég séð að ég sé "ötull talsmaður" Evru eða eigi mér "ESB draum".
Ég styð ISG og Samfylkinguna í því að opna málið og tala fyrir umsókn.
Ég telst hins vegar ekki til sannfærðra ákafamanna um þetta. Ég er í vafa um ESB, hef lengi verið og mér hlýtur að leyfast það. Afstaða mín verður þá bara þeim mun ígrundaðri þegar þar að kemur. Allir flokkar þurfa efasemdarmenn.
Vildi bara segja þetta áður en mér verður endanlega, af umræðunni -- þeirri ógurlegu, stjórnlausu ófreskju ---hrynt ofan í skotgröf sem aðrir eiga mun frekar heima í en ég.
Guðmundur Steingrímsson, 12.1.2007 kl. 02:23
En þá yfir í rökræðuna:
Atvinnuleysi er vissulega eitthvað sem þyrfti að varast innan ESB og Evrubandalags, Haukur, ég get tekið undir það – annað væri fáránlegt -- en pólitíska spurningin er alltaf þessi og um hana fjallaði mitt svar við þér hér að ofan: Teljum við þá vá það hættulega að við gætum ekki tekist á við hana? Eru kostirnir af aðild hugsanlega fleiri? Verða til dæmis líkurnar á niðursveiflum -- og þar með atvinnuleysi -- minni en ella innan myntbandalags (út af minni sveiflum, meiri stöðugleika)?
Og hvernig samfélag er ísland? Eins og þú segir sækja stórfyrirtæki gróða sinn til útlanda að stóru leyti. En einnig eru framleiðslu- og iðngreinar (störf sem snemma verða atvinnuleysi að bráð í hallæri) mönnuð aðfluttu vinnuafli að stórum hluta. Það hlýtur að skipta máli þegar við vegum og metum. Tökum þína svörtustu spá: Hvað þýðir 12.000 manna atvinnuleysi í þjóðfélagi eins og okkar? Þýðir það það að farandverkafólk fer annað? Þýðir það að fleiri munu skrá sig í háskólanám? Þýðir það að Íslendingar þurfa sjálfir að fara að vinna í fiski og byggja mannvirki?
Hliðarnar á þessu eru fjölmargar. Ég myndi glaður rökræða við Illuga vin minn um ESB og Evru. En ef menn vilja fá alveg fullkomlega gallharðan Evrópusinna í slíkt, þá held ég að menn ættu frekar að fá einhvern annan en mig.
Guðmundur Steingrímsson, 12.1.2007 kl. 02:27
Þótt ótrúleg megi virðast þá er ég sammála þér með mest allt í pistlinum. Þó svo að við hjá SUS höfum lengst bent á ykkar "töfralausn" um að lækka tolla og vörugjöld. Lækkunin er ein af lausnunum, það er svo sannarlega rétt, en markaaðurinn ræðst líka af framboði og eftirspurn. Meðan við Íslendingar kaupum vörurnar á þessu verði hefur markaðurinn enga ástæðu til að lækka verðið.
Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.