Leita í fréttum mbl.is

Nýtt lag með Ske, gjörið svo vel (ókeypis)

Á þessum vetrarlega föstudegi er mér sönn ánægja að bjóða netverjum upp á spánýtt lag með Ske, í hverri undirritaður spilar á hljómborð. Í þágu ódýrara Íslands og lægra vöruverðs er því hér með dreift ókeypis. Megi það sparka fólki -- burtséð frá pólitískum áherslumálum og afstöðu til helstu deilumála -- í stuð fyrir helgina. Lagið heitir Svartur köttur og er titillag á samnefndu leikriti sem Leikfélag Akureyrar mun frumsýna 20.janúar. Hið fyrsta sem hljómsveitin flytur á íslensku... Hössi syngur, Paul er á trommum, Eiki á bassa, Frank og Hrannar á gítara og svo ég. 

Njótið vel.  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Prýðilegt að vakna við þetta. Takk fyrir mig.

Haukur Nikulásson, 12.1.2007 kl. 06:23

2 identicon

Takk fyrir þetta... Í framhaldi af þessu þá vill ég benda á vefin www.amiestreet.com.. En þar má finna íslenska tónlist á lítin sem engan penning.. Þarna á finna hljómsveitir á borð við Tony The Pony, Telepathics, Bob, Shima, Orginal Melody, Beatmaking Troppa og Pönkbandið Fjölni. En platan þeirra sonur neyslusamfélagsins (sem á vel við á þessum tímamótum) er ein af plötun mánaðarins hjá vefnum.

En svo skemmtilega vill til að sérstakt myspace tilboð á vefnum. Það virkar þannig þeir sem skrá sig skrifa Myspace þar sem stendur promotion code. Í staðin fá þeir klink til að kaupa lög á vefnum.

Endilega kaupið ódýra íslenska tónlist og hjálpið íslenskum tónlistarmönnum að koma sér á framfæri erlendis. Hægt er að fá frekari upplýsingar á ingibs@gmail.com

Ingi Björn Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband