Leita í fréttum mbl.is

Skaupið etc.

Jæja.

Ég byrjaði árið á tómum flensuleiðindum – þó ekki fuglaflensu -- og hef legið fyrir framan sjónvarpið og sötrað Panodil Hot á meðan helstu ákvarðanir hafa verið teknar í bloggheimum um grafalvarlega hluti eins og það hvort að skaupið hafi verið gott.

Mér fannst skaupið stórfínt. Hló upphátt um og yfir 10 sinnum sem telst mjög gott á mínum bæ. Meðalskaup hjá mér er fjórir hlátrar. Þetta var því nokkuð yfir meðallagi. Baugstrailerinn stóð upp úr. Magnagrín var líka gott og Þorsteinn Guðmunds alltaf fyndinn. Innslag útvarpsstjóra og undrunarsvipur á Pétri Jóhanni og “fjölskyldu”, teiknimyndir og útúrsnúningar úr auglýsingum eins og “Góð hugmynd frá Íslandi” og Orkuveituauglýsingunni var líka allt saman stórfínt. Já og Jón Gnarr líka. Alltaf fyndinn. 

Og meðan ég man: Einn útúrsnúningur á Toyota auglýsingu hefði getið ratað í skaupið líka, í boði vinar míns Arnar Úlfars sem laumaði þessu sposkur út úr undir lok sumars, við nokkra kátínu viðstaddra: "Framsóknarflokkurinn. RisaSmár. Skráið það í orðabókina ykkar." Dáldið fyndið. En það  hefði verið skuggalegt ef höfundar skaupsins hefðu kveikt á þessu líka. Beinlínis skuggalegt. 

 Um önnur mál sem ég hef misst af út af flensu vil ég segja þetta:

- Aftaka Saddams: viðbjóðsleg og gerir illt verra.

- Kryddsíldin: Var fremur dauf þetta árið. Allir að vara sig. Athyglisvert samt hvað leiðtogarnir voru í raun með allt opið varðandi stjórnarmynstur á alla kanta. Þetta verða líklega þar með einna opnustu -- og þar með að mörgu leyti mest spennandi -- kosningar um langt árabil. 

- Alcan: Mega slaka á í gjöfum og sponsi. Nú þarf bara að ákveða kjördag, setja upp fundi, útgáfur, leyfa öllum sjónarmiðum að njóta sín og halda kosningu. Málefnalega.

- Og svo síðast en ekki síst. Umræðuefni í nánast öllum partíium og boðum sem ég hef farið í undanfarið, mér til ómældrar undrunar. Ekki spyrja mig af hverju (hvað er málið með fólk?): Kjóllinn hennar Dorritar á forsíðu Nýs Lífs. Tja, hvað skal segja? Mér fannst hann bara fínn. Stórglæsilegur.

Ekkert út á hann að setja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ, ég veit ekki hvort þetta var ávísun á spennandi kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn á alltaf þetta cirka 40% trúræknisfylgi sitt, tekur svo þann með sér sem hefur móðgað þá minnst. Væri nú ekki meira spennandi ef félagshyggjuflokkarnir stæðu saman um að ná þessum cirka 60% sem kjósa ekki Sjálfstæðisflokkinn og losa þjóðina undan þessu 40%-ræði sem hér hefur ríkt í mannsaldra.

Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 10:26

2 identicon

Mér persónulega fanst Kryddsíldin mun fyndnari, sérstaklega kaflinn þar sem Ingibjörg og Steingrímur fóru að rífast um hvort þeirra ætti að verma forsætisráðherrastólinn ef svo ólíklega vildi til að þau myndu ná að púsla saman vinstri vængum í stjórn.  Svo fór Addi Kiddi Gau alveg á kostum, upptrekktur og hvæsti á afmælisbarnið í beinni. 

Varðandi skaupið, þá held ég að það ríkji einhver misskilningur.  Það var greinilega lagt óhemju mikið í þetta verk.  Flottar sviðsmyndir, rjóminn af leikarastétt okkar Íslendinga birtist þarna eeeen...  Það sem klikkaði var húmorinn.  Þetta var ekkert svo fyndið, kannski var ég ekki nógu drukkinn, það getur verið ástæðan fyrir skoðun minni á skaupinu. 

Legg til og mæli að Sigurjón Kjartans og hans crew stjórni þessu frá A-Ö næsta ár!  Treysti engum betur en að gera gott grín enda margsannað hjá honum Grjóna og Gnarri sbr. Tvíhöfða, Fóstbræðrum og Svínasúpunni.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 16:06

3 identicon

Skaupið var gott. Leiðinlegt fólk í Kryddsíldinni, stjórnmálamenn með persónuleika óskast! Risasmár, ekkert lýsir Framsókn betur en það. Vona að þú haldir persónuleikanum komistu á þing.

Helgi (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 19:27

4 identicon

Mjög gott skaup. Jón Gnarr var óborganlegur í hlutverki Sigurðar textahöfundar SigurRósar. Eins vann Pálmi Gestsson leiksigur í hlutverki Jóhannesar í Bónus með svipbrigðum sínum á eftir sýningu á broti úr kvikmynd um sögu þeirra Baugsfeðga.

Það segir e.t.v. allt sem segja þarf um þjóðarsálina og tíðarandann að fólk hafi meiri áhuga á kjólnum hennar Dorritar en öðrum meira aðkallandi málefnum.  

 Sem fyrrverandi sjalla þá langar mig til að sjá þig á þingi í vor Guðmundur. Sammála Helga að nauðsynlegt er að týna ekki sjálfum sér og hugsjónum sínum á fjósahaug stjórnmálanna.

Siggi (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband