Leita í fréttum mbl.is

Alcan og Bó

Það fer ekki milli mála að fyrirtækið Alcan er byrjað í kosningabaráttu um hylli Hafnfirðinga. Auglýsingarnar streyma í miðlana um það hversu gott það þykir að vinna hjá fyrirtækinu. Í ímyndarauglýsingum (að vísu líka í tilefni 40 ára afmælis) syngja kórar við álkerin í fallegri birtu.  Hafnfirðingum er boðið á handboltaleik og nú síðast var þeim öllum sendur geisladiskur með Bó og Sinfóníuhljómsveitinni.

Álrisinn hefur greinilega áttað sig á hinu fornkveðna: Það er ekki gó fyrr en Bó segir gó.  Og nú vonar semsagt Alcan að stækkun í Straumsvík fái gó út á Bó. 

Einu sinni las ég bók um kosningastragedíu, skrifaða af kosningastjórum Bills Clintons, þeim James Carville og Paul Begala. Í einum kafla bókarinnar fjölluðu þeir um almenna gagnrýni fólks á kosningabaráttu, eins og svo oft gerir vart við sig. Fólk hneyklast á þeim. Finnst þær fyrir neðan sína virðingu etc. 

En þeir tóku dæmi: Segjum sem svo að Coke og Pepsi þyrftu allt í einu að berjast um hylli almennings í kosningabaráttu. Sá gosdrykkur sem fengi meirihluta atkvæða yrði drukkinn næstu fjögur árin. Hinn ekki. Og ímyndið ykkur svo hversu djöfullega hatrömm slík barátta yrði. Allar gjafirnar sem myndu dynja á kjósendum, allir geisladiskarnir, boðsmiðarnir, auglýsingarnar. Það yrði ólíft í landinu. Kosningabarátta stjórnmálaflokka yrði eins og afslöppuð ferð í Húsdýragarðinn til samanburðar við slíka kosningabaráttu fjársterkra fyrirtækja.

Þegar ég sé hvernig þessi kosningabarátta Alcan fer af stað get ég ekki annað en hugsað til þessa dæmis um Coke og Pepsi. Ég sæi í anda stjórnmálaflokk senda á alla kjósendur Bó, til að fá gó. 

 
(Bókin heitir: "Buck Up, Suck Up . . . and Come Back When You Foul Up: 12 Winning Secrets from the War Room" Mæli með henni.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Veistu hvað margir Hafnfirðingar hafa og hafa haft atvinnu í Álverinu í Straumsvík gegnum tíðina ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.12.2006 kl. 02:57

2 identicon

Og samt sem áður stendur Samfylkingin í Hafnarfirði föst (tja, eins föst og hún getur orðið, sem er álíka fast og þeyttur rjómi) á stuðningi við álversstækkunina, Guðmundur.  Reyndar reynir meirihlutinn að fela sig á bak við "skoðanakönnun meðal íbúa" sem segir ekkert annað en að Samfylkingin þorir ekki að taka ábyrgð á ákvörðunum OG gengur á bak orða sinna við fyrirtækið.  Ekki slæmt afrek það, að svíkja alla sem að málinu koma.  Hvað er annars að frétta af baráttu Samfylkingarinnar fyrir álveri á Húsavík?  Eða virkjun ánna í Skagafirði?  Eða byggingu álvers í Helguvík?  Þarna berst nú Samfylkingin hatrammlega fyrir því að virkjað sé og álver byggð, og það flokka mest.  Annars er hún nú alltaf falleg, myndin af formanni Samfylkingarinnar þar sem hún stendur skælbrosandi fyrir framan framkvæmdasvæði Kárahnjúkavirkjunar og eignar sér heiðurinn af því verki.  Hvernig var það aftur, var sú mynd tekin áður en hún var fyrst á móti virkjuninni þar, eða var hún tekin eftir að hún var á móti virkjun, svo hlynnt, svo aftur á móti, og að lokum aftur hlynnt?  Ég ruglast stundum á því hvaða skoðun hún hefur á málum.

Haukur Skúlason (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 10:37

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ef einhverjum dytti í hug að senda mér geisladisk með Bó yrði ég nú fyrst afhuga viðkomandi... :-D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 28.12.2006 kl. 11:10

4 identicon

Bílastæðasjóður gefur mér alltaf orðsendingu með svokölluðum stöðugjöldum (sem ekki skal rugla saman við hin hrezzu Töðugjöld) um það leyti sem stendur til að opna bílastæðahús í hundraðogeinum svo ekki er Alcan eitt um gjafmildina.

rassgat.net (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 12:38

5 Smámynd: TómasHa

Mér finnst menn meta vilja Hafnfirðinga ódýrt eða ætli Hafnfirðingar eigi ekki von á einhverjum bitastæðari gjöfum, svona alvöru mútum?

Hvað kostar þú? 

TómasHa, 28.12.2006 kl. 16:13

6 identicon

Ég bý nú vallarhverfinu í Hafnarfirði og hef ekki fengið neinn disk frá alcan.  Ég túlka það þannig að þetta er nú meira til að skapa umtalið um hvað alcan er að gera gott við íbúa Hafnarfjarðar (sem er bara umtal notabene).  Þeir eru klárlega ekki að leggja sig eftir því að diskurinn hafi verið borinn í öll hús, en eru nógu kokhraustir til að grobba sig af að hafa gert það.  Þetta sýnir nú hræsnina nokkuð vel ...

JEL (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 22:47

7 identicon

Þessi stækkun er auðvitað stórmál bæði fyrir Hafnfirðinga og Alcan.  Þegar álverið var byggt á sínum tíma var langt inn í bæ.  Nú er álverið komið langleiðina inn í mitt íbúðahverfi. Ég held að sé horft til næst 40-50 ára eða svo ætti Alcan að taka frumkvæðið áður en af þessari stækkun verður og hreinlega flytja álverið með manni og mús t.d. inn í Helguvík eða einhvert annað á Suðurnesin. 

Þá myndi Alcan byggja þar nútímaálver, flytja búnað upp á hundruði milljóna á milli sem og þekkingu og reynslu starfsfólksins.  Dýrt auðvitað en ég held það myndi borga sig til lengri tíma litið þar sem álverið hefði mun meira olnbogarými en það hefur í dag, hvað þá heldur á morgun.  Það yrði aðeins lengra í vinnuna fyrir Hafnfirðingana en samt ekkert lengra en ef þeir ynnu í miðbæ Reykjavíkur.

Sigurður Viktor Úlfarsson (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 22:48

8 identicon

Og Samfylkingin þorir ekki að taka afstöðu til stækkunar álversins í Straumsvík. Haldið þið virkilega að þetta sé til framdráttar flokknum? Og núna er flokkurinn fastur í 24% fylgi og með 15% fylgi í norðvesturkjördæmi. Þið þurfið aldeilis að spíta í lófana.

Sigurður H. Einarson (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband