Leita í fréttum mbl.is

SMS frá Dómínós og Standard og Poor´s

Jú, ég er einn af þeim sem fékk jólakveðju frá Dómínós. Ég hef stundum pantað mér pizzu með pepperóni, sveppum og blönduðum ólífum. Þessi jólakveðja reyndist ekki vera það tundurskeyti inn í jólahaldið mitt, eins og ég heyrði í fréttum að hún hafi orðið í jólahald annarra. Ég brosti bara út í annað og eyddi skilaboðunum. 

Hélt svo áfram að hneppa skyrtunni áður en ég fór í jólaboðið.

Mér varð meira hugsað til annarrar jólakveðju sem forsætisráðherra fékk í sms rétt áður en hann hneppti sína skyrtu og fór í boð. Hún var frá Standard og Poor´s. Lækkað lánshæfismat er auðvitað áfellisdómur yfir stjórn ríkisfjármála, en staðfestir viðvaranir sem margir hafa látið í ljós.

Sagan endurtekur sig. Fyrir síðustu kosningar skrifaði ég til dæmis sem blaðamaður frétt um Tómas Inga Olrich, þáverandi þingmann og ráðherra Sjálfstæðisflokks. Í henni kom fram-og voru ekki gerðar neinar athugasemdir við það - að maðurinn fór um norðausturkjördæmi fyrir þær kosningar og gaf loforð um samtals 1.3 milljarða í alls konar verkefni í kjördæminu. Hann beinlínis fór um með heftið og skrifaði tékka í allar áttir. Á nokkrum mánuðum.

SogP vita hvað þeir syngja: Sjálfstæðisflokkurinn kann ekki að fara með peninga. Sérstaklega ekki á kosningaári. Og við þessa yfirlýsingu er eins víst að einhverja reki í rogastans. Eru það ekki vinstri menn sem kunna ekki að fara með peninga? Ha? Hvernig er það? 

En nei, Hemmi minn. Það er gömul klisja. Löngu afsönnuð. Þetta með Sjallana er hins vegar sífellt að koma betur og betur í ljós. Meira um það síðar.

Kveðja frá Búðardal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka skemmtilegt blogg, þú ert góður penni.

 Mig langar samt aðeins að koma með athugasemd við setninguna "S&P vita hvað þeir syngja". Ertu nú viss um það?  Ég kýs ekki sjálfstæðisflokkinn, svo þetta eru engin varnarorð hjá mér fyrir þeirra hönd, heldur legg ég mikið upp úr því að skoða vel hvað liggur á baki hverju og einu máli.

S&P eru nefnilega ekki svo hátt settir meðal vel reyndra manna úr fjármálageiranum. Þeir hafa sent hingað hóp manna sem virðast alveg einstaklega illa að sér í öllu sem viðkemur íslenskum hagmálum. Þeir skipta mjög ítrekað út starfsfólki hjá sér, og menn hér á landi eru víst orðnir frekar þreyttir að taka á móti fólki frá þeim sem virðast lítið ef eitthvað vita um grunnatriði íslenska hagkerfisins og sögu þess.

Mér finnst alla vegna svoldið bogið við það að við séum með toppeinkunn frá Moody´s, sem eru mjög virtir fyrir sína greiningarvinnu, en fáum svo svona hræðilega einkunn frá S&P.

Og skildi ég það ekki rétt að fulltrúi Samfylkingunnar, í Íslandi í dag, föstudaginn fyrir jól að mig minnir, kom heldur betur illa út þegar hann hundskammaði ríkisstjórnina fyrir útgjaldafylleríið og slæma einkunn S&P, en gat svo litlum útskýringum komið við, þegar mótmælendur hans spurðu hann út í 7 milljarða (minnir mig)útgjaldaaukninguna sem stjórnarandstaðan var búin að leggja fram.

Æ, *dæs* er það furða að maður eigi erfitt með að gera upp við sig hvað kjósa skuli í vor?

Guðrún Elín Herbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 15:23

2 Smámynd: Bragi Einarsson

Sem sagt, af því að S&P koma með neikvæða athugasemd, þá er ekki mark takandi á þeim. Einhver saga endaði eitthvað á þessa leið eftir að refurinn hafði hamast allan daginn við að ná berjaklasanum og sagði þegar hann gafst upp: Þau eru örugglega súr!

Bragi Einarsson, 27.12.2006 kl. 15:44

3 Smámynd: halkatla

hah, fegin er ég að fleiri en ég voru ekki mjög sjokkeraðir yfir þessari sendingu frá dominos, við lifum nú eftir allt í kapítalísku samfélagi og svona, það er ekki hægt að gera sérstakar kröfur um að það gildi ekki í nokkrar sérstakar sekúndur... sama hversu mjög við kunnum að þrá það!

halkatla, 29.12.2006 kl. 21:36

4 identicon

Auglýsingin frá Dominos pirraði mig þetta kvöld. Ég myndi reka markaðsstjórann, alveg sama þó þessi skilaboð hefðu átt að koma fyrr um daginn.

Vorum tvö á mínu heimili sem fengum auglýsinguna í miðri pakkastemmingunni.

Ég hugsa með hryllingi að kannski má ég eiga von á sms “kveðjum” frá

Pizza Hut, Vínbúðinni, Þú og Ég, Goldfinger og fleiri fyrirtækjum sem ég mun eiga  viðskipti við á næsta ári.

Um að gera að láta þetta fara í pirrurnar á sér og stoppa þessa ósvinnu strax .

Jón Örn Bragason (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Tölvupóstur: gummisteingrims@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband