20.12.2006 | 14:32
Íslenska leyniþjónustan
Á forsíðu Blaðsins í dag er greint frá enn einni vísbendingunni um það að á Íslandi sé starfrækt einhvers konar leyniþjónusta án þess að við vitum af því. Sýslumaður á Keflavíkurflugvelli er semsagt director of IIS (Icelandic Intelligence Service) á bréfum sem hann sendir til kollega sinna erlendis.
Það getur vel verið að þetta eigi sér eðlilegar skýringar og sjálfur er ég ekki að fara úr límingunum út af þessu. En mér er þó farið að þykja þetta nokkuð grunsamlegt, í heildina litið. Það er greinilegt að það er til fólk í embættismannakerfinu og á meðal stjórnmálamanna sem vill mjög mikið stofna leyniþjónustu. Vísbendingar um þessa löngun dúkka upp með reglulegu millibili.
Heyrst hefur af mönnum með sólgleraugu á fjöldasamkomum, sem tala inn í úlnliðinn á sér, svipbrigðalausir. Loðin tíðindi hafa borist af samstarfi Íslendinga við CIA.
Ég held reyndar að það séu til ágæt rök fyrir því að stofna leyniþjónustu en um slíka leyniþjónustu verða að gilda skýrar reglur og ramminn í kringum svoleiðis batterí verður að vera alveg á hreinu. Hvað á hún að gera? Undir hverja heyrir hún?
Það má ekki reyna að lauma leyniþjónustunni inn í íslenskt samfélag að aftan. Og það er líka reginmisskilningur að leyniþjónstan eigi að vera svo leynileg að enginn viti af henni. Við þurfum auðvitað að vita af henni (já og samþykkja að stofna hana, kannski, svona lýðræðislega).
Ég legg til að það verði fyrsta verkefni íslenskrar leyniþjónustu að reyna að finna út hvort hér hafi verið leyniþjónusta áður. Það yrði örugglega mikið hasarverkefni og spennandi.
Að sumu leyti minnir þetta dæmi mig á Mafíu Íslands (MÍ) úr Sódómu Reykjavík. Nú heitir þetta IIS. Allt að gerast.
Ég er farinn að kaupa jólagjafir, í rokinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:26 | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
http://davidlogi.blog.is/blog/davidlogi/entry/92555/
Davíð Logi Sigurðsson, 20.12.2006 kl. 16:25
Þú meinar MÍ, mafía Íslands.
Andrés (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 18:52
Já, skrambinn. Mafía Íslands meinti ég. Ekki Íslenska mafían. Búinn að breyta þessu... Svona mikilvægar staðreyndir verða að vera réttar.
Guðmundur Steingrímsson, 20.12.2006 kl. 20:27
Mér finnst toppmyndin nú nokkuð skuggaleg af þér. Þokkalega spæjóleg mynd.
TómasHa, 20.12.2006 kl. 23:30
Já já, hún er skuggaleg. Fólk þarf að gjöra svo vel að lesa færslurnar undir vökulu augnaráði höfundar...
Guðmundur Steingrímsson, 21.12.2006 kl. 00:07
Þar sem þú ert nú rétt að byrja í þessu þá bendi ég þér á að panta viðtal og sem allra fyrst hjá Davíð Oddsyni, það getur ekki nema hjálpað þér, árangur hans í pólitík talar sínu máli. :)
Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.