18.12.2006 | 14:29
Kompás villtist
Umfjöllun Kompás um Guðmund Jónsson í Byrginu var vissulega sláandi. Ég get þó ekki komist að annarri niðurstöðu en að efnistökin hafi verið ákaflega furðuleg, svo ekki sé meira sagt.
Fyrir það fyrsta: Af hverju kaus Kompás að leggja svona gríðarlega áherslu á það að útlista fyrir áhorfendum hvað BDSM stendur fyrir og lýsa þar með meintum kenndum og hvötum mannsins? Mér finnst þær, sem slíkar, ekki koma mér við. Það var eins og Kompás héldi að BDSM sem slíkt væri glæpurinn.
Ég efast um að Kompás hefði varið jafnmiklum tíma í umfjöllun um kenndirnar ef þær hefðu verið aðrar. Til dæmis ef maðurinn væri klæðskiptingur eða hefði kynferðislega gaman af því að hlaupa um í Batmanbúning.
Þarna villtist Kompás af leið og óð þar af leiðandi af dálitlum flumbrugangi inn í auðsýnilega mjög viðkvæmt mál, sem varðar fólk og fjölskyldur
Dramatíkin draup vissuleg af hverju strái, en það breytir ekki því að í mínum huga vöknuðu fleiri spurningar en ég fékk svör við.
Ef það er rétt, að Byrgið er að hluta til eða í heild einhvers konar miðstöð fyrir kynlífsathafnir forstöðumannsins og að hann misnoti stöðu sína gagnvart fíkniefnaneytendum í bágri stöðu til þess að fullnægja kenndum sínum, í hvaða farveg fer þá það mál? Hver rannsakar? Og hver er refsingin? Hver kærir?
Þetta kom ekki fram í Kompási. Ég hefði viljað vita þetta, því þetta finnst mér einkar mikilvæg spurning, sem varðar stöðu þessarar stofnunar og annarra slíkra.
Segjum sem svo að maðurinn hefði til dæmis verið skólastjóri í háskóla og hefði orðið vís að því að stunda kynlíf (með eða án búninga) með fullorðnum nemendum sínum. Er það sambærilegt? Ég er til dæmis nokkuð viss um að sá yrði látinn taka pokann sinn sem skólastjóri þá þegar, en ég veit ekki hvort að hann yrði sóttur til saka. Auk þess efast ég um að Kompás hefði beitt ámóta efnistökum í svoleiðis tilviki.
Eftir stendur þó, að Kompás færði verulega sannfærandi rök fyrir því að forstöðumaðurinn sé óhæfur og hafi farið illa með skjólstæðinga sína í skjóli aðstöðu sinnar. Það hefði verið nóg að sýna fram á bara þetta, af þeirri fagmennsku og nærgætni sem Kompás hefur sýnt í öðrum málum, en sleppa því til dæmis að birta myndir af bundnu fólki á nærbuxunum við undirleik dramatískrar píanótónlistar.
Einnig náði Kompás að afhjúpa gögn sem sýna að þarna hafi verið illa með opinbert fé. Það er hitt aðalatriði málsins, sem hefði þurft meiri fókus.
Þar vaknaði til dæmis önnur spurning: Af hverju var skýrslu, sem varnarmálaskrifstofa Utanríkisráðuneytisins, um bága meðferð fjármuna í Byrginu, á meðan það var starfrækt í Rockville, haldið leyndri? Á svipuðum tíma voru alþingismenn niðri á þingi að tala fyrir auknum fjárveitingum til stofnunarinnar. Hefðu þeir ekki átt að hafa þessa skýrslu undir höndum?
Hvaða leynimakk var þar á ferðinni? Var einhver að halda verndarhendi yfir Byrginu?
Kompás hefði frekar átt að einbeita sér að því að reyna að svara einverjum þessara spurninga sem vöknuðu, en leggja minni áherslu á að velta sér upp úr aukaatriðum málsins, þótt þeim kunni að hafa fundist þau krassandi.
Þetta háði annars sláandi þætti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Skarpir pennar
- Ólína Þorvarðar
- Kalli Matt
- Helgi Seljan
- Konur á trúnó
- Árni Páll
- Gauti Egg
- Dagur Egg
- Oddny Sturlu
- Össur Skarp
- Helga Vala
- Gudríður Arnardóttir
- Dofri Hermanns
- Katrín Júl
- Þórunn Sveinbjarnar
- Björgvin Sig
- Róbert Marshall
- Kristrún Heimis
- Mörður Árna
- Helgi Hjörvar
- Steinunn Valdís
- Sigmar Guðmunds
- Ágúst Ólafur
- Bryndís Ísfold
- Örn Úlfar
Hljómsveitin
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 395332
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- brynhildur
- dolli-dropi
- agnar
- alcandiary
- malacai
- almaogfreyja
- almapalma
- andreaolafs
- ural
- aas
- agustakj
- hof
- asgeirgudmunds
- aslaugs
- heilbrigd-skynsemi
- baldvinj
- bardurih
- bergruniris
- bergrun
- kaffi
- beggipopp
- bergthora
- birgitta
- bjarnihardar
- lubbiklettaskald
- bjorkv
- heiddal
- bleikaeldingin
- eyvar
- gattin
- bryndisfridgeirs
- bryndisisfold
- dagga
- limped
- dabbi
- dofri
- madamhex
- egillg
- saxi
- eirikurbergmann
- eirikurbriem
- elfur
- elinora
- ellasprella
- eirikuro
- skotta1980
- kamilla
- evropa
- disill
- eyglohardar
- eyvi
- ea
- fanney
- fararstjorinn
- feministi
- finnurtg
- finngolfsson
- hressandi
- ulfarsson
- gilsneggerz
- gislihjalmar
- gudni-is
- gudjonbergmann
- mosi
- thjalfi
- hugs
- gudmbjo
- lostintime
- gudrunarbirnu
- ghasler
- zeriaph
- gunnaraxel
- gbo
- laugardalur
- gylfigisla
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallurg
- nesirokk
- hannibal
- hhbe
- handsprengja
- skinkuorgel
- 730bolungarvik
- heidistrand
- heidathord
- latur
- heimirthor
- mjollin
- helgadora
- hehau
- 730
- helgisan
- belle
- kjarninn
- hlekkur
- hlynurh
- kolgrimur
- hlynur
- birkire
- hrafnhildurolof
- don
- hrannarb
- hreinsi
- hrolfur
- hvitiriddarinn
- hordurj
- hordur-stefansson
- hoskuldur
- ibbasig
- ingabesta
- ingibjorgstefans
- sarcasticbastard
- jara
- ingisund
- ingo
- ingvarvalgeirs
- id
- irisarna
- bestiheimi
- hansen
- joik7
- skallinn
- jonsigurjonsson
- drhook
- jonthorolafsson
- juljul
- heringi
- kristinnj
- kiddijoi
- killerjoe
- kjarrip
- hemmi
- kerla
- einarsson
- kristjanmoller
- kiddip
- kvenfelagidgarpur
- lauola
- lara
- magnusl
- gummiarnar
- markusth
- matti-matt
- maggabest
- millarnir
- poppoli
- olafursv
- ljosvellingar
- tabergid
- olofyrr
- omarragnarsson
- paul
- pallieinars
- palmig
- doktorper
- perlaheim
- pro-sex
- rungis
- lovelikeblood
- sigfus
- sign
- danmerkufarar
- safi
- siggikaiser
- siggisig
- smari-karlsson
- stebbifr
- fletcher
- geislinn
- steindorgretar
- ses
- manzana
- kosningar
- sunnaros
- svenni
- svenni71
- sverrir
- saethorhelgi
- sollikalli
- tinnaeik
- tidarandinn
- torfusamtokin
- tommi
- truno
- urkir
- sverdkottur
- valdiher
- valdisa
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- ver-mordingjar
- tharfagreinir
- kennari
- thorsteinnerlingsson
- thorarinnh
- thordistinna
- toddi
Athugasemdir
Athugasemdir þínar eru réttar Guðmundur. Það sem kom ekki fram í þættinum er þáttur hins opinbera málinu. Það þarf t.d. að útskýra hvernig Tryggingastofnun og Félagsmálaráðuneytið standa að því í sameiningu, að Guðmundur í Byrginu geti smalað til sín ofurvímuðum sjúklingum og látið þá undirrita afsal á bótum sínum sem síðan renna beint til Byrgisins. Með þeirri aðferð verður fólkið háð Guðmundi og bundið átthagafjötrum á meðan "samningurinn" er í gildi. Engin kemst auðveldlega í burtu á meðan Guðmundur fær tekjur þeirra.
Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 15:13
Góð grein...vel mælt...vel orðað...vel hugsað. Thumbs up! En nú spyr ég eins og sauður: Er BDSM nokkuð meira bannað en BSRB?
Snorri Bergz, 18.12.2006 kl. 15:13
Kappinn var nærbuxnalaus eins og Britney, þetta er furðuleg tíska. Það vakti líka athygli Tony Montana tilvitnunin á dönsku.
Heimir Hermannsson, 18.12.2006 kl. 15:26
umm, það er ekki ólöglegt að vera hórkarl eða að tæla fólk útí bdsm, það var bara haft þarna til þess að gera þáttinn krassandi. eina glæpamálið er varðandi fjármálin en það er sam-mannlegt að vilja vita sem mest um það ef einhver er að bregðast öðrum eða draga þá útí eitthvað ljótt. Og hér er greinilega á ferðinni stórmál af því taginu, sem við þurfum að vita af þótt það sé ekki ólöglegt.
svo finnst mér líka alltílagi að talað sé um bdsm einsog það er.
þetta var ágætis rannsóknarfréttamennska, auðvitað verður að útlista nákvæmlega perraskap manna sem þykjast lækna fólk með "guðdómlegu kynlífi" - það er nefninlega svo merkilegt að þetta skuli hafa gerst, ef þetta gerðist. Það eina sem vantaði í þessa umfjöllun er amk hálftími til viðbótar af haldgóðum upplýsingum um það hver ber einhverja ábyrgð, það var ekki skilið vel við málið og eftir allt bdsm talið þá nennti maður varla að stressa sig á því að heimilisfólk byrgisins borði útrunninn mat. En það ert samt glæpurinn, ekki þetta með ungar stelpur og bdsm.
Hugsa sér, sí og æ endurtekur þetta sig að þeir sem þykjast heilagastir eru í raun mestu perrarnir. Fólk fer bráðum að gruna mig um græsku ef fram heldur sem horfir!
takk enn og aftur fyrir skemmtilegan pistil...
halkatla, 18.12.2006 kl. 16:21
Vissulega var BDSM útskýrt nokkuð ítarlega (ekki síst af Guðmundi sjálfum) og sannarlega eru hugsanlega innan um stærri fréttir sem betur mætti fara í. Málið er hins vegar að að upphafið er bréf sem fjallar um meinta misnotkun á trausti til að uppfylla umræddar kynhvatir. Flest gögn í málinu koma inn á ákveðna kynhegðun sem verður nokkurskonar kjarni (og mögulega orsakavaldur) sögunnar.
Benedikt Bjarnason, 18.12.2006 kl. 17:46
...en niðustaðan er samt þessi; Ef engin kærir, hver er þá glæpurinn? Samt sjokkeraði þetta mig allsvakalega, en...
Bragi Einarsson, 18.12.2006 kl. 19:28
Eitt megingagnið sem lagt hefur verið fram í málinu er skýrsla sem utanríkisráðuneytið lét gera um rekstur Byrgisins! Fram til þessa hefur engin fréttamaður spurt hinnar augljósu spurningar. Af hverju er utanríkisráðuneytið að gera skýrslu um rekstur meðferðarheimilis? Samkvæmt hvaða stjórnsýslulögum þarf utanríkisráðuneytið að sjá um rekstur kristilegs meðferðarheimilis?
Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 20:20
Mér finnst ekki alveg í lagi með Önnu Karen. En Kompás er á réttri leið.
Kristján Sig Kristjánsson (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 22:07
Það er samt ekki hægt að segja að Stöð 2 hefði ekki átt að birta þetta. Verðandi alþingismenn munu væntanlega leggja sitt á vogarskálarnar til að tryggja að þeir peningar sem nú eru settir í þennan málaflokk séu vel nýttir. Það er nú ekki það mikið af peningum í boði.
Það versta við þetta er ef þetta er rétt og Byrgið lamast eða hættir rekstri. Aðrar umfjallanir Kompás hafa einmitt leitt í ljós skort á skjólshúsi fyrir fólk með fíkniefnavanda.
TómasHa, 18.12.2006 kl. 22:18
Þjóðin sem reglulega hlær að skriffinskubákni ESB, er hér tekin með buxurnar á hælunum. Alger skortur á stöðlum, eftirliti og ábyrgð.
Þarna má sjá ljóslifandi ástæðu þess að við Evrópubúar sættum okkur við reglulegt, faglegt eftirlit með störfum okkar, samkvæmt stöðlum og reglugerðum þar að lútandi.
Fimm ár frá gerð skýrslu sem segir fjármálastjórn Byrgisins í molum. Fimm ár! Snautlegt. Til skammar fyrir þjóðina alla. Þjóðina sem gerir aldrei kröfur til sinna ráðamanna og uppsker því eins og hún sáir.
Baldur McQueen Rafnsson (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 23:27
Það er ekki skortur á stöðlum og eftirliti í þessum meðferðarbransa. Það hins vegar skortur á stöðlum og eftirliti með stjórnamálamönnum. Hvað er utanríkisráðuneytið að reka kristilega meðferðarstöð? Var þetta hluti af stjórnarsáttmála eða bara sérstakt áhugamál Halldórs Ásgrímssonar og síðar Árna Magnússonar?
Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 23:50
frábært... kennum Framsókn um... það er tískan... í stað þess að leita uppi staðreyndir um málið... utanríkisráðuneytið sér um öll mál á gamla varnarsvæðinu... þess vegna var þetta á þeirra könnu !!! Ég veit ekki betur en allir hafa lafað Byrgið og allt það starf sem þar hefur farið fram og ég veit ekki af hverju við eigum að gera meiri kröfur til fólks í stjórnsýslunni um að það sé skyggnt og hafi getað komist að þessari meintu misnotkun... er það ekki annars ástæða hneikslunarinnar eða á frekar að ræða fjármálin núna og kenna stjórnvöldum um.. enda kosningaár... sumir þurfa að laga háttvísi... það er alvöru fólk sem þetta mál fjallar um !!!
Össur M. (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 00:39
Þetta er sannarlega alvarlegt mál. Fjármálin eru eitt. Misnotkun veikra einstaklinga er annað. Jafnvel þótt BDSM sé ekki bannað er augljóslega verið að misnota veika einstaklinga. Það er það versta. Hann misnotaði aðstöðu sína.
Hitt sem er slæmt að öll athyglin sem Byrgið fær tekur kastljósið af Birni Inga og Óskari sem eru um það bil að sleppa fyrir horn. Það má ekki gerast. Þetta eru líka stórsjúkir einstaklingar og eru að vasast með fjármuni okkar. Þá verður líka að stöðva. Það gerist eingöngu með því að þeir segi af sér. Þar verður minnihlutinn og stjórnarandstaðan að standa sína plikt
Alla (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 00:54
Mér finnst aðalatriði þessa máls að hann rekur meðferðarstofnum sem álitin er endastöð fyrir fíkniefnaneytendur... Þar misnotar hann traust skjólstæðinga sinna og narrar þá út í bondage sex!!!...
Allt þetta er svo gert undir yfirskini kristindómsins og mannkærleika. Hann mun hafa talið fórnarlömbum sínum um að sæði hans væri guðlegt og hefði lækningamátt...!!!!
Það er ekki léttvæg gagnrýni þegar meðferðeraðili notar skjólstæðinga sína til þess að fullnægja kynórum sínum.
Ef þessar ásakanir reynast réttar (eru studdar af framburði fórnarlamba hans, ógerðslegum tölvubréfum og óhuggulegum myndskilaboðum....) þá er gerningur Gumma í Byrginu skammlausasta dæmi um misnotkun og trúnaðarbroti sem ég man eftir.
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 13:42
það sem mér finnst truflandi og megin ástæða þess að kompás fór út í BDSM umræðuna er sú að hann lætur ungar stúlkur sem eru að reyna að berjast gegn fíkniefnadjöflinum svara spurningalista um hvað þær eru búnar að prófa! þ.e písk, svipu eða rassskellingar. þaðan fær hann sín fórnarlömb. þetta kemur í raun ekki skriffinskubákni ESB eða Birni Inga og Óskari við. þrátt fyrir að það sem þeir eru að aðhafast við er siðlaust þá er það ekki nándar eins siðlaust og misnotkun á veiku fólki.
Ómar Diegó (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 22:39
BDSM tengingin var ekkert nema til að auka sjokkvægi umfjöllunarinnar. Ef það er rétt sem þeir héldu fram að hann væri að þvinga kvenkynsskjólstæðinga sína til BDSM kynlífs þá er það einfaldlega ekki BDSM heldur hreint klárt ofbeldi og nauðgun. Munurinn á ofbeldi og BDSM snýst um meðvitað og upplýst samþykki sem ekki er hægt að fá hjá manneskju í þessu samhengi.
sm (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.